Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 23

Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 23
h MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 23 en dómara — sem vonlegt má telja ef þess er gætt að með fjarvist sinni frá málflutningi réttarhaldanna er Þórður saksóknari enn í raun að framselja Pétri sakadómara ákæru- valdið. Þannig skjóta upp kollinum í dómsforsendum PG, sem vitaskuld eru saman settar eftirað vöm hafði verið skilað í málinu, bæði tilvitnan- ir í gengna Hæstaréttardóma og fleiri „rök“ sem aldrei höfðu verið orðuð við mig eða veijanda minn fyr í réttarhöldunum. Slíkt er varla fullnægjandi réttarfar. Ef kalla má þetta því nafni. Annað furðuverk þessarar dómsniðurstöðu PG eru þær strangorðu vítur sem veijandi minn, Tómas Gunnarsson, mátti þola fyrir „móðgandi ummæli í garð ríkissaksóknara og dómarans" við réttarhöldin. Tómas furðaði sig á þessum tilefnislausu og skemmandi vítum, snéri sér til Sakadóms með fyrirspum og fékk þau svör að vítumar hefðu verið fyrir þá kröfu hans að bæði saksóknarinn og dóm- arinn fæm í lestrarpróf tilað sanna kunnáttu sína. En það höfðu raunar verið mín orð undir lok réttar- haldanna þegar mér fór að leiðast sá takmarkaði skilningur á ritverk- um mínum sem fymefndir tveir heiðursmenn máttu leyfa sér við þessar sérstöku kringumstæður. 1986: Hinn 16. júní áfrýjaði ég dómi Sakadóms Reykjavíkur til Hæstaréttar íslands .og Þórður Bjömsson saksóknari hafði að þessu sinni enga tilburði tilað hindra þá áfrýjun. Vegna fyrgreindra víta fanst veijanda mínum, Tómasi Gunnars- syni, rétt að bera hönd fyrir höfuð sér en tengdist málinu þarmeð of mikið sjálfur tilað geta farið lengur með hagsmuni mína í því. Ég ákvað þá að taka vömina í mínar hendur (í samræmi við 6. gr., 3c í 1. Kafla Mannréttindasáttmála Evrópuráðs- ins og hliðstætt ákvæði 49. greinar gildandi laga um Hæstarétt ís- lands, nr. 75/1973). 1987: Hinn 4. mars tilkynti égþessa ákvörðun mína bréflega til Magnús- ar Thoroddsen forseta Hæstaréttar íslands og vitnaði til ótal fordæma þess að menn verðu mál sín sjálfir fyrir réttinum. í þessu sama bréfi var listi yfir 12 sérstök atriði þar- sem saksóknarinn, lögreglan eða Sakadómur höfðu gert sig sek um að bijóta réttarreglur eða gildandi lög meðan á svokallaðri „ransókn" þessa máls hafði staðið, en flest af þessu hef ég nefnt hér í skýrslunni. 1987: Hinn 9. mars tilkynti virðu- legur forseti Hæstaréttar mér að ósk minni um það að veija málið sjálfur hefði verið synjað. 1987: Hinn 11. mars sendi ég öllum dómumm Hæstaréttar ábyrgðar- bréf með eindregnum mótmælum vegna málsins auk þess sem ég birti bréfaskifti mín við forseta rétt- arins í Morgunblaðinu undir fyrir- sögninni ANALFABETISMUS REGALIS (Konunglegt ólæsi). 1987: Hinn 6. maí kom Sigurmar K. Albertsson hrl. á heimili mitt að tilkynna mér það (munnlega) að hinn 10. apríl 1987 hefði Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar skipað sig veijanda í máli mínu fyrir réttinum. Ég bar óðara fram harðorð mótmæli. við þvílíkri lög- leysu og lét SKA vita að hans aðstoðar kysi ég ekki að njóta svo- mikið sem eina mínútu um mína daga. Benti einnig á það að hátt- semi SKA væri harla vafasöm: að hafa dulið það í meiren þijár vikur að honum hefðu á laun verið afhent einkaleg málefni mín. 1987: Hinn 7. maí sendi ég dómur- um Hæstaréttar enn mótmæli í ábyrgðarpósti oog vísaði til stjóm- arskrárbundins réttar míns og annars réttar sem áður er nefndur í þessari skýrslu. Afrit var sent til dómsmálaráðherra. An árangurs. 