Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 Er hlutverki Orku- stofnunar að ljúka? eftir Ásgrím Guðmundsson Er hlutverki Orkustofnunar að ljúka í íslensku samfélagi? Er íslenska þjóðin stödd á tíma- mótum í orkumálum? Spumingar af þessum toga vakna nú á dðgum þegar skyndilegar breyt- ingar eru gerðar á einni af stærstu rannsóknar- og þjónustustofnun þjóðarinnar undir því yfirskyni að stofnunin hafí rannsakað meira en góðu hófí gegnir og því sé tímabært að staldra við. Ekki einungis á stofn- unin að hafa sinnt rannsóknarþætti sinum vel eða of vel heldur hefur hún einnig unnið og grundvallað allt það helsta sem skiptir máli fyrir orkuöflun þjóðarinnar fram yfír alda- mót og skal því leggjast í dvala. Hugmyndir sem eru undirrót breyt- inga af þessu tagi leiða hugann aftur til miðalda og þess hugsunarháttar er þá ríkti. Pramfarir áttu erfítt upp- dráttar vegna afturhaldsafla, afla sem í raun tóku fyrst og fremst mið af því að allt sem skipti máli væri þá þegar komið fram á sjónarsviðið og annað skyldi tortiyggja af alefli undir handleiðslu guðdómlegrar fyr- irhyggju. Nú koma inn uppfærð slagorð eins og báknið burt án nokk- urra frekari skýringa. Báknið er almennt skilið sem allt það sem ríkið stendur straum af kostnaði við. Úr röðum slíkra hugsjónamanna koma síðan ráðamenn, sem verða að koma á móts við skoðanir stuðningsmanna sinna. Fullvíst má segja að nýskipuð ríkissljóm hefli feril sinn á eftir- minnilegan hátt. Höggvið er í Orkustofnun og hún særð eða ef til vill deydd, en síðar á að koma í ljós hversu hátt var reitt til höggs. Nokk- uð minnir þetta á aðferðir „villta vestursins“, skjóta fyrst og spyija svo. Niðurskurður Allt þetta umstang eins og niður- skurður ríkisstofnana á flárlögum undir kjörorðinu „bætt aðhald í ríkis- rekstri" kemur manni til að velta því fyrir sér hvort ríkisfyrirtæki séu ein- faldlega baggi á þjóðfélaginu sem losna þurfti við eða hvort þetta séu fyrirtæki sem raka til sín fjármunum sem einkaaðilar eru betur settir með. Eitt er þó fullvíst að ríkisfyrirtæki geta verið misvel rekin eins og fyrir- tæki einkamarkaðarins. Orkustofnun hefur hingað til ekki þurft á auka- fjárveitingum að halda til þess að endar næðu saman, samt hefur stofnunin verið einkar vinsæl í allri endurskoðun sl. 10 ár vegna stærðar sinnar. Lftið hefur borið á jákvæðri um- sögn um Orkustofíiun eftir velheppn- aðar rannsóknir og framkvæmdir í framhaldi af þeim. Algengast hefur verið að geta þeirra verktaka sem vinna verkin svo sem borfyrirtækja en þess svona getið neðanmáls að Orkustofnun hafi verið umsjónarað- ili. Samt hafa sem betur fer verið undantekningar á þessu. Dæmi sem lítið er hampað á opinberum vett- vangi eru t.d. sá gjaldeyrisspamaður sem innlendir orkugjafar leiða af sér og víðast hvar hefur orðið mikill spamaður að ógleymdum þægindum notandans. Fjárveiting Orkustofnun- ar í ár er 158 milljónir, en það samsvarar innflutningsverðmæti 9.700 tonna af gasolíu. Það aftur á móti er jafnvirði borholu sem gefur af sér 50 1/s af 80 gráðu heitu vatni. Allt þetta teljast léttvæg rök í ljósi þess að landið er yfirfljótandi í orku og því