Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 27
hafa mátti afdrep. Oft var glatt á hjalla og margmenni við heyskap- inn. Menn gerðu að gamni sínu, hlógu og göntuðust. En hressust allra var þó húsfreyjan. Hún gætti þess að hafa heitt á könnunni og gnótt meðlætis. Og þeim minnstu var aldrei gleymt. Mjólkurflaskan fylgdi alltaf með að heiman, enda jafnan margir litlir og svangir munnar að seðja. Arin liðu. Hættir breyttust. Þar kom að örðugra var að stunda bú- skap í nágrenni byggðarinnar. Bol- ungarvík stækkaði og blómgaðist. Og þar kom að rífa þurfti fjárhúsin. Eg veit það vel að Sigurði mínum og Ólínu þótti mjög miður að þurfa að hætta íjárbúskapnum alveg, en það varð þó að hafa sinn gang. Þau fundu sér annað við að vera og nutu þess af sömu ánægjunni og fyrr. Uti í Skálavík, þar sem þau forð- um höfðu búið á sínum fyrstu bú- skaparárum, reistu þau sér lítið sumarhús. Húsið stóð að vísu ekki í landi Breiðabóls, heldur nær sjón- um í landi Meiri-Bakka. Ekki var verið að kaupa að vinnu. Húsbónd- inn af eljusemi sinni og annálaðri lagni, vann við það í stopulum frí- tímum að reisa húsið. Oft var lagt af stað til Skálavíkur að loknum löngum vinnudegi og tekið til við að byggja. Þetta var þó Sigurði aldrei nauð, heldur ánægja. Ánægð- astur var hann þegar nóg var að gera. Úti í Skálavík áttu þau Ólína og Sigurður miklar ánægju- og gleði- stundir. Börn, bamaböm, vinir, venslafólk og svo fleiri og fleiri, lögðu leið sína þangað. Húsfreyjan hafði líka jafnan mikinn viðbúnað. Hún gætti þess alltaf að eiga svo vel með kaffinu að enginn þyrfti að fara nema saddur út. Það var í hennar anda að standa þannig að málum. Gestrisni hennar spurðist út og fólk vissi vel að henni þótti miður að vita af fólki sem ekki hafði komið við í sumarbústaðnum á leið um Skálavík. Litla húsið í Skálavík var óska- draumur Ólínu minnar. Þar átti hún sér yndisstundir sem við mörg getum áfram geymt í minningunni. I sumar hafði hún hugað að fekari framkvæmdum í Skálavíkinni. Þau hjónin höfðu þegar dregið að sér efni, til þess að byggja úr að sumri. Stækka húsið svo taka mætti á móti fleira fólki. Það var henni líkt og þeim báðum. Samrýmdari hjón en þau Ólínu Bæringsdóttur og Sigurð Guð- bjartsson get ég ekki ímyndað mér. Samband þeirra var alltaf hlýtt og elskulegt. Gagnkvæm væntum- þykja var hveijum þeim augljós, sem kynni hafði af þeim. Glaðværð var áberandi í sambúð þeirra. Sig- urður er maður óvenju hagnr, bæði á tré og jám. Það er nánast sama hveiju hann kemur nálægt, allt getur hann smíðað eða lagað. Þó ekki hefði hann til þess menntun glímdi hann með góðum árangri við flóknar vélar og rafeindatæki nú- tímans. Sjálfur minnist ég þess að ef eitthvað fór úrskeiðis á heimili foreldra minna var Sigurður jafnan kvaddur til. Það var líka reynslan, að tækist Sigurði ekki að gera við hlutinn var til lítils að kalla til sér- menntaða menn. Handlægni hans sást vitaskuld MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1986 víða heima fyrir, innanstokks og utan. Gróðurhús reisti hann handa þeim hjónum. Þar áttu þau miklar ánægjustundir. Ólína nostraði við blóm sín og hafði gaman af að sýna gestum og gangandi þennan fagra gróðurreit. Það fór ekki hjá því að svo