Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 9

Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 9 Eigendur Spariskírteina Ríkisjóðs athugið! mmea Einingabréf Kaupþings hafa nú þegar sannað ótvírætt gildi sitt og stöðugleika sem arðbær íjárfesting. Viðbendum eigend- um Spariskírteina Ríkissjóðs á að við tökum spariskírteini sem greiðslu fyrir önnur verðbréf. Með því að fjárfesta í Einingabréfum trýggirðu þér hámarksávöxtun, lágmarks- áhættu og að auki er féð ætíð laust til útborgunar. Einingabréf Kaupbings hf. eru öryggissióður binn og binna um ókomin ár. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 7. JANÚAR 1988 Einingabréf 1 Einingabréf 2 Einingabréf 3 2.567,- 1.498,- 1.290,- Lífeyrisbréf 1.290,- SS 85'1 SÍS 85-1 Lind hf. 86-1 Kópav. 11.425,- 19.382,- 10.918,- 11.068,- KAUPÞINGHF Húsi verslunarinnar ■ sími 68 69 88 : - Hvað vill flokkurinn? Ólafur Gfslason, blaða- maður á Þjóðviljanuni, ritar grein í blaðið sl. föstudag, sem ber yfir- skriftina; ísland úr NATO, herinn burt, — hvað svo? Þessi spuming er ekki ný i herbúðum Alþýðubandalagsmanna. Fyrir allmörgum árum benti einn úr þeirra hópi, Svanur Kristjánsson, á þá einföldu staðreynd, að veikasti hlekkurinn i ut- anríkisstefnu Alþýðu- bandalagsins vœri sá, að flokkurinn gœti ekki svarað þeirri spumingu, hveraig hann ætlaði að tryggja öryggi íslensku þjóðarinnar, ef stefna hans næði fram að ganga. Svavar Gestsson segir i Þjóðviljaviðtali á dögunum, að i stað vam- arliðsins og aðildarinnar að NATO sé „þörf hrir nýtt öryggiskerfi". Olaf- ur Gislason spyr i framhaldi af þessu, í hveiju þetta nýja örygg- iskerfi eigi að vera fólgið. f grein Ólafs Gíslason- ar er ekki að finna nein svör við þessari spum- ingu frekar en hjá Svavari Gestssyni. Á hinn bóginn segir Ólafur, að Alþýðubandalagið haldi fram mótsagnakenndri stefnu, þegar gefið sé til kynna, eins og Svavar gerði, að vilji sé til að styrkja Vestur-Evrópu en samt sé ætlunin að standa utan Evrópu- bandalagsins og NATO. í sömu andrá segir Ólaf- ur svo, að hann sé ekki að . halda því fram að Alþýðubandalagið eigi að vera í þessum bandalög- um. Það væri sannarlega æskilegt, að Alþýðu- bandalagsmenn hefðu þrek til að gera annað en spyija spuminga um utanríkisstefnu íslands. lil Deilur í Alþýðubandalagi í Alþýðubandalaginu eru nú uppi deilur um utanríkismál. Svavar Gestsson, fyrrum form- aður, kom þeim af stað í samtali við Þjóðvilj- ann milli jóla og nýars. Hafa ummæli hans þá áður verið gerð að umtalsefni í Stakstein- um og var þeirri spurningu þá varpað fram, hvort Svavar væri tekinn til við að ræða ut- anríkismál í alþjóðlegu samhengi en Ólafur Ragnar Grímsson, arftaki Svavars í formanns- stólnum, liti nú á þau úr fyrirhugaðri stjórn- stöð á Keflavíkurflugvelli og með hliðsjón af flugvélagerðum varnarliðsins. í Staksteinum í dag er litið á umræður um samtalið við Svavar í Þjóðviljanum. svarar Bima Þóröardóttir, sem til skamms tíma var heLsti forsprakki trotskíj- ista og heimsbyltingar- innar í Fylkingunni en situr nú í framkvæmda- stjóm Alþýðubandalags- ins, svarar Ólafi Gíslasyni í Þjóðviljanum á þriðjudaginn. Hún leggur að jöfnu aðild ís- lands að NATO og vamarsamninginn við Bandaríkin og bmrás Varsjárbandalagsríkj- anna í Tékkóslóvakiu Bima 1968 og telur að brott- hvarf hemámsliðsins frá Tékkóslóvakiu sé sam- bærilegt við brottför vamarliðsins héðan. Það er von, að alþýðubanda- lagsmenn komist ekki langt í umræðum um þessi mál í sínum röðum, þegar röksemdimir em þessar. (Að visu vill Svav- ar Gestsson kanna, hvort ekki eigi að endumýja tengsl Alþýðubandalags- ins við kommúnistaflokk- ana í Austur-Evrópu, sem vom slitin eftir inn- rásina - í Tékkóslóvakiu 1968. Kunna þau Svavar og Bima að vera sam- mála um það.) 1 stuttu máli hafnar Bima umræðum um ut- anríkismál á þeim for- sendum, sem Svavar Gestsson og Ólafur Gísla- son reifuðu. Hún telur vanda Alþýðubandalags- ins vera þann, að skort hafi „einarða og undan- bragðalausa baráttu gegn herstöðvunum og Nató“. Og hún segir enn- fremur: „Alþýðubanda- lagið hefur ekki sinnt herstöðva- og Nató-and- stöðu sem skyldi og sýpur nú af þvi seyðið þegar óskir berast um að gera uppgjöfina að samþykktri stefnu." Með hvom skyldi Ólaf- ur Ragnar standa? Birau eða Svavari? And-styggileg villa Oddur Ólafsson, að- stoðarritstjóri Tímans, vekur máls á þvi í blaði sinu í gær, að i Stakstein- um á þriðjudag birtist and-styggileg villa. f fljótræði varð höfundi á sú skyssa að íslenska ekki samtenginguna „og“ úr ensku, þannig að orðið „and“ stendur á milli nafna á þeim tveim- ur forsætisráðhermm Breta, sem hafa verið þaulsætnastir. Telur Oddur þetta kannski merki um það, að höf- undur Staksteina sé um of enskuskotinn i hugs- un, en segir þó að hér sé „augljóslega um pennaglöp að ræða“. Þrátt fyrir þær hindran- ir, sem reistar hafa verið innan veggja á Morgun- blaðinu, til að koma í veg fyrir að fljótfæmi eins og sú, sem hér er rædd, birtist ekki lesendum, gerðist það þó í þetta sinn hér í dálkinum og em lesendur hans beðnir vel- virðingar á því. ^BRowninG veggjatennisvörur ISPORTUF) EIOISTORGI TÖLVUPRENTARAR ÖRBVLG)U0FN6R néföLASP'LARAR Antik Rýmingarsala Allt á að seljast. Húsgögn, speglar, lampar, málverk, postulín, kristall, nýr sængur- fatnaður, gjafavörur. Antikmunir, Grettisgötu 16, sími 24544. Opið frá kl. 12-18 virka daga. Laugardaga frá kl. 12-16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.