Morgunblaðið - 27.02.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.02.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 23 Af írskum Maríuvini Bækur Torfi Ólafsson Frank Duff: Founder of the Legion of Mary eftir séra Robert Bradshaw Montfort Publications 1985 Á síðastliðnu ári gaf útgáfufélag Monfort-presta í New York út bók- ina Frank Duff eftir séra Róbert Bradshaw, sóknarprest við Maríu- kirkju í Breiðholti. Þetta er því bók um írskan mann, samin af írskum manni sem er sóknarprestur á ís- iandi og gefín út í Bandaríkjunum. En hver var svo þessi Frank Duff og hvers vegna er sóknarprestur á íslandi að skrifa um hann? Frank Duff fæddist í Dublin 1889. Þegar hann var kringum þrí- tugt las hann bók um „hina sönnu hollustu við Maríu mey“ eftir de Montfort, þann sem regla Montfort- presta er kennd við, sú er hafði alllengi á hendi trúboð kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Frank hreifst mjög af þessari bók og haustið 1921 stofnaði hann Maríu- legíónina, félagsskap til útbreiðslu trúarinnar og helgunar meðlima hennar. Þeir áttu að líta á Maríu mey sem leiðtoga sinn og lúta for- ystu hennar. Þeir áttu ekki að láta við það eitt sitja að iðka trú sína og sýna gott fordæmi, heldur áttu þeir að boða hana á virkan hátt, með því t.d. að gefa sig á tal við fólk á fömum vegi og heimsækja það á heimili þess. Höfuðatriðið var þó helgun félaganna. Félagsskapur þessi breiddist all- mjög út. Menn hefur alltaf greint á um það, hvort rétt sé að beita svo beinum aðferðum við trúboð enda eru heimsóknir ókunnra manna ekki alltaf vel þegnar, sér- staklega þegar þeir reyna að telja heimamönnum hughvarf á einhvem hátt. En hvað sem því líður verður því ekki á móti mælt að margt ágætis fólk hefur starfað í röðum Legíónarinnar og unnið þrekvirki í þvf að bjarga fólki frá ógæfu f lífínu og leiða það til heilbrigðs lífemis, svo og til kirkjunnar. Um góðan tilgang þess held ég að enginn efíst. Á fyrstu ámm Legíónarinnar átti postuleg leikmannastarfsemi ekki upp á pallborðið innan kirkjunnar. Biskupar og prestar voru leiðtogar og fræðarar fólksins á hinum and- lega vettvangi en fólkið átti að hlusta og hlýða, enda var þá ekki kominn til sögunnar sá skortur á prestum sem við þekkjum of vel nú á dögum. Frank Duff var því brautryðjandi á þessum vettvangi og starfaði í þeim anda sem II Vatíkanþingið lagði síðar áhersiu á, sem sé að leikmenn skyldu líka leggja hönd á plóginn í útbreiðslu og öllu starfí kirkjunnar. í franska tímaritinu Unité chréti- enne er þess getið að Frank Duff hafí einnig verið forystumaður í samkirkjulegri starfsemi, því hann hafi á fjórða áratug þessarar aldar stofnað samtök sem hann kenndi við Mercier kardínála. Innan þeirra samtaka hittust mánaðarlega til funda kaþólskir menn, mótmælend- ur frá ýmsum trúarstefnum og gyðingar, bæði lærðir menn og leik- ir, og ræddust við. Félagsskap þessum óx brátt fískur um hrygg en kirkjulegum yfírvöldum leist ekki betur á þessa viðleitni en það að þau leystu samtökin upp eftir nokkra hríð. Á þessu sviði var Frank Duff því á undan samtíð sinni. Hann lést 7. nóvember 1980. Séra Róbert Bradshaw var per- sónulegur vinur Franks Duff enda ber bókin þess glögg merki hversu ágætan mann séra Róbert telur - Frank hafa verið. Ritdómari banda- ríska tímaritsins The Wanderer segir bókina skrifaða á einföldu máli, líkt og höfundurinn hafi ætlað hana bömum, en það sé ekki illa til fundið því að einfaldleiki Franks Duff hafí einmitt verið einn þáttur- inn í ágæti hans. Bókin er 267 blaðsíður, skreytt nokkrum mynd- um. Landamæri Luxemborgar liggja að Þýskalandi, Frakklandi og Beigíu. Vegakerfi þessara landa skila þér auðveldlega á áfangastað. FLUG TIL LUXEMBORGAR KOSTAR FRÁ KR. 13.350 OG BÍLALEIGUBÍLL í VIKU AÐEINS KR. 61001* Flug og bill er vinsæll ferðamáti, ódýr og þægilegur. Þegar hugur þinn ræður ferðinni, hraðanum og stefnunni, spillir ekkert ánægjunni. Þú ert besti fararstjórinn. Fimm morgna í viku hverri hefur Flugleiðaþota sig á loft og flýgur til Luxemborgar. Evrópustrætó okkar flytur þig á þremur tímum til Findel-flugvallar, þar sem vegir liggja til allra átta. Þú átt skemmtilegt frí í vændum! Vegakort og gott skap eru nauðsynlegustu hjálpargögnin á þjóðvegum Evrópu. Svo kemur kvölin: Valið stendur um fjórar áttir, fjölmörg lönd, óteljandi bæi og borgir sem vert er að skoða. Leitaðu ekki langt yfir skammt, best er að fara sér hægt, gefa sér tíma - til þess að kynnast landi og þjóð. Ef þú vilt skoða heiminn og skilja hann betur er aðeins eitt til ráða. Kynntu þér tilboð Flugleiða um flug og bíl. Frelsið er dýrmætt. Við bjóðum þér bestu bílaleiguverð í Evrópu! * Verð mlðað við PEX fargjald eftir 1. aprll 1986, og bllaleigubll I B fiokki. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur Söluskrifstofan Lækjargötu sími 27477, Hótel Esju sími 685011, Álfabakka 10 sími 79500. Upplýsingasími: 25100 FLUGLEIDIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.