er ekki hægt að auka frekar við spamað á þennan hátt. Þá ber að benda á að jarðhiti er ekki ótæm- andi orkulind og eftirlit og viðhald jarðhitasvæða er mikilvægt ef tryggja á notendum orku á sem hag- kvæmastan máta. Hlutverk Veit almenningur hvað Oikustofn- un er og hvert hlutverk hennar er. Almennt er nokkur mglingur á starfssviði Orkustofnunar, Lands- virkjunar, Rafmagnsveitna ríkisins o.fl. enda ekki óeðlilegt, þar sem nöfn stofnananna gefa til kynna svip- að starfssvið. Hvað Orkustofnun varðar er nærtækast að skýra starfs- svið hennar með tilvitnun í landslög. Þar eru sérstök „Orkulög" í 11 köfl- um og á níunda tug greina. Þau tóku gildi 1967 og gilda enn með áorðnum breytingum. I fyrsta kafla laganna í 2. gr. segir orðrétt: „Hlutverk Orkustofnunar er: 1. Að vera ríkisstjóminni til ráðu- neytis um orkumál. 2. Að annast: Yfírlitsrannsóknir á orkulindum landsins, eðli þeirra og skilyrðum til hagnýtingar þeirra; yfírlits- rannsóknir í orkubúskap þjóðar- innar, er miði að því, að unnt sé að tryggja, að orkuþörf þjóðarinn- ar sé fullnægt og orkulindir landsins hagnýttar á sem hag- kvæmastan hátt á hveijum tíma; aðrar rannsóknir á sviði orku- mála, eftir því sem tilefni gefast, og ef við á gegn greiðslu; (hagnýt- Ásgrímur Guðmundsson ar jarðfræðilegar kannanir, m.a. vegna neysluvatnsleitar og, ef við á gegn greiðslu). 3. Að halda skrá um orkulindir landsins. Skulu tilgreindar í skránni allar þær upplýsingar, sem máli skipta, eins og þær eru best vitaðar á hveijum tíma. 4. Að vinna að áætlanagerð til langs tíma um orkubúskap þjóðarinnar og hagnýtingu orkulinda landsins. Um þetta skal Orkustofnun hafa samvinnu við aðrar ríkisstofnanir og aðila, sem vinna að áætlana- gerð til langs tíma. 5. Að safna skýrslum um orku- vinnslu, orkuinnflutning og út- flutning og um orkunotkun þjóðarinnar, vinna úr þeim og gefa út. Að semja ár hvert og gefa út yfírlit um rekstur orku- mannvirkja og um orkumál landsins í heild. 6. Að fylgjast í umboði ráðherra með rekstri rafmagnsveitna, hita- veitna, orkuvera, jarðhitasvæða og annarra meiri háttar orku- mannvirkja. 7. Að stuðla að samvinnu allra aðila, sem að orkumálum starfa, og vinna að samræmingu í rannsókn- um, framkvæmdum og rekstri á sviði orkumála. 8. Að hafa af hálfu ríkisins yfírum- sjón með eftirliti með raforku- virkjum og jarðhitavirkjum til vamar hættu og tjóni af þeim. 9. Að hafa umsjón með öllum fallvötnum og jarðhitasvæðum í eigu ríkisins, halda skrá yfir þau með greinargerð fyrir skilyrðum til hagnýtingar þeirra, eins og best er vitað á hveijum tíma, og láta ríkisstjóminni í té vitneskju um þetta. Ráðherra kveður með reglugerð nánar á um hlutverk og starfs- hætti Orkustofnunar, þar á meðal skiptingu hennar í deildir, að fengnum tillögum stofnunarinn- ar.