Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 48
SIAÐFEST LÁNSTRAUST FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Morgunblaðið/RAX Hólmfríður heiðursgestur Sinfóníunnar UNGFRÚ heimur, Hólmfriður Karlsdóttir, var heiðursgestur á sveitarinnar var troðfullt hús og sannkölluð Vínarstemmning á Vínartónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands í Háskólabiói i tónleikunum. Tónleikarnir verða endurteknir nk. laugardag kl. gærkvöldi, og lék þar á steðja með hljómsveitinni í einu verki. 17.00 í Háskólabíói og þá mun annar heiðursgestur taka þátt i Að sögn Sigurðar Björnssonar framkvæmdastjóra Sinfóníuhljóm- flutningnum. Island með hæsta flug- vallarskatt * í heiminum — Svipaður hér og í Israel þar sem kostnaður við örygg- isgæslu er margf aldur Flugvallarskattur er hærri hér á landi en i nokkru öðru landi f heiminum, að undanskildu ísraei þar sem hann er svipaður. Mun- urinn á skattinum hér og á hinum Norðurlöndum er margfaldur, en til samanburðar má nefna að f Danmörku er hann sem svarar 150 krónum en hér 750 krónur. —Samþykktir Alþjóðaflugmála- ráðsins, ICAO, gera ráð fyrir að flugvallaskattur sé ekki hærri en sem nemur beinum kostnaði við utanlandsflug á hveijum stað þannig að ekki er gert ráð fyrir að viðkomandi yfirvöld hafí af honum tekjur. Gunnar Finnsson, deildarsijóri hjá ICAO f Montreal f Kanada, sagði f samtali við Morgunblaðið, að samþykktir og stefnuskrá ráðsins hefðu þróast á undanfömum ára- —. tugum og á ráðstefnu 1973, sem fulltrúar íslands sátu, hefði fyrr- greind samþykkt verið gerð. Enn- fremur eru ákvæði um að flug- rekstraraðilum skuli gert viðvart með 4 til 6 mánaða fyrirvara þegar til stendur að hækka gjöld- „Það er ekkert til hér hjá stofnuninni sem segir að land megi ekki hafa háan flugvallarskatt eða há lendingar- gjöld heldur ganga samþykktir út á að byggt sé á raunverulegum kostnaði við utanlandsflugið," sagði Gunnar. „Hár flugvaliarskattur í ísrael þykir því ekki óeðlilegur þar sem vegna pólitískra aðstæðna verður að halda þar uppi gífurlegri öryggisgæslu og því margfaldur kostnaður miðað við víða annars " * staðar. Samkvæmt okkar skýrslum er þessi skattur svipaður á Islandi og í ísrael og má því segja að skatturinn sé hvergi í heiminum eins hár og á íslandi því að í ísrael ríkir óeðlilegt ástand." Samkvæmt skýrslum ICAO er flugvallarskattur á íslandi 18 dalir, f Danmörku er hann 3,79 dalir, í Finnlandi 7,40 dalir, í Noregi 9 dalir og í Svíþjóð 6 dalir. Rauðhóla Ransý: Ráðuneytið vill fánánn burt í sjónvarpsþættinum Á líð- andi stundu á miðvikudags- kvöldið var sýnt frá æfingu á leikritinu Rauðhóla Ransý sem Hitt leikhúsið mun frumsýna á næstunni. Leikurinn gerist f fjölbragðaglímuhring og glíma leikaramir á fslenska fánanum sem er á gólfí hringsins. Nú hefur forsætisráðuneytið sent forsvarsmönnum leikhússins munnleg tilmæli þess efnis að sviðinu verði breytt og hætt verði að nota fánann með þess- um hætti. „Ég lft svo á að þetta sé óvirðing við fánann og samkvæmt stjóm- arskránni er það ólöglegt," sagði Guðmundur Benediktsson, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu í samtali við Morgunblaðið. í 12. gr. laga um þjóðfána