Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 47

Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 47 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Hin aldna kempa Jón: „Hvílíkir voðatímar sem við lifum á, ekkert nema verðbótga, morð og íþróttamet. “ Er von honum þyki nóg um. Hann leggur að jöfnu, blessaður, þessa þrjá spennuþætti sem eru forgangsfréttir blaða og sjónvarps dag eftir dag, árin í gegn, rétt eins og aðrir tilburðir í þjóðfélaginu séu ekki athygli verðir. Að sjálfsögðu vitum við betur. Það er því ánægjulegt að geta bent á, að þessa daga er á markaðnum frábær- lega góður línufiskur, sem reyndar er ekki gefinn, en hann er bragðgóður. Jafnvel hinir kræsnustu borða með bestu lyst: Smálúðu úr Bugtinni með sítrónu- chive-sósu 900 g smálúða (3 flök), 1 egg, 4 msk. af hvoru, hveiti og brauðmylsnu, salt. Sósan: l'/2 bolli vatn, */2 púrra söxuð (V2 bolli), 1 lárviðarlauf, 5 piparkom, heil, 1 ten. kjúklingakraftur, 1 ten. fisk-kraftur. 3 msk. hveiti, 3 msk. smjörlíki, 1 bolli sósusoð, V4 bolli undanrenna, 1 matsk. chives, 1 sítróna (safinn), salt og pipar. 1. Smálúðuflökin má roðfletta. Þau eru skorin í sundur eftir endilöngu og eru stærri stykkin* skorin í sundur á ská. 2. Eggið er þeytt í sundur með 1 msk. af vatni. Blandað er saman hveiti og brauðmylsnu og salti. Smjörlíki er hitað á pönnu. Fiskstykkj- unum er velt upp úr hveitimylsnunni og síðan upp úr egginu og þá á ný upp úr hveitimylsnunni. Fiskurinn fær þannig þéttan hjúp. 3. Fiskurinn er síðan steiktur við meðalhita í 5 mínútur á hvorri hlið og á hann þá að hafa fengið fallegan gullinn hjúp. Sósan: 1. Sett er saman í pott vatn, söxuð púrra, piparkom, lárviðarlauf brotið í sundur, fisk- og kjúklingakraftur. 2. Suðan er látin koma upp, lok er sett á pottinn og er sósuefnið látið krauma við meðalhita í 30 mínútur. Grænmetið er sfað frá. 3. Smjörlíkið er brætt í potti, hveit- inu er bætt út í og er það síðan hrært út með grænmetissoðinu. Undanrennu er bætt út f sósuna þar til hún er orð- in hæfílega þykk. 4. Safa úr V2—1 sítrónu er bætt út í sósuna ásamt salti og 1 msk. af chives (eða graslauk), 1 sftróna gefur sterkt sítrónubragð. 5. Sósan er látin krauma í nokkrar mínútur. Hún er borin fram með físk- inum og soðnum kartöflum, eða það sem betra er — útbúin em: Kryddgtjón: 2 msk. smjörlíki, 1 lítill laukur, saxaður, 1 bolli gijón, 2 bollar vatn, 1 lárviðarblað, brotið í sundur, 1 msk. worcestershire-sósa, 1 ten. kjúklingakraftur. 1. Smjörlíkið er brætt í potti og er saxaður laukurinn látinn krauma í feitinni á meðan hann er að mýkjast upp. 2. Gijónin eru sett f pottinn með lauknum ásamt vatni, lárviðarblaði brotnu í sundur, worcestershire-sósu og kjúklingakrafti. Lok er sett yfir pottinn og eru gijónin soðin í 15 mfnútur. Gijónin eru síðan borin fram með fiski úr „Bugtinni". Njótið vel. Ný snyrtistofa í Kópavogi SNYRTISTOFAN Rós hefur ver- ið opnuð að Engihjalla 8 í Kópavogi. Eigendur stofunnar eru Ingibjörg Gunnarsdóttir og Katrín Karlsdótt- ir, báðar snyrtifræðingar. A stofunni er lögð áhersla á góða þjónustu og alhliða snyrtingu, segir í fréttatilkynningu, auk þess sem boðið er upp á litgreiningu. Unnið er með snyrtivörur frá Clarins, Monteil og Dior. Ingibjörg Gunnarsdóttir og Katrín Karlsdóttir eigendur snyrtistofunnar Rós í Kópavogi. Gallerí Borg: Sjö konu- myndir ANNA S. Gunnlaugsdóttir sýnir í Galleri Borg sjö konumyndir í sjö daga, frá 14.-20. janúar. Anna er fædd 1957 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974-78 og einnig 1981 við auglýsingadeild skólans. Veturinn 1978-79 dvaldi hún í París og nam við listaskóla þar. Sýningin opnar í dag, 14. jan- úar, og lýkur 20. janúar. Sýningin er opin virka daga kl. 10.00-18.00 og um helgina kl. 14.00-18.00. SKILÐ LAUNAMÐUM í tœka 10 Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila nú sem endranær. Síðasti skiladagur er KENNITALA ÍSTAÐ NAFNNÚMERS í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu bæði launamanna og launagreiðenda. RSK RIKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.