Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 SAM SAM NUNN, öldunga- deildarmaður frá Georg- íuríki, hefur vaxið mikið í áliti síðan íransmálið kom upp og þykir jafnvel koma til greina sem for- setaefni demókrata í kosningunum 1988. Margir telja hann „björt- usta von Demókrata- * flokksins.“ NUNN BJARTASTA VON DEMÓKRATA? Nunn stjórnaði fyrstu gagnrýni demókrata í íransmálinu og brýndi fyrir samherjum sínum að nota ekki málið í flokkspólitískum til- gangi. Hófsöm afstaða hans þótti til fyrirmyndar, en bent var á að ef hann mundi keppa að forseta- kjöri yrði ekki sigurstranglegt fyrir hann að reyna að hefja sig yfir flokkadrætti. Nunn, sem er lögfræðingur að mennt og hefur átt sæti í öldunga- deildinni í 13 ár, hefur lengi verið einn helzti sérfræðingur demókrata Sam Nunn: for setaefni 1988? í vamarmálum og var nýlega skip- aður formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar. Hann á einnig sæti í leyniþjónustunefndinni, sem hefur fjallað um íransmálið fyrir luktum dyrum. Forystuhlutverk Nunns í varnar- málum og hörð afstaða hans gegn Rússum í utanríkismálum hefur vakið athygli. Fyrstu tvær vikumar eftir þingkosningamar í haust var hann beðinn um nær 100 viðtöl, sem er einsdæmi. Hann neyddist til að efna til blaðamannafundar, eins af örfáum sem hann hefur haldið síðan hann var kjörinn á þing. Hann hefur verið einn eindregn- asti stuðningsmaður Reagans forseta í Demókrataflokknum og hefur að dómi margra samheija verið mjög íhaldssamur í atkvæða- greiðslum, en það hefur ekki spillt fyrir honum, aðeins vakið forvitni. Að mörgu leyti er Nunn ólíkur Jimmy Carter fv. forseta, sem er einnig frá Georgíu. Carter var utan- gátta í Washington, en Nunn er þar öllum hnútum kunnugur og þekkir alla, leikur t.d. oft golf um helgar með valdamestu mönnum höfuð- borgarinnar og sigrar þá oftast. Þó er hann líkur Carter um sumt: báð- ir eru þeir sérfræðingar og hafa öll flóknustu smáatriði á valdi sínu. Sumir telja jafnvel að Nunn geti drukknað í smáatriðum eins og Carter og raunar á hann enn eftir að sýna hvort hann getur hrifið kjósendur með skýrt mótaðri stefnu, sem þeir geti sameinazt um. Nunn er hvorki aðsópsmikill né hrífandi ræðumaður. Hár hans er farið að þynnast og hann notar gler- augu, talar með greinilegum Suðurríkjahreim og hefur lítið hugsað um „írnynd" sína. Margt er mótsagnakennt í fari hans. Stjóm- málaferill hans og störf hans í öldungadeildinni hafa einkennzt af stakri gætni og tillitssemi og hann hefur gert sér sérstakt far um að forðast beina árekstra og tryggja samkomulag í umndeildum málum, en þó er hannmjög metnaðargjam. Kappgjarn Allt frá þvf Nunn var í skóla í Perry, 10,000 manna bæ í Mið- Georgíu þar sem hann fæddist fyrir 48 ámm, hefur hann sýnt að hann er mjög kappgjam. Hann náði betri námsárangri en vænta mátti, komst eins langt og hægt var að komast í skátahreyfingunni og varð fyrirliði körfuknattleiksliðs skólans, sem varð Georgíumeistari undir hans stjóm, þótt hann væri veikur í fæti. Foreldrar Nunns vom meðal fyr- irfólks bæjarins. Sam Nunn eldri, sem lézt 1965, var lögfræðingur og bóndi, bæjarstjóri Perry um skeið og forstöðumaður sparisjóðs bæjarbúa. Ungur að ámm hlustaði Sam yngri heillaður á föður sinn ræða stjómmál við nokkra áhrifa- mestu leiðtoga Georgíu, þeirra á meðal þingskömnginn Carl Vinson, sem var náfrændi hans og náði gífurlegum áhrifum á hálfrar aldar ferli í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann var formaður her- málanefndarinnar um árabil. Að loknu námi í tækniskóla Ge- orgíu lauk Nunn lögfræðiprófi við Emeory- háskóla og síðan var hann um tíma í strandgæzlunni og starfs- liði hermálanefndar Vinsons í í Washington. Hann sneri aftur til Perry 1964, hóf þá afskipti af stjómmálum og var kjörinn á ríkis- þing Georgíu fjómm ámm síðar. Arið 1972 hóf Nunn baráttu fyr- ir því að verða kjörinn í öldunga- deild Bandaríkjaþings eftir lát þingskömngsins Richard B. Russ- els. Hann var þá 33 ára gamall og aðeins 2% íbúa Georgíu könnuðust við hann. Hann sigraði í forkosn- ingu demókrata og keppti síðan um sætið við Fletcher S. Thompson, íhaldssaman