Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 1

Morgunblaðið - 09.09.1988, Side 1
88 SIÐUR B/C Tsjúrbanov viðurkemiir aðhafamis- notað að- stöðu sína Moskvu. Reuter. JÚRÍ Tsjúrbanov, tengdasonur Leoníds Brezhnevs, fyrrum Sov- étleiðtoga, viðurkenndi fyrir rétti í gær að hafa misnotað völd sín sem yfirmaður sovézku lög- reglunnar. Hann neitaði hins vegar að hafa þegið mútur. Réttarhöldin jrfir Tsjúrbanov og öðrum sakbomingum, sem sakaðir eru um stórfenglega sgillingu, hafa staðið í flóra daga. Ákæruskjalið er hátt á annað þúsund síður og samkvæmt því mun Tsjúrbanov hafa tekið um 1.500 sinnum við mútugreiðslum á árunum 1976-82 að upphæð 1,1 milljón dollara, eða jafnvirði röskra 50 milljóna króna. Andrei Makarov, lögmaður Tsjúrbanovs, sagði í gær að skjól- stæðingur sinn gæti átt yfír höfði sér dauðarefsingu ef hann yrði fundinn sekur um mútuþægni. Rcuter Búrmar efndu til mótmæla fyrir utan sendiráð Búrma í Bangkok í Thailandi i gær og kröfðust lýðræðis í heimalandi sínu. Bandaríkin: Fyrstu Pershing- flaugnnum grandað Karnack i Texaa, Molesworth I Englandi. Reuter. FYRSTU Pershing-kjaraorkuflaugar Bandarikjamanna voru eyði- lagðar i gær i samræmi við ákvæði samko mulags risaveldanna um upprætingu meðaldrægra kjarnorkuvopna. Kjarnaoddarair verða notaðir td raforkuframleiðslu. George Bush, varaforseti, fylgd- ist með þegar hreyflar tveggja Pershing-flauga voru brenndir og síðan settir í málmpressu. Einnig voru 12 fulltrúar Sovétmanna við- staddir. Ellefu flaugar verða eyði- lagðar í næstu viku. Sovétmenn hafa þegar grandað nokkrum flaug- um af gerðinni SS-20. Einnig voru fyrstu stýriflaugar NATO í Evrópu teknar niður í bandarísku herstöðinni í Moles- worth á Englandi í gær og fluttar áleiðis til Bandaríkjanna, þar sem þær verða eyðilagðar. í tilefni af brottflutningi flaug- anna sagði Manfred Wömer, fram- kvæmdastjóri NATO, í samtali við brezka útvarpið BBC að hér væri um tímamót í sögu bandalagsins að ræða. Samkomulagið um upp- rætingu flauganna væri árangur mikillar einingar NATO-ríkja. Yfir- burðir Sovétmanna í hefðbundnum herafla ógnuðu engu að síður bandalaginu. Samkvæmt samkomulaginu, sem Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleið- togi, undirrituðu á leiðtogafundin- um í Washington í desember sl., er gert ráð fyrir því að 859 Persh- ing-flaugar og 1.831 SS-20-flaug hafi verið eyðilagðar á miðju ári 1991. Kóreumenn fljúga yfir Sovétríkin Spenna magnast á ný í Búrma: Hálf milljón manna krafð- ist lýðræðis í Rangoon Rangoon. Reuter. HUNDRUÐ þúsunda stjóraarandstæðinga hrópuðu slagorð gegn stjóra Maung Maung, forsætisráðherra, á götum Rangoon, höfuðborgar Búrma, i gær og kröfðust aukins lýðræðis. Mikil spenna rfkir f borg- inni og er búist við að upp úr sjóði á mánudag þegar stjórnarandstæð- ingar hyggjast reyna að koma í veg fyrir sérstaka neyðarráðstefnu sósfalistaflokksins (BSPP). Talið var að um hálf milljón manna hefði tekið þátt í mótmæla- fundunum gegn stjóm Búrma í gær. „Lýðræði, lýðræði" hrópaði mannfjöldinn í kór og krafðist þess einnig að Maung Maung og sósía- listaflokkurinn færu frá völdum. Herinn var í viðbragðsstöðu en lét þó mótmælin afskiptalaus. Fóru þau að mestu friðsamlega