Morgunblaðið - 17.09.1987, Side 24

Morgunblaðið - 17.09.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 'á skí mP'SKÁNDINAVIHN Gæða ísskápar Gorenje HDS 201K rúmar 260 lítra. Þar af er 185 lítra kæhr og 65 lítia djúpfrystir. Sjálfvirk affrysting. Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. Verð aðeins kr. 28.310. • stgr. - látið ekki happ úr hendi sleppa. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurtarxjsbraut 16 oími 691600 Adningahurðir Fura - greni Verð frá kr. 10.530.- Smiðjuvegi 6, Kópavogi, símar 45670 — 44544. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Djásnin dýr per- sónuleg tjáning en ekki stöðutákn segja Henrik Blendal Bengtson og Ulrik Jungersen sem sýna í Norræna húsinu Það eru engir „skartgripir til fermingargjafa" eins og segir í auglýsingunum, sem eru til sýnis í anddyri Norræna hússins. Þar halda tveir danskir gullsmiðir, Henrik Blondal Bengtson og Ulrik Jungersen sýningu á djásnum, sannkölluðum listgripum þar sem hver og einn getur staðið einn sér og er ekki háður því að hanga um háls eða eyra, enda hafa listamenn- imir smíðað sérstakar grindur fyrir flesta gripina svo hægt sé að láta þá standa frammi til augnayndis þegar þeir eru ekki í notkun. „Okk- ur fínnst nær að hafa gripina uppi við í stað þess að loka þá niður í skartgripaskrín," segja þeir félag- ar. Henrik er sonur sellóleikarans fræga, Erlings Blondals Bengtson, og ájjví ættir að rekja til Íslands. „Eg á ættingja á íslandi og sá nánasti er systkinabam við föður minn,“ segir Henrik. „Ég hef kom- ið til ísaQarðar og hitt frændfólkið og það er sannarlega þess virði að grafast fyrir um rætur sínar þótt maður hugsi ekki mikið um slík mál alla jafna. En auk frændfólks- ins á ísafírði veit ég ekki til þess að ég eigi annað skyldfólk hér á landi." Ulrik er búsettur í Óðinsvéum þar sem hann rekur verkstæði og gallerí, en Henrik á heima í Kaup- mannahöfn þar sem hann er í sýningarhópi og rekur verkstæði ásamt sex öðmm gullsmiðum. „Það er sameiginlegt viðhorf til skartgripa sem veldur því að við Henrik sýnum saman, enda þótt við séum hvorki skólabræður né samstarfsmenn nema á þessum vettvangi," segir Ulrik. „Við tókum þátt í sýningu í listasafninu í Hjorr- ing, sem nefndist Sólteikn og jámmáni, og það skírskotaði sann- arlega til þess sem við höfðum fram að færa. Við höfum í hyggju að halda samstarfínu áfram og í fram- haldi af þessari sýningu í Norræna húsinu stefnum við að því að sýna víðar á Norðurlöndum, enda held ég það leyni sér ekki að þessir grip- ir eigi sér norrænan uppruna. Hvað síðar verður, vitum við ekki, en í framtíðinni langar okkur til að sýna utan Norðurlanda." Þið talið um sameiginlega af- stöðu til skartgripa. í hveiju er hún fólgin?" „Við lítum á skartgripi sem tján- ingu. Þeir endurspegla persónuleik- ann, ekki sízt þann þátt sem við köliuð bamið í okkur sjálfum," seg- ir Henrik. Skrautgimin er mjög frumstæð þörf, enda hefur hún ávallt verið liður í menningu á öll- um tímum. Skartgripir eru ekki einungis til skrauts, oft eru þeir líka vemdargripir. Það er eins og þessi vemdarmáttur sé talinn vera í efninu sjálfu. Það kemur oft fyrir að fólk kemur með skartgripi sem hafa tilfinningalega merkingu fyrir það án þess að því þyki þeir falleg- ir, og biður um að þeir séu bræddir og síðan smíðað úr efninu. Það kemur líka fyrir, eins og raunar hefur verið á öllum tímum, að fólk vill fara með hjartfólgna gripi með sér í gröfína, og telur þá líklega að það sé vel varið fyrir hugsanleg- um hættum á ókunnum slóðum." „Nú hafa karlmenn verið tregir til að skreyta sig, a.m.k. hér í Norðurálfu. Er þetta að breytast?" „Já,“ segir Ulrik. „í Danmörku er það mjög algengt að karlmenn kaupi sér hringa og eymalokka, eða öllu heldur eymalokk, því að ég minnist þess ekki að hafa selt karlmanni tvo samstæða eyma- lokka eða séð karlmenn með slíkt skart í báðum eyrum. En annað skart getur varla heitið að karlar beri í þessum heimshluta, en því er allt annan veg farið annars stað- ar í veröldinni. Þarf reyndar ekki að fara lengra en til Ítalíu til að sjá það.“ „Hveijir eru það sem kaupa af ykkur svo sérkennilega gripi sem yfírleitt em dýrari en fjöldafram- leiddu gripimir sem flestir láta sér nægja?“ „Það er yfírleitt fólk sem notar skartgripi ekki fyrst og fremst sem stöðutákn heldur sem leið til að gefa eitthvað til kynna um sinn innri mann,“ segir Henrik. „Ekki endilega fólk sem vill skera sig úr, en oft em það leikarar eða aðrir listamenn og annað menningarlega sinnað fólk. Þetta fólk leggur sinn eigin skilning í þá gripi sem það kýs að bera. Aðrir spyija kannski hvað smiðurinn sé að fara, hvað skartgripurinn tákni. Slíkum spumingum neita ég að svara. List er ekki mötun, list er það að segja eitthvað og fá viðtakandann til að leggja sinn eigin skilning í það.“ Efíiin sem þeir Henrik og Ulrik nota í djásnin sín em, auk eðal- steina, silfur, kopar, 24ra karata gull og 18 karata gull. Sýning þeirra í Norræna húsinu verður opin til 4. október. Ulrik (t.v.) og Henrik. Þetta er voldugt hálsmen úr silfri, kopar og 24ra karata gulli. Á sýningunni hangir það uppi á vegg og sómir sér vel. Þetta er svo viðamikill gripur að hann verður varla borinn nema við sérstök tækifæri. Smiðurinn er Ulrik Jungersen. úr silfrí og 24 ra karata gulli, en nálamar úr kopar, silfrí og 24ra karata gulli. Það er Ulrik Jungersen sem er hér að verki. Hálsmen úr silfri og bronsi með granati. Hinn gripurínn er hríngur sem heitir „Draumur kalífans". Þessa grípi hefur Hen- rik Bltíndal Bengtson smíðað og hringurinn er úr silfri og kopar, settur gerviametýst- og hematít-steinum. Hringur úr silfri, 18 karata gulli, settur sitrin, ametýst og hermatít. Smiðurinn er Henrík og armbandið er úr silfrí, kopar, sett hematít, granati og fflabeini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.