Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 B 15 ■ GRIMMD ARVERK ■ Það færist stöðugt í vöxt í Bras- ilíu að múgurinn taki lögin í sínar hendur og ráðist gegn þeim sem grunaðir eru um að hafa fram- ið glæpaverk, enda þótt þeir kunni að vera blásaklausir. Stundum eru fómarlömbin pyntuð og jafnvel líflátin og lögreglan hefur lýst yfir því að hún standi ráðþrota gagn- vart þessum aðgerðum. Athyglin beindist sérstaklega að þessu vandamáli í síðasta mánuði eftir að íbúar bæjarins Umurama í suðvesturhluta Brasilíu gerðu áhlaup á fangelsi staðarins. Þrjú þúsund manns réðust á það með steinkasti og bareflum til þess að ná á sitt vald þremur mönnum, sem sakaðir höfðu verið um að hafa myrt ljósmyndara í bænum og síðan nauðgað unnustu hans. Þegar múg- urinn hafði gengið af þremenning- unum dauðum lét hann ekki þar við sitja heldur bar eld að líkum þeirra. „Við gátum ekki með nokkra móti komið í veg fyrir þetta,“ sagði lögregluþjónn Umuarama eftir óhæfuverkið. Þegar múgurinn gerist í senn dómari og böðull Romers Tuma, yfirmaður lög- reglunnar í Brasilíu, sagði nýlega í viðtali sem tekið var við hann í höfuðborg landsins, að aftökur án dóms og laga stöfuðu af sívaxandi ótta almennings í landinu. Þann 27. desember síðastliðinn réðust 60 manns inn í fangelsi í bænum Ipau sem er í norðaustur- hluta Brasilíu. Þeim tókst að ná á sitt vald fimm föngum sem teknir höfðu verið höndum eftir að leigu- bflstjóri í bænum var rændur og barinn. Múgurinn murkaði lífíð úr föngunum með byssum, hömram og bareflum. í bænum Ouricuri, sem einnig er á þessum slóðum, drap æstur múgurinn tvo menn, sem granaðir vora um morð og nauðganir. Lík þeirra voru síðan hlutuð í sundur í búta. Um miðjan janúar tóku leigubfl- stjórar í borginni Salvador höndum saman og rejmdu að bijótast inn í fangelsi í bænum í hefndarskyni. fyrir árásir sem þeir höfðu orðið fyrir. Hermenn stöðvuðu áhlaup þeirra. En skömmu síðar réðust hundrað leigubflstjórar í borginni á mann sem var granaður um að hafa gert leigubflstjóram marga skráveifu. Þeim viðskiptum lauk með því að maðurinn var drepinn. í bænum Itabuna í Norðvestur- Brasilíu var leigubflstjóri skotinn til bana og lögreglan handtók mann sem granaður var um ódæðið. Far- ið var með hann á morðstað svo að menn gætu betur áttað sig á því hvernig atburðuinn hafði átt sér stað. Þegar svo lögreglumennimir komu á vettvang með fangann var þar fyrir 200 manna hópur sem yfirbugaði þá og gekk af þeim handtekna dauðum. Daginn eftir að hann var jarðaður fór múgurinn út í kirkjugarð, gróf upp kistu hans og brenndi hana til ösku. Sjötíu árum eftir að sovéska konan öðlaðist „jafnréttið“ vinnur hún samt ennþá erfið- ustu störfin. SJÁ: Strit I STRIT |FLOTTAFOLK| Læknar í Evrópu standa nú frammi fyrir vandamálum sem hafa verið nær óþekkt frá því að herir bandamanna luku upp fangabúðunum í lok heimsstyijaldarinnar síðari 1945. Til álfunnar hafa streymt flóttamenn frá öllum heimshomum, sem beiðast hjálpar vegna pyndinga og áfalla sem hafa valdið þeim sál- rænu tjóni. í Kaupmannahöfn er heilsugæzlustöð sem sinnir þessum þörfum flóttamanna en eigi að síður era flóttamenn til- tölulega fáir í Dan- mörku.í Vestur-Þýzka- landi eru fleiri flóttamenn en í nokkra öðra ríki Vestur-Evrópu, en þar era aðeins tvær litlar hjálparstöðvar sem veita flóttamönnum sálfræði- lega aðstoð. Þær era í Köln og Frankfurt. „Við byijuðum héma með eins konar ráðgjaf- arstöð til að aðstoða flóttamenn í húsnæðis- vandræðum og því um líkt,“ segir Brigitte Brand sálfræðingur sem rekur sálfræði- og félagsráð- gjafarstöð fyrir erlenda flóttamenn í Köln. „Við komumst fljótlega að raun um að um það bil einn flóttamaður af hveij- um þremur átti við sálræna erfiðleika að stríða," bætti hún við. „Stöðin er styrkt af flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnuninni Carit- as.