Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 9 Heimsmeistara- keppnin í handknattleik í Sviss HM 1986 Hagstæð 5 daga ferð til Sviss 24. febrúar til 1. marz 1986. Komið með og sjáið ís- land leika 3 leiki íforriðlinum. 25. febrúar — Genf: ísland — Suður-Kórea .... kl. 19.00 25. febrúar — Genf: Rúmenía — Tékkóslóvakía . kl. 20.45 26. febrúar— Bern:ísland — Tékkóslóvakía .... kl. 19.00 26.febrúar— Bern: Vestur-Þýzkaland — Spánn .... kl. 20.45 28. febrúar — Bern: Rúmenía — ísland ........ kl. 19.00 28. febrúar — Bern: Danmörk — Svíþjóð ....... kl. 20.45 Dvalið verður í Bern Innifalið í neðanskráðu verði er: Flugfargjald Keflavík/Lúxem- borg/Keflavík, allur akstur, gisting (öll herbergi eru með baði og síma), morgunverður, kynnisferð og sameiginleg skemmtun ásamt kvöldverði í Bern þann 27. febrúar og aðgöngumiðar á alla leikina. íslenskur fararstjóri verður með hópnum allan tímann Verð fyrir manninn í tveggja manna herbergi kr. 21.800 Verð fyrir manninn í eins manns herbergi kr. 23.400 Allt verð er miöaö við gengisskráningu þann 6. nóvember 1985. Austurstræti 17, sími 26611. Með stórmeistara í stofunni! 2001 skáktölvan er einstök í sinni röð, sannkallaður stór- meistari skáktölvanna. • Hún býr yfir 12 styrkleikastigum. • Hún er eldfljót að hugsa. • Hún er 100% sjálfskynjandi (enginn þrýst- ingur á reiti þegar leikið er). Hún er skýr og skemmtilegur heimilisvinur sem öll fjöl- skyldan á eftir að hafa gaman af. • Verð með staðgreiðsluafslætti er nú aðeins kr. 13.985 (ca. 20% verðlækkun). • Útsölustaðir í Reykjavík: Rafbúð Samband- sins, Bókabúð Braga, Skákhúsið og hjá Magna. j • Söluaðilar úti á landi óskast. Marco hf., Langholtsvegi 111. Símar 687970/71. ISameining Alþýðubladsins, Tímans og Þjódvilians: Ekki pólitískar for- sendur fyrir samruna — sagði Svavar Gestsson á fundi Málfundafélags félagshyggjufólks Blaðaraunir vinstri manna Málfundafélag félagshyggjufólks efndi sl. þriðjudagskvöld til opins fundar til að ræða hugmyndina um sameiningu Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans í eitt dagblað, sem keppt gæti við Morgunblaðið og DV um hylli blaðalesenda. Á fundinum komu ýmis forvitnileg atriði fram, eins og lesa mátti í ýtarlegri frásögn hér í blaðinu í gær, og við nokkur þeirra er staldrað í Staksteinum í dag. Pólitísk blaðamennska Ljóst er nú, að samein- iugarhugmyndin var andvana fædd. „Það eru ekki pólitfskar forsendur fyrir því, að leggja þessi blðð niður," sagði Svavar Gestsson, formaður AJ- þýðubandalagsins, sem jafnframt er formaður útgáfustjórnar Þjóðvilj- ans, á málfnndinnm. Hann sagði, að það væri ekki um þá pólitísku samstöðu að ræða milli Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Fram- sóknarflokks, sem gerði samstarf um útgáfu dagblaðs mögulega. Bolli Héðinsson, hagfræðing- ur, benti hins vegar á það, að sldlja mættí að almenn fréttaskrif og stjómmálaskrif. Hægt væri að útvega flokkun- um ákveðnar blaðsiður fyrir pólitískan málflutn- ing og pólitískar frétta- skýringar, en láta svo almenna blaðamenn sjá um annað efni. Svavar Gestsson, sem er fyrrver- andi ritstjóri Þjóðvijjans, þekkir hins vegar ekki slíkan aðsldlnað frétta og stjómmálaboðskaps, enda hefur slflct aldrei verið tíðkað á blaðinu hans. Þar er lesendum ekki treyst til að draga sínar eigin ályktanir af staðreyndum, heldur fylgja öllum fréttum út- leggingar pólitískra blaðamanna. Þeir Þjóð- viljalesendur, sem vilja kynnast staðreyndunum sjálfum, verða þess vegna að lesa Morgun- blaðið. Hér er einmitt komið að kjama málsins. Á fundinum var mikið skrafað um yfirburði Morgunblaðsins, „ægi- veldi“ þess á blaðamark- aðnum, eins og það var orðað, en flestir fundar- menn viku sér hins vegar undan þvi að ræða hina raunverulegu ástæðu fyrir velgengni blaðsins. Morgunblaðið er útbreitt blað vegna þess að i því er að finna fréttir og annað efni, sem fólk vill lesa. Það er ekki nóg að hafa fjármagn á bak við sig tíl að gefa út dagblað, það verður líka að hafa lesendur. Og dagblað, sem viil ná verulegri út- breiðslu, verður að bjóða upp á efni, sem höfðar til breiðs lesendahóps, þ. á m. fólks, sem hefur ólíkar hugmyndir um markmið