laginn maður sem Sigurður væri eftirsótt- ur í vinnu. Hann var sem fyrr segir sjómaður um það leyti sem þau Ölína kynnast. Eftir að þau fluttu til Bolungarvíkur að nýju hóf hann störf hjá Vélsmiðju Bolungarvíkur hf. og vann þar í 14 ár. Ásamt Gunnari Leóssyni pípulagninga- meistara vann hann við pípulagnir í 19 ár. Síðustu árin hefur hann verið starfsmaður Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju Einars Guðfínns- sonar hf. Þó líf Ólínu Bæringsdóttur hafí ekki verið áfallalaust fremur en annarra er óhætt að segja að í einkalífí sínu hafí hún verið gæfu- manneskja. Hjónaband þeirra Sig- urðar var óvenju ástríkt, eins og fyrr segir, og sambandið við böm, tengdaböm og bamaböm mikið og náið. Eins og fýrr segir em bömin tvö sem upp komust. Þau em: Pét- ur, kvæntur Kristnýju Pálmadóttur Á síðkvöldi snemma þessa-vetrar hringdi til mín Halldór sonur minn og færði mér þær fréttir að hún „amma í Bæ“ væri dáin. Hún amma í Bæ. Hver var þessi amma í Bæ? Háöldmð kona sem hvomgum okkar var tengd neinum ættar- böndum. En þegar Halldór var drengur var hún húsmóðir í Bæ við Steingrímsfjörð og tók hann þá í sumardvöl nokkur ár. Á þeim tíma vann hún sér þann heiðurssess í huga drengsins að hann kallaði hana alltaf síðan því nafni sem hann þekkti að engu nema öllu góðu, ömmunafninu. Án efa er það mikið andlegt átak fyrir níu ára bam að fara að heiman til dvalar hjá fólki sem það ekkert þekkir, ekki síst að yfirgefa góða og umhyggjusama móður þó ekki sé til langtíma hugsað. Það hlýtur líka að vera umhugsunarefni fyrir foreldra að velja bami sínu sama- stað, þegar það á þessum aldri fer fyrst að heiman. Við, foreldrar drengsins, þekkt- um þau Bæjarhjón, Margréti Guð- brandsdóttur og Guðmund Ragnar Guðmundsson, að öllu góðu annars hefðum við ekki falið þeim umsjá hans. En þrátt fyrir það áttum við ekki von á að tengsl hans við „afa og ömmu“ í Bæ yrðu jafn traust og síðar kom í ljós. Hún „amma í Bæ“, Margrét Guðbrandsdóttir, var fædd 2. ágúst 1891. Foreldrar hennar vom Guð- brandur Jónsson bóndi í Veiðileysu og kona hans, Kristín Magnúsdótt- ir. Ung fór Margrét í fóstur til Kristbjargar Róselíu Magnúsdóttir móðursystur sinnar, og manns hennar, Amgríms Jónssonar. Þau hjón bjuggu snotm búi í Reykjarvík, á lítilli jörð við norðanverðan Bjam- arfjörð syðri í Strandasýslu. Þótt og búa þau í Bolungarvík. Böm þeirra em: Runólfur Kristinn, stýri- maður í Bolungarvík Jón Pálmi sjó- maður, Anna Lilja húsmóðir í Bol- ungarvík og Sigurlín, sem er í for- eldrahúsum. Kristín er gift Agústi Sverri Sigurðssyni bílstjóra og þau búa einnig í Bolungarvík. Þeirra böm em: Sigurður Guðmundur bóndi á Kirkjubóli í Bjamardal í Öndundarfírði, Ólína Berglind hús- móðir, Guðlaugur verkamaður og Halldór verkamaður, öll í Bolungar- vík. Barnabamabömin em orðin fímm. Ólína Bæringsdóttir var ævinlega þeirrar gerðar, að æðrast ekki eða láta bugast. Þó hún ætti oft við vanheilsu að stríða lét hún helst ekki á neinu bera. Síðustu vikumar var sjúkdómurinn, sem leiddi hana til dauða, farinn að gera um sig. En hún kvartaði ekki. Hún fór snemma á fætur og mætti til vinnu sinnar í rækjuvinnslunni. Ekki lét hún þó langan vinnudag utan heim- ilis aftra sér frá því að sinna