Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 Hugleiðing um kerfi o g einstaklinga eftirÞorgeir Þorgeirsson 29. október árið 1987. Lengi hefur það verið í tísku að ræða um kerfið og einstaklinginn sem fyrirfram gefnar andstæður. Sjálfur hefi ég til skams tíma gert mér að góðu þann skilning að pól- amir í félagslegri umræðu hljóti að vera og verða þessir. Einstaklingurinn héma og kerfið þama andspænis honum. Var ekki einmitt verið að halda ráðstefnu eða málþing um þetta efni á vegum BHM nýlega þarsem blásið var í hina skærustu þoku- lúðra heilan laugardagseftirmiddag suðurí hugvísindasetrinu Odda? Ég held það. En ráðstefna er hópur fólks sem daglangt eða fleiri daga er að vill- ast í hugsanaþoku sem það fram- leiðir sjálft jafnóðum. Og því líkir hugsanaþokumekkir koma nú æ meir í stað þeirrar umræðu sem áður tíðkaðist um landsins gagn og nauðsynjar á vegum fijálsra skoð- anaskifta milli ftjálsra einstaklinga. Eftir því sem mér hefur verið sagt um framsögur þeirra sem mest töluðu í þokunni góðu þama í hugvísindasetrinu, komu frum- mælendur allir fram sem fulltrúar einhverslags skipulagshugsunar ef ekki bara Kerfisins sjálfs (með stór- um staf). Þetta fanst mér athyglisvert. í framhaldi af þessu mætti vel hugleiða hvort einstaklingurinn sé kanski týndur útí þokuna fyrst eng- inn raunverulegur fulltrúi hans fær að tala á ráðstefnu sem þykist ein- mitt þó vera að fjalla um einstakl- inginn. Væri nú svo þá fer þessi hugsun sem ég nefndi (um spennuna á milli einstaklings og samfélags) að minna dálítið á rafgeymi sem hefur umpólast og verður því bara að henda einsog hveiju öðru skítti? Útá himingnæfandi mslahauga samtímans. En þannig fer nú um svo margar hugsanir sem fólk er lengi búið að tyggja hvað útúr öðru. Þær verða bragðlaust fjas með tímanum og fara síðan að bera hinn súra keim lyginnar. Menn og gervimenn Ég sakna einstaklingsins einsog hann var. Mig tekur það sárt að hann skuli vera orðinn útlagi handanvið þoku- mekkina þaðansem enginn heyrir rödd hans lengur gegnum eintóna þokulúðrasönginn. Ég sakna raddar mannsins í mannlegu samfélagi. Mér leiðist þessi hundflata ein- víða persóna sem komin er í stað einstaklingsins og þarf samt að þykjast vera einstaklingur. Hún verður aldrei neinslags mótvægi Kerfísins heldur beinlínis málpípa þess. Mér leiðast pólitíkusar sem byrja allar setningar á orðunum: VIÐ framsóknarmenn, VTÐ í al- þýðubandalaginu, VIÐ kvennalista- konur, VIÐ sjálfstæðismenn, hjá OKKUR í alþýðuflokknum og svo MATSEÐILL Rjómalöguð sveppasúpa °g heilsteikturgrísahryggur„Dijon“ m/léttsoðnum gulrótum, smjörsteiktum kartöflum og sinnepssósu °g sherrytriffle (sherry ijómabúðingur) Aðeins kr. 1.050,- Þórarinn Gíslason leikur á píanó. Verið velkomin. Borðapantanir í sima 46080. VEITINGA HÚSIÐ &F/o NÝBÝLAVEGI 26 KÓPAVOGI SÍMI 46080 framvegis og framvegis og fram- vegis. Mér leiðist jafnvel líka ofurhugar pólitíkurinnar sem annað veifíð þora að segja: — Nú tala ég ekki lengur sem fulltrúi eins eða neins, en það er MÍN skoðun að veðrið sé breyti- legt! Mér er raun að því að gerviein- staklingurinn skuli endanlega vera kominn til valda og þykir átakan- legt til þess að vita að við hin skulum möglunarlaust hafa skipt á þessu fyrir hinn upprunalega sjálf- stæða einstakling sem forðumdaga hrannaði loftið af spennu með því einu að vera mínuspóll á móti plús- um samfélagsins og plúsinn á móti mínuspólum samfélagsins. Gervimennið fellur að þörfum kerfísins einsog hanski að hönd og treystir því svo það megi treysta honum, ver það svo það megi veija hann, treður raunverulega einstakl- inga í svaðið í nafni Kerfísins. Bæði af nauðsyn og eðlisávísun. Hugsunarlaust, sljótt og rólegt einsog húðaijálkur. Munurinn