Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Átta millj. kr. hagnaður af rekstri Kolbeinsejjar ÞH Morgunblaðið/Rúnar Þór Við afhendingn tækjanna. Frá vinstri: Bjarni Arthursson fram- kvæmdastjóri, Hulda Gunnlaugsdóttir hjúkrunarforstjóri, Jóhannes Halldórsson, Stefán Arnason, Hreinn Ketilsson, Halldór Halldórsson yfirlæknir og Hallgrímur Aðalsteinsson. Kristneshæli gefin sjúkraþjálfunartæki Hagnaður af rekstri íshafs hf. á Húsavík, sem rekur togarann Kolbeinsey ÞH, nam á síðasta ári um átta milljónum kr. Árið 1986 nam hagnaður af rekstri fyrir- tækisins um 13 millj. kr. Ishaf hf. var stofnað fyrir tveimur árum vegna kaupa á togaranum Kolbeinsey, sem áður var í eigu Höfða hf. á Húsavík ásamt Júlí- usi Havsteen ÞH. Fiskiðjusamlag Húsavíkur á 50% hlutafjár í ís- hafi hf. Kaupfélag Suður-Þin- geyinga og Húsavíkurbær eiga 17% hvor, Verkalýðsfélag Húsavíkur á 8,5% og smærri aðil- ar eiga afganginn. Kolbeinsey ÞH fiskaði á árinu 1987 3.328 tonn fyrir tæpar 94 milljónir króna. Aflinn skiptist í 2.326,4 tonn af þorski, 79,6 tonn af ýsu, 350,2 tonn af ufsa, 253,2 tonn af karfa, 197,7 tonn af grá- lúðu, 63,9 tonn af undirmálsfíski og 57,2 tonn af öðrum tegundum. Alls voru farnar 32 veiðiferðir á árinu. Eignir fyrirtækisins námu um áramót 218,1 millj. kr. og skuldir námu þá 154,6 millj. kr., þar af eru langtímaskuldir 142,7 millj. kr. Eig- ið fé fyrirtækisins íiemur 63,5 millj. kr. Allur afli var lagður upp hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur að und- anskilinni einni veiðiferð. Þá var siglt með 159,6 tonn á markað í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi. Fyrir aflann fengust 10,4 millj. kr. Fyrirtækið greiddi tæpar 35 millj. kr. í laun á árinu. Helgi Kristjánsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að reksturinn væri viðunandi. „Framtíð skipsins er tiygg ef við fengjum aðeins fijálsari hendur til að nota hluta af aflanum til sölu á erlendum mörkuðum. Við lögðum allan afla togarans upp hjá FH á síðasta ári utan einnar veiðiferðar. Ljóst er að við þurfum að standa í skilum við okkar lánadrottna og þyrftum að sigla þetta tvisvar til þrisvar á ári að mfnu mati svo við fengjum betra verð en hér fæst á innanlandsmark- aði.“ Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi afhenti Kristnesspítala nú í vik- unni sjúkraþjálfunartæki fyrir nýja sjúkraþjálfunardeild sem tekur til starfa 1. júlí nk. Tækin, sem eru framleidd af Physioteq í Noregi, eru til þjálfunar á stoðkerfí líkamans. Verð tækj- anna nú er um 200.000 krónur. Bjami Arthursson framkvæmda- stjóri tók við gjöfínni fyrir hönd spítalans. Í máli hans við afhending- una kom fram að Vitaðsgjafí hefur undanfarin ár stutt vel við Krist- nesspítala með tækjagjöfum og vel- vilja í garð sjúklinga. Morgunbl aðið/Trausti Frá málverkasýningu Sigurveigar Sigurðardóttur á „Vorvöku“ Li- onsmanna á Dalvík. Lionsklúbbur Dalvíkur: „Vorvaka“ haldin í hvítasunnu-blíðviðri Nemendur 7.