“ Hér er hlutverk stofnunarinnar tíundað en ekki getið frekar um aðr- ar skuldbindingar, sem nánar er kveðið á um í lagabákninu. Að ofansögðu er hlutverk Orku- stofnunar greinilega stórt, en hefur hún sinnt því fram til þessa eins og kveðið er á um í lögunum? Ömggt er að fullyrða að svo er ekki, enda hefur stofíiunin ekki verið fjármögn- uð né mönnuð til að svo megi vera. Einföld regla gildir í úthlutun §ár- muna til ríkisfyrirtækja, þ.e. fjárlög eru öllum öðrum lagaskuldbinding- um ríkisfyrirtækja fremri. Það segir með öðrum orðum að stjómmála- menn eru gjörsamlega ábyrgðarlaus- ir í öllum samþykktum um lögbundnar flárveitingar til handa opinbemm stofnunum sem og öðmm. Það era í raun tillögur fjárlaga- og hagsýslustofnunar að undirlagi fjár- málaráðherra sem skammta ríkis- fyrirtækjum lífsviðurværi. Því er út í hött að búast við að áætlunargerð geti orðið virk, ef skerðingar á fjár- lögum til stofnana geti verið árvissir atburðir og háðar tilviljunarkenndum mannabretingum á æðstu stöðum. Áætlanir geta náð til eins árs í senn með sæmilegu öryggi, annað er ósk- hyggja. Enda er ekki út í hött þegar ný ríkisstjóm tekur við völdum að spurt sé. Hver er hugur nýja ráð- herrans til okkar? Orkuveisla Því hefur verið haldið fram að mikill samdráttur í orkuöflunarrann- sóknum sé höfuðorsök þess að draga þurfi úr starfsemi Orkustofnunar og bent á um leið að orkuöflun hafí verið óhófleg og ómarkviss. Ekki aðeins að vatnsaflsvirlqanir hafí óvart verið fleiri og stærri en gott þykir heldur tók „löggilt" vandræða- bam þjóðarinnar, Kröfluvirkjun, að framleiða rafmagn með fullum af- köstum mörgum til ama. Neikvæðar umsagnir „eftir vitringa" hljómuðu gjaman í þeim dúr að orkuveislunni miklu væri lokið og þjóðin sæti nu eftir með timburmennina. Ef orku- veislunni miklu er lokið, þá ber að skoða hver efndi til hennar og hver var veislustjóri. Lengi má leita, enda vandfundið. Veislan endaði í sukki og enginn man neitt. Þrátt fyrir það hljóta að vera ábyrgðarmenn og þægilegast er að vísa til einhvers fyrrverandi ráðherra í einhverri fyrr- verandi ríkisstjóm. Fyrrverandi ráðhermm verður ekki skotaskuld úr að losa sig út úr vandræðum sem þessum. Þeir einfaldlega treystu sínum ráðgjöfum í blindni og létu þá leiða sig á villigötur og vegurinn til baka reyndist vandrataður. En var orkuveislan í öllu falli neikvæð? Alls ekki. Rannsóknarstarfsemin leiddi af sér marga hæfa aðila í vatnsafls- og jarðhitafræðum. Þegar kom að framkvæmdaþættinum í beinu fram- haldi af rannsóknunum var fyrst og fremst leitað eftir þeirri sérþekkingu sem áunnist hafði í tengslum við rannsóknarvinnuna. Það leiddi af sér þær vafasömu breytingar innan Orkustofnunar að útseld vinna jókst til muna og dró að sama skapi úr viðhaldi og þróun fagþekkingar. Fljótlega áttuðu fjárlagasmiðir fyrr- verandi ríkisstjóma sig á auknum sértekjum stoftiunarinnar og gátu því glaðbeittir minnkað fjárveitingn Orkustofnunar á fjárlögum í hlut- falli við það. Þegar núverandi ríkis- stjóm tekur við þá er leiknum haldið áfram, fjárveiting minnkar enn og það sem verra er, sértekjur em áætl- aðar þó enginn fótur sé fyrir hluta þeirra. Uppsagnir Ekki er beinlínis hægt að ætlast til að stjómendur stofnunarinnar hafí séð þessa þróun fyrir við fall síðustu ríkisstjómar. En það andaði greinilega köldu í garð Orkustofnun- ar og henni líklega ætluð þau mistök, sem urðu hjá stjómendum í sölu og framleiðslumálum raforkunnar fyrst og fremst. Framhaldið er nú vel þekkt. Hvort kenna