Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 59 Minning: Jón Sigurbjörns son Siglufirði fang mitt á hveijum morgni, horfði á mig dökku djúpu augunum sínum og hjúfraði sig að mér. Hann var leikglaður og ljúfur og mikill bygg- ingameistari. Við byggðum mikið saman þessa tíu daga sem við vor- um ein og urðum óumræðilega góðir vinir. Við sungum saman og hann var fljótur að læra vísur og lög. Hann var líka fljótur að læra ör- nefni í umhverfínu. Ég kenndi honum hvar Esjan var og ef ég benti á ijallið og sagði: „Fjallið heitir...“ stóð ekki á svarinu: „Það heitir Esja,“ sagði hann og brosti sínu ljúfasta brosi. Hann lærði líka að Vaðlaheiði var hjá afa og ömmu á Akureyri. Hann átti líka afa og ömmu í Skagafírði og þangað ætl- aði hann að fara með mig og sýna mér dýrin. Sú ferð var ekki farin, til þess entist litla Gunna mínum ekki aldur. En ég fylgdi honum í huganum í sveitina hans þar sem hann fór að hvfla nálægt afa og ömmu í Skagafírði. Gunni litli var óendanlega gjöfull á hlýju sína og bros, og augunum hans dökku og djúpu gleymi ég aldrei. Foreldrum Gunnars, Karólínu Gunnarsdóttur og Gísla Gíslasyni, er ég innilega þakklát fyrir að hafa trúað mér fyrir ljúflingi sínum. Ég græt með þeim og bið Guð að blessa og styrkja þau og alla þá sem syrgja lítinn dreng. Guð geymi hann. Inga Éiríksdóttir Dagur líður, fagur fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjömumar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. (Vald. Briem) Árstíðir koma og fara, menn hitt- ast og kveðjast. I dag ætlum við að kveðja lítinn vin. Hann staldraði svo ógnar stutt við en skildi svo mikið eftir. Á slíkri stundu veitist þér erfítt að skilja. Þér er í raun svaravant. Máltækið „Þeir sem guð- imir elska deyja ungir" öðlast allt í einu áþreifanlega merkingu. Þú hefur lesið um sköpun himins og jarðar og löngum setið í góðum vinahóp og rætt um tilgang lífsins, en þegar lítill vinur brosir til þín fullur af gáska og trúnaðartrausti finnst þér þú hafa fundið hann. Þér fínnst þetta allt svo augljóst og glaður og reifur gengur þú þinn daglega hring í fullvissu þess að svo verði alltaf. Þér var kannski aldrei ætlað að leysá þessa kross- gátu sem lífíð er en þú varst byijaður efst í hominu og Gísli, Lína, Gunni, þessi þijú orð féllu svo rétt saman. Élsku vinir, við getum svo lítið gert og sagt. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilifðargeiminn, skal þverra hver krafhir og kulna hvert blóm - — þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós, er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, er roðna í sólareldi. Oss er svo léttgengt um æskunnar stig í ylgeislum himinsins náðar, og fyrir oss breiða brautimar sig svo bjartar og rósum stráðar. Vér leikum oss, bömin, við lánið valt, og lútum þó dauðans veldi, því áður en varir er allt orðið kalt og ævinnar dagur að kveldi. En svo era vonimar — vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf — og kennist, þá bemskan er úti. Þær tala um sífögur sólskins-lönd og saklausa eilífa gleði, með kærleik og frið, engin ptrandi bönd, en frjálst allt, sem drottinn léði. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. — Er ei bjartara land fyrir stefni? