Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 37 Ein af vaxtöflunum fimm. Greina má letur í vaxinu. Leðuraskjan, sem vaxtöflumar fundust í. Sjá má laufamunstur á lokinu. ur og skriffæri, m.a. í sænskum erfðaskrám frá 14. öld. í biskupa- sögum kemur fram að íslenski biskupinn Laurentius Kálfsson, sem uppi var um aldamótin 1300, hafi notað vaxspjöld. Vaxtöflumar sem fundust í Viðey vom fímm talsins. Þær fundust í leðurhylki með laufamunstri og em um 9x5 sm á stærð. Á vaxið var ristur texti með stfl. Að sögn sér- fræðinga, sem hafa umsjón með viðgerð vaxspjaldanna, var áfastur jámkökkur á leðurhylkinu, sem mögulega em leifar af stfl. Undir letrinu, sem varðveitt var á vaxtöfl- unum, mátti greina leifar af eldra letri. Handritafræðingar við Áma- stofnun hafa athugað letrið og hefur þeim tekist út frá stafsetn- ingu og leturgerð að tímasetja það til tímabilsins 1450—1600. Þar sem viðgerð á töflunum er skammt á veg komin, hefur aðeins verið ráðið í hluta af letrinu sem varðveitt var. Tekist hefur að lesa einstök orð, en ekki hefur fengist samhengi í textann enn. Út frá þeim orðum sem greind hafa verið á einni töfl- unni er hugsanlegt að þar sé um að ræða uppkast af sendibréfi og er líklegasti ritunartími fyrri hluta 16. aldar. Þetta þýðir að á töflum- ar hefur verið rist fyrir siðaskipti, eða þegar klaustrið í Viðey var enn við lýði. í íslenskum heimildum er getið um vax eða vaxspjöld á nokkmm stöðum, m.a. í Sturlunga sögu. At- hyglisvert er að í Guðmundar sögu Arasonar er minnst á vax í frásögn- inni um dauða Ingimundar prests. Svo bar til að Ingimundur prestur var á leið frá Noregi til íslands er skip hans hraktist til Grænlands og segir svo: „En þat varð svá víst, að átján vetmm síðar þá fannst skip þeira í óbyggðum, ok þá fund- ust menn sjau í einum hellisskúta. Þar var Ingimundur prestr. Hann var heill ok ófúinn ok svá klæði hans, en sex manna bein vám þar hjá honum ok vax ok rúnar þær, er sögðu atburð lífláts þeira." Að lokinni viðgerð vaxspjaldanna verður mjög athyglisvert að fá úr því skorið hvort hægt verði að ráða enn frekar fram úr innihaldi þessa merku spjalda. Vaxtöflur þessar em einstæðar í sinni röð á Norðurlönd- um og því dýrgripir miklir fyrir íslenska menningarsögu. Höfundur er fomJeifafræðingur og safn vörður við Árbæjarsafn. Morgunblaflið/Ámi Sæberg H lokar girðingunni i gær að viðstöddum stjóraarmönnum í SSH, skóg- AF ERLENDUM VETTVANGI EFTIR VLADIMIR BUKOVSKY Gorbachev dylur lyg- arnar með „glasnost“ ÞAÐ nægir ekki að bjóða sov- ésku fólki „perestroika" (upp- stokkun) og „glasnost“ til að það fái aftur traust á leiðtogun- um. Gagnstætt því sem margir í vestri halda var það ekki Gorbachev sem fann upp „glas- nost“ - hann fékk það lánað hjá mannréttindahreyfingum í Sovétríkjunum. Við vorum send i fangelsi og á geðveikrahæli fyrir að vera opinská eða krefj- ast „glasnost*1. Ég var settur í fangelsi árið 1971 fyrir að stunda „glasnost" með því að afhjúpa að andlega heilbrigt fólk væri sett á geð- veikrahæli. Það fylgir því undar- leg tilfinning að sjá gömlu fangaverðina látast vera miklir frumkvöðlar „glasnost“; jafnvel enn undarlegra að heyra hvemig vestrænir leiðtogar lofa hugrekki þeirra. Fram til þessa hefur Gorbachev ekki sýnt þeim félögum okkar sem nú sitja í fangelsi mikið þakklæti fyrir að hvetja til „glasnost" í sovésku samfélagi. Kannski hefur hann rétt fyrir sér að einu leyti: það „glasnost" sem við boðuðum á lítið sameigin- legt með hans „glasnost". Við vildum afhjúpa lygar; hann vill dylja þær. Ándófsmennimir 170 sem hann „náðaði" fyrr á þessu ári vom aðeins brot þess fjölda sem sat inni og þeir fengu felsið eftir langt þref og þrýsting. Gorbachev lítur á þetta sem makk við Vesturlönd. Hann er búinn að afhenda vömna og býst nú við að fá sitt tii baka. Sannleikurinn er sá að Gorbachev hefur ekki áhuga á breytingum á kerfínu; hann vill bjarga því ásamt með eigin skinni. I Sovétríkjunum er þetta ekki kallað hugrekki. Gorbachev skilgreindi aðsteðj- andi vanda í Sovétríkjunum í jómfrúrræðu sinni á miðstjómar- fundi í apríl árið 1985. Þar kom fram að það var ekki umhyggja fyrir velferð fólksins sem gerði „róttækar breytingar" nauðsyn- legar heldur „örlög landsins," eins og hann orðaði það. „Staða sósíal- ismans í heiminum mun að miklu leyti ráðast af stefnunni sem við tökum nú ... Það er einfaldlega engin önnur leið“ (Pravda, 24. aprfl, 1985). „Glasnost" er örvænt- ingarfull tilraun Með öðmm orðum, minni fram- leiðni og almenn slæm staða sovésks efnahags ógnaði stöðu sósíalismans. Sovétríkin geta hreinlega ekki haldið áfram hem- aðarlegri samkeppni við Vesturl- önd og varið landamæri sín hvað þá fært þau út. Ef hnignunin heldur áfram þá verður innan fárra ára ómögulegt að veita Kúbu, Víetnam, Angólu og Nicaragua fjárhagslegan stuðning. Nokkur ár enn og Sov- étríkin gætu glatað stöðu sinni sem risaveldi og hemaðarlegt stórveldi. „Perestroika" og „glasnost" Gorbachevs em örvæntingarfullar tilraunir til að fylkja þjóðinni bak Sovéski andófsmaðurinn Vlad- imir Bukovsky. við sósíalismann en hún er treg til. En hann veit líka að enginn árangur mun nást án umfangs- mikillar aðstoðar vestrænna ríkja. Þess vegna er „glasnost" fyrst og fremst hugsað til útflutnings og þess vegna em flestir nánustu ráðgjafar hans sérfræðingar í samskiptum við Vesturlönd. Forgangsatriði er að viðhalda hemaðarlegri stöðu Sovétríkjanna jafnvel þótt kostnaðurinn við um- bætur í innanríkismálum geri samkeppnina við Bandaríkin erf- iðari. Samt er hægt að treysta á að Bandaríkin muni viðhalda vígbúnaðarkapphlaupinu þó innan ramma Jafnvægis og eftirlits" í afvopnunarmálum sé. Einnig verður að viðhalda só- síalismanum í Kúbu, Nicaragua, Víetnam, Kamputcheu, Angólu og Eþíópíu. Röðin er nú komin að þeim því Sovétmenn leggja áherslu á að þessi ríki bæti ímynd sína með því að semja um slökun við nágranna sína. Og enginn skortur er á viðhlæjendum á þessu sviði. Bandaríkjamenn og Bretar sjá um Mozambique („fæla landið burt frá Sovétblokkinni" eins og embættismenn orða það), og bre- skir herforingjar sjá meira að segja um að þjálfa her kommún- ista til að hann geti séð við andspymu andkommúnista. Umbætur veikja stöðu flokksins Gorbachev veit fullvel að jafn- vel veigaminnstu breytingar geta orðið að stóru vandamáli ef þær ná fram að ganga. Gorbachev er kunnugt um dæmi frá austantj- aldslöndum sem sýna að minnsti vottur af frjálsum markaði leiðir til verðbólgu og óróa í iðnaðinum auk þess að veikja stöðu kom- múnistaflokksins. Hver hefur líka áhuga á að ganga í flokkinn eða hlusta á hann þegar fólk fær stöðuhækk- anir í samræmi við getu eða laun í hlutfalli við framlag? Og ef fólk fær ekki það sem þvi ber þá eyk- ur það heldur ekki afköst sín. Samt sem áður standa Gorbachev ekki aðrar leiðir til boða til að stjóma landinu og ef hann hyggst minnka völd flokksins þá dregur hann úr eigin völdum um leið. Á sama tíma er ný kynslóð að spretta úr grasi í andrúmslofti „glasnost" og hún mun örugglega ganga skrefi lengra og krefjast frelsis. Alls kyns þjóðarbrot og trúarflokkar í minnihluta munu auka baráttuna fyrir viðurkenn- ingu réttinda sinna. Nýleg mótmæli Tartara á Krímskaga og íbúa Eystrasaltslandanna em ein- ungis vísir að því sem verður. Þegar við bætist órói í hagkerfinu þá munu þessi öfl verða banabiti sovéska kerfisins. Svo má búast við að eins og ætíð fylgi önnur austantjaldsríki dæmi Moskvu. Þá er spumingin hvenær sovéski herinn verður að leiðrétta þróunina með „bróður- legri aðstoð". Því má ljóst vera að Sovétleið- togamir geta ekki leikið sér með róttækar umbætur og byltingar- kenndar breytingar lengur en fimm til sjö ár ef þróunin á ekki að verða óafturkallanleg. Eftir fimm til sjö ár mun flokk- urinn, með eða án Gorbachevs, setja í bakkgír og heimta það sem honum ber. Aftur mun SS-20- flaugum eða þeirra líkum verða beint að skotmörkum í vestri. Aftur munu öflugar friðarhreyf- ingar flykkjast út á stræti höfuð- borga í Vestur-Evrópu. Og hver veit? Kannski verður þá pólitískur vilji í vestri fyrir því að setja að nýju upp Pershing-flaugamar? Umbótunum verður snúið við Fimm til sjö árum síðar mun öll sósíalíska hjörðin, stríðalin af hirðum sínum úr vestri, snúa baki við kapítalísku beitilandi. Hún mun tvíefld halda áfram að þjóna málstaðnum sem henni var áskap- aður. Því næst kemur röðin að Mexíkó, Suður-Afríku, Persaf- lóaríkjunum... Eftir fímm til sjö ár verða vest- rænir banka- og kaupsýslumenn að afskrifa skuldimar eins og þeir þurfa nú að afskrifa skuldir Þriðja heimsins. Vitanlega mun mikill reiðilestur og harðorðar hótanir dynja yfír en skattborgar- ar og hluthafar munu súpa seyðið af öllu saman. Vesturlönd er svo rík, Rússar eru ætíð svo áreiðan- legir í viðskiptum. Ég veit að hvorki bækur né blaðagreinar geta afstýrt þessu. Hvorki skynsamleg rök né ákall til tilfinninga megnar að breyta sjálfseyðingarkenndri heimsku þessa heims. En þegar allt þetta kemur á daginn þá bið ég ykkur að skella ekki skuldinni á tvískinn- ung og torræði Rússa. Ekki halda því fram að þið hafið ekki getað séð atburðina fyrir. Höfundur satmörg ár í fangels- um og& geðveikrahælum i Sovétríkjunum fyrirmótmæli viðkúgunum stjómvalda. Hann kom til íslands i október árið 1979. Hann hefur verið búsettur í Englandi frá árinu 1976.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.