á manni og gervimanni hefur allatíð verið fólginn í þeirri einkennilegu þversögn að raun- verulegur einstaklingur kennir til fyrir hönd samfélagsins (þó hann sé í eðli sínu andhverfa þess) en tilfinningar gervimannsins eru bundnar við hans eigin þröngu hagsmuni (þó hann sé, eða kanski vegna þess að hann er svo háður kerfinu). Þetta er nokkuð dularfult en staðreynd þó enguaðsíður. Þess- vegna er hinn nýi ráðamaður nauðbeygður tilað vera svona fjarskalega cool. Svo ekki komist uppum það hver hann er. Hingaðtil hefur tekist nokkuð vel að leyna þeirri staðreynd að sjálf- stæðum einstaklingum hefur nánast verið gjöreytt úr þeim fá- menna hópi sem hér ræður nú kerfum. Böl okkar almúgafólksins hefur í því samhengi verið það að gervimennið nýja (sem þó er engin nýlunda nema að fjöldanum til) minnir það mikið á Hómó sáluga Sapíens (á meðan þessu tekst að leyna tilfinningum sínum) að jafn- vel greindasta fólki er vorkun með að taka mark á þessu sem ábyrgum einstaklingum. Og hópurinn sem orðið hefur fyrir barðinu á þeim Kerfísmönnum er þögull sem gröfin því enn sem komið er hefur uppreisn gegn þessu kynlega ástandi bara endað í botn- lausri niðurlægingu hvers og eins. Það er ljótasti parturinn af niður- lægingu einstaklingsins á þeim flatneskjutímum sem okkur hefur verið kastað inní. Annað sérkenni þessa einvíddar- mennis sem nú á dögum situr velflesta valdastóla Kerfísins er það að tali manngerð þessi ekki í um- boði stofnunar, flokks, ráðuneytis, félags, stefnu, kenningar eða ráð- stefnu þá er jafnan um einhvers konar talkór að ræða. Eintóna þokulúðrasöng sem almenningur heyrir líktog í fjarska. Sakadómskvintettinn Sá alskrækasti kvintett sem nokkumtíma hefur fengið að hljóma í svoköiluðum fjölmiðlum hérlendis (þafsem margt og misjafnt hefur nú vissulega heyrst) barst úr Saka- dómi fyrir einum þrem vikum eða svo. Þetta var skerandi angistar- söngur fímm nokkuð virðulegra sakadómara. Þeir sungu einraddað og tempóið var fúríósó. Þá ráku margir upp stór augu. Tilefni var líka til þessa grát- söngskvintetts. Nýlega ógilti Hæstiréttur dóm sem einn þessara kveinstafamanna hafði kveðið upp eftirað hafa sjálfur útbúið málið í Þorgeir Þorgeirsson „Mér leiðist þessi hundf lata einvíða per- sóna sem komin er í stað einstaklingsins og þarf samt að þykjast vera einstaklingur. Hún verður aldrei neinslags mótvægi Kerfisins heidur beinlínis málpípa þess. Mér leið- ast pólitíkusar sem byrja ailar setningar á orðunum: VIÐ fram- sóknarmenn, VIÐ í alþýðubandalaginu, VIÐ kvennalistakonur, VIÐ sjálfstæðismenn, hjá OKKUR í alþýðu- f lokknum og svo framvegis og fram- vegis og framvegis.“ hendur sínar á vegum ákæruvalds- ins og þannig séð um þetta nánast frá upphafi (nema hvað sakborning- urinn mun hafa unnið í verknaðinn sem málið reis af, vitaskuld). Útaf þessu urðu þeir í Sakadómskvintett- inum öldungis tárklökkir og fóru að nota lausan greini: „ ... hið alda- gamla ransóknarréttarfar", sungu þeir: „í krafti 75. greinar laganna um meðferð opinberra mála höfum við farið með saksóknarvald ásamt dómsvaldi og ransóknarvaldi...,“ sungu þeir: „enda þótt okkur sé raunaléttir að því að vera lausir undan hinu foma ransóknarréttar- fari (laus greinir aftur) og saksókn- arskyldum dómara hljótum við að hafa nokkrar áhyggjur", sungu þeir áfram með angurværum söknuði. Öllum var ljóst að meðlimir kvint- ettsins töldu sig óvinnufæra fyrst þeir höfðu mist saksóknarvaldið og ransóknarvaldið og einn þeirra meiraðsegja verið gerður ábyrgur fyrir dómstörfum sínum. Er Sakadómur óstarfhæfur? spurðu blöðin og ljósvakamiðlarnir. Sem vonlegt var. Hér eru menn ekki vanir því að dómarar vinni störf sín með dómsvaldið eitt að vopni. Söknuður dómaranna fimm