Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 37
,MpRPHNBLAÐjÐ LAljGAROApup 10t 37 Minning: Svava Amórsdóttir Fædd 1. ágúst 1919 Dáin 3. júní 1989 Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, (V. Briera) Mig langar að minnast ömmu minnar, Svövu Arnórsdóttur, sem lést á Landspítalanum þann þriðja júní síðastliðinn. Það er mikil gæfa að eiga ömmu sem jafnframt er manns besta vin- kona, en þannig var amma, besta vinkona barnabarna sinna. Amma var þeim hæfileikum gædd að geta brúað kynslóðabilið, og sjá hlutina frá sjónarhorni mínu. Á erfiðum stundum unglingsáranna þegar mér fannst ég vera ein og yfirgefin og misskilin af öllum, gat ég þó alltaf leitað til ömmu. Hún skildi vandamálin svo ofurvel og átti svo góð ráð. Já, alltaf frá því ég man fyrst eftir mér var stórt pláss í hlýju hjarta ömmu tileinkað bamabörn- unum, sem nú eru orðin sautján talsins. Á heimili hennar var ávallt sérstakur staður ætlaður okkur, sem amma útbjó og fyllti af bókum og leikföngum sem valin vom af alúð og skilningi á því hvað böm vilja. Ávallt stóð heimili ömmu mér opið og þangað leitaði ég mikið og alltaf fór ég þaðan ríkari bæði af andlegum og veraldlegum gæðum. Gjafmildi ömmu var einstök, hún var alltaf að kaupa eitthvað fallegt til að gleðja aðra. Það em margar góðar minningar sem ég á um ömmu mína, hún var ákaflega glaðlynd og hress kona og þrátt fyrir mikil veikindi var allt- af stutt í glettnína. Margar góðar stundir sátum við saman og skröfuðum langt fram á nótt, um allt milli himins og jarðar, rétt eins og jafnöldrur. Og það var margt sem ég lærði á þessum sam- tölum sem ég fæ ömmu seint full- þakkað. Það sem mér er efst í huga á þessari stundu er þakklæti, þakk- læti til guðs fyrir að hafa gefið mér yndislega ömmu sem gaf mér svo margt. En nú er amma komin á betri stað, þar sem henni líður vel, en minningin um hana lifir og mun lifa í bijóstum okkar. Ég kveð elskulega ömmu mína. Gerður Fyrirlestur um húsgagnahönnun DANSKI innanhússarkitektinn Bárt Henriksen heldur fyrir- lestur í Epal Faxafeni 7, Reykjavík, mánudaginn 12. júní nk. Yfirskriftin er: „Hvad forstár man ved godt mebeldesign." Bárt Henriksen vinnur fyrir danska húsgagnafyrirtækið Fritz Hansen og starfar þar í nefnd sem ákvarð- ar hvaða hlutir eigi að fara í fram- leiðslu. Ennfremur sér hann um hönnun á sýningarbásum og öllum sýning- um á vegum Fritz Hansen og fyr- ir það hefur hann hlotið viðurkenn- ingar. Fyrirlesturinn hefst klukk- an 17.30. VELORFID