Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989 47. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Morgunblaðið/Rúnar Þór Þorvaldur Örlygsson skorar hér annað mark KA framhjá Þorfínni Hjaltasyni, markverði KR. KR-ingum skellt á Akureyri BARÁTTUGLAÐIR KA-piltar unnu verðskuldaðan sigur á KR-ingum í gærkvöldi, 4:1. Dugnaður og barátta var aðall norðanmanna, fagur samleikur var sjaldséður á mölinni en hrós skulu þeirfá, KA-ingar, fyrir leikgleði sína og vilja. Leikurinn fór fjörlega af stað, leikmenn beggja liða voru ákaf- ir og vildu mikið. Þannig komst KR yfir þegar á 6. mínútu er Pétur Pétursson skoraði Magnús Már laglega beint úr skrifarfrá aukaspyrnu, rétt ut: Akureyri an vítateigs KA. í fullu samræmi við baráttu sína jöfnuðu KA-piltar mínútu síðar, einnig eftir auka- spyrnu. Ormarr Örlygsson sendi fyrir mark KR og þar kom aðvíf- andi Bjarni Jónsson og skoraði með föstu skoti, 1:1. Næstu mínútur var hart barist, KR-ingar sóttu itieira án þess að ná alveg fram, en það voru Norðan- menn sem það gerðu er Þorvaldur Örlygsson skoraði af miklu harð- fylgi, 2:1, og þannig var staðan í leikhléi. KA byijaði síðari hálfleik vel og átti nokkrar hættulegar sóknir sem KR, með Pétur Pétursson sem aðal- mann, svaraði með tveimur afar hættulegum sóknum. Er tólf mínút- ur voru eftir lék Anthony Karl lag- lega upp vinstri kantinn og átti fasta sendingu fyrir mark KR. Þasc, kom Gauti Laxdal og afgreiddi bolt- ann viðstöðulaust í netið. Jón Grét- ar skoraði svo skömmu fyrir leiks- lok laglegt mark, eftir að Stefán Ólafsson hafði unnið boltann við vítateig KR. Gyllilega verðskuldaður sigur KA var staðreynd og þeirra bestu menn voru Þorvaldur Örlygsson, er átti stórleik, Anthony Karl og Haukur Bragason sem greip mjög vel inní þegar á þurfti að halda. Pétur Pétursson á hrós skilið. Þegar hann er í knettinum gerir hann allt rétt, skilar boltanum vel frá sér og er mjög ógnandi. Færin forgörð- um hjá Fylki Krístinn Jens Sigurþórsson skrifar. FYLKISMENN voru allt annað en lánsamir uppi við mark ÍA manna í gærkvöldi og miðað við dauðafærin sem liðið fékk hefði það átt að skora þrjú mörk. Ólafur Gottskálksson, markvörður Skagamanna, stóð sig hins vegar eins og hetja og varði hvað eftir annað meist- aralega. Skagamenn áttu þó mun meira í fyrri hálfleiknum og réðu lög- um og lofum á miðjunni. Þeir fengu samt ekki nema eitt umtalsvert marktækifæri í fyrri hálfieiknum, en þá komst Aðalsteinn Víglundsson inn í sendingu sem ætluð var markmanninum en skot hans fór í hliðarnetið. faém FOLX ■ ÞORFINNUR Hjaltason byrjaði ekki vel í fyrsta leik sínum með KR. Þorvaldur, sem lék áður með Völsungi, fékk á sig fjögur mörk gegn KA. ■ BRÆÐURNIR Í Jiði KA: Ormarr og Þorvaldur Örlygssyn- ir fóru báðir útaf í leiknum við KR í gær. Ormarr á 80. mínútu og Þorvaldur þremur mínútum síðar. ■ DALVÍK sigraði Austra, 2:0, í leik jiðanna í B-riðli 3. deildar í gær. Örvar