Morgunblaðið - 14.01.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 14.01.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 15 Símtöl sem greiðast af þeim sem hringt er til Fótaaðgerðastofa Guðrúnar Hef opnað fótaaðgerðastofu á Laugavegi 91 á 2. hæð. Tímapantanir í síma 14192. Kynningarafsláttur út janúar. Guðrún Ruth, fótasérfræðingur. Hraðlestrarnámskeið Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn, hvort heldur er við lestur námsbóka eða fagur- bókmennta? Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraða sinn, jafnvel með meiri eftir- tekt á innihald textans, en þeir hafa áður vanist. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 27. janúar. Skráningöllkvöldkl. 20.00-22.00ísima 611096. i m (X) H R AÐLESTR ARSKÓLIN N eftir Jóhann Hjálmarsson HÓTEL UND nýtt hótel með flestum þeim þægmdum sem hótel bjóða upp á. Þægileg og þjört herbergi með wc, og baði, sjónvarpi, útvarpi og síma. Veitmgasaluriiuibýður upp á girnilegar veitingar og barnamatseðil. Þægilegt, persónulegt og rólegt yfírbragð. Þægilegt hótel í miðri borg RAUÐARÁRSTÍG 18 - BEYKJAVÍK SÍMI 91-623350 Símtöl sem greiðast af þeim sem hringt er til, oftast nefnd kollekt- símtöl eftir enska orðinu collect, en líka kölluð mótgreidd, eru töluverð- ur hluti símaþjónustu. Þó bjóða ekki öll lönd upp á hana. Kollekt-símtöl eru nú leyfð til eftirfarandi landa: Ástralíu, Banda- ríkjanna, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Færeyja^ Grikklands, Hollands, ír- lands, Israel, Ítalíu, Júgóslavíu, Kanada, Kýpur, Lúxemborgar, Noregs, Nýja-Sjálands, Portúgal, Sviss, Svíþjóðar og Tékkóslóvakíu. Þegar óskað er eftir því að sím- talið sé greitt af þeim sem hringt er til verður það því aðeins afgreitt að viðtakandi samþykki að símtalið sé skráð á hans símanúmer. Símtöl- in eru afgreidd um símstöð og á þau leggst aukagjald, 9,18 gull- frankar eða 174 krónur i Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Til annarra landa samsvarar auka- gjaldið einnar mínútu símtali. Þegar beiðni kemur erlendis frá um kollekt-símtal við íslenskan símnotanda er mikilvægt að sá sem svarar geri sér grein fýrir um hvað er beðið. Beiðnin er oftast borin fram á ensku nema þegar um Norð- urlandaþjóðir er að ræða. Svari símnotandi beiðni játandi er hann þar með búinn að taka á sig greiðsluskyldu, kostnaður viðkom- andi símtals verður þá samkvæmt upplýsingum erlendu símastjómar- innar um lengd þess. Ýmsar þjóðir hafa hætt að leyfa kollekt-símtöl vegna óþæginda af þeirra völdum. Gildir það ekki síst um innheimtu símtalanna. Síma- stjómir hafa miliigöngu um inn- heimtu, að sjálfsögðu eftir símatöxtum þess lands sem hringt er til, og senda símnotendum reikn- ing, en símnotandinn sjálfur er ábyrgur fyrir greiðslunni. Berist greiðsla ekki er yfirleitt við símnot- andann að sakast. Alltaf koma upp dæmi þar sem símnotandi neitar að greiða fyrir kollekt-símtal, segist ekki hafa samþykkt það og telur jafnvel að um misnotkun síma hans hafi verið að ræða. Símastjómir taka sjálfar, hver fyrir sig, ákvarðanir um kollekt- viðskipti. ^leðal þjóða sem hætt hafa afgreiðslu kollekt-símtala em Vestur-Þjóðveijar. Kollekt-símtöl hafa ekki verð leyfð í Vestur- Þýskalandi síðan 1. maí 1981 nema til Bandaríkjanna. íslendingur staddur erlendis býsnaðist yfir því nýlega að hann fékk ekki að hringja kollekt frá Vestur-Þýskalandi til íslands. (Sjá Hér og nú. Einar Guðmundsson skrifar frá Munchen. Morgunblaðið 8.11. sl.) Hann skrifar m.a.: „Þjóð- verjar em búnir að taka fyrir að hægt sé að hafa kollekt-samband við Island. Fylgdi sögunni að Póstur og sími hefði aldrei borgað fyrir þessa þjónustu, og því verið afskrif- aður! — Ekki beint fallegt til afspumar þetta.“ Frá afgreiðslu Talsambandsins við útiönd i Múlastöð í Reykjavík. Símtöl milli landa em nú tiltölu- lega ódýr, þrátt fyrir nýlega hækkun. Sem dæmi má nefna að í sjálfvirku vali kostar mínútan 45 krónur til Norðurlanda, að frátöldu Finnlandi, 49 krónur, til Bretlands 51 krónu og til Bandaríkjanna 92 krónur. Höfundur er blaðafuiitrúi Póat- og símamálastofnunar. Hér er málflutningur orðum auk- inn, eins og ljóst má vera, firra hlaupin í penna. Ekki hefur staðið á Pósti og síma að greiða Vestur- Þjóðveijum, enda gera símastjómir Evrópubandalags Pósts og síma upp sín á milli með jöfnunarreikn- ingi (clearing). Alltaf ber að greiða fyrir kollekt- símtöl í því landi sem hringt er til og miðast gjöld við gjaldskrá i við- komandi landi, eins og fyrr segir. Mörgum, ekki síst námsmönnum og ferðamönnum, hefur þótt þægi- legt að geta' notfært sér þessa þjónustu, en eftir því sem sjálf- virknin verður meiri í símakerfinu fækkar kollekt-símtölum. Fundar- °í veislusalur: Vistlegur veislu-, funda-, og ráðstefnusalur fyTir állt að 100 manns, með öllum tækjum auk telex og ljósritunaraðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.