Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989 Valt í slippn um í fyrrakvöld átti það óhapp sér stað hjá Dráttarbraut Siglu- fjarðar, að báturinn Magnús EA frá Grímsey, sem verið var að draga út, fór út af sleðanum og lagðist á hliðina. Vel gekk að koma bátnum aftur á réttan hjöl og var krani notaður til þess verks. Nokkur borð brotn- uðu en að öðru leyti urðu litlar skemmdir á bátnum. Morgunblaðið/Matthías Stálvinnslan hf. selur flokkunarvél til Japans Kaupmannahöfn, frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. STALVINNSLAN hf. í Reykjavík hefur nú náð samningum um sölu á flokkunarvél fyrir síld, makríl og skyldar fisktegundir til Jap- ans. Samningar þessir náðust fyrir milligöngu umboðsmanns Stálvinnslunnar á Nýja-Sjálandi. Flokkunarvélar af þessu tagi frá Stálvinnslunni eru nú í notkun F allhlífarstökksmót: 40 manna stjarna yfirFlúðum Alþjóðlegt fallhlífarstökksmót verður haldið á Islandi í fyrsta sinn dagana 18. til 25.júní. Það er Fallhlífarsamband íslands sem stendur fyrir mótinu sem fer fram á Flúðum. Að sögn Sigurðar Baldurssonar, eins af forkólfum sambandsins, hefur undirbúning- urinn staðið síðan í ágúst á síðasta ári og sé óhætt að segja að undirtektir meðal útlendinga hafi verið frábærar, en alls koma 70 stökkvarar frá 12 löndum, þar á meðal ýmsir af þekktustu stökkvurum heims, svo sem Jerry Bird og Larry Boudreau. „Þetta verður meira mót en keppni þótt menn séu alltaf að reyna með sér, mótsdaganna verða Twin Otter flugvélar í reglulegum ferðum yfir mótssvæðið með stök- kvara og áætlað er að fyrsti 40 - manna stjarnan yfir íslandi verði myndaður meðan að á mótinu stendur,“ sagði Sigurður Baldurs- son. Sigurður sagði að lokum að vænst væri mikillar þátttöku og að á Flúðum væri ákjósanleg aðstaða til fallhlífarstökks. „Eitt af því sem boðið verður upp á er það sem við köllum farþegastökk, farþeginn verður spenntur framan á kennara, fer í 30 sekúndna fijálst fall og stjórnar síðan fallhlífinni undir leið- sögn kennarans á leiðinni niður,“ sagði Sigurður. víða um heirn, flestar í Danmörku og á Irlandi, en markaður fyrir þær er einnig töluverður í Nor- egi. Þráinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Stálvinnslunnar, STAVA eins og hún heitir erlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið á sjávarútvegssýningunni í Bella Center í Kaupmannahöfn, að hann byndi vonir við frekari viðskipti í austurlöndum í kjölfar þessa. „Ég hef ætíð náð árangri á þeim mörk- uðum, sem ég hef á annað borð komist inn á.“ Hann sagði að þegar ísinn hefði verið brotinn í Dan- mörku, hefði salan orðið mikil, nú væru yfir 20 flokkunarvélar frá STAVA í Hirtshals, Skagen, Es- bjerg og víðar. Svipaða sögu mætti segja um írland, þangað væru nú komnar um 20 vélar. Hann hefði kynnt vélina á sjávarútvegssýning- unni í Þrándheimi í fyrra og nú Því var stolið laust eftir hádegi í bakgarði húss við Frakkastíg þar sem eigandinn, tólf ára stúlka á heima. Skömmu síðar mættu tvær vinkonur eigandans manninum á ferð með hjólið. Þær gáfu sig á tal við hann, söguðust þekkja eigand- ann, sýndu honum að þær kynnu á lásinn og báðu hann að sieppa hjól- inu. Þá æstist maðurinn og hafði í hótunum við telpurnar sem urðu hræddar og forðuðu sér. Þær hringdu á Iögreglu og fóru með henni í eftirlitsferð um nágrennið en þá var maðurinn á bak og burt. Sama kvöld barst svo lögreglu tilkynning úr Vesturbænum um væru 7 vélar seldar þar, flestar um borð í