Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 Verðstríð ríkir á Mor^unblaðiðGSV Jarðborinn sem hefur verið í Hrísey i um fimm vikur.A innfelldu myndinni eru Friðfinnur K. Danielsson, framkvæmdastjóri ísbors hf., og Einar Schiöth, borstjóri. Helmingslækkun borkostnaðar Friðfinnur sagði að hérlendis yrði að vera rými fyrir bæði fyrirtækin svo samkeppnin héldist. „Hinsvegar er ljóst að við gætum annað öllum markaðnum með okkar bor. Vissu- lega er markaðurinn lítill og varla fyrir tvö fyrirtæki. Það hefur þó sýnt sig að bæði fyrirtækin geta lifað ef verðstríðið fer ekki út í vit- leysu. Þetta er harður bardagi og ég viðurkenni það fúslega að verð- stríð ríkir á milli ísbors hf. og Jarðborana hf. Borkostnaður hefur lækkað um 40-60% frá því sem hann var áður en til samkeppni kom. Heldur erfitt er að negla niður eina tölu, þar sem breyting hefur orðið á viðskiptaháttum. Áður fyrr gekk þetta þannig fyrir sig að Jarð- boranir hf. leigðu út tæki sín fyrir ákveðið daggjald. Nú er hinsvegar meira farið að miða við metraverð og því áhætta lögð á borverktak- ana. Segja má að þetta séu ef til vill eðlileg viðbrögð þegar sam- keppni kemur allt í einu inn í landið eftir 30 ára einokun, en trúlega verður verðlag á borkostnaði aldrei eins og það var áður. Talað er um að holur, sem boraðar hafi verið, til dæmis við Kröflu, Svartsengi og Nesjavöllum, hafi kostað hver um sig milljón dollara, eða um 40 millj- ónir króna. Þar af er auðvitað stór hluti efniskostnaður, rannsókna- kostnaður og annað þess háttar. Samt sem áður eru hér á ferðinni gífurlegar upphæðir. Það var aldrei meiningin hjá okkur að koma inn á markaðinn, eingöngu til að pína verðlag niður. Hinsvegar ætluðum við að vera nýr valkostur, með verð- lag rétt fyrir neðan keppinautana, en ég get nefnt dæmi þess að við vorum beinlínis slegnir út með vit- leysisboðum," sagði Friðfinnur. „Uppinn“ opnar á Akureyri UPPINN, nýr veitingastaður, var opnaður á Akureyri sl. fimmtu- dagskvöld á Ráðhústorgi 9. Eigendur Uppans eru þau Þráinn Lárusson og Ingibjörg Baldurs- dóttir. Þau keyptu staðinn af Bárði Halldórssyni, sem rak Cafe Torg. Aðaluppistaða Uppans verða pizzur og var til pizzugerðarinnar keyptur sérstakur ofn frá Ítalíu. Auk þess verður lítill sérréttaseðill og matseðill dagsins. „Við ætlum að leggja sérstaka áherslu á ferskt hráefni, enda ekki til svo mikið sem frystikista í eldhúsinu. Það hefur vantað svona stað lengi á Akureyri enda á hann að vera einskonar millistig á milli þeirra veitingasfyða sem hér eru nú þegar. Þetta á að vera einskonar „Gaukur á Stöng“ Akureyringa. Ég ætlaði að láta staðinn heita Jón á Loftinu, en þeg- ar ég frétti af manni, sem ber þetta viðumefni, hætti ég snarlega við það,“ sagði Þráinn. Þráinn hefur fengið Ólaf Hvann- dal frá Eldsmiðjunni í Reykjavík til að þjálfa upp starfsfólk í pizzugerð- ina. Þráinn sagði að miklar vanga- veltur hefðu verið um gott nafn á staðinn, en ljóst hefði verið að íslenskt skyldi það vera. Uppinn tekur hátt í 50 manns í sæti og tekur auk þess að sér veisluhöld í heimahúsum. Stefnt er að heim- sendingarþjónustu síðar meir, en að sögn Þráins hefur sú þjónusta hingað til aldrei gengið á Akureyri, þó að Akureyringar hringdu ævin- lega í Næturgrillið er þeir færu til Reykjavíkur. Opið er á Uppanum frá kl. 11 á morgnana til kl. 1 eft- ir miðnætti og til kl. 3 um helgar. sviði jarðborana Kópaskerskirkja Morgunblaðið/GSV Kópaskerskirkja: Hálf milljón í viðgerðarkostnað VIÐGERÐ á kirkjunni á Kópa- skeri er nú lokið að mestu og nemur kostnaður við verkið tæp- lega hálfri milljón króna. Fram hafa komið steypuskemmdir á undanförnum árum og nauðsyn- legt var orðið að gera við kirki- una, að sögn Tryggva Aðalsteins- sonar, sóknarnefndarmanns á Kópaskeri. „Segja má að ellimörk hafí kom- ið fram á kirkjunni, en hún ætti að duga vel næstu áratugina," sagði Tryggvi. Tuni kirkjunnar hefur ver- ið málaður, en ekki verður hægt að mála veggi hennar fyrr en næsta sumar vegna raka í veggjum. Þá