Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 ERLENT Atök innan sovéska kommúnistaflokksins: Ligachev stappar stál- inu í kerfiskarlana Reuter Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, heilsar upp á toll- gæslumennina, sem Iögðu hald á skipið, og þakkar þeim fyrir vel unnið verk. írsku vopnasmyglararnir: Skipið lestað í Trípólí í Líbýu Spánn: Vilja loka einni af lylalstöðvum NATO The New York Times, Edward Schumacher. HNJÓÐSYRÐIN sem Spánverjum eru valin um þessar mundir í Washington og höfuðborgum annarra Nató-landa eru margvís- leg. Meðal hinna mildari eru „eigingjarnir", „ósamvinnuþýðir" og „svikulir“. A sama tíma og Bandaríkin og Sovétríkin eru að losa sig við mestan hluta kjamavopna sinna í Evrópu og mikilvægi hefðbundins herafla fer þess vegna vaxandi, krefst ríkis- stjóm Felipe González forsætisráð- herra þess, að bandarísk stjómvöld loki lykilstöð fyrir F-16 orrustuflug- vélar í nágrenni Madrid. Spánveijar — sem reynst hafa óhagganlegir í máli þessu í rúmt ár — hóta að segja upp samningum um allar bandarískar herstöðvar á Spáni innan þriggja vikna með umsömdum sex mánaða fresti, þverskallist Bandaríkjamenn við tilmælum þeirra. Þannig virðist smávægilegur ágreiningur um grundvallaratriði ætla að magnast upp og hafa í för með sér missi allra herstöðva á Spáni, þar á meðal hinnar risastóm stöðvar 6. flotans á Rota — og yrði það nöturlegt fordæmi vegna her- stöðva í öðmm löndum, auk þess sem það fjarlægði Spán frá Vesturlönd- um. Brýn þörf er á, að Bandaríkja- menn sýni stillingu í þessu máli og Spánveijamir skilning. Þegar málið er skoðað niður í kjölinn, kemur í ljós, að bæði sögulegar og pólitískar ástæður mæla með því, að flugvél- amar fari, en öryggishagsmunir Vesturlanda kreijast þess, að Gonz- ález-stjómin bæti missinn. í fyrmefndri lykilstöð, St. 401, hafa 72 F-16 þotur bækistöð og þar starfa um 5000 Bandaríkjamenn, flugmenn og borgaralegir. Hlutverk þeirra er að styrkja suðurvæng Atl- antshafsbandalagsins allar götur til Tyrklands. Þó að González sé hlynntur dvöl Bandaríkjamanna á Spáni (ólíkt því sem segja má um Andreas Pap- andreou, forsætisráðherra Grikk- lands, sem oft hefur verið erfiður viðfangs), er annað upp á teningnum með marga landa hans. Skoðana- kannanir á Spáni sýna, að umtals- verður meirihluti landsmanna telur, að heimsfriðnum stafí jafnmikil hætta af Bandaríkjunum og Sov- étríkjunum — eða jafnvel enn meiri. Spánveijar nutu aldrei góðs af Marshall-aðstoðinni, enda voru þeir einangraðir á bak við Pyrenea-fjöllin í 200 ár og tóku ekki þátt í heims- styijöldunum tveimur. Herstöðvun- um var komið upp árið 1953 samkvæmt samningi við Franco — og hefur það haft í för með sér, að sérstakur pólitískur þefur hefur alla tíð loðað við þann geming. Gagngerar breytingar hafa átt sér stað á Spáni á síðastliðnum áratug og lýðræði fest sig í sessi, jafnfram því sem landið hefur færst nær Vest- urlöndum, m.a. með inngöngu sinni í Evrópubandalagið í fyrra. En þó Boris Yeltsin Yegor Ligachev úr með leiðtogafundinn. Í Moskvu er raunar ekkert eins og það virð- ist vera en bara það, að þessar sögur skuli vera á kreiki, bendir til, að átök eigi sér stað að tjalda- baki. Svo er að sjá sem Gorbachev hafí talað fyrstur á miðstjómar- fundinum 21. október sl. og fór hann í ræðu sinni hörðum orðum um kerfískarlana, sem stæðu í vegi fyrir endurbótum. Bandamað- ur hans, Yeltsin, steig því næst í pontu og sakaði Ligachev um að ýta undir mótþróa og þvergirð- ingshátt meðal flokksmanna. Sagði hann, að Ligachev hefði oft varað skriffínnana við og hvatt þá til að Iáta ekki endurbætumar ganga of langt. Ligachev svaraði fyrir sig fullum hálsi og Viktoi Chebrikov, yfirmaður KGB, skammaði Yeltsin fyrir að vera oi opinskár við útlendinga. Sagt er, að deilumar