“ Flestir flóttamenn í Vestur-Þýzkalandi eiga við þrenns konar vanda- mál að stríða og með ákvæðum sem gengu í gildi nú um áramótin hef- ur vandi þeirra aukizt enn. í fyrsta lagi hafa margir flóttamenn orðið fyrir sálrænu tjóni vegna pyndinga og annarra áfalla. í öðra lagi þurfa þeir að búa við sömu vandamál og aðrir inn- flytjendur, það er breytta menningu og lifnaðar- hætti og tungumálaörð- ugleika, og þeir verða skjótt varir við að þeir njóta ekki sömu virðingar og í heimalandi sínu. Loks losnar oft um fjöl- skyldutengsl því að bömunum gengur oft miklu betur en foreldrum þeirra að aðlagast breytt- um þjóðfélagsháttum. „Við flóttamönnum í Vestur-Þýzkalandi blasir þriðja vandamálið," bætir frú Brand við. „Almenn- ingsálitið gagnvart flóttamönnum hefur orð- ið fjandsamlegra á undanfömum áram og ótti manna við að verða að flytjast úr landi að nýju fer vaxandi. Þar við bætist að flestir flótta- menn í Þýzkalandi þurfa að dveljast í búðum, eða í sambýli á meðan þeir era að aðlagast eins og ég vil fremur komast að orði þvf að hugtakið búð- sálrænar þjáningar eins og skrýmsli eða líta á þær sem draug sem ekki má minnast á,“ segir Brigitte Brand. Hún segir frá afgönsk- um hjónum, sem hún hefur haft afskipti af. Maðurinn er hálffertugur en kona hans 10 áram yngri og hún er þýzk í aðra ættina. Þau hittust fyrir nokkram áram, þeg- ar konan var í stuttri heimsókn í Afganistan. Þegar hörmungunum lýkur hefst sáJarangistin ir hefur öðlazt sérstaka merkingu hér í Þýzkal- andi í rás sögunnar. En hvort sem við notum orð- ið búðir eða sambýli fer ekki hjá því að dvöl á slíkum stað til langframa hafi þrúgandi áhrif á ein- staklinga." Hjálparstöðin veitir einstaklingsmeðferð tvi- svar í viku eða fjölskyldu- meðferð þriðju hveija viku. Fólk sem hefur orð- ið fyrir pyndingum á mjög erfitt með að ein- beita sér. Það á erfítt með svefn og fær oft martrað- ir. Meðferðin sem þetta fólk hlýtur beinist mjög að því að fá það til að ræða málin við fjölskyldu sína. Það er skaðlegt að reyna að byrgja tilfinn- ingamar inni og jafn- framt er það gagnslaust, því að aðstandendur verða þess áskynja að ekki er allt með felldu." Ef maður vaknar upp með hljóðum um miðja nótt, hlýtur kona hans að verða þess vör og gera sér grein fyrir því að hann líður ennþá kvalir. Það er ekki hægt að einangra Þau sáust ekki aftur fyrr en árið 1984, en þá hafði hann verið pyndaður í fangelsi en sloppið þaðan og tekizt að flýja til Pa- kistan. Hann var þá niðurbrotinn á sál og líkama. „í augum konu sinnar var hann eins konar tákn föðurlands þeirra og þeirra hörmunga, sem yfir það hafði dunið. Hún þurfti á stuðningi að halda en slíkt gat hann ekki veitt. Hann situr með hendur í skauti og þjáist af þunglyndi. Smá- vægileg atvik geta komið honum úr jaftivægi. Ný- lega veittist Þjóðveiji að honum í strætisvagni og sagði við hann að hann væri útlendingur og skyldi hypja sig heim. Hann hafði enga hug- mynd um hvaðan maður- inn var og heldur engan áhuga á að vita það. Sjúklinginn langaði til að segja Þjóðveijanum að hann væri frá Afganistan og hefði barizt fyrir lýð- ræði, en hann þorði það ekki." Aðrir flóttamenn era haldnir sektarkennd. Þeir velta því stöðugt fyrir sér hvers vegna þeir komust lífs af en ekki ættingjar þeirra og vinir. 17 ára gömul stúlka frá Eritreu, sem er á bamaheimili í Köln, sá foreldra sína vegna og nú ásækir sú hugsun hana stöðugt, að hún hafi ekki bjargað þeim, enda þótt hún hafi auðvitað engan veginn verið fær um það. Ofan á þessar þjáning- ar bætast nýlegar ráð- stafanir sem stjóm Vestur-Þýzkalands hefur gert gegn flóttamönnum. Lög kveða svo á, að sá sem leitar eftir hæli í landinu skuli dveljast í tilteknu ríki Sambands- lýðveldisins og megi ekki fara þaðan. Margir þeirra leita aðstoðar hjálpar- stöðvarinnar í Köln þótt það striði gegn lögum. Enda þótt augljóst sé að hjálparstöðin bæti úr biýnni þörf er óvíst um framtíð hennar. Flótta- mannastofnun Samein- uðu þjóðanna segir að hún geti ekki tryggt henni rekstrarfé eftir árs- lok 1987. Auk Brigitte Brand starfar aðeins einn sálfræðingur við stöðina. Það er kona sem sjálf er flóttamaður frá Róm- önsku Ameríku. Þeir sem leita aðstoðar þurfa að bíða í 6—12 mánuði eftir að komast að en undan- tekning er þó gerð gagnvart þeim sjúkling- um sem verst era staddir. - JONATHAN STEELE Sovétkonan er með sigggrónar hendur Konur í Sovétrílqunum eiga yfir- leitt harða ævi. Þær vinna erfiðisvinnu margar hveijar, standa í endalausum biðröðum eftir lélegum vöram og sá tími sem fer í heimilis- störf jafnast í mörgum tilvikum á við heilan vinnudag. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu, sem lögð var fram á kvenna- ráðstefnu þarna eystra fyrir skömmu. Skýrslan var síðan birt í verkalýðsblaðinu Trad. Þar kemur einnig fram að ungbamadauði í Sov- étríkjunum er enn uggvænlega mikill og að á síðustu fimm áram hafi þeim konum fækkað sem hljóta menntun og þjálfun til að gegna betri störfum sem þykja eftirsóknar- verð. Frú Valentina Tereskova, fyrsta konan sem gerðist geimfari, lagði fram skýrslu á ráðstefnunni þar sem hún sagði orðrétt: „Það er óhjá- kvæmilegt að við höfum áhyggjur af því hversu margar konur vinna enn erfiðisvinnu í verksmiðjum, við landbúnað og í byggingariðnaðin- um.“ Framlag Tereskovu til ráðstefn- unnar sýnir að hún hefur ekki fallið í ónáð hjá stjómvöldum en um það hafa verið vangaveltur, því að hún þurfti á dögunum að víkja úr for- mannssæti hins svokallaða kvenna- ráðs, en það era samtök sem eiga að stuðla að auknum umsvifum kvenna á stjómmálasviðinu. Ter- eskova hefur verið þar í forastu frá 1968. Ekki er þó ljóst hvort hún hefur verið látin víkja þaðan í kjöl- far leiðtogaskiptanna í Sovétríkjun- um og breyttrar afstöðu æðstu valdhafa til málefna kvenna. Þess verður minnzt síðar á þessu ári, að sjötíu ár eru liðin frá byltingu bolsévika, sem lýstu yfir jöfnum rétti karla og kvenna á öllum sviðum. Samt sem áður er nær algert karl- vcldi ríkjandi í Sovétríkjunum og konur vinna þar erfiðustu störfin auk þess að sinna hefðbundnum kvenna- störfum svo sem kennslu. Aðeins ein kona er í stjóm sovézka kommúni- staflokksins þar sem helztu ákvarð- anir era teknar. í skýrslu sinni sagði Tereskova að í sumum greinum landbúnaðar í Sovétríkjunum væru konur um 98% vinnuaflsins. Hún bætti því við að fyrir skömmu hefðu konur í þorpi nokkra í Buryat í Síberíu skrifað og kvartað yfir því að þær þyrftu með- al annars að bera 60 kflóa poka af nautgripafóðri á bakinu. Hún sagði jafnframt að sú þróun hefði átt sér stað um gervöll Sov- étríkin á síðustu fimm áram að þeim konum fækkaði sem hefðu menntun og þjálfun til að gegna mikilvægum embættum. Þá upplýsti hún að kon- ur væra 70% þeirra starfsmanna í véla- og málmiðnaði sem ynnu erfið- ustu og verst launuðu störfin en aðeins 1,3% þeirra sem hefðu með höndum mikilsverð stjórnunarstörf í þessari starfsgrein. Svo virðist sem sovézkar konur sjái að öllu leyti um heimilisstörfin, að minnsta kosti er hvergi getið um að karlar komi þar nærri. Valentína Tereskova segir, að á þeim vett- vangi hafi litlar sem engar breyting- ar orðið á síðustu áram. Enn sem fyrr þurfi nánast allar húsmæður að standa í biðröðum í verzlunum og heimilisstörfin séu erfið vegna þess að lítið sé um heimilistæki og vélar. Þá sé erfitt að verða sér úti um hvers konar þjónustu og sú litla þjónusta sem sé í boði þyki yfirleitt léleg. Að lokum fullyrti hún að sá tími sem konan þyrfti að veija til heimilisstarfa, jafngilti á stundum heilum vinnudegi. Hún vék jafnframt að ungbarna- dauða í Sovétríkjunum sem hún sagði að væri meiri en í „þróuðum auðvaldsríkjum". Ekki fór hún nánar út í þá sálma, nema hvað hún taldi ástæðuna vera þá, að læknisþjónusta og önnur heilsugæsla væri léleg og margir læknar ekki starfi sínu vaxn- ir. Hún sagði loks að Sovétmenn gætu verið stoltir af því að dagvist- armál væra í góðu horfi, einkum hvað varðaði dagheimili fyrir ung börn. Þó bætti hún því við að ýmis- legt mætti samt líka betur fara á þessu sviði. - JOHN THOR DAHLBURG I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.