fiskiskip. „Þetta er árangur þrotlausrar vinnu og mikils kostnaðar. Því er ánægjulegt að sjá hve áhuginn er mikill og hve viða,“ segir Þráinn. STAVA sýnir hér einnig nýja flokkunarvél fyrir lifandi lax og'sil- ung. Vélin flokkar fiskinn eftir stærð, þannig að þegar hann er settur í ker eða kvíar er betur hægt að velja saman heppilegar stærðir og þannig spara verulega fóðrun. Einnig er hægt að flokka fiskinn fyrir slátrun, þannig að aðeins verði slátrað þeim fiski, sem er af réttri stærð. „Með þessu geta menn sparað um hálfa milljón króna á mánuði með markvissari og réttari fóðrun og munar miklu um það. Vélin hef- ur verið í notkun frá áramótum í íslenskri fiskeldistöð og hefur reynst afburðavel,“ segir Þráinn. hjólum. Þegar lögreglan kom að læsti maðurinn sig inni í íbúð sinni og var ekki til viðtals. Lögreglan hafði á brott með sér hjólin tvö, kom öðru í réttar hendur en varð- veitir hitt uns eigandinn vitjar þess. Að sögn Ómars Smára Armanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er talsvert um að reiðhjólum sé stolið í borginni og taldi hann fulla ástæðu til að hvetja fólk til að ganga þann- ig frá hjólum sínum að óráðfvandir falli ekki í freistni. Á dögunum hélt lögrelgan árlegt uppboð á reið- hjólum sem eru í óskilum í vörsiu hennar. Á annað hundrað reiðhjóla seldist. Lögreglan: Sjötugur gmnaður um að stela reiðhjólum LÖGREGLAN í Reykjavík lagði á fimmtudagskvöld hald á tvö kvenn- mannsreiðþj61 sem maður um sjötugt hafði tekið ofrjalsri hendi og flutt heim til sín. Ekki er vitað um eiganda annars hjólsins, sem er blátt af gerðinni Savannah, en hitt er nú komið i réttar hendur. mann sem virtist sanka að sér reið- Þorsteinn vill Davíð á þing: „Engin krossferð í gangi með það að koma mér á þing“ — segir Davíð Oddsson, borgarstjóri ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja það eðlilegt og að hann sé þess mjög hveljandi að Davíð Oddsson, borgar- stjóri, komi til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í viðtali tímaritsins Þjóðlífs við Þorstein. Orðrétt segir Þor- steinn: „Ég vil að Davíð komi til liðs við okkur á þingi. Mér finnst það sjálfsagt mál. Það hafa fyrri borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins gert og kominn tími til að Davíð geri það lika.“ „Þetta hefur ekki verið rætt með neinum formlegum hætti og hjá flokknum er það þannig að það eru flokksmennimir sem taka ákvörðun um það hvort menn fara á þing eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson, borgar- stjóri, þegar blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann hvort hann ætlaði að sinna liðsköllun formanns flokksins og gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins til næstu al- þingiskosninga. Davíð benti á hinn bóginn á að það væri alþekkt staðreynd að borg- arstjórar væru þingmenn einnig. „Reyndar hélt Bjami Benediktsson því fram á sínum tíma, að það væri ekki hægt að vera borgar- stjóri án þess að sitja jafnframt á þingi. Það kann nú að hafa verið þannig þá, en ég hugsa nú að það sé hægd; nú,“ sagði Davíð. „Ég hef enga ákvörðun tekið," sagði Davíð, „og satt best að segja þá er engin krossferð í gangi með það að koma mér á þing.