Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 37 Ættarmót á Svartsengi og í Festi AFKOMENDUR Guðrúnar Guð- brandsdóttur og Jóns Guðmunds- sonar, Hópi í Grindavík, halda ættarmót laugardaginn 10. sept- ember en þá eru liðin fimm ár frá fyrsta ættarmótinu. Safnast verður saman á Svarts- engi kl. 14.00, gamla útiskemmti- stað Grindvíkinga, vestan í Svarts- engisfellinu, og útivistar notið þar með smá dagskrá. Þaðan verður svo haldið niður í samkomuhúsið Festi um klukkan 15.45 eða fyrr eftir því hvemig viðrar. Ættarmótið heldur svo áfram í Festi kl. 16.00. Þar verða m.a. kaffiveitingar upp á gamla mátann, stuttir pistlar fluttir, sýning á göml- um ljósmyndum af Hópi og ætt- mennum sem þar áttu heima og sýning á nokkrum munum frá Hópssystkinum. Bömunum verður sinnt sérstak- lega en aðaláherslan verður lögð á að ungir sem aldnir fái tækifæri til að kynnast. Ættarmótinu lýkur um kl. 19.00 en hægt verður að dvelja áfram í Festi fram eftir kvöldi. Þeir sem ekki geta verið allan tímann era hvattir til að líta inn. (Fréttatilkynning) Dans-eurytmi sýningar og námskeið HÉR Á landi er staddur sænski dans-eurytmihópurinn Fantasia. Haldið verður kynningamám- skeið föstudaginn 9. september kl. 19.00—21.00 og sunnudaginn 11. september kl. 15.00—17.00 í íþróttahúsi Melaskóla. Dans-eurytmi sýningar verða í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, sunnudag og mánudag 11. og 12. september og hefjast sýningam- ar kl. 20.00. (Fréttatilkynning) « fl WZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! INNLAUSN SPARISKIRTEINA: 1 I % NY ÞJONUST/UMIÐSTOÐ EIGENDA SPARISKÍRTEINA s rs\ 'M I # SÉRSTAKT TILBOÐ 12.-30. SEPTEMBER: Samkomulag Seðlabanka, Fjár- málaráðuneytísins og banka, sparisjóða og verðbréfa- fyrirtækja: Þann 4. ágúst sl. var gert sérstakt samkomulag milli Seðlabanka og Fjármálaráðuneytis annars vegar og banka, sparisjóða og þriggja verbréfafyrirtækja hins vegar um að bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtækin annist alla sölu og innlausn spariskírteina ríkissjóðs. VIB er eitt þessara verðbréfafyrirtækja. VIB: þjónustumiðstöð fyrir eigendur spariskírteina: VIB veitir alhliða þjónustu við hvers kyns viðskipti með verðbréf og hefur sérhæft sig í viðskiptum með spariskírteini. VIB er dótturfyrirtæki Iðnaðarbankans - þess banka á Islandi sem er þekktastur fyrir að brydda upp á nýjungum í þjónustu við viðskiptavini sína. Allir eigendur spariskírteini sem koma með þau til innlausnar hjá þjónustumiðstöð VIB í septem- ber geta nýtt sér eftirfarandi sértilboð: 1. Sérstakur verðbréfareikn- ingur opnaður þér að kostnaðarlausu. Þjónusta án endurgjalds á þessu ári. Ollum sem leita til VIB á þessu tímabili er boðið upp á sérstakan reikning. Sent er yfirlit um uppreiknað verðmæti spari- skírteina og séð um innlausn og endurfjárfestingu sé þess óskað. Einfalt og öruggt. Velkomin í þjónuslumiöstob fyrir eigendur spariskírleina í Reykjavík. VIB 2. Átta síðna mánaðarfréttír með upplýsingum um verðbréf, spariskírteini, hlutabréf, lífeyrismál og efnahagsmál. Á undanförnum árum hefur fréttabréfíð, sem Sigurður B. Stefánsson ritstýrir, festsigí sessi sem einstök og áreiðanleg uppspretta upplýsinga um allt sem íslenskur verðbréfamark- aður hefur fram að færa. Þér býðst nú þetta mánaðarrit sem viðskiptavinur VIB. 3. Sérstakur ráðgjafi sem veitir þér persónulega þjónustu. Þetta er gert til að tryggja að þú fáir ávallt sömu góðu umönnun- ina í VIB - hvað svo sem þú vilt vita og hvenær sem þú þarfnast þjónustu okkar. VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30 ÚTSAIA - ÚTSALA ■ ÚTSALA ■ ÚTSALA 10-50% afsláttur GÓLFDÚKAR - VEGGDÚKAR - VEGGFÓÐUR O.M.FL. VEGGFÓÐRARINN- MÁLNING & JÁRNVÖRUR Síðumúla 4, Símar 687171 og 687272.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.