jóla- undirbúningi. Til þess að annast hann fór hún stundum á fætur um klukkan fjögur á nóttunni. Á þeim tíma fram að vinnudegi saumaði hún föt á barnabörnin, eða pijónaði ábýlið væri ekki stórt bar heimilið vott um velmegun, hirðusemt og snyrtimennsku. Þau Kristbjörg og Amgrímur áttu fjóra syni og ólu svo upp, auk Margrétar, Katrínu Sæmundsdóttur, systurdóttur Am- gríms. Það mun snemma hafa komið í ljós að Margrét f Reykjarvík var efnileg og vel gerð stúlka, enda fósturforeldrum sínum góð og vann þeim allt það gagn sem hún mátti. Reykjavík er norðan Bjamar- fjarðar gegnt Kaldrananesi, æsku- heimili mínu, og þar stutt yfír fjörð að fara. Má því segja að þar um lægi þjóðbraut milli byggðar á Bölum norður og útbæja á Selströnd við Steingrímsfjörð. En þó að stutt væri milli uppeldisheimila okkar Margrétar Guðbrandsdóttur þekkt- umst við ekki mikið á þeim ámm enda ég krakki en hún vaxin stúlka. Eg var þó ekki svo skyni skroppinn að fram hjá mér færi hve hlýlega var um hana talað. Jafnvel þeir sem vom öðmm fundvísari og fúsari til að leita eftir og halda á lofti því sem miður fór í fari náungans höfðu aldrei neitt misjafnt um hana að segja. Margrét giftist Guðmundi Ragn- ari Guðmundssyni frá Bæ á Sel- strönd. Hann var einn hinna mörgu bama Guðmundar Guðmundssonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur sem þar bjuggu lengi og er sú fjölskylda víða þekkt að atorku- og myndar- skap. Mun því hafa verið jafnræði með þeim Margréti og Guðmundi. í Bæ stofnuðu þau heimili sitt og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau vom samhuga og einlæg í öllu starfi og velmegun þeirra óx með ámnum enda fast sótt til fanga bæði á sjó og landi. Þau eignuðust fímm böm, þijár dætur og svo syni. sokka og vettlinga og sinnti öðm því sem hún taldi nauðsynlegt. Veikindum sínum leyndi hún. Kall- aði það gigt og gerði lítið úr. Hún var í mínum huga mikil hetja, en þó umfram allt góð kona. Ég og fjölskylda mín eigum henni mikið upp að unna. Við söknum hennar nú, þegar komið er að skiln- aðarstundu. Sárt eiga nú um að binda ástvinir allir, en enginn hefír þó misst jafn mikið og Sigurður Guðbjartsson. Eingöngu elskuleg minning um góða manneskju og ástríka eigin- konu megnar að hjálpa við slíkar aðstæður. Blessuð sé minning Ólínu Bær- ingsdóttur. Einar K. Guðfinnsson Föstudaginn 10. janúar hringdi sím- inn hjá mér klukkan átta og mamma sagði mér að amma væri dáin. Ólína amma dáin! Eg gat ekki trúað að amma sem var svo full af lífí og bjó yfir svo mikilli orku væri farin frá okkur. Amma var alltaf til taks þegar maður þurfti á að halda. Eg heimsótti ömmu með bömin Dætumar eru Kristbjörg, gift Skúla Bjamasyni á Drangsnesi, Ragn- heiður gift Guðmundi Halldórssyni skipstjóra á Drangsnesi og Brandís gift Bjama Bjamasyni iðnaðar- manni. Þau era búsett í Hafnarfirði. Synimir era Ingimar, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Skag- fjörð og Bjami, kvæntur Sóleyju Loftsdóttur, þau búa rausnarbúi í bæ. Einnig ólu þau Guðmundur Ragnar og Margrét upp einn kjör- son, Lýð Sveinbjömsson skipstjóra. Það mun ljóst þeim er gjörst þekkja að hvorki erfðir né uppeldi hafa bragðist þessum bömum. En mildin hennar Margrétar náði langt út fyrir ljölskyldumörkin. Hún