Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAJÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 B 19 sigrað,“ segir hann.“ Hann segir að samtökin muni einbeita sér að úrræðum í efnahagsmálum: „Stefn- an í utanríkis- og vamarmáium verður mælistika á getu okkar, en hvort við endurheimtum traust fólks fer eftir því hvemig við höld- um á efnahagsmálunum." Um leið reynir Nunn að hafa áhrif á stjóm Reagans, demókröt- um til framdráttar. Eftir Reykjavík- urfundinn í haust gagnrýndi Reagan forseti demókrata fyrir að ógna „stjömustríðsáætluninni" (SDI) og krafðist þess að þeir mót- uðu afstöðu til vama Banda- ríkjanna. Demókratar skomðu á Nunn að svara fullyrðingum forset- ans, en hann sagði að vamarmálin væm svo mikilvæg að demókratar ættu ekki að gera sér pólitískan mat úr þeim. En daginn eftir kvaddi hann sér hljóðs í öldungadeildinni og ræða hans varð til þess að forset- inn komst í vamarstöðu í vígbúnað- armálum og að umræðumar um fundinn í Reykjavík hörðnuðu til muna. Nunn var fyrsti áhrifamaðurinn á þingi sem dró í efa að Reagan hefði skilið til fullnustu hvað fólst í tillögum hans í Reykjavík, einkum um útrýmingu langdrægra eld- flauga. „Forsetinn hefur greinilega hreppti sæti Gary Harts í öldunga- deildinni. Um ástæðumar fyrir þessari hjálpsemi segir Nunn: „Fólk segir að ástæðan sé sú að ég keppi að forsetakjöri. Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei verið beðinn um þetta áður.“ Ahugi Nunns á forsetaembætt- inu er ein skýringinn á því að hann er ekki eins gætinn og áður. Hann lýsti því yfir í fyrrasumar að hann mundi íhuga þann möguleika að gefa kost á sér, en yfírlýsingin vakti litla athygli þá. Eftir kosningasigur demókrata í nóvember var yfirlýs- ing hans allt í einu tekin alvarlega. Hamilton Jordan, sem var starfs- mannastjóri Carters forseta, telur að Bandaríkjamenn vilji að eftir- maður Reagans verði af allt öðm sauðahúsi en hann: hafí mikla reynslu af málefnum ríkisins og þekkingu á vígbúnaði, íjárlögum og viðskiptum og geti tekið þau mál föstum tökum, og að Nunn sé þessi maður. Nunn hefur ekki hafíð undirbún- ing baráttu fyrir því að verða valinn í forsetaframboð. Vinir hans segja að hann sé í þeirri öfundsverðu aðstöðu að leitað verði til hans og 1988 verði hans ár. Forkosningar fara fram í átta Suðurríkjum 8.marz á næsta ári og sumir sér- til að færa flokkinn til hægri. En blökkumenn í Suðurríkjunum eru raunsærri en áður og margt bendir til þess að það verði Nunn til fram- dráttar, þótt Jackson hafi mikil áhrif á tilfinningar blökkumanna. Nunn hefur aldrei verið ein- strengingslegur í kynþáttamálum. Þótt hann sé ekki hávær andstæð- ingur kynþáttaaðskilnaðar átti hann þátt í því á sjöunda áratugn- um, þá ungur lögfræðingur, að koma á laggirnar nefnd fólks af báðum kynþáttum til að auka sam- band hvítra manna og svartra í Perry. Smátt og smátt hefur Nunn kom- ið á nánu pólitísku samstarfí við blökkumannaleiðtoga og margir þeirra hvetja hann til að keppa að forsetakjöri. Meðal þeirra eru Maynard Jackson, fv. borgarstjóri Atlanta, sem studdi Jesse Jackson 1984, og John Lewis, gamalreyndur baráttumaður mannréttinda, sem var kjörinn í fulltrúadeildina fyrir kjördæmi í Atlanta í haust. „Eldmóður“ Fáir demókratar njóta jafnmikill- ar virðingar og Sam Nunn og fáir virðast eins lítið samstíga flokkn- um. Þótt hann hafí harðlega Nunn ásamt yfirmönnum varnarmála: einn helzti sérfræðingur demókrata í varnarmálum. Asamt Colleen konu sinni á heimili þeirra í Bethesda, Maryland. ekki íhugað þessa tillögu vand- lega,“ sagði hann. „Ef ftjálslyndyr demókrati hefði borið hana fram væri búið að leggja fram frumvarp um vítur á hann.