og leiðir f stjómmálum. Bolli Héð- insson viðurkenndi, að enginn sem vildi fylgjast með þjóðmálaumræðu og atburðum líðandi stund- ar, kæmist hjá því að lesa Morgunblaðið. Jónina Jónsdóttir kom svo orð- um að grundvallaratriði: „Farið þið bara og gerið betur,“ sagði hún og beindi orðum sinum til ritstjóra Blaðaprents- blaðanna. En á þvi skeri steyta einmitt foringjar vinstri manna. Þeir em alltaf að hugsa um stórt, pólitískt áróðursblað, en átta sig ekki á þvi að dagar slíkra blaða em allir. Einhliða pólitísk blaðamennska er tíma- skekkja. Af þessum ástæðum myndi það engu breyta þótt leiðtogar Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks kæmust að samkomulagi um eitthvert pólitískt kvótakerfi í frétta- og stjómmálaskrifum sam- eiginlegs dagblaðs vinstri manna. Slfkt blað myndi einfaldlega ekki höfða til nægilega margra lesenda til að unnt væri að reka það, svo það væri samkeppn- isfært við Morgunblaðið ogDV. Ríkisstyrkur Ein leið til að halda úti dagblaði, sem al- mennir blaðalesendur hafa ekki áhuga á og kaupa ekki, er að fá ríkið til að borga reikninginn. Það gera t.d. valdhafar í sósíalistaríkjunum. En ekki þarf að faraút fyrir landsteinana til að leita að dæmum. Alþýðublaðið er rekið með sæmilegum hagnaði og það nánast eingöngu fyrir ríkisfé, en „ftjálsa" áskrifendur, þ.e. þá sem kaupa biaðið af áhuga fyrir efni þess, má væntanlega telja á fingrum sér. Svavar Gestsson upplýsti á mál- fundinum, að i „samein- ingarviðræðunum“ við [ formenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hefði verið fjallað um aiilrínn stuðning ríkLsins við stjóramálaflokkana og blaðaútgáfu þeirra. Hann lét í jjós áhyggjur vegna andstöðu sjálf- stæðismanna við hug- myndina, en virtist binda vonir við að engu að síð- ur væri unnt að ná sam- stöðu um málið, svo sem gerðist þegar framsókn- armenn og stjómarand- stæðingar hækkuðu hinn opinbera blaðastyrk við afgreiðslu fjárlaga i des- ember. Auðvitað er það frá- leitt, að rfldð taki að sér útgáfu blaða, sem verða undir f samkeppni á markaðnum. í þvi felst nauðung, sem er rangiát, þegar tekið er tiUit til þess að skattgreiðendur hafa þegar hafnað við- komandi blaði sem neyt- endur. Og í þvi felst líka fyrirlitning á dómgreind aimennings, svo ekki sé minnst á sóun á almanna- fé. Foringjar hinna stjómlyndu vinstri flokka láta sér hins vegar aðfinnslur af þessu tagi í léttu rúmi liggja. Þeir telja sig eiga að hafa vit fyrir fólki og halda að þeir hafi rétt til að fara með fé skattborgaranna að geðþótta sínum. Morgunblaðið/Emilfa Nokkrir greinahöfunda og fulltrúar ritnefndar. „Framtíðin í okkar höndum“ Bók Hvatar gefin út í lok kvennaáratugar HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og Landssamband sjálfstæðiskvenna hafa gefið út bók í tilefni af þvi að kvennaára- tug Sameinuðu þjóðanna var að ljúka. Bókin heitir „Framtíðin í okkar höndum" og í henni eru greinar eftir 15 höfunda, 12 konur og 3 karla, um ýmis efni. Bókin var kynnt á fundi með blaða- mönnum og sagði Bessí Jóhanns- dóttir formaður ritnefndar það sannfæringu sjálfstæðiskvenna í lok kvennaáratugar, að hugsjónir, sem byggja á frelsi einstaklingsins til að lifa lífinu eins og hann sjálfur kýs, séu virkasta vopnið í barátt- unni fýrir jafnri stöðu kynjanna. Stjóm Hvatar og Landssamband sjálfstæðiskvenna ákváðu í byijun árs 1985 að gefa út bók á árinu í tilefni loka kvennaáratugarins. Rit- nefnd var skipuð og áttu sæti í henni, auk Bessíar, Ásdís J. Rafnar, Jónína Michaelsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Sigríður Ambjamar- dóttir. Ákveðið var að hafa greinar bókarinnar ólíkar að efni, og reyna að horfa til framtíðar i stað þess að gera úttekt á stöðu kvenna í lok kvennaaratugar. Höfundar em Þorsteinn Pálsson, Þórunn Gestsdóttir, Árdís Þórðar- dóttir, Ása Steinunn Atladóttir, Bessí Jóhannsdóttir, Eiríkur Ing ólfsson, Jón Magnússon, Katrín Fjeldsted, Margrét S. Einarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Oddrún Kríst- jánsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Rósa Guðbjartsdóttir, Salóme Þor- kelsdóttir og Sólrún Jensdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.