Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1986 45 'Tf'WiH' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. . S. hriíig'di: „Tilefni þessara orða er viðtal sem starfsmaður Ríkisút- varpsins átti við formann kven- félagsins í Vík í Mýrdal sl. mið- vikudagsmorgun. Eftir nokkrar spumingar og svör um velgengni og störf félagsins spurði starfs- maður útvarpsins, sem er kona: „Og það eru ekki lengur peysu- fatakonur sem standa undir félag- inu?“ „Nei, alls ekki“, svaraði for- maðurinn. Hvemig ber að skilja þetta? Em ekki peysufatakonur lengur taldir frambærilegir með- limir kvenfélaganna. Oft er talað um að peysufötin, sem em einn af þjóðbúningum íslenskra kvenna, megi ekki leggjast niður og ungar stúlkur hvattar til að bera hann á tyllidögum þjóðarinn- ar. Og mér er kunnugt um að íslensku kvenfélögin hafa látið margt gott af sér leiða allt frá stofnun þeirra, og þar vom peysu- fatakonumar að verki. Mér fínnst í hæsta máta óviðkunnanlegt að nú á tímum skuli vera til konur sem tala niðrandi um þessa mikil- hæfu forvígismenn íslenskra kvennasamtaka." Vigdís hringdi: „Að undan- fömu hefur verið rætt um með- lagsskuldir í Velvakanda og fund- ið að því að þær séu vaxtalausar. Mér finnst að einnig mætti koma fram að hjá karlmönnum er meðlagsgreiðsla frádráttarbær til skatts, þó þeir þurfí ekki að greiða meðlög fyrr en þeim hentar og meðlagsskuldir séu vaxtalausar. Hins vegar verða einstæðar mæður að gefa meðlög upp til skatts sem tekjur. Flestir karl- menn borga ekki nema þetta lág- mark sem þeim er gert að greiða en það vita aliir sem ala upp böm að það kostar miklu meira að hafa þau á sínu framfæri en þessum greiðslum nemur. Það er því vægast sagt undarlegt að ekki skuli gengið eftir því að menn greiði meðlögin skilvíslega." Sigríður hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri smá ábend- ingu í sambandi við dagskrár- kynningu íþróttaþátta í dagblöð- unum. Það er óþægilegt að ekki skuli vera gerð grein fyrir eftii þeirra fyrirfram - hvort fjallað er um tennis, fímleika, skíða- íþróttir o.s. frv. Þá þyrfti maður ekki að sitja fyrir framan skjáinn allan þáttinn til að missa ekki af einhveiju. Væri ekki hægt að kynna efni íþróttaþátta fyrirfram í dagblöðunum? Húsmóðir í Austurbænum gerði það að umtalsefni á dögunum hversu krítarkortaviðskipti tækju mikinn tíma. Mér sýnist þau ekki taka neitt meiri tfma heldur en greiðslur með ávísunum eða þegar fólk lætur skrifa hjá sér. Kjarvalsvísur — athugasemd Velvakandi! Ekki get ég látið framhjá mér fara athugasemdalaust vísu sem birt er í Kjarvalsbók Indriða G. Þorsteinssonar. Ég leyfi mér að fullyrða að þar er ekki alveg rétt farið með vísu þessa. Þar eð hafa skal það sem sannara reynist vil ég biðja Velvakanda Morgunblaðsins að birta fyrir mig títtnefnda vísu: EJin alsheija bomba, í gemlingsins gátt, í grallaraleysisins flæðandi mátt, í heysigemlingsins hrásalaga lind, hrekkst hún um náhöfin skynlaus og blind, í algieymi skelfulla skröngiast um nátt, skelmórinn starir með giórunum hátt, eitt áralegt brak, eitt boldangsins slum og burtu var gieiddin af skelfúllu-rum. Rithöfundurinn kemur með skýr- ingar á þessari vísu, sem ég vil gera lítilsháttar athugasemd við: Ég tel að Kjarval hafí notað gemlings- ins gátt fyrir hafsauga. Gemlingur er í vísunni sama og þorskur. Heysigemlingu er er þorskur, sem hefiir verið hengdur upp. í grallara- leysisins þá á Kjarval við að svo djúpt sé róið að ekki fáist lúða. Þá vil ég aðeins bæta við að lokaorðið skelfullu-rum er á máli Kjarvals skipstjórinn. Þá vil ég biðja Velvakanda að birta hér að lokum vísu eftir Kjar- val, sem mun reyndar vera mörgum kunn, a.m.k. hér í Reykjavík. Hún er ort fyrir mörgum árum um þekkta konu hér í bænum, Lálju Sölvadóttur. Bræður hennar voru á sínum tíma einnig kunnir hér í bænum sem fótboltakappar í Val, þeir Ellert og Guðmundur. Vísan er svona: Lilja mín Sölva mig langar að bölva því nú ert þú gift. Guðmundur maki gjaldkerinn spaki geturðu skipt. Guðmundur maki var Guðmund- ur Guðmundsson ftá Reykholti, gjaldkeri í Landsbankanum. Guðmundur Sveinsson frá Vík ÍMýrdal. Hættur í umferðinni Áhætta eldra fólks í umferðinni er mun meiri en þeirra, sem yngri eru. Sjón og heym þeirra hefur daprast. Það er stirðara til gangs og eftirtektin lakari en áður. Sýnum öldruðum tillitssemi og réttum þeim hjálparhönd. Bömin í umferðinni eru bömin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vemda bömin fyrir hættum í umferðinni. Hvernig gengur reksturinn? Námskeið þetta er einkum ætlað þeim sem koma nálægt rekstri fyrirtækja eða hyggja á slíkan rekst- ur. Á námskeiðinu verða kynnt helstu hugtök rekstrarhagfræðinnar og farið yfir æfingar í rekstri fyrirtækja og gerð greiðsluáætlana og raunhæf verkefni unnin með aðstoð tölvu. Kennsla fer fram á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 19.10—20.40, alls 40 klukkustundir. Kennsla hefst mánudaginn 27. janúar. Þátttaka tilkynnist í síma 688400. Verslunarskóli íslands, Ofanleiti 1, 108 Reykjavík. 67.420.- Þessi hornsófi er ekki bara venjuleg- ur hornsófi sem passar í flestar stof- ur. L. 250 sm X b. 206 sm. í honum er sérstaklega hönnuð grind með dýnu og þegar þú ert búin(n) að velta henni fram á gólfið ert þú komin(n) með fyrirtaks svefnsófa fyrirtvo. Mundu að við tökum greiðslukortin bæði sem staðgreiðslu með hæsta afslætti og sem út- borgun á kaupsamning. f ■■ BUSGA6NAH0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.