Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 B t líf 1985 segir að um 9 prósent íslendinga búi í dreifbýli þar af all- margir í litlum byggðahverfum til sveita við annan starfa en hefð- bundinn landbúnað. Þar segir einnig að jafnvel þó ör vöxtur yrði í nýjum atvinnugreinum geti það ekki komið í veg fyrir fækkun íbúa í sveitum og einhvem samdrátt í byggðinni. Astæðan er sögð sú að framleiðslugeta bænda sé mun meiri en eftirspum eftir landbúnað- arvömm á núverandi verðlagi þrátt fyrir fækkun starfa í landbúnaði undanfarin ár og kvótakerfi. Fram- leiðslukostnaður er sagður hér of hár við núverandi skipulag til að útflutningur borgi sig. Talið er fyr- irsjáanlegt að byggð muni leggjast af í ýmsum afskekktum sveitum á næstu árum. í skýrslunni segir enn- fremur að hagur landbúnaðar geti því aðeins batnað að framleiðsla landbúnaðarvara verði hagkvæm- ari, en það kalli á vemlega fækkun bænda sem stunda hefðbundinn landbúnað. Samdráttur í landbún- aði er í skýrslunni talinn muni auka búferlaflutninga til þorpa sem byggt hafa afkomu sína á þjónustu við sveitir. Hvemig þorpunum muni vegna við slíkar aðstaeður er talið fara eftir því hvaða möguleika stað- imir hafi til að efla annan atvinnu- rekstur og hvemig til muni takast í því efni. Botninum ekki náð? Kaupfélög út um land verða víða vör við mikinn samdrátt í sölu fóð- urbætis, áburðar og byggingarvöm. Almenn sala virðist hins vegar ekki hafa minnkað að mun. Menn em þó sammála um að „botninum hafi ekki enn verið náð“ í þessum efii- um. Sveitarstiómir bera sig betur enda ekki farið að bera vemlega á samdrætti hjá þeim ennþá. Bændur fengu í hendur óvenju mikla pen- inga haustið 1985 vegna stað- greiðslu landbúnaðarafurða sem þá var komið á og svo fengu þeir upp- bætur haustið 1986. Nú fá þeir hins; vegar ekkert slíkt í hendumar og- þá óttast menn að kreppa taki að. Einn góður bóndi tók svo til orða að það væm svo miklar sviptingar í landbúnaðinum að hætt yrði við að einhveijir yrðu undir sem ekki var ætlast til svo færi fyrir. Á Vest- fjörðum em bændur mjög uggandi um sinn hag. Þeir telja sig ekki þola neina skerðingu í viðbót, sér- staklega ekki í mjólkurframleiðslu. Þeir þurftu að þola skerðingu, en fengu leiðréttingu, nú er farið að skerða fullvirðisrétt þeirra á nýjan leik. Sú hætta blasir einnig við að menn fái glýju í augun af fljótteknu fé og selji fullvirðisrétt sinn Fram- leiðnisjóði. Rétturinn fellur þá út af svæðinu. Gerist það leggur það auknar byrðar á herðar þeim sem eftir em og verða að reyna að fram- leiða mjólk fyrir markaðinn á norðanverðum Vestíjörðum. Þá eykst tilkostnaður þeirra af flutn- ingum og þeir gætu jafnvel þurft að grípa til mjólkurkaupa annars staðar að og yrði þá afraksturinn væntanlega lítill af mjólkurfram- leiðslunni hjá þeim sem reyndu að þrauka. Á Austfjörðum finna menn fyrir miklum samdrætti í búskap. Skerð- ing á fullvirðisrétti fer illa með margan þar. Spurst hefur að sveit- arfélögin í Jökuldal og Fljótsdal séu nú að íhuga hvemig snúast megi við þessum samdrætti. Hætta er talin á að mörg býli fari í eyði og það hafi jafnvel keðjuverkun. Mjög lítið er byggt á Austfjörðum og litl- ar framkvæmdir eru á döfinni, erfiðlega gengur einnig að selja hús. Eyðihéraðastefna? Sumir hafa tekið svo til orða að með nýju búvörulögunum hafí verið lagður grundvöllur að eyðibýla- stefnu en nú em menn famir að taka stærra upp í sig og tala um eyðihéraðastefnu. Hvað sem öðm líður lítur út fyrir að mikil byggða- röskun sé á næsta leiti sé ekkert að gert. Margir bæir fari í eyði, menn þurfi að standa upp af búum sínum þannig að þeir geti ekki selt jarðimar, aðeins komið vélum og bústofni í verð. Mikil fækkun búa leiði svo óhjákvæmilega til þess að kúvending verði í atvinnulífi þorpa sem byggt hafa afkomu sína á þjón- ustu við sveitimar. Fari svo að uppflosnaðir bændur og aðrir þeir sem áður lifðu á þjónustu við sveit- imar flykkist til höfuðborgarsvæð- isins, kann það að leiða til mikillar röskunar á lífi fólks þar. Stórauka þyrfti þá ýmiskonar aðstöðu, svo sem bamagæslu, skólastarf ýmis- konar, fjölga atvinnutækifæmm og þensla myndi aukast á fasteigna- markaðinum. Byggðaröskun sú, sem virðist vera í sjónmáli, fari svo fram sem horfir, er slík að erfitt er að gera sér í hugarlund til hvers hún kynni að leiða. Hitt er svo ann- að mál að ýmislegt getur orðið til að breyta myndinni t.d. ef nýju búvömlögin verða lagfærð eins og áðumefnd frumvarpsdrög gera ráð fyrir. En þó allir leggist á eitt og reyni að afstýra byggðaröskun, er þó líklegt að bændur hér eigi erfiða tíma í vændum ekki síður en kolleg- ar þeirra í ýmsum Evrópulöndum. Það má því segja með nokkram rétti að „nú sé hún Snorrabúð stekkur" hvað varðar stöðu bænda- stéttarinnar í íslensku þjóðfélagi. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir öðrum vörum verslunar- innar. Fatoaður fyrir smáfólk Góðarvörur á góðu verði OPIÐ I DAG FRÁ KL. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.