Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 7 Á torginu fyrir framan Notre Dame-kirkjuna. „Bað Pál og Guð að vera mér til hjálpar“ — segir Ragnar Björnsson sem hélt „Þetta var miklu meiri upplifun en ég hafði átt von á,“ segir Ragnar Björnsson organisti og skólastjóri nýja Tónlistarskólans um tónleika sem hann hélt 'Notre Dame-kirkjunni 'Pars 29. desember sl. Á efniskránni voru fjögur verk, þar af tvö slensk og voru tónleikarnir haldnir fyrir fullu húsi. Ragnar valdi til flutnings íslensku verkin Inn- gang og Passacaglia eftir Pál ísólfsson og Forleik um sálminn sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal. Þá spilaði hann Fantasíu Trion Fale eftir Norðmanninn Knut Nystet og Guð á meðal vor úr Fæðingu frelsarans eftir Frakkann Olivier Messia- en. „Það eru nokkur atriði mér minnisstæðust úr þessari ferð,“ sagði Ragnar. „Eitt hið fyrsta var atvik sem kom fyrir er ég var að koma að kirkj- unni til að æfa mig fyrir tónleikana. Þegar ég kom þangað lá látinn maður framan við kirkjuna, en hann var þá nýbúinn að henda sér úr tuminum. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Annað atriði mér minnisstætt var þegar ég sat við orgelið rétt fyrir tónleikana, nokkuð tauga- óstyrkur, og fór að hugleiða hvort það væri ekki í of mikið ráðist hjá mér að ætla að leika verk eftir Messiaen, eitt þekktasta tónskáld Frakka, þama í kirkjunni. Ég bað Pál ísólfsson og guð að vera mér til hjálpar og fann fyrir nærvem Páls, reyndar ekki í fyrsta skipti. Að tónleikunum lokn- um kom til mín eldri maður, kyssti mig og þakkaði mér fyrir meðferð og túlkun á verkinu eftir Messia- en. í ljós kom að þetta var bróðir Messiaen, sem hafði gert sér ferð til að hlýða á tónleikana." Ragnar sagðist hafa verið heppinn með tónleika- dag, „þetta er líklega annar besti tónleikadagur ársins, og ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrst mér var boðið þetta.“ tónleika í Notre Dame-kirlq unni Við orgelið í kirkjunni. Stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta: Vítavert athæfi for- manns umbótasinna VEGNA samþykktar Félags vinstri manna og Félags umbótasinnaðra stúdenta um vantraust á stjórn Stúdenta- ráðs vill stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, taka eftirfarandi fram: „Stjóm Vöku telur að með fram- ferði sínu í garð stjómar Stúdenta- ráðs hafí formaður Félags umbóta- sinna sýnt af sér vítavert athæfi. Stjóm SHÍ hefur undanfarið átt mjög gott samstarf, bæði um að- gerðir i lánamálum sem og öðru. Einnig hefur stjóm SHÍ átt gott samstarf við fulltrúa SHÍ í stjóm Lánasjóðs ísienskra námsmanna. Formaður Félags umbótasinn- aðra stúdenta getur því ekki fært rök fyrir gerðum sínum en hefur hins vegar sett hagsmuni stúdenta og virðingu Stúdentaráðs í stór- hættu. Með samþykki sínu í Stúdenta- ráði um vantraust á stjóm Stúd- entaráðs, hafa Félag vinstrimanna og Félag umbótasinna sýnt af sér algjört ábyrgðarleysi. Að setja stjóra Stúdentaráðs af, án þess að ný stjóm sé kosin í staðinn, sýnir fádæma vinnubrögð og er móðgun við þá stúdenta sem hafa kosið stúdentaráðslista