-9. bekkjar: Fleiri aðhyllast safn- skóla en hverfisskóla Flestir vilja félagsstarfið utan skólalóðarinnar Dalvfk. MJÖG gott veður hefur verið að undanförnu á Dalvik og hafa fannir í fjöllum og þær sem allt til þessa náðu niður undir byggð óðar tekið upp. Lækir hafa verið glaðir og mófuglar verið iðnir við að syngja vorið inn í hug og hjörtu áheyrenda. Að veiy'u fögn- uðu Lionsmenn vorkomunni með ýmiss konar menningarviðburð- um um hvitasunnuna. Er það orðinn fastur liður í starfsemi klúbbsins og lífgar upp á menn- ingarlíf staðarins. Að þessu sinni stóð klúbburinn fyrir sýningu á 33 málverkum eftir Sigurveigu Sigurðardóttur frá Dalvík en hún er nú búsett á Akur- eyri. Flestar myndanna málaði hún er hún dvaldist á Ítalíu og í Indó- nesíu. Auk þessa sýndi klúbburinn málverk og handmálað postulín eft- ir Evu Þórsdóttur frá Bakka í Svarf- aðardal ásamt munum aldraðra á Dalvík, föndur og hannyrðir. Á annan dag hvítasunnu voru haldnir tónleikar í Víkurröst en þá söng karlakórinn Geysir frá Akur- eyri og Söngsveit Ólafsfjarðar. Margt manna hlýddi á tónleika kór- anna og gerði góðan róm að flutn- ingi þeirra. Góð aðsókn var að „Vor- komunni" og kunnu gestir vel að meta það sem fram var borið. Fréttaritari. AF ÞEIM 710 nemendum 7.-9. bekkjar sem þátt tóku í könnun æskulýðsráðs Akureyrar fyrir skömmu, voru 29% fylgjandi hverfisskóla en 71% aðhylltist safnskóla þegar spurt var um viðhorf þeirra til skólaskipulags. Kostur var gefinn á tveimur svör- um, annars vegar hverfísskóli þar sem nemandinn er í sama skólanum í 1.-9. bekk og hinsvegar safnskóli, þar sem einungis fer fram kennsla í 7.-9. bekk. Enginn munur var á afstöðu kynjanna til málsins en tals- verður munur eftir aldri, því að yngra fólkið var hlynntara hverfís- skólunum. Þá var spurt í könnuninni: „Hvar fínnst þér æskilegast að félagsstarf unglinga fari fram?" Aðeins voru gefnir þrír kostir sem greinilega dugðu ekki til að allir gætu tjáð skoðun sína á málinu því að margir merktu við tvö svör. Svör þeirra sem það gerðu voru ekki talin með og því teljast aðeins 648 hafa svarað þessari spurningu. Vafamál er hvort hægt er að taka mark á niður- stöðunni. 19% lýstu sig fylgjandi þvi að félagsstarfíð færi fram í hverfís- skólanum, þó svo að þar væri að- eins kennt 1.-6. bekk. 33% vildu að félagsstarfíð færi fram í safn- skóla fyrir 7.-9. bekk en flestir eða 48% vildu að félagsstarfíð færi ekki fram í skólahúsnæðinu. Yngra fólk- ið vildi frekar hafa félagsstarfið í hverfísskólanum en aðrir en 9. bekkingar vildu ekki hafa félags- starfíð í skólahúsnæðinu. Kannaður var hugur nemend- anna til kennslufyrirkomulags og spurt: „Upp í 6. bekk er yfírleitt einn aðalkennari sym kennir flestar bóklegar greinar. í 7.-9. bekk koma í meginatriðum tveir kostir til greina. Hvor finnst þér betri?“ Síðan var gefínn kostur á tveimur svörum, annarsvegar bekkja- kennslu og hins vegar fagkennslu. Yfírgnæfandi meirihluti aðhylltist fagkennslu eða 84%. Óverulegur munur var á afstöðu kynjanna en bekkjakennsla átti meira fylgi að fagna meðal yngri nemenda en þeirra eldri. Ólafsfjörður: Bjami Kr. Grímsson ráðinn bæjarstjóri BJARNI Kristinn Grímsson kaupfélagsstjóri á Þingeyri hef- ur verið ráðinn bæjarstjóri á Ólafsfirði. Tveir umsækjendur voru um stöðuna, Bjami Kristinn og annar maður sem óskaði nafnleyndar. Bjami er 32 ára gamall, fæddur og uppalinn á Ólafsfirði og er við- skiptafræðingur að mennt. Kona hans er Brynja Eggertsdóttir en saman eiga þau þijá syni. í stuttu spjalli við Morgunblaðið sagðist Bjami hlakka til að koma í heima- hagana en hann hefur verið kaup- félagsstjóri á Þingeyri í fimm og hálft ár. Gengið var frá ráðningu Bjarna á bæjarstjómarfundi á þriðjudag og mun hann hefja störf í byijun ágúst. STEFAHIA 96-26366 AKUREYRI 96-26366 Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Skarðshlíð II, Kotárgerði og Lerkilund |Us)rj0iiwM®l»ib Hafnarstræti 85 - sími 23905.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.