Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1986 23 Rússar kvarta undan bandarískri flusrsveit Tókýó, 16. janúar. AP. EDUARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétrikjanna, lét í ljós er 925 kflómetrar en innan þess áhyggjur við hinn japanska starfsbróður sinn, Shintaro Abe, vegna staðsetningar bandarískrar orrustuflugsveitar í norðurhluta Japan. Shevardnadze er nú í heimsókn í Japan, fyrsti sovézki utanríkisráð- herrann sem þangað fer í áratug. Sovétmenn gerðu sér vonir um að undirritað yrði samkomulag um menningarleg samskipti ríkjanna, en háttsettir embættismenn í Tókýó segja að ekkert verði af þvi þar sem Japanir hafi ekki sömu möguleika á að kynna japanska menn- ingu í Sovétríkjunum og Sovétmenn hafí á að kynna sina menningu í Japan. Bandaríkjamenn staðsettu sveit að vega upp á móti hemaðarupp- 50 F-16-orrustuflugvéla í Misawa- byggingu Sovétmanna í Asíu. Bar- flugstöðinni í Norður-Japan til þess dagaradíus flugvélanna frá Misawa Bandarískir bankar: Starfsmenn stórtæk- ari en bankaræningjar Miami, Flórida, 16. janúar. AP. OPINBERAR skýrslur benda til, að bandariskir bankastarfsmenn hafi stolið 382 milljónum dollara á árinu 1984, eða niu sinnum meira fé en bankaræningjar. Sérfræðingar segja, að þetta sé aðeins eitt dæmi um, að auðgunar- brot fari í vöxt hjá starfsmönnum fyrirtækja. Er áætlað, að tjón fyrir- tækjanna af þessum sökum nemi ríflega einum milljarði dollara ár hvert. Allt að 75% af 119 gjaldþrotum banka á síðasta ári kunna að eiga rót sína að rekja til svika og fjár- dráttar starfsmanna, að því er Caridad Matthews aðstoðardóms- málaráðherra telur. Að sögn sérfræðinga í viðskipta- lífinu eru bankamir ekki einu fyrir- tækin, sem verða fyrir tjóni af þessu tæi. Þjófnaður starfsmanna í smá- söluverslunum er mun alvarlegra vandamál en hnupl og innbrot til samans. Á árinu 1984 greiddu tryggingafélög smásöluverslunum 344 milljónir dollara í bætur vegna þjófnaða starfsmanna, og var það næstum tvöfalt hærri upphæð en félögin urðu að punga út af þessum sökum á árinu 1980, að sögn Rob- erts Hepbums, varaforseta sam- bands bandarískra ttyggingafé- laga. Og bótakröfumar nema þó í hæsta lagi 20% af andvirði þess, sem starfsfólkið tekur ófxjálsri hendi, að sögn Hepbums. Hann áætlaði, að það næmi um einum milljarði dollara á ári. A árinu 1983 upplýsti FBI 319 fjársvika- og fjárdráttarmál í bönk- um, að því er dagblaðið Miami Herald greindi frá á mánudag. Á árinu 1985 voru 509 slík mál upp- lýst. Samt sem áður gerist það oftar en hitt, að sögn blaðsins, að látið sé sitja við að reka fíngralanga starfsmenn og sleppt að sækja þá til saka. Þannig geta þeir auðveld- lega ráðið sig í svipuð störf hjá öðnim fyrirtækjum. svæðis er hin mikla flotastöð Sovét- manna í Vladivostok. Ráðherramir ræddust við í þijár stundir á fyrsta fundi sínum um ástandið á Kóreuskaganum, nýj- ustu afvopnunartillögur Mikhails Gorbachev og tillögur Rússa um öryggismálaráðstefnu Asíuríkja. Rússum er mjög áfram um að ráð- stefna af þessu tagi verði haldin, en Japanir hafa sýnt hugmyndinni lftinn áhuga. Hermt er að Abe hafi lagt að Shevardnadze að beita sér fyrir þvf að dregið verði úr spennu á Kóreuskaganum með því að telja ráðamenn í Pyongyang í Norður- Kóreu á að taka upp raunhæfar viðræður þar að lútandi við yfirvöld í Seoul. Shevardnadze heldur til Pyongyang er hann lýkur Japans- heimsókn sinni á sunnudag. Ráðherramir munu á fundum sínum ræða mál, sem varða sam- skipti ríkjanna, þ. á m. deiluna um eyjar norður af Hokkaido, sem Rússar lögðu undir sig við lok heimsstyrjaldarinnar. Japanir gera tilkall til eyjanna og undirrita ekki samkomulag við Rússa um að heimsstyijöldinni síðari sé lokið fyrr en þeir hafa fengið þær til baka. Hungrið sverfur að AP/Símamynd Þrátt fyrir að talsvert sé gert til að minnka hungrið í heiminum, nægir það engan veginn til. Myndin sýnir starfsmann hjálpar- stofnunarinnar vigta og mæla barn á þurrkasvæðunum í Malí í Afríku. Ný hugmynd beint frá Ameríku í fyrsta sinn í Evrópu. .VETRAR UTSALA STENDUR í 4 DAGA FIMMTUDAG - FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG Þú klippir út f rímiðann hér á síðunni kemur i * X. / X, t' A / Þú klippir út f rimiðann hór á síðunni kemur / A^ % á Sprengisand kaupir einn hamborgara og / /v ^ færð annan frítt. / A' /V ^ ❖ __________/ VEITINGAHUSIÐ SPRENGISANDUR IbÚSTAÐAVEG 153 s. 688088 VERIÐ VELKOMIN, VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU - TOMMI // f x <y X Shevardnadze í Japansheimsókn: Sinfóniuhljómsveit íslands Vínartónleikar endurteknir laugardaginn 18. janúar kl. 17.00 í Háskólabíói. Stjórnandi: Einsöngvari: Gerhard Deckert. Ka tja Drewing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.