“ Þorsteinn er í viðtalinu spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn stefni að því að mynda einn ríkisstjórn að afloknum næstu alþingiskosn- ingum. Hann segir flokkinn hafa verið víðsfjarri að ná slíku fylgi, en hins vegar geti verið að aðstæður séu að breytast talsvert, ekki síst eftir yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar um að stjómin stefni að því að sitja áfram. Þorsteinn segir það vera ljóst að margt ftjáls- lynt fólk sem treyst hafi Alþýðu- flokki og Framsóknarflokki fyrir atkvæði sínu, muni ekki fara „með þessum flokkum á bólakaf í áfram- haldandi vinstri ríkisstjóm til þess að auka miðstýringu. Það getur vel verið að þarna sé að koma upp staða sem kalli á sterka borgaralega ríkis- stjórn undir forystu sjálfstæðis- manna," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fyrsta skrefið sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji stíga, næst þegar hann fer í ríkis- stjórn, sé að leiðrétta rekstrarskil- yrði undirstöðuatvinnuveganna með almennum aðgerðum. „Það þarf að ganga lengra en gert hefur verið í að leiðrétta raungengi krón- unnar,“ segir Þorsteinn og síðar segir hann: „Ef við höldum áfram á þessari braut, þá versna lífskjörin og hagur heimilanna. Vitaskuld kostar það tímabundna fórn að leið- rétta rekstrarstöðu atvinnuveg- anna. En þar verða verðmætin til og einungis með öflugu atvinnulífi getum við bætt lífskjörin." Landsbankinn: Vextir hækka á hluta óverðtryggðra lána BANKARAÐ Landsbankans samþykkti á fiindi sínum í gær að hækka vexti af hluta óverð- tryggðra útlána frá og með 11. Hjón villast í óbyggðum HJÁLPARSVEITARMENN frá Laugarvatni fiindu í gærmorgun hjón úr Kópavogi, sem villst höfðu á leiðinni frá Meyjarsæti norður af Þingvöllum að Hlöðu- felli. Hjónin lögðu af stað á þriðjudag- inn og var farið að sakna þeirra á miðvikudagskvöld. Björgunarsveitir af Suðurlandi fóm í kjölfar þess að leita þeirra og fundust þau í gærmorgun upp undir Langjökli. Hjónin, sem vom á gönguskíðum, höfðu þá verið á ferðinni í þijá sólar- hringa og töldu björgunarsveitar- menn að þau hefðu gengið um 140 kílómetra. Sprengjuhótun í Flugleiðavél SKÖMMU fyrir hádegi í gær barst flugumferðarsljórn á Fornebu-flugvelli við Osló aðvör- un um að sprengja væri um borð í flugvél Flugleiða, sem átti að fara að leggja af stað til Keflavík- ur. Um klukkustundarseinkun varð á fluginu á meðan lögregla gekk úr skugga um að í vélinni væri enga sprengju að finna. júní nk. Víxilvextir hækka ur 28% í 31% og vextir af yfirdrátt- arlánum hækka úr 31,5% í 34,5%. Frá og með 21. júní hækka vext- ir af óverðtryggðum skuldabréf- um úr 30,5% í 33,5% og vextir af afurðalánum i íslenskum krón- um úr 27,5% í 30,5%. Bankaráðið samþykkti ennfrem- ur að hækka vexti af almennum sparisjóðsbókum úr 15% í 17% og vexti af Einkareikningi úr 14% í 16%. Hætt var við hækkun vaxta af ' verðtryggðum skuldabréfum sem eru nú 7,25% hjá Landsbankanum. Búnaðarbankinn hækkaði vexti af slíkum lánum úr 7,25% í 8,25% fyrir skömmu og hjá öðrum banka- stofnunum eru algengir vextir af verðtryggðum skuldabréfum á bil- inu 7,75%-9,25%. Iðuim kaup- ir Lögberg BÓKAFORLAGIÐ Iðunn hefiir keypt Bókaforlagið Lögberg. Lögberg verður rekið áfram á sama hátt og verið hefur. Nú er unnið að frekari útgáfu handrita í samvinnu við Árnastofn- un og listaverkabóka sem gefnar eru út í samvinnu við Listasafn ASÍ. Lögberg og Árrnastofnun vinna að útgáfu Stjórnar og Kon- ungsbókar Eddukvæða og hjá Lög- bergi og Listasafni ASÍ er væntan- leg bók um Hring Jóhannesson list- málara. Fleiri listaverkabækur eru í undirbúningi auk annarra bóka. Sverrir Kristinsson hefur áfram yfirumsjón með útgáfu Lögbergs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.