megi um fyrir- hyggjuleysi stjómenda stofnunarinn- ar eða langvarandi undirróðri gagnvart Orkustofnun skal látið kyrrt liggja, en afleiðingin af skyndi- legum niðurskurði kemur fram í uppsögnum 20—30 starfsmanna. Spumingin verður æ áleitnari: Hvers vegna núna? Af hveiju ekki gera þetta skipulega eins og sæmir innan vel rekinna fyrirtækja og þá leggja niður einhvem hluta af starfsemi frekar en að lama stóran hluta? Orkustofnun á eftir að súpa seyð- ið af þessum ráðstöfunum í náinni framtíð ef ekki næst til þeirrar sér- þekkingar sem fer með þeim brott- reknu. Tíðrætt er í þjóðfélagsum- ræðu hve gífurlegur kostnaður fer í menntakerfið. Svarið við því er ein- falt og sígilt. Lagt hefur verið út í dýra flárfestingu sem kemur ömgg- iega til með að skila arði þegar viðkomandi koma út í atvinnulífið. Þegar út í atvinnulífíð er komið byij- ar sérhæfíng á því sviði er menntunin náði til. Þegar hér er komið sögu er ljóst að fjárfestingin er mikil og því þarf að leggja fram vel gmndaðar hugmyndir áður en ákvarðanir eins og hópuppsagnir á Orkustofnun em teknar. Uppsagnir mjög sérhæfðs vinnuafls jafngilda afskriftum á fjár- festingu sem hefur misfarist. Starfs- mennimir em flestir hveijir tilbúnir að gegna öðmm störfum úti í þjóð- félaginu, en þykir samt sem áður sárt að sjá að sú vinna sem þeir hafa innt af hendi á bestu starfsámm ævi sinnar er ekki virt meira en þetta. Ennfremur er það umhugsun- arefni fyrir ríkið hvort það geti talið siðferðislega réttlætanlegt að sparka fólki sem hefur látið af hendi rakna áratuga vinnu, þ.e. besta hluta starf- sævinnar, og er komið á efri ár og á ekki greiða leið inn vinnumarkað- inn á ný. Hvað svo? Við höldum áfram og menntum einhveija aðra og sér- hæfum þá og síðan endurtekur sagan sig. Ekki mátt þú, lesandi góður, gleyma því sem er mikilvægast hjá hveiju fýrirtæki, hvort það er ríkis- rekið eður ei, að enginn er ómissandi, ekki einu sinni þú. Höfundur erjarðfræðingur & Orkuatofnun. ULTRA GLOSS \ Ekkert venjulegt bílabón uTT^|heldurglerhörð lakkbrynja! VEIST ÞÚ MUNINN? „Glerungur“, ekki vax. ULTRA GLOSS er hvorki vax, harp- is né silikon. Það flokkast undir bóngljáa, sem á ensku kallast „paint sealant". í bókstaflegri þýð- ingu merkir orðið „lakk þéttiT', sem við höfum islenskaö I „lakk- brynju". Yfirborð lakksins er hrein- lega innsiglað gegn utanaðkom- andi veðrunaráhrifum og óþrifum. Þó tilgangurinn sé augljós, þá er þetta meira spurning um endingu. Til eru 3 tegundir af „paint seal- ants“, þ.e. grunnefnið getur verið: plast, teflon eða gler. í ULTRA GLOSS er glergrunnur, sem trygg- ir bæði styrkleika og endingu. Sterkasta handbónið á markaðnum. Grunnefnið (ULTRA GLOSS heitir „Siloxine", en það eru örþunnar glerflögur (micro-chips), sem að- eins verðagreindarí smásjá. Meö flókinni aðferð, sem byggist á blöndunarröð og breytilegu hita- stigi, er siloxini blapdað saman öörum efnum, sem tryggja sterka bindingu gljáans við allar geröir lakks. Eftir að blll hefur verið bón- aður með ULTRA GLOSS, veröur efnahvarf, svipað þvi þegar tveggja þátta viðgerðarefnum er blandaö saman. Samruninn við lakkið tekur 12-36 tima, allt