Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 13
siöKG'íiWé'íSSÍÐ;1 igiffififtffiXffiffi? gi Wᥠg íá Morgunblaðið/Hjörn Garðar Vilhjálmsson, fráfarandi formaður, afhendir Bóthildi Sveinsdóttur, viðtakandi formanni, fundargerðarbók félagsins. Nýkjörin stjórn og varastjóm Óðins. Fremri röð: Jóhanna Guð- mundsdóttir og Bóthildur Sveinsdóttir. Aftari röð: Garðar Vil- hjálmsson, Hilmar Bjarnason, Ólafur Jónsson, Jóhann V. Jóhannsson og Rögnvaldur Jónsson. Ungir sjálfstæðismenn á Austurlandi: Fagna ákvörðun samgöngnmálaráðherra ^ Egilsstððum. ÓÐINN, félag ungra sjálfstæðis- manna í Austurlandskjördæmi, hélt aðalfund sinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, nýlega. Á fundinum kom fram mikill áhugi hjá fundarmönnum á að efla félagsstarfið og komu fram margar hugmyndir i þvi sam- band, sem nýkjörin stjórn fékk til úrvinnslu. í stjóm voru kjörin Bóthildur Sveinsdóttir, Seyðisfírði, formað- ur. Meðstjómendur vom kjörin Rögnvaldur Jónsson, Fellabæ, Hilmar Bjamason, Seyðisfírði, Jó- hanna Guðmundsdóttir, Fáskrúðs- fírði og Ólafur Jónsson, Egilsstöð- um. Landsfundarfulltrúar vom kjömar Bóthildur Sveinsdóttir og Ambjörg Sveinsdóttir. I lok fundarins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Óðins, félags ungra sjálfstæðismanna í Austur- landskjördæmi, fagnar ákvörðun Matthíasar Bjamasonar sam- göngumálaráðherra, um að veita 60 milljónum til að hefja fram- kvæmdir við Egilsstaðaflugvöll á þessu ári. Eins og alþjóð er kunn- ugt um, hafa flugsamgöngur verið mjög ótryggar undanfarin ár og ógnað eðlilegri þróun byggðar og samgönguöryggi íjórðungsins. Því var tími til kominn að skömlega væri tekið til hendinni í þessu sjálf- sagða jafnréttismáli landshlutans. Ennfremur lýsir fundurinn full- um stuðningi við menntamálaráð- herra, Sverri Hermannsson, í fræðslustjóramálinu svokallaða." — Bjöm Þrír Italir handteknir vegna sölu á leðurfatnaði ÞRÍR ítalir um þrítugt voru handteknir á fimmtudag vegna ólöglegrar sölu á leð- urfatnaði hér á landi undan- farna daga. Fulltrúar Útlendingaeftirlitsins ræddu við mennina á fimmtudag. Eftir það tók Rannsóknarlög- regla ríkisins við máli þeirra og voru þeir yfirheyrðir á föstudaginn og síðan sleppt. Upp komst um mennina eftir að fólk, sem þeir höfðu reynt að selja fatnaðinn, gerði lögreglunni viðvart og gat það gefíð lýsingu á mönnunum og á bíl sem þeir óku í söluferðum sínum. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni virðist sem þeir hafi komið til landsins með flugi og komið þá með fatnaðinn með sér, en þeir hafa ekki tilskilin verslunar- leyfi til að stunda sölumennsku hér á landi. Gunnlaugur og Sedivy á einni leiðinni sem lá um kappaksturs- braut. Islenskur rallöku- maður óheppinn í Tékkóslóvakíu: Bíllinn bil- aði 300 metrum frá markinu „ÞAÐ vantaði 300 metra upp á að við lykjum keppni. Það er ansi lítið í 400 km langri keppni. Ég gat ekki annað en hlegið að þessu, við sáum endamarkið, áttum sex beygjur eftir,“ sagði Gunnlaugur Rögnvaldsson í samtali við Morg- unblaðið. Hann ók ásamt Tékkan- um Pauel Sedivy í Barum Valaska Zima-rallkeppninni i Tékkóslóv- akíu um sl. mánaðamót. Keppti Gunnlaugur á Skoda 130L frá liði Chemopetrol. „Það var 25 stiga frost í upphafí keppninnar, sem hófst á laugardags- morgun og var snjór og ís á öllum leiðum. Það hófu 120 bílar keppni, einn þeirra fullur af ís eftir að gár- ungar höfðu hellt farþegaiýmið fullt af vatni um nóttina ...“ sagði Gunn- laugur. „Það var nóg að gera við stýrið, leiðimar voru mjög varasamar og margir fóru útaf. Okkur gekk vel, vorum í tuttugasta sæti þegar gang- truflun varð á einni sérleiðinni. Höktum við nokkra kílómetra og tveir bflar, sem reyndu að fara fram- úr okkur enduðu útaf! Bfllinn var lagaður á viðgerðarsvæði og þegar tvær leiðir voru eftir var ég viss um að við myndum klára keppnina. Sedivy sagði við mig: „Þetta er ekki búið enn,“ en meinti það þó ekkert alvarlega. Það var líka hann sem var reiður þegar íjaðrafesting að aftan brotnaði 300 metrum frá endamarki síðustu sérleiðarinnar. Fyrst héldum við að hefði sprungið, en sáum fljótt að bilun hafði orðið. Bilun sem aldr- ei hefur hent liðið áður ...“ „Vikuna eftir keppnina tók ég þátt í ísaksturskeppni í Austurríki og náði öðru sæti af 34 bílum. Vélin í bflnum sem ég notaði verður í Skoda, sem ég nota í keppni í Vest- ur-Evrópu. Hann er þessa dagana í smíðum og var ísaksturinn prufa fyrir vélina." Eitt stýrikerfi á allar WANG VS vélarnar Altt frá einum skjá í 256 skjái og þú notar sama hugbúnaðinn. er mjög auðveld í viðhaldi og þróun forrita/ tölvur eru á hagstæðu verði m tnmrnmnmt.’-* * ■» WANG Með þægindi notand- ans í fyrirrúmi Heimilistæki hf tölvudeild SÆTÚNI8- S: 27500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.