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andardrátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Ben.) Óli og Svana Fæddur 27.júlí 1914 Dáinn 31. október 1987 f dag, laugardaginn 7. nóvem- ber, fer fram frá Sigluijarðarkirkju útför Jóns Sigurbjömssonar, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. október sl. eftir rúm- lega tveggja mánaða erfíða legu, og var það hans fyrsta og síðasta sjúkrahússdvöl. Jón Sigurbjömsson fæddist á Ökrum, Haganeshreppi, Fljótum, 27. júlí 1914. Foreldrar hans vom Friðrikka Símonardóttir og Sigur- bjöm Jósepsson, bóndi, síðar að Langhúsum í Fljótum. Einnig stundaði Sigurbjöm sjósókn, meðal annars á hákarlaskipum, því ekki dugði búskapurinn til að framfleyta stórri fjölskyldu, en þau Friðrikka og Sigurbjöm eignuðust sjö böm. Tvö heirrn lfitnst í bemsku en f fímm bræðmm an heim. Ellefu ára gamall fór Jón fyrst að heiman. Hann fór sem létta- drengur að Svaðastöðum í Skaga- fírði og dvaldist þar í tvö ár. Var síðan í foreldrahúsum þar til hann fluttist til Siglufyarðar árið 1943. Þann 29. júlí 1943 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Maríu Jóns- dóttur, frá Steinavöllum í Fljótum, og hófu þau búskap að Skútu, nefnd eftir samnefndum dal í Siglufirði. Þau Jón og María eignuðust fímm böm. Þau em: Sigurbjöm, kvæntur Ingibjörgu Jónatansdótt- ur, búsett í Hafnárfírði; Ingibjörg Asa, gift Sigurbimi Jóhannssyni; Sverrir, kvæntur Guðnýju Sölva- dóttur, búsett í Siglufírði; Lovísa gift Amari Ingólfssyni, búsett í Danmörku og yngst er Margrét, gift Hreiðari Jóhannssyni, búsett í Siglufírði. Bamaböm þeirra em ell- efti. Einnig dvaldi lengi hjá þeim f fóstri, Elín Gestsdóttir vegna veik- inda móður Elínar, og hefur alla tíð síðan verið þar á milli mikill kær- leikur og hlýja. Óhætt er að fullyrða að alla tíð síðan hefur Elín og henn- ar fjölskylda þakkað umönnunina með ræktarsemi og vináttu. Árið 1945 fluttu þau Jón og María frá Skútu að Hóli í Siglu- fírði, og gerðist Jón þar vinnumað- ur. Siglufjarðarkaupstaður rak þar kúabú, því þá vom samgöngur þannig, að Siglfírðingar urðu að vera sjálfír sér nógir með mjólk. Þar hófst starfsferill Jóns hjá Siglu- fjarðarbæ, sem átti eftir að endast í fjömtíu ár. Árið 1957 fluttust þau Jón og María frá Hóli að Suðurgötu 30, bjuggu þar í tvö ár, síðan að Hóla- vegi 18, ogárið 1968 eignuðustþau húseignina Lindargötu 6, þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Þegar Jón og María fluttust frá Hóli hóf hann störf hjá áhaldahúsi bæjarins og starfaði þar til ársins 1985. Þar vann hann, eins og ávallt, störf sín að slíkri kostgæfni og dugnaði að ekki er mér gmnlaust um að fleiri en einn mann hafí þurft til að fylla hans skarð. Ekki vom það alltaf þrifalegustu störfin, sem hann vann, svo sem að hreinsa stíflur úr leiðslum frá húsum, og margar góðar sögur em til um þau orð sem hann lét falla þegar hinir ýmsu hlutir komu úr leiðslunum er stíflan hvarf. Það var með þessi verk eins og önnur, sem Jón tók sér fyrir hendur, þau þurfti að vinna. Það gerði Jón og vann þau vel. Mikill persónuleiki er gengin á vit feðra sinna; einn af þeim sem virkilega settu svip á bæinn. Hann hefur fengið hvfldina eftir erfíðan en farsælan starfsdag. Ég sendi Maríu og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um heilsteyptan og góðan vin lifír. Guð fylgi mínum kæra vini, í nýjum heimkynnum. Björn Jónasson AGOODYEAR KEMST ÉG HEIM Þú átt aðeins eftir nokkra kilómetra. Það er næstum engin umferð og hann er nýhættur að snjóa. Þú ekur greitt! Allt I einu! Hindrun framundan, — vegurinn lokaður! — athyglin snarvakin! — nauðhemlun! Bíllinn stöðvast, þú skynjar muninn, Goodyear Ultra Grip 2 dekkin svíkja ekki. Nú er að styttast heim, þú finnur til öryggiskenndar á Goodyear Ultra Grip 2. Það verður gott að koma heim. GOODYEAR ULTRAGRIP2 Á Goodyear Ultra Grip 2 dekkjunum verður bíllinn allur annar, hvort sem er vetur eða sumar. goodWyear hiheklahf IjLaugavegi 170-172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.