íslendinga segir „Enginn má óvirða þjóð- fánann, hvorki í orði né verki." „Ég mun afgreiða málið frá ráðu- neytinu á grundvelli þessarar skoðunar minnar," sagði Guð- mundur. „Síðan þarf að meta það hvort þetta er óvirðing eða ekki, en úrskurður um það er í höndum dómsmálaráðuneytisins. Þjóð- fáninn heyrir undir forsætisráðu- nejrtið, en ef ágreiningur rís um rétta notkun hans þá sker dóms- málaráðuneytið úr um það“. Guðmundur sagði að málið væri í athugun hjá Hinu leikhús- inu. Hann vildi taka það fram að allar viðræður milli þessara aðila hefðu farið fram í mesta bróðemi. Morgunblaðið hafði samband við Pál Baldvin Baldvinsson, leik- stjóra hjá Hinu leikhúsinu, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Frá æfíngu á „Rauðhóla Ransý“. Eins og sjá má er íslenski fáninn stór hluti af Ieikmyndinni. Hótel Borg svipt skemmtanaleyfi í dag og á morgun: Lögreglan segir neyslu fíkniefna á Borginni Kvartað undan því í bréfi, en ástæða lokunar sögð of mikill fjöldi gesta HÓTEL Borg hefur verið svipt leyfi til skemmtanahalds í kvöld og annað kvöld og verður staður- inn ekki opinn lengur en til klukkan 23.30. í bréfí sem emb- ætti lögreglustjóra sendi for- ráðamönnum hótelsins f gær segir, að sfðastliðið laugardags- kvöld hafí 736 gestir verið taldir út úr húsinu, en leyfílegur há- marksfjöldi sé 455. Þá er kvartað undan þvf, að mátt hafí sjá gesti undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er lokun Borgarinnar áminning til veitinganxanna al- mennt um að fyrirbyggja ffkni- efnaneyslu f veitingahúsum. „Lögreglumenn komu hingað á föstudagskvöldið og var enginn handtekinn. Við vísum þessu á bug enda fullyrðingar lögreglu órök- studdar. Við viljum ekki gesti, sem neyta fíkniefna og höfum lagt á það áherslu við dyraverði að vísa slíkum gestum úr húsi,“ sagði Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri veitingareksturs Hótels Borgar í samtali við Morgunblaðið. Fýrir nokkru hvatti dómsmála- ráðuneytið veitingamenn til þess að fyrirbyggja neyslu fíkniefna í húsum sínum, en eiga að öðrum kosti á hættu lokun. í frétt frá ráðu- neytinu í vikunni segir meðal ann- ars: „Af nýlegum skýrslum frá lögreglunni í Reykjavík kemur fram að nokkur brögð eru að því að veitingahúsagestir hafi sjáanlega verið undir áhrifum fíkniefna auk þess sem dæmi eru nefnd um að fíkniefna hafi verið neytt í veitinga- sölum. Hefur ráðuneytið lagt á það áherzlu að gerðar séu af hálfu lögreglusljóra viðeigandi ráðstafan- ir gagnvart viðkomandi veitinga- húsum með áminningum, takmörk- un eða stöðvun veitingastarfsemi. Verði fíkniefnaneysla látin viðgang- ast varði það sviptingu opinberra starfsleyfa.“ í byijun nóvembers síðastliðins ritaði dómsmálaráðuneytið öllum lögreglustjórum. landsins bréf og hvatti til aukins eftirlits og sam- starfs lögreglu við veitingamenn. I framhaldi ritaði lögreglustjórinn í Reykjavík veitingamönnum og lýsti vilja ráðuneytisins og hefur embætti lögreglustjórans í Reykjavík átt nokkra fundi með veitingamönnum. William Möller, aðalfulltrúi lög- reglustjóra, vildi ekkert segja um það á hvaða stöðum hefði orðið vart fíkniefnaneyslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.