hefur viðgerð einnig faríð fram inn- andyra og er fyrirhugað að þar verði málað næstu daga. Friðfínnur sagði að þeir aðilar, sem skiptu við ísbor, væru úr hinum ýmsu geirum þjóðfélagsins. Um væri að ræða einkaaðila, sem aðal- lega væru að huga að fiskeldi. Þó nokkuð væri um það núorðið að bændur hefðu tekið sig saman, jafn- vel langt frá sjó, og komið á fót fiskeldi í stað hinna hefðbundm búgreina. Nokkrir bændur í Eyja- firði eru til dæmis mikið að velta því fyrir sér að bora eftir vatni, því nú er vitað að gnótt vatns leynist þar í iðrum jarðar, um 60 gráðu heitt, og kæmi því vel til greina að þeir nýttu sér það til húsahitunar í stað rafmagnshitunar. Friðfínnur sagði að því miður hefði holan, sem ísbor hefði borað í Eyjafirði, verið þurr. Hann sagði að Eyjafjörðurinn væri mjög erfiður landfræðilega séð, en það þyrfti aðeins að finna réttu æðina og þá væri takmarkinu náð. Orkustofnun staðsetti holuna, eins og allar hinar, og hefur mjög góður árangur náðst í öllum öðrum borunum. Einokunaraðstaða ríkis „Reynt hefur verið að halda öll- um rekstrar- og skrifstofukostnaði niðri. Friðfinnur hefur skrifstofuað- stöðu hjá Vélum og þjónustu í Reykjavík, en hann býr sjálfur á Akureyri. „Þetta fyrirkomulag er ekki svo slæmt. Borinn er hvort sem er alltaf á þeytingi um landið og þarf ég alltaf að vera í námunda við hann, þar sem ég sé einnig um verklegu hliðina.“ Friðfinnur er menntaður verkfræðingur frá Edin- borg og var viðloðandi Jarðboranir ríkisins, sem síðar breyttust í Jarð- boranir hf., frá 1976 til 1981. Hann sagði að fyrirtækið hefði fengið borinn á mjög góðu verði frá Banda- ríkjunum og hefði lágt olíuverð þá spilað inn í samninga. Fjárfestingin væri þó upp á tugi milljóna króna. Slíkir borar væru framleiddir fyrir olíuiðnað vestra og með lækkandi olíuverði hefði eftirspurn eftir bor- um farið minnkandi. Því hefði verðið fallið. „Með þessum bor ráð- um við við öll tilfallandi verkefni í landinu á sviði borana. Svona stór bor er ekki ýkja mikið notaður til vatnsborunar vestra, en þegar við erum komnir út í jarðhitann og uppbyggingu á fiskeldi, þarf öflugt tæki. Til eru stærri og öflugri tæki í Iandinu hjá Jarðborunum hf., en ekkert er fyrir þau að gera eins og sakir standa. Jarðboranir ríkisins, nú Jarðboranir hf. í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar, hafa verið í ein- okunaraðstöðu á sviði jarðborana hingað til, eða í rúmlega 30 ár.“ — segir FriðfinnurK. Daníelsson framkvæmdastjóri Isbor hf NÝLEGA urðu miklar fram- farir í hitaveitumálum Hrísey- inga. Jarðbor frá ísbor hf. hafði veríð við boranir í eynni frá 20. september sl. og svo fór að borínn kom niður á 80 gráðu heitt vatn á 330 metra dýpi. Hríseyingar hafa hingað til haft 59 gráðu heitt vatn. Ekki var óalgengt að Hríseyingar þyrftu að glíma við stífluð inn- tök og lagnir og mun árlegur kostnaður vegna þess hafa numið einni milljón króna, sem bæði kom niður á hitaveitunni og íbúum. Kostnaður við bor- unina nemur rúmlega fjórum milljónum króna og er vatnið nægilegt til að hita upp um 5.000 manna byggð, að sögn Fríðfinns K. Daníelssonar, framkvæmdastjóra Isbors hf. Næsta verkefni ísbors hf. er að fara í Oxarfjörð, þar sem nokkrir bændur hafa stofnað fyrirtækið Seljalax hf. Isbor hf. var stofnað haustið 1986 af Vélum og þjónustu í Reykjavík, Gunnari og Guðmundi í Reykjavík, Þórhalli Olafssyni og Ólafi Snorrasyni á Selfossi auk Friðfínns. Starfsmenn eru alls fjórir. Keyptur var bor frá Banda- ríkjunum, sem getur borað allt niður í 1.400 metra dýpi og að minnsta kosti 17V2 tommu víða. Borinn er af gerðinni Ingersoll- Rand og var fluttur inn af Heklu hf. Fyrsta holan var boruð fyrir um ári á Kalmannstjöm á Reykja- nesi fyrir Silfurlax hf. Síðan hefur fyrirtækið borað 35 holur víða um land til að ná í ferskvatn, heitt vatn eða sjó. „Okkur var vitanlega spáð norður og niður í upphafí og því borið við að við hefðum hvorki tæki né þekkingu til.“ Fiskeldi í sveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.