fram en lög- reglan hóf þó skothríð á hóp fólks, sem húgðist btjóta sér leið inn í vindlingaverksmiðju. Særðust 17 menn í skotárásinni. Þá heppnaðist allsheijarverkfall, sem stjómarandstæðingar boðuðu til í Rangoon í tengslum við mót- mælafundina í gær. Allar verzlanir og skrifstofubyggingar borgarinnar voru lokaðar. Tin Oo hershöfðingi, fyrrum vam- armálaráðherra, sem er helzti leið- togi stjómarandstæðinga, sagði í gær að efnt yrði til nýrra mótmæla- aðgerða í Rangoon næstkomandi mánudag. Reynt yrði að koma í veg fyrir sérstaka ráðstefnu sósíalista- flokksins, sem þá er fyrirhuguð í þeim tilgangi að finna leiðir út úr efhahagslegum og pólitískum krögg- um þjóðarinnar. Lögreglan hefur búið sig undir átök og látið reisa víggirðingar umhverfis bygginguna, sem ráðstefnan verður haldin í. Tin Oo, sem var yfirmaður herforingjar- áðsins á sínum tíma, sagði að einnig yrði efnt til verkfalla á mánudag. Seoul. Reuter. SOVÉTMENN hafa heimilað flugvélum kóreska ríkisflugfé- lagsins Korean Air að fljúga yfir Sovétríkin næstu þrjár vikur. Styttir það ferðalag evrópskra fþróttamanna, sem taka þátt i Olympíuleikunum í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu. Að sögn háttsetts embættis- manns í samgönguráðuneyti Suð- ur-Kóreu fljúga allar flugvélar Korean Air á leiðum milli evrópskra borga og Seoul yfir Sovétríkin frá og með næstkomandi mánudegi. Verður svo fram til 4. október. Með þessu móti styttist flugtíminn um allt að fimm klukkustundir. Stjómmálasamband er ekki milli Sovétríkjanna og Suður-Kóreu. Sovétmenn taka þátt í leikunum, sem standa yfir frá 17. september til 2. október. Árið 1983 skaut sovézki herinn niður suður-kóreska farþegaþotu, sem villtist af leið og flaug inn í sovézkt loftrými. Með henni fórust 269 menn. Afganistan: Skutu niður her- flutningaflugvél Islamabad. Reuter. AFGANSKIR skæruliðar skutu í fyrradag niður herflutningaflugvél afganska stjórnarhersins i nágrenni borgarinnar Kunduz í norður- hluta landsins. Með flugvélinni fórust tveir háttsettir hershöfðingjar og einn ofursti, að sögn útvarpsins í Kabúl. Skæruliðar grönduðu flugvélinni með stinger-flugskeytum, sem þeir hafa fengið frá Bandaríkjamönnum, að sögn Kabúl-útvarpsins. Með flug- vélinni fórust 16 menn, þar af fjög- urra manna áhöfn. Hershöfðingj- amir sem týndu lífi hétu Mohammad Ismail Noori og Abdul Ahad Raz- minda. Ofurstinn sem fórst var yfir- maður stjómmáladeildar vamar- málaráðuneytisins í Kabúl. Skæruliðar skutu einnig herflutn- ingaflugvél niður í Kunduz-héraðinu 15. ágúst sl. þegar stjómarherinn reyndi að endurheimta borgina úr klóm þeirra. Reuter Vann2,5 milljarða ílottói Sheelah Ryan (í miðjunni) hefur ástæðu til að slá á létta strengi. Hún datt heldur betur í lukkupottinn og hreppti stóra vinninginn í ríkislottó- inu í Flórída í Bandaríkjunum í vikunni. Var hún ein með réttu tölumar og vann 55 milljónir dollara, eða jafnvirði 2,5 milljarða íslenzkra króna. Var henni afhentur vinning- urinn á blaðamannafundi og var myndin tekin við það tækifæri. Til hægri við frú Ryan er forstjóri lottósins en vinstra megin við hana stend- ur lögmaður hennar glað- beittur. v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.