Eiríksson og Guðjón Antóníusson (víti) gerðu mörk Dalvíkinga. ■ HOLLENSKI landsliðsmað- urinn Ruud Gullit skrifaði í gær undir nýjan samning við AC Mílanó og batt þar með enda á vangaveltúr um hvort hann væri á förum frá félaginu. Samingurinn gildir til árs- ins 1993 en ekki var gefið upp hve mikið Gullit mun fá í laun á þessum tíma. Samningur Marco van Bast- en rennur út á næsta ári, en hann hefur verið orðaður við spánska félagið Barcelona. Forráðamenn AC Milanó sögðust þó vona að hann yrði áfram hjá félaginu, enda stæðu samningaviðræður yfir. Á 63. mínútu braut Alexander Högnason gróflega á Erni Valdi- marssyni, og átti ágætur dómari leiksins, Gunnar Ingvason, enga aðra úrkosti en að sýna honum rauða spjaldið. Eftir það þyngdu Fylkismenn sóknirnar og tveimur mínútum síðar fékk Baldur Þór Bjarnason upplagt tækifæri til að koma Fylki yfir, en skot hans fór yfir. Nokkrum mínútum síðar björg- uðu Skagamenn naumlega á línu. Boltinn var gefinn strax fram þar sem Aðalsteinn Víglundsson tók við honum, geystist upp kantinn, og eftir góða fyrirgjöf lá knötturinn fyrir fótum Haraldar Ingólfssonar, sem skoraði af öryggi. Eftir þetta pökkuðu Skagamenn í vörnina, og ef ekki hefði verið fyrir Ólaf Gottskálksson í markinu, hefði Guðmundur Magnússon, Fylki, átt að skora a.m.k. tvö mörk, en akróbatískir tilburðir Ólafs björ- guðu á síðustu stundu. Morgunblaðiö/RAX ÖRIM Valdimarsson, Fylki, var tvívegis sparkaður niður í leiknum í gær- kvöld. Í fyrra skiptið varð Alexander Högnason að víkja af leikvelli fyrir að hafa brotið gróflega á honum en í seinna skiptið varð Örn að yfírgefa völlinn KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Stefnum beint til Ítalíu - sagði Sigi Held í samtali við Sport-Bild. í SÍÐASTA hefti vestur-þýska íþróttabiaðsins Sport-Bild er stutt viðtal við Siegfried Held, landsliðsþjálfara, ítilefni af jafnteflinu við Sovétmenn á Lenínleikvanginum íMoskvu. Þar er hann spurður út í möguleika íslands á að kom- ast í lokakeppni heimsmeist- arakeppninnar á Ítalíu næsta sumar. Held sagði að auðvitað hefði stefnan nú þegar verið sett beint á heimsmeistarakeppnina á Ítaiíu og að tíminn fram að leikn- um gegn Austurríki yrði að nýt- ast vel. „Við höfum krækt f þijú stig; 5 stig hafa tapast, en þar sem þrír af þeim fjórum leikjum sem við eigum eftir í undankeppninni, eru á heimavelli, þá verður að líta svo á að möguleikar okkar á að ná öðru sætinu í riðlinum séu betri en hinna,“ sagði Siegfried Held. Hann benti á að liðið hefði á að skipa nokkrum atvinnumönn- um, og taldi upp Ásgeir Sigurvins- son, Arnór Guðjohnsen, Sigurð Grétarsson og Sigurð Jónsson. Aðspurður um fyrrum leikmenn Bayern Uerdingen, sagði Held að Atli Eðvaldsson væri fyrirliði liðs- ins, en Lárus Guðmundsson kæm- ist ekki í liðið. Held sagði einnig í viðtalinu að stutt keppnistímabil á íslandi og fáir leikir kæmu niður á gæð- um knattspyrnunnar. Fylkir—IA 0:1 íslandsmótið í knattspyrau, 1. deild, Árbæjarvöllur, föstudaginn 9. júní 1989. Mark ÍA: Haraldur Ingólfsson (71. mín.). Rautt spjald: Alexander Högnason (63. mín.). Lið Fylkis: Guðmundur Baldursson, Valur Ragnarsson, Gústaf Vífilsson, Pétur Óskarsson, Gísli Hjálmtýsson, Ólafur Magnússon, Guðmundur Magn- ússon, Hilmar Sighvatsson, Anton K. Jakobsson, Baldur Þor Bjarnason og Öra Valdimarsson (Óskar Theódórsson 82. mín.). Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Öm Gunniaugsson, Heimir Guðmundsson, Alexander Högnason, Sigurður B. Jónsson, Karl Þórðarson, Sigursteinn Gíslason (Július P. Ingólfsson 79. mín.), Bjarki Pétursson, Aðalsteinn Viglundsson (Haraldur Hinriksson 85. mín.), Guðbjörn Tryggvason og Har- aldur Ingólfsson. Ölafur Gottskálksson IA. Þor- valdur Örlygsson KA. Guðmundur Baldursson og Hilmar Sighvatsson Fylki. Aðalsteinn Víglundsson ÍA. Pétur Pétursson KR. Anthony Karl Gregory og Haukur Bragason KA. 2. DEILD Sigur í þriðju tilraun IBV sigraði Leiftur í gær, 3:1, í leik liðanna í Vestmannaeyjum. Þetta var þriðja tilraun heima- manna til að koma leiknum á en honum hafði verið Frá Sigfúsi frestað tvívegis. Guömundssyni Öll mörkin komu 'Vest' í fyrri hálfleik og mannaeyjum fyrsta á 23 mínútu. Þá gaf Eyjamaðurinn Hlyn- ur Stefánsson fyrir mark Leifturs. Tómas Ingi Tómasson sendi knött- inn að markinu og þar var Ingi Sigurðsson sem renndi honum yfir línuna. Leiftursmenn voru þó ekki á því að gefast upp og á 40. mínútu jafn- aði Gústaf Omarsson — lyfti boltan- um yfir Adolf Óskarsson í marki ÍBV. Heimamenn náði svo að gera útum leikinn fyrir hlé. Sigurlá*-^ Þorleifsson skoraði eftir sendingu frá Hlyni Stefánssyni og Tómas Ingi skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd á Þorvald Jónsson, markvörð Leifturs, fyrir að bijóta á Hlyni. KA—KR 4-ÍT KA-völlur, íslandsmótiö í knattspymu, 1. deild, föstudaginn 9. júní 1989. Mörk KA: Bjami Jónsson (7.), Þor- valdur Örlygsson (27.), Gauti Laxdal (78.), Jón Grétar Jónsson (88.) Mark KR: Pétur Pétursson (6.) Dómari: Ólafur Sveinsson — dæmdi' ágætlega. Áhorfendun 930. Lið KA: Haukur Bragason, Steingrím- ur Birgisson, Erlingur Kristjánsson, Halldór Halldórsson, Ormarr Örlygsson (Stefán Ólafsson 80.), Þorvaldur Örl- ygsson (Ámi Hermannsson 83.), Bjami Jónsson, Gauti Laxdal, Jón Grétar Jónsson, Anthony Karl Gregory, Öm Viðár Amarson. Lið KR: Þorfínnur Hjaltason, Stefán Guðmundsson, Jóhann Lapas, Gylfi Aðalsteinsson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Björgvinsson, Gunnar Odds- son, Þorsteinn Halldórsson, Bjöm Rafnsson (Steinar Ingimundarson 23.), Rúnar Kristinsson (Hilmar Bjömsson 30.), Pétur Pétursson. 1.DEILD VALUR 4 3 10 4: 0 10 KA 4 2 2 0 7: 2 8 FH 4 2 11 4:2 7 lA 4 2 0 2 4: 5 6 ÞÓR 4 12 1 3: 4 5 FYLKIR 4 1 1 2 5: 5 4 FRAM 4 112 3:6 4 KR 4 112 5: 9 4 ÍBK 4 0 3 1 3:4 3 VÍKINGUR 4 1 0 3 2:3 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.