eftir umhverfishita. Þannig • myndar ULTRA GLOSS niðsterkan „gler- ung“ I yfirboröi lakksins, sem ver það fyrir salti, tjöru, útblásturs sóti og öðrum óhreinindum. Ending iangt umfram hefðbundnar bóntegundir. Erlendis ábyrgist framleiðandi, aö ULTRA GLOSS veiti 18 mánaða veörunarvörn. Hérlendis hafa ver- iögeröarmargartilraunirvaröandi þetta atriði. Niðurstöður sýna, að I rigningu perlar vel á vélarhllf og þaki, 8 mánuöum eftir aö bónað var. Einnig eráberandi hve auðvelt er að þrlfa bllinn, sem einnig er sönnun.þess, að varnarlagiö er enn fyrir hendi. Þetta er I rauninni afar eðlilegt þegar haft er I huga hvernig vörn ULTRA GLOSS er. Ef yfirborö lakks er skoðað I smásjá, þá er áferö þess sviþuð hraunhellu. Hugsum okkurað við hellum eftir- farandi efnum — I fljótandi formi, á3 sllkarhellur Vaxi, plasti og gleri. Við storknun fá yfirboröin á sig sléttaog fallegaáferð. En hvað með endingu? Við hita bráðnar vaxið og gufar upp, rétt eins og öll vaxbón I sólskini. Vaxið þvæst auk þess auðveldlega af með ollu- eyöi. Plastió þolir hitann mun bet- ur, en þvæst af með ollueyöi auk þess að plast sem slfkt er ekki slit- sterkt efni. Gleriö (ULTRA GLOSS) þolir hitann fulikomlega, auk þess sem það endurkastar útfjólublá- um sólargeislum, en þeireru meg- in orsök þess að lakk uþplitast. Tjörueyðir vinnur ekki á glerinu, enda er ULTRA GLOSS eini bón- gljáinn, fáanlegur á islenskum bensinsölum, sem þolir þvott með tjörueyði. Þar með rætist draumur bónara, um að glans og glæsilegt útlit geti enst mánuð- um saman. Létt í notkun. I Islenskum leiðbeiningum með bóninu kemur fram hve létt er að bóna með ULTRA GLOSS. Bónið er einfaldlega borið á, látiö þorna og slðan þurrkaó af með hreinum klút. Hinsvegareru tvö atriði, sem hafa ber I huga þegar bónað er. í fyrsta lagi að hitastig sé ekki und- ir 5 gráðum. Bónið myndi hrein: lega ekki þorna við þann hita. í öðru lagi, að ekki hellirigni á bll- inn næstu 6-12 tlma. Tlminn mið- ast viö hitastig milli 15-5 stig. Mik- ill vatnsagi þennan tlma hefur áhrif áendinguna. Hinsvegarskal bent á, að hægt er að bóna með ULTRA GLOSS, t.d. með stuttu millibili þegar aðstæður eru hag- stæðar, og byggja þannig upp sterka varnarskel, sem auk þess styrkirlakkið verulegagegn stein- kasti. Nýtt lag bætist ofan á gam- alt, e_f bóninu er nuddað létt á bll- inn. í þessu sambandi skal aftur vakin athygli á, aö bónlagið sem fyrirerþvæst ekki af þótt bllinn sé þveginn áður með tjörueyði. Þetta er ekki mögulegt með neinu öðru handbóni, og gagnast þeim vel, sem nýta sér þjónustu þvotta- stöðva reglulega. Reynsla. Eftir 3ja ára reynslu af ULTRA GLOSS hérlendis er Ijóst, að þeir sem notað hafa bónið, kaupa það aftur og aftur. Þeir sem til þekkja, vita að helsti ókostur vaxbóns er að tjara sest auðveldlega I vaxið. Og til að ná tjörunni af þarf siðan tjörueyði, sem jafnframt þvær vax- ið af. í vetrarakstri eráberandi hve lltil tjara sest IULTRA GLOSS, auk þess sem mjög auövelt er að ná henni af. Miðað við endingu er ULTRA GLOSS með ódýrustu bílabónum á markaðnum. Útsölustaðir: £sso) stöövarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.