yfír völdunum sem þeim fanst Kerf- ið vera að hrifsa af sér fyrirvara- laust gerði það líka að verkum að þeir mistu alt vald á tilfínningum sínum. Angist þeirra var því ósköp hreint skiljanleg. En harmljóðið er óheppilegt form handa gervieinstaklingum einsog þegar hefur verið drepið á. Það kallar á tilfinningar sem betra hefði verið að leyna undir þessum kring- umstæðum. Einsog raunar sannaðist á við- brögðum annara Kerfísmana fyren varði. Neikvæðir dómar og leiðindi Eitthvað fór þá úrskeiðis með framlag sakadómaranna. Aðrir geta leitt að því sínum getum hvað það hafi verið. Ég vil halda að það hafi verið sú stað- reynd að þeir mistu valdið á tilfinn- ingum sínum þegarað þeir héldu að Kerfíð væri að hrifsa af þeim ákæruvaldið og rannsóknarvaldið — og móðguðust þá fyrir sína eigin hönd en ekki fyrir hönd samfélags- ins. Það var slys fyrir þá en happ fyrir okkur almúgafólkið. Blessað sé þeirra fúríósó. Stallbræður sakadómaranna hér og þar í Kerfinu þustu óðar líka á vetvang tilað bjarga þvísem bjargað yrði. Komust ekki hjá því að fella gagnrýnisorð um grátsöngvarana fimm úr Sakadómi. Ummæli þeirra að vísu fjarska- lega cool, nánast einsog kenslu- stund í einvíddarmennishæversku (sem dómaramir fimm hafa vafa- laust skilið rétt því síðan hefur hvorki heyrst í þeim ekki né stuna). — Þetta er djúpt í árinni tekið, sagði aðstoðarmaður dómsmálaráð- herrans um framlag sakadómar- anna. Dómur Hæstaréttar fjallar ekki um 75. greinina — síðuren svo!“ Er hægt að segja stillilegar frá því að maður haldi að fimm manna hópur sé ólæs? Það gustaði meir af svari Jóns Steinars Gunnlaugsonar, einsog vonlegt er með barasta hálfmótaðan Kerfísmann. — Ekkert í dómi Hæstaréttar hnekkir ransóknarskyldu dómara skv. 75. grein laga um meðferð opinberra mála og því fæ ég ekki séð hví sakadómur skyldi verða óstarfhæfur vegna þessa dóms. Enda munu sakadómarar hafa verið komnir til heilsu strax mánu- daginn eftir og starfa síðan með óbreyttum hætti. En fólkið á götunni virðist líka ögn vera að spá í þetta. Gömul kona sagði við mig: — Þeim er bara rétt í rass rekið, þessum sakadómurum. Nær var þeim að fara í lestrarprófið í fyrra þegarað þú bauðst þeim uppá það! Miðaldra furðufugl sem ég hitti niðrá Borgarastétt spurði: — Hvað er eiginlga að gerast í dómsmálunum? — Veitekki, svaraði ég. — Heldurðu það geti verið að SÍS hafí bara selt ríkinu Hæstarétt í misgripum þarna í húsabraskinu um daginn? Mínvegna gæti það verið ástæð- an. Enda mátti það einu gilda því nú kveikti dómskerfið á stóra þoku- lúðrinum sínum og róandi tónar bárust útyfir mannheim allan. Nýskipaður saksóknari í far- skipadeild ákæruvaldsins lét til sín heyra. — Kæru vinir! Hér er hvorki ran- sóknarréttarfar né ákæruréttarfar. Þetta blandast alt saman hér útí þokunni þarsem ekkert sýnist eins- og það raunverulega er. Þær breytingar sem gera þarf eru smá- vægilegar og verða gerðar á réttum tíma og réttum stað af réttum aðil- um. Verum cool og viðrum þetta ekki meir í fullri dagsbirtu. Það er engum til góðs. Við leysum þessar smálegu breytingar sem þarf að gera. Og naumast var Stórilúður þagn- aður fyren annar kvað við í þokunni uppá hefðartindinum. Forseti Hæstaréttar blés frá sér viðlaginu úr melódíu prófessorsins: — Smálegar breytingar sem þarf að gera. Og nú geta allir snúið sér að því að gleyma þessu frumhlaupi Saka- dómskvintettsins. Þetta var aldrei nema stormsveipur í vatnsglasi hvorteðer. Þessi litla grein er þó skrifuð í þeirri von að einn og einn verði kanski svolítið lengur að gleyma því þegar Sakadómur misti vald á tilfinningum starfsmanna sinna afþví þeir héldu að Hæstiréttur væri genginn úr Kerfisbandalaginu. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.