1987: Hinn 22. september var mál nr. 272/1986 tekið fyrir í Hæsta- rétti með Sigurmar K. Albertsson í hlutverki „veijanda" míns. 1987: Hinn 22. september afhenti ég nýjum saksóknara, Hallvarði Einvarðssyni (sem verið hafði ran- sóknarlögreglustjóri þegar mál þetta var til „ransóknar" hjá þeirri stofnun), bréf með beiðni um opin- bera ransókn á skipun „veijanda" míns, Sigurmars K. Albertssonar og fleiri tilgreindum atriðum. Einn- ig var dómsforseta og Sigurmari K. Albertssyni fengið afrit þessa bréfs, áðuren réttur var settur (einsog meðfylgjandi skjöl sanna). Þá staðreynd að réttur var engu síður haldinn hefi ég túlkað sem de facto synjun saksóknarans á beiðni minni. 1987: Hinn 20. október stað- festu hæstaréttardómararnir: Guðmundur Jónsson, Guð- mundur Skaftason, Arnljótur Björnsson og Magnús Þ. Torfason dóm Sakadóms yfir mér. En Gaukur Jörundsson hséstaréttardómari skilaði sér- atkvæði sem bygt var á skiln- ingi hans á ákvæðum stjómar- skrár vorrar. Þarmeð hefi ég til hlítar leitað réttar míns í heima- landinu. Niðurstaða: Ég kæri hérmeð brot íslenska ríkisis á 6. gr. 3c í I. Kafla og 10. gr. sama kafla í Samningi Evrópuráðsins um verndun mann- réttinda og mannfrelsins. Einnig brot þess sama ríkis á hveiju því öðra atriði sem nánari skoðun máls- ins kynni að bæta við þann lista. Höfundur er ríthöfundur. Menntamálaráðherra: Hyggst láta geraút- tekt á rekstri RÚV Telur að eytt hafi verið langt umfram ástæður BIRGIR Isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, hyggst láta gera úttekt á fjármálum og rekstri Rikisútvarpsins, og telur að þar hafi verið eytt langt umfram það sem eðlilegt getur talist á liðnum árum, ekki síst þar sem ekkert rekstrarmat hafi verið fyrir hendi vegna einokunaraðstöðu stofnunarinnar. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Hjörleifi Guttormssyni við umræður um lánsfjárlög í Neðri deild Alþingis i fyrrakvöld. Birgir Isleifur sagðist einnig telja að hægja mætti á fjárfestingum Ríkisútvarpsins. „Ríkisútvarpið hefur notið þess að ekkert kostnaðarmat á rekstri þess hefur verið fyrir hendi," sagði Birgir ísleifur. „Nú eru komnar til sögunnar aðrar stofnanir með sams konar rekstur, svo að hægt er að meta hvað það kostar að reka útvarpið, þótt auðvitað verði einnig að taka tillit til gæðamats. Ég hyggst láta taka fjármál og rekstur RÚV til athugunar með tilliti til þessa samanburðar, því ég er þeirrar skoðunar að þar hafi oft verið eytt langt umfram það sem eðlilegt getur talist." Ýmsir stjómarandstæðingar urðu til þess í gær að gagnrýna ákvæði lánsfjárlagaframvarpsins um að Ríkisútvarpið verði svipt tekjum af aðflutningsgjöldum á viðtækjum, sem því ber að fá sam- kvæmt útvarpslögum. Mennta- málaráðherra svaraði því til að þessar tekjur rynnu í fram- kvæmdasjóð RÚV, sem undanfarin ár hefði einkum verið nýttur til byggingar stórhýsisins_ við Efsta- leiti. Hann sagði að RÚV yrði þar að sníða sér stakk eftir vexti og fjárfestingar mættu ekki vera of hraðar. Ráðherra sagði að hins vegar væri um rekstur stofnunarinnar að ræða, og vissulega væri hann erfíður, enda hefðu auglýsinga- tekjur dregist saman eftir að RÚV hlaut samkeppni frjálsra útvarps- stöðva. Hann sagði að ekki væri þó hægt að ásaka ríkisvaldið um að styðja ekki við bakið á stofnun- inni, því heimilaðar hefðu verið 85% hækkanir afnotagjalda henn- ar á síðasta ári, sem væri langt umfram það sem aðrar ríkisstofn- anir hefðu fengið. „Ríkisútvarpið gegnir vissulega mikilvægu hlut- verki, en þó er mikilvægt að það sníði sér stakk eftir vexti og kom- ið verði í veg fyrir eyðslu umfram efni,“ sagði Birgir ísleifur. Ödýrt og endist lengi,lengi! viðþorsta! YDDA F5.2/SÍA MHf ÍT - V.)': • isak vIflÍl * mmm 1 i mSM f. f - ^ . ! f 'ðæ: I : 1 1 ' fií5 'fK; ■I1 1 i\i\TVíB i K Í 5'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.