og þau hjón bæði reyndust sumargest- inum sínum, sem ég hef áður minnst á, sem væri hann einn úr þeirra hópi. Fósturhlutverk húsfreyjunnar í Bæ var enginn skólabókarlærdóm- ur, það var meðfædd eðliseigind sem kom hveijum að góðu sem hennar naut. Margrét í Bæ leitaði aldrei eftir völdum í sínu samfélagi. Heimilið var hennar starfsvettvangur en þrátt fyrir það hafði sá góðleiki sem __________________________27 | mín tvö, Sverri og Kolbrúnu, og var amma þá hress og kát. Þegar ég kvaddi hana sagðist ég koma fljótt • aftur. En þetta var þá í síðasta skipti sem ég sá ömmu. Alla sína | ævi vann amma mikið en hún gaf séf samt alltaf tíma til að sauma * og pijóna á langömmubömin sín | fímm. Á sumrin dvöldu amma og afí í sumarbústað sínum í Skálavík. Þaðan eigum við margar góðar y minningar eins og svo margir sem þangað komu í kaffi og til þess að ‘ heilsa upp á Ólínu ömmu og Sigga afa sem tóku á móti öllum með bros á vör og hlýju og vora allir % velkomnir til þeirra. Ég mun ávallt minnast ömmu með hlýhug og mun hún alltaf lifa í minningu okkar og allra sem hana þekktu. Ég bið góðan Guð að styrkja og K hugga elsku Sigga afa í sorg hans. . Hann var ömmu styrk stoð í veik- indum hennar og var hann henni svo góður. Elsku afi. Við Viggi, Sverrir og Kolbrún Eva vottum þér, mömmu, Pétri og öðram ættingjum okkar dýpstu samúð og elsku ömmu minni þökkum við fyrir samfylgdina í gegnum árin. Ólína Sverrisdóttir var aflvaki í eðli hennar áhrif langt út fyrir það umráðasvið sem hún hafði valið sér. Fólkinu í sveitinni þótti vænt um hana og skynjaði hið dulda vald góðleikans er hún bjó yfír. Eitt sinn skal hver deyja. Það á ekki að vera sérstakt sorgarefni þó háaldrað fólk með lamaðan líkams- þrótt hverfi af sviðinu. Margrét í Bæ var 94 ára gömul. Hún var ekki lengur fleyg og fær. En líf hennar var þó ennþá mikils virði þeim sem næstir henni stóðu eða vel til þekktu. Fólkinu fannst styrk- ur að vita hana lifandi í samfélaginu vegna þeirrar manngæsku sem með henni bjó. Þess vegna felldu margir * fyr yfír moldum hennar. Frá liðnum dögum á ég Bæjar- hjónunum stóra þakkarskuld að gjalda. I vitund minni ná þær þakkir út yfír gröf og dauða. Ég votta bömum Margrétar í Bæ, aðstandendum öllum og heima- byggð minni samúð og á þá ósk besta til handa samfélaginu, að góðvild Margrétar og hjartahlýja verði í framtíðinni ríkur þáttur í eðli arftakanna. Þar sem góðir menn ganga era guðs vegir. Þorsteinn frá Kaldrananesi Leiðrétting . UNDIR mynd með grein um Lista- hátíð unga fólksins á Kjarvalsstöð- um misritaðist eitt nafn. Það er Sjöfn Marvinsdóttir, sem á eitt verkanna á sýningunni, ekki Björg. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um að aurar verði ekki teknir úr umferð er Bjami Bragi Jónsson sagður seðlabankastjóri. Hann er aðstoðarseðlabankastjóri. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. fy Margrét Guðbrands- dóttiráBæ Allt að 80% afsláttur Allt að 80% afsláttur Allt að 80% afsláttur HUSGAGNAl n rSALA út alla vikuna Stök húsgögn — lítið gölluð húsgögi Opið 9-6, föstudag 9-7 frésmidjc og laugar dag 10-4 \J\ n — áklæðabútar ir® uf Smiðjuvegi 2, Kópavogi. N I >' Símar 45100 oq 44444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.