“ Breyting- Mesta breytingin, sem hefur orð- ið á Sam Nunn, er sú að í seinni tíð hefur hann verið fáanlegur til að hjálpa flokksbræðrum sínum i kosningaslag þeirra, Hann átti t.d. mikinn þátt í kosningu William Fowlers til fulltrúadeildarinnar í Atlanta 1986. Slíka aðstoð hafði hann aldrei veitt áður og því fengið viðumefnið „Sammi sjálfselski". Meðal annarra frambjóðenda demó- krata, sem hann hefur hjálpað, em Alan Cranston, ftjálslyndur öld- ungadeildarmaður frá Kalifomíu, og Timothy E. Wirth, fulltrúadeild- arþingmaður frá Colorado, sem fræðingar segja að ef hann stendur sig sæmilega í fyrstu forkosningun- um, í New Hampshire, muni stór- sigur í Suðurríkjunum auka verulega sigurlíkur hans. Aðrir sérfræðingar draga í efa að Nunn geti myndað sams konar samsteypu hvítra og svartra Suð- urríkjabúa og Jimmy Carter 1976. Til dæmis vilji hann ekki biðjast afsökunar á stuðningi sínum við George Wallace fyrr á árum. „Ég blátt áfram dáði Wallace," segir hann, „ekki vegna kynþáttaskoðana hans, heldur vegna þess að stundum var hann þess albúinn að standa uppi í hárinu á ráðamönnunum í Washington og slíkt hefur góð sál- ræn áhrif á sunnanmenn." Auk þess er líklegt að einn af keppinautum Nunns 1988 verði blökkumaðurinn sr. Jesse Jackson, sem hefur harðlega gagnrýnt til- raun hans og annarra demókrata gagnrýnt Reagan forseta í vígbún- aðarmálum er hann einn dyggasti stuðningsmaður hans í þingflokki demókrata í öldungadeildinni. Eng- inn annar öldungadeildarmaður greiddi eins oft atkvæði með forset- anum 1985 og hann og engir tóku eins íhaldssama afstöðu í atkvæða- greiðslum og hann og Howell Heflin frá Alabama. í varnarmálum lagðist Nunn gegn tilraun 49 flokksbræðra sinna í öldungadeildinni til að skera niður flárveitingar til stjömustríðs-áætl- unarinnar um tvo milljarða dala . Nunn heldur einnig áfram að styðja tilraun Reagans til að aðstoða upp- reisnarmenn í Nicaragua og átti þátt í því að Bandaríkjaþing sam- þykkti í fyrravor 100 milljón dala aðstoð við þá. Líklegt er að Nunn haldi stuðningi sínum áfram, þrátt fyrir uppljóstranir um að hagnaður af vopnasölunni til írans hafi verið notaður til að styrkja Contra- skæruliða. „Hemaðarlegir hags- munir okkar í Nicaragua hafa ekki breytzt," segir hann, en þó er líklegt að hann verði gætnari en áður. Sumir ftjálslyndir demókratar telja að fylgi Nunns mundi aukast til muna ef hann legðist gegn Reag- an í þessum málum. Nunn neitar því: „Ég hef aldrei tekið pólitiska afstöðu til vamarmála og ætla ekki að byija á því núna. Þeir sem gagn- rýna mig gera mér greiða þegar þeir ýkja áhrif mín og veitast siðan að mér fyrir að beita þeim ekki.“ Það er til marks um að Sam Nunn hefur breytzt að hann er far- inn að svara gagniýnendum sínum fullum hálsi í stað þess að vinna að framgangi mála i kyrrþei. Ef hann setur markið hærra á hann erfíða daga í vændum. Sumir efast um að hann verði nógu herskár. Sjálfur segir hann: „Ef ég ákveð að gefa kost á mér mun ég án nokk- urs vafa beijast af eldmóði." N.Y. Times Psoriasis-sjúklingar! Ákveðin er ferð fyrir psoriasis sjúklinga 9. apríl nk. til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslustöðina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húð- sjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúm- eri og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að ber- ast fyrir 1. mars. Tryggingastofnun rikisins m .nrgmml m s Metsölublaó á hverjum degi! AMSTRAD464/6128 Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun Amstrad CPC 464/6128. Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun Amstrad CPC. * Amstrad Basic. * Tónlist og teikning með Amstrad. * Töflureiknirinn Multiplan. * Gagnasafnskerflð D-base II. * Helstu atriði við notkun stýri- kerfisins CP/M. * Umreður og fyrirspurnir. Tími: 17., 19., 24. og 26. febrúar kl. 20—23. Innritun i símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. Leiðbeinandi: Halldór Gíslason, forritari. HOTEÍ LOFTLEIÐIR Flugleiða ySm Hótel Reykjavíkurflugvelli Sími: (91 )-22322.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.