til að fara með hagsmunamál sín. Stjóm Vöku tekur jafíiframt undir samþykkt hagsmunanefndar SHÍ þar sem hún lýsir yfír fyllsta trausti á alla embættismenn Stúd- entaráðs og ringulreið sú og stjóm- leysi sem ákvörðun vinstri manna og umbótasinna hefur valdið er fordæmt." Urslit ráðin í leik- ritasamkeppni Þj óðleikhússins Verðlaun hafa verið veitt í leikritasamkeppni Þjóðleikhúss- ins, sem efnt var til á meðal kvenna á sl. ári i tilefni af lokum kvennaáratugarins. Kristín Ein- arsdóttir hlaut 1. verðlaun, 50.000 krónur, fyrir einþáttung- inn „Draumur á hvolfi". Önnur og þriðju verðlaun skiptust jafnt milli tveggja kvenna og hlutu þær 25.000 krónur hvor. Þær eru Elísabet Kristín Jökulsdóttir fyrir einþáttunginn „Eldhestur á ís“ og Kristín Bjarnadóttir fyrir einþáttunginn „Hver veit . . Alls bárust ellefu einþáttungar í samkeppnina og var flestum þeirra skilað inn undir dulnefni og fylgdi rétt höfundamafn í lokuðu umslagi. Dómnefnd skipuðu: Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri, Steinunn Jóhann- esdóttir leikkona og Brynja Bene- diktsdóttir leikstjóri. Engin ákvörð- un hefur enn verið tekin um sýning- ar á þessum verkum. 560 kr. fyrir refaskottíð Landbúnaðarráðuneytið hefur hækkað verðlaun fyrir unna refi og minka um 36% frá fyrra ári. Verðlaunin er mismunandi eftir dýrum, frá 170 krónum og upp i 560 krónur. Oddvitar greiða verðlaunin og þá yfirleitt út á skott sem veiðimenn- imar skila sem sönnun. Samkvæmt auglýsingu landbúnaðarráðuneytis- ins em verðlaunin eftirfarandi: Refir (hlaupadýr) 560 krónur, full- orðin grenjadýr- 395 kr., yrðlingar 170 kr. og fullorðnir minkar og hvolpar 435 kr. Loðnuveiði að glæðast LOÐNUVEIÐI er nú að glæðast eftir tregfiskirí síðustu daga. Á miðvikudag fengu 6 skip samtals 2.220 lestir, en síðdegis á fimmtudag höfðu 22 skip til- kynnt nm 12.910 lesta afla. 17 norsk skip voru á fimmtudag á miðunum, en 14 þá nýfarin til heimahafna með fullfermi. Afli þeirra síðasta sólarhring var tæpar 7.000 lestir og heildarafl- inn er nm 30.000 lestir. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, til- kynntu eftirtalin skip afla á mið- vikudag: Hrafn GK, 630, Hilmir II SU, 560, Ljósfari RE 250 og Börkur NK 50 lestir. Síðdegis á fimmtudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt afla: Þórður Jónasson EIA, 500, Gísli Ami RE, 640, Helga II RE, 490, Gull- berg VE, 570, Heimaey VE, 520, Rauðsey AK, 550, Húnaröst ÁR, 620, Magnús NK, 540, Erling KE, 450, Sæberg SU, 620, Huginn VE, 600, Víkurberg GK, 520, Skarðsvík SH, 640, Höfrungur AK, 880, Öm KE, 580, Þórshamar GK, 550, Harpa RE, 630, Ljósfari RE, 560, Guðmundur Ólafur ÓF, 600, Sjáv- arborg GK, 600, Súlan EA, 800 og Jöfur KE, 450 lestir. Skíðaútbúnaður á börn og unglinga Blizzard skíði stærðir 80-90 sm. kr. 2.600 100-120 sm. kr. 2.950 130—150 sm. kr. 3.700 160—175 sm. kr. 4.300 Nordica skíðaskór Skíðabindingar LOOK Look 35 1520 kr. Look 19 2.200 kr. Look 39 2.300 kr. hr fk T’y utiuf Glæsibæ, simi 82922. <Nl 1 ll^v í i i ! I I « 4 .«•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.