hafí orðið svo heitar, að Yeltsin hafi hótað af segja aí sér. „í þessum umræðum var ekkert minnst á fundinn með Ronald Reagan forseta," sagði einn mið- stjómarmaðurinn en þótfc það sé rétt er ekki ólíklegt, að Gorbachev hafi talið óskynsamlegt að sækja leiðtogafund á sama tíma og allt logaði í átökum og ágreiningi á heimavígstöðvunum. Honum virð- ist þó hafa tekist að setja niður mestu deilumar því að ekki liðu nema nokkrir dagar þar til hann treysti sér til að senda utanríkis- ráðherrann með ákveðna dagsetn- ingu fyrir fundinn. Ef það er rétt, að öll utanríkis- stefna Gorbachevs hafí hangið á bláþræði í nokkra daga vegna inn- anflokksátaka, er eins líklegt, að svona uppákomur eigi eftir að endurtaka sig. „Perestroika" er beint tilræði við skriffinnskuna, sem Gorbachev vill skera verulega niður, og þeirri baráttu er langt í frá lokið. (Heimild: Newsweek) Reuter Ankerisfroskurinn Kermit Froskinum Kermit er margt til lista lagt: dans, söng og kynning- ar á hinum ýmsu skemmtiatriðum Prúðuleikaranna, en í gærkvöldi tók hann sér nýtt hlutverk á herðar. Þá gerðist hann nefnilega ankerisfroskur í félagi við ankerismanninn víðkunna, Ted Koppel, sem áhorfendur Stöðvar tvö minnast eflaust sem almagnaðs stjóraanda umræðuþáttar um alnæmi, sem sýndur var ekki alls fyrir löngu. í gærkvöldi var sendur út svipaður umræðuþáttur um Wall Street og efnahagslífið og komu ýmsir félagar Kermits úr Prúðuleikurunum fram í stuttum skýringar- myndum um hvað hin ýmsu viðskipta- og efnahagshugtök þýða. Kannski islenskir sjónvarpsáhorfendur fái að sjá fréttafrosk á skjánum áður en yfir lýkur. Bandarískur blaðamaður, sem fylgist með gangi mála í Moskvu, fékk upphringingu dag einn i siðustu viku. í símanum var sovéskur blaðamaður, sem hann hafði ekki hitt í nokkur ár, og hann hafði sögu að segja honum: Á fundi miðstjómarinnar viku áður hafði þeim Boris Yeltsin, formanni kommúnistaflokksins í Moskvu, og Yegor Ligachev, hug- myndafræðingi flokksins, lent heiftarlega saman út af „perestro- iku“ eða áætlunum Mikhails Gorbachev um „endurskipulagn- ingu“ sovésks samfélags. Aðrir, vestrænir blaðamenn í Moskvu fengu þessar fréttir eftir svipuðum leiðum og fylgdi það sumum útgáfunum, að pólitískir erfíðleikar hefðu valdið því, að Gorbachev vildi ekki kveða upp London, Parfs, Reuter. ÁHÖFN skipsins, sem tekið var við vopnasmygl undan Frakklands- strönd um síðustu helgi, hefur skýrt frönsku lögreglunni svo frá, að vopnin komi frá Líbýu en augljóst þykir, að þau hafi verið ætluð hryðjuverkamönnum írska lýðveldishersins. Sendiherra Líbýu í París hefur neitað þessum fréttum og segir miklu líklegra, að Bandaríkja- menn hafi útvegað vopnin. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði á fímmtudag, að samkvæmt fréttum frá Frakklandi væru vopnin komin frá Líbýu og norður-írska lögreglan sagði, að skipið hefði verið lestað í Trípólí í Líbýu 14. október sl. Hamed el-Houderi, sendiherra Líbýu í Frakklandi, sagði á fímmtu- dag, að Líbýumenn hvorki fram- leiddu né seldu vopn og væri miklu sennilegra, að stuðningsmenn IRA í Bandaríkjunum hefðu útvegað vopnin. Skipveijarnir, fímm írar, voru í gær ákærðir fyrir vopnasmygl og hryðjuverkastarfsemi en talið er, að þrír þeirra a.m.k. séu félagar í IRA. Er haft eftir heimildum, að vopnin, 200 tonn alls, hafí m.a. átt að nota til að sprengja 300 skæru- liðum IRA leið út úr Maze-fangels- inu í Belfast. Tim Pat Coogan, fyrrum ritstjóri The Irísh Press og höfundur bókar um IRA, segist viss um, að ísra- elska leyniþjónustan hafí gefíð frönsku lögreglunni upplýsingar um vopnasmyglið. „Þeir ráða yfír mjög fullkomnu njósnaneti og hafa gert vopnasmygl frá Miðausturlöndum til Evrópu allt því ómögulegt," seg- ir Coogan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.