repúblikana, sem bendlaði hann við George McGov- em, fijálslyndan öldungadeildar- mann, sem hafði verið forsetafram- bjóðandi demókrata. Til þess að auka fylgi sitt til sveita fór Nunn til Alabama og tryggði sér stuðning George C. Wallace ríkisstjóra, kunnasta and- stæðings afnáms kynþáttamisréttis í Suðurríkjunum. „Wallace túlkar raunvemlegar skoðanir Georgíu- manna," sagði Nunn og tók undir gagnrýni hans á „ofríki dómstóla". Aður en kosningabaráttunni lauk fór Nunn til Washington til að gera í herraálanefnd eld- f ‘ZvjSXiWt' ungadeildarinnar, sem Russel hafði stjómað. Georgíumenn áttu mikið undir þessari nefnd komið, þar sem efnahagskerfi þeirra var háð hem- aðarmannvirlqum og verktökum hersins. Carl Vinson, sem þá var setztur í helgan stein, kynnti frænda sinn fyrir nokkmm áhrifamestu mönn- um öldungadeildarinnar, þeirra á meðal Henry M. Jackson frá Wash- ington-ríki og John C. Stennis frá Mississippi, sem urðu lærimeistarar hans. Þeir dáðust að áhuga unga mannsins á því að fá sæti í hermála- nefndinni, þótt heraflinn væri orðinn óvinsæll vegna Víetnam- stríðsins. Nunn sneri aftur til Georgíu með óformlegt loforð um sæti í nefndinni, færði sér það óspart í nyt á lokastigi kosningabar- áttunnar og sigraði með 54% atkvæða. Sigur Nunns kom fréttaskýrend- um á óvart, því að hann var alvöru- gefinn og aðsópslítill í þeirra augum. Til þess að falla kjósendum sínum betur í geð ákvað Nunn að fá sér ný gleraugu, en fékk svo mikinn höfuðverk þegar hann fór að nota þau að hann ákvað að halda sér við þau gömlu, jafnvel þótt það mundi kosta hann þingsætið í næstu kosningum. Gætinn Síðan Nunn kom til Washington hefur hann verið einstaklega gæt- inn og ráðsettur. Venjulega fer hann beint heim til fjölskyldu sinnar eftir 10 til 12 tíma vinnudag og lætur sjaldan sjá sig í „hanastéls- veizlum" eða hádegsiverðarboðum með fulltrúum þrýstihópa. Hann gerði ekkert til að reyna að verða landsfrægur fyrr en fyrir um það bil tveimur árum, en hefur öðlazt mikil áhrif í öldungadeildinni vegna yfirgripsmikillar þekkingar, stefnu- festu og einlægni. Þegar deildin fjallaði um eitur- lyfjasmygl til Bandaríkjanna í fyrrahaust og lagt var til að her- flugvélar yrðu notaðar í baráttunni gegn smyglurum benti Nunn á að til þess að loka landamærunum fyr- ir þeim þyrfti 80 nýjar herstöðvar, 800 þyrlur, 7,400 herlögreglumenn og þrisvar sinnum fleiri ratsjárflug- vélar en þegar væru í notkun. Frumvarpið var lagt til hliðar. Hann hefur einnig tekið mikinn þátt í umræðum um MX-eldflaug- ina. Þótt hann hafi gagnrýnt stjóm- ina fyrir fyrirætlanir hennar um að koma MX-flaugum fyrir í neðan- jarðarbyrgjum fyrir Minuteman- eldflaugar hefur hann átt hlut að öllum helztu málamiðlunartillögum, sem hafa haldið lífi í MX-flauginni, t.d. tillögu sem varð til þess að ákveðið var að fækka þeim úr 60 í 50. Þegar Jimmy Carter bauð sig fram til forseta 1976 lýsti Nunn ekki yfir stuðningi við hann fyrr en Carter var orðinn viss um að hljóta tilnefningu. Svipað gerðist 1984 þegar John Glenn, öldunga- deildarmaður frá Ohio, fór til Suðurríkjanna og gerði lokatilraun til að verða valinn forsetaefni demó- krata með stuðningi miðjumanna. Nunn hældi honum á hvert reipi, en neitaði að styðja hann. Virkari Nú virðist Nunn hafa stigið fyrstu skrefin í þá átt að taka virk- ari þátt í stjómmálabaráttunni. Síðan Walter F. Mondale beið ósig- ur fyrir Reagan forseta 1984 hafa miðjumenn náð undirtökunum í Demókrataflokknum. Nunn hefur átt mikinn þátt í þeirri þróun, ekki sízt með stuðningi við stofnun sam- taka miðjumanna í flokknum, „Democratic Leadership Council" (Forysturáðs demókrata, DLC), sem hefur innan sinna vébanda hugsanlega forsetaframbjóðendur á borð við Richard A. Gephardt, full- trúadeildarþingmann frá Miss- issippi, Bmce Babbitt, ríkisstjóra í Arizona, og Charles S. Robb, fv. ríkisstjóra Virginíu. Nunn segir að samtökin hafi aðallega verið stofnuð vegna þess að Demókrataflokkurinn þurfti að móta stefnu, sem geti tryggt honum sigur í forsetakosninjgum. „Demó- kratar verða að- sýna að þeir geti, - iSj ' '2' é'* vó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.