Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 6
Bj MORGUNmAQID, JgmffmOAPHB 4P - ^EgBRpAH ■ WR7 B Y GGÐ ARÖSKUN VIRÐIST eru á því að framleiðslusyómun sé vissulega nauðsynleg en mörgum þykir þó hart að gengið og mönnum ætlaður alltof skammur tími til að aðlagast þessu breytta ástandi. Þessa vankanta er frumvarpsdrög- unum fyrmefndu m.a. ætlað að snfða af. Verður enn að minnka mjólkurframleiðslu? Mjólkurbirgðir í landinu vom sl. áramót um 20 milljónir lítra en vom í september sl. 24 milljónir lítra. Horfiir em taldar á að birgðir fari jafnvel enn minnkandi. Tölu- verð aukning hefur því orðið á mjólkumeyslu á innanlandsmark- aði. Verðábyrgð ríkissjóðs í ár er 106 milljónir lítra en var í fyrra 107 milljónir lítrar mjólkur. Mjólkur- neysla á innanlandsmarkaði var í fyrra rúmlega 99 milljónir lítra, en farið var vemlega upp fyrir ríkis- ábyrgðina sumpart vegna útflutn- ings og svo vegna birgðasöftiunar. Þá tók Framleiðnisjóður landbúnað- arins ábyrgð á sölu nær 935 þúsundum lítra mjólkur vegna ýmissa vandkvæða sem upp komu hjá mjólkurframleiðendum. í grein í KS-tíðindum eftir Ólaf Friðriksson kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki er talað um að eðlileg- ar birgðir í landinu séu um 16 milljónir mjólkurlítra. Þar segir einnig að birgðasöfnun stafí fyrst og fremst af minni útflutningi og einnig af lítilsháttar skekkju í út- reikningi, svonefndri „léttmjólkur- skekkju". í greininni er einnig talað um að ostabirgðir í landinu séu nú svo miklar að þær liggi undir skemmdum og mjólkursamlögin íhugi þvf nú að draga sem mest úr ostaframleiðslu en snúa sér þess í stað að smjörgerð og vinnslu á undanrennu og nýmjólkurdufti sem hafa lengra geymsluþol. Þar er einnig talið fyrirsjáanlegt að verði ekki hægt að koma við meiri út- flutningi en verið hefur verði að minnka enn mjólkurframleiðslu í landinu frá því sem nú er. Hin aukna sala á mjólk nú uppá sfðkast- ið kann þó að breyta einhveiju um það sem þama er sagt. Fyrirsjáanleg fækkun í sveitum í skýrslu byggðanefndar þingflokk- anna, Þróun byggðar atvinnulífs og stjómkerfis, sem út kom í júlí 1986 kemur frara sú niðurstaða að mis- vægi á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis verði varanlegt ef ekki verður bmgðist við þeirri tilhneigingu sem hagtölur undan- farinna ára sýna. I skýrslu frá Byggðastofnun frá því í desember 1986 og nefnist Byggð og atvinnu- ÓHJÁKVÆMILEG - HVE MIKIL VEIT ENGINN Undanfarin þijú ár hafa niður- greiðslur á kindakjöti verið mjög litlar sem þýðir að verð hefur hækk- að til neytenda. Á tímabilinu september til desember 1986 varð 20 prósent sölusamdráttur miðað við sama tímabil meðaltals tíu síðustu ára f sölu á kindakjöti á innanlandsmarkaði. Þegar salan er svo lítil á innanlandsmarkaði og útflutningsmarkaðurinn er svo erf- iður sem raun ber vitni nú, hefur það letjandi áhrif á ríkið við samn- ingagerð og verður til að það hneigist til að ábyrgist sölu á minna magni af kindakjöti. í fyrra ábyrgð- ist það sölu á 12150 tonnum af kindakjöti en í ár 11800 tonnum. Þetta veldur birgðasöfnun sem aft- ur hefur svo enn letjandi áhrif á ríkið í samningagerð. Þetta verður með öðmm orðum vítahringur, eða eins og einn ágætur starfsmaður í landbúnaðarráðuneytinu orðaði það. „Mér fínnst stærsta vandamál- ið í sauðflárframleiðslu vera hraðminnkandi sala á innanlands- markaði." Tvö þúsund bú fyrir neðan 200 ærgilda fullvirðisrétt Á fundum sem Stéttasamband bænda, landbúnaðarráðuneytið og Framleiðsluráð bænda hafa staðið fyrir til kynningar nýju búvömlög- unum í sveitum landsins hefur komið fram að ekki sé talið gerlegt að framfleyta vísitöluflöldskyldu á búi sem hefur minna en 200 ær- gilda fullvirðisrétt. Þykir mörgum mörk þessi alltof lág og nefna 300 ærgildi sem lágmark til að fram- fleyta sér á. í þessu sambandi er rétt að geta þess að 400 ærgilda sauðfjár meðaltalsbú gefur sam- kvæmt verðlagsgmndvelli land- búnaðarins 826 þúsund króna árstekjur. 400 ærgilda kúa meðal- talsbú gefur, miðað við sömu forsendur, 863 þúsund króna árs- tekjur. Það er nú svo að í landinu em um 2000 bú sem hafa lægri fullvirðisrétt en 200 ærgildi. í Dala- sýslu t.d. em allflestir bændur undir þessum 200 ærgilda mörkum og lifa þó sýslubúar að mestu leyti á landbúnaði. Samkvæmt skoðana- könnun sem atvinnumálanefnd Dalasýslu lét fara fram fyrir nokkm kom enda fram að fæstir töldu sig geta framfleytt sér og íjöldskyldum sínum af búskap eingöngu. í Skagafirði þar sem er ein blómleg- asta sveit á íslandi er ástandið þannig að mjög mikill fjöldi bænda bíður nú þess eins að Alþingi fjalli um frumvarpsdrög sem þar liggja fyrir og ætlað er að breyta nýju búvömlögunum þannig að fullvirð- isréttur verði ekki skertur á búum sem hafa 300 ærgildi eða minni fullvirðisrétt. Verði þetta frumvarp ekki samþykkt er hætt við að fjöldi ungra bænda taki sig upp og yfir- gefí bú sín til að stunda vinnu ýmist suður í Reykjavík eða annars- staðar þar sem vinnu er að fá. Skuldir sumra ungra bænda bæði í Skagafirði og víðar em svo miklar að mönnum duga alls ekki 300 ærgilda fullvirðisréttur til að fram- fleyta sér og er því nauðugur einn kostur að bregða búi. Hvað er fullvirðisréttur? Rétt er að skýra hvað fullvirðisrétt- ur merkir áður en lengra er haldið. Á ámnum í kringum 1980 var sett- ur kvóti á landbúnaðarframleiðslu, svonefnt búmark. Með tilkomu nýju búvömlaganna árið 1985 var fram- leiðsla bænda samkvæmt búmarki skert þegar fullvirðisrétti var komið á í mjólkurframleiðslu og í sauð- fjárframleiðslu árið 1986. Fullvirð- isréttur byggist á því að landbúnað- arframleiðendur og ríkið gerðu með sér samning um að ríkið tryggi framleiðendum fullt verð fyrir ákveðið magn af landbúnaðarvör- um. Landinu er skipt niður í svæði og fær hvert svæði ákveðinn hluta fullvirðisréttar. Fullvirðisréttinum er síðan skipt á milli bænda á hveiju svæði eftir því hversu mikla framleiðslu þeir höfðu árin á und- an. Sumir bændur hlýddu kalli yfírvalda og minnkuðu framleiðslu sína samkvæmt búmarkinu sem sett var á um 1980, aðrir minnkuðu framleiðslu sína af öðrum orsökum. í báðum tilvikum var ekki tekið til- lit til þessa samdráttar við ákvörðun fullvirðisréttar, heldur er miðað við bú þeirra eins og það var eftir að framleiðslan hafði verið skorin nið- ur. Hinir sem framleiddu áfram eins og þeir gátu, hafa fengið til muna meiri fullvirðisrétt. Þama þykir sumum sem mönnum hafi óbeint verið refsað fyrir að hafa skorið niður framleiðslu, sína sem þó var gert að tilmælum stjómvalda. Hægt er að færa fullvirðisrétt á milli bænda í einhveijum mæli. Eins geta menn leigt fullvirðisrétt sinn til Framleiðnisjóðs eða selt, en hann er þá glataður því svæði, nema að tekið er tillit til sölunnar ef um frek- ari skerðingu yrði að ræða á landsvísu á því svæði. í ljósi þessar- ar reynslu reyna menn að framleiða upp í sinn fullvirðisrétt því þeir ótt- ast að rétturinn verði annars af þeim tekinn og glatist þá þeirra svæði. Þetta kerfí er því í raun framleiðsluhvetjandi að þvi marki sem fullvirðisrétturinn nær. Draga kann úr atvinnu í sumum þorpum Nú er það svo að enginn er eyland. Fækki bændum til muna er fyrirsjá- anlegt að draga mun úr atvinnu í þeim þorpum þar sem fólk hefur lifað á þjónustu við sveitimar. Þessa er þegar tekið að gæta í nokkrum mæli en á eftir að gæta miklu meira fari svo fram sem horfír. Mjög hefur dregið úr nýbyggingum í sveitum og má segja að ekki séu reist þar útihús nema þá loðdýra- hús. Ekki leggja heldur margir bændur í íbúðarhúsabyggingar þeg- ar svo ískyggilega horfír í atvinnu- grein þeirra. Iðnaðarmenn, sem haft hafa atvinnu af byggingu húsa í sveitum landsins, hafa því lítið að gera um þessar mundir. Fólk sem unnið hefur við vinnslu á land- búnaðarvörum er líka farið að verða órólegt. Þeir sem vinna við sútun og skinnaframleiðslu em uggandi því stöðugt fækkar sauðfé og þá gærum til vinnslu. Menn sem vinna við mjólkurvöruframleiðslu sjá hvemig kýmar em leiddar til slátr- unar, fullmjólkandi og sumar jafnvel kálffullar, svo ekkert lát er á. Það er augljóst að draga hlýtur úr vinnu þessa fólks. Til að fyrirbyggja misskilning skal það tekið fram að flestir bændur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.