Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 72
^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa $ SUZUKI LAUGARDAGUR 7. NOVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Þyrla varnarliðsins nauðlenti á Hellu: Bilun í vökvakerfii gat valdið íkveikju Selfossi. ÞYRLÁ frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli nauðlenti á flugvellinum á Hellu um hádegisbilið í gær. Vélin var á leið til Stokksness í sjúkra- flugi. Vökvakerfi vélarinnar bilaði og hún var Iöðrandi í olíu þegar hún lenti. Fjögurra manna áhöfn var á þyrlunni, auk læknis og tveggja björg- unarmanna. Ahöfn vélarinnar varð vör við lekann þegar hún var stödd yfir ströndinni suður af Hellu. Um smá- vægilega bilun var að ræða en þrýstingur fór af vökvakerfinu og hætta var á íkveikju þar sem aftur- hluti vélarinnar var löðrandi í olíu. Bill Schaefer flugstjóri sagði þá ekki hafa verið í neinni hættu og þeir hefðu lent örugglega á Hellu. Ónnur þyrla var kölluð til og kom hún með nauðsynlega varahluti og vökva í kerfið. Hún tók síðan lækni og björgunarmenn um borð og hélt áfram til Stokksness. Það tók áhöfn þyrlunnar sem nauðlenti um tvo tíma að gera við bilunina og gera vélina klára til brottfarar. — Sig.Jóns Gert við bilunina á Helluflugvelli. Á innfelldu myndinni gefu að líta þyrluna við Hellu. Grásleppuhrogn: Slæmar söluhorfur Húsavík. SLÆMAR söluhorfur eru á grá- sleppuhrognum á næstu vertíð að vori. Telur Guðmundur G. Halldórsson á Húsavík að sölu- horfurnar séu lakari nú en nokkru sinni fyrr, en Guðmund- ur hefur keypt grásleppuhrogn og flutt út í fjölda ára. í samtali við Morgunblaðið taldi Guðmundur söluhorfumar lakari nú en nokkru sinni fyrr. Hann sagði að á yfírstandandi ári hefðu verið flutt- ar út 8.234 tunnur af hrognum og á innanlandsmarkað fóru rúmlega 14.000 tunnur. En ársframleiðsla Kanadamanna hafí verið um 27.000 tunnur og bjóði þeir nú hrognin á Evrópumarkaði á mun lægra verði en selt var á síðastliðið vor. Fram- leiðsla Grænlendinga er um 4.000 tunnur en framleiðsla Norðmanna hefur verið lítil. í Danmörku eru svo óseldar 800 tunnur frá Kanada. „Ég tel því,“ sagði Guðmundur, „að stórfelld verðlækkun verði á grásleppuhrognum á næsta ári og óvarlegt sé að framleiða meira eða 7-9.000 tunnur hér á landi, nema ís hamli veiðum við Kanada, sem hefur komið fyrir. “ sagði Guðmundur G. Halldórsson að lokum. — Fréttaritari Dollarínní 37 krónur Hollensk yfirvöld: Leigja vélar um ísland til að sleppa við skatta Leigt á þennan hátt fyrir 2 milljarða króna fyrstu 6 mánuði ársins Frá Eggerti Kjartanssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins í Hollandi. Fjármálaráðuneytið í Hollandi hefur notfært sér að á íslandi er enginn virðisaukaskattur, með þeim hætti að leigja vélar og tæki til opinberra fyrirtækja í Hollandi um ísland og losnað þannig við að greiða virðisaukaskatt af tækjunum. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa ýmis ríkisfyrirtæki í Hollandi leigt vélar og tæki fyrir um 100 milljónir gyllina, eða 2 milljarða króna, á þennan hátt í gegnum það sem þau kalla „The Iceland Con- struction". Þessi viðskipti þýða, að hollenski skatturinn tapar um 20 milljónum gyllina eða um 400 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði gengið frá samningum við íslensk fyrirtæki fyrir nokkur hundruð milljónir gyllina. Árlega leigja ríkisfyrirtæki, sýslur og borgarstjórnir í Hollandi tæki og vörur fyrir fleiri milljónir gyllina án þess að borga 20% virð- isaukaskatt af leigunni. Leiðin sem notuð er kom í ljós í úttekt sem Innkaupastofnun ríkisins, sem er r deild í ijármálaráðuneytinu, lét gera á því hvemig hægt væri að losna við að greiða virðisauka- skattinn, og heitir þetta opinber- lega að Ieigja vörumar þar sem hlutfallslega minnsta skattlagn- ingin er. Ef tekið er dæmi af ríkisfyrirtæki sem vili leigja sér nýjar tölvur þarf það að borga ákveðinn 20% virðisaukaskatt á hverjum mánuði sé tölvan leigð af hollensku fyrirtæki. Ef tölvan er aftur á móti leigð af íslensku fyrirtæki þarf engan virðisauka- skatt að greiða af því engin virðisaukaskattur er á Islandi. Innkaupastofnunin fór fram á það við hollensk fyrirtæki að þau hefðu samband við íslensk fyrir- tæki. Fyrirtæki eins og „Ec- onocom" og „Dataserv" hafa leigt tæki á þennan hátt. Þessi fyrir- tæki kaupa tölvur til dæmis í Noregi og leigja íslenskum fyrir- tækjum, sem endurleigja þau síðan til Hollands til ríkisfyrirtækjanna. Einnig em dæmi um að hollensk fyrirtæki kaupi vömr í Hollandi og flytji þær til íslands á pappím- um og fá síðan vömmar leigðar til baka, og við það fá þau endur- greiddan 20% virðisaukaskatt. Á þennan hátt em bílar og tölv- ur og önnur stór tæki leigð af erlendum fyrirtækjum í löndum, þar sem ekki þarf að greiða virðis- aukaskatt. Dæmi um það em lönd eins og ísland, Finnland, Sviss og Ameríka. Blaðafulltrúi skattayfirvalda sagði að ef þetta væri rétt þyrftu yfirvöld og Efnahagsbandalagið að setja ný lög til að koma í veg fyrir svona lagað. GENGI Bandaríkjadollars var í gær skráð á 37 krónur og hafði þá lækkað um 20 aura frá degin- um áður. Að sögn Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra hækk- aði dollarinn aðeins um miðjan dag í gær, en var síðan kominn aftur að 37 króna markinu þegar skáningu var hætt. Jóhannes sagði, að þessi gengis- þróun breyttist varla fyrr en Bandaríkjastjóm hefði ákveðið til hvaða aðgerða ætti að grípa í ríkis- fjármálum og markaðurinn muni ekki róast aftur fyrr en það lægi fyrir. Og hve jákvæð áhrifin af því verða færi eftir hvað langt væri gengið til að draga úr fjárlagahall- anum. Þegar Jóhannes var spurður hvort hann byggist við að dollarinn yrði kominn niður fyrir 37 krónur á mánudag sagði hann, að um það væri ekki gott að spá eftir tölunum frá í gær. Gengið hefði þá verið tiltölulega stöðugt, þótt það hefði sveiflast aðeins upp og niður. Faðir fær fjögurra ára fang- elsi fyrir kynmök við dóttur FAÐIR unglingsstúlku var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa misnotað hana kynferðislega í átta ár, frá því að hún var 5 ára gömuí og þar til hún var 13 ára. Maðurinn, sem er 45 ára gam- all, var ákærður í lok ágúst fyrir sifskapar- og skírlífisbrot gagn- vart dóttur sinni. Fyrstu árin, sem misnotkun hans á henni átti sér stað, var um annars konar kynmök að ræða en samræði, en síðustu árin hafði hann einnig við hana samfarir. í sakadómi Kópavogs var maðurinn í gær dæmdur í fjög- urra ára fangelsi, en gæsluvarð- hald hans í 155 daga dregst frá refsingunni. Þá var honum einnig gert að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn hefur tekið sér frest til að ákveða hvort hann áfrýjar dóminum. Þar sem ekki er um 5 ára fangelsi eða þar yfir að ræða fer málið ekki sjálfkrafa til Hæsta- réttar. Óvíst er hvort ákæruvaldið áfrýjar dóminum fyrir sitt leyti, en þó þykir það ólíklegt. Dóminn kvað upp Þorgerður Erlendsdóttir, sakadómari, en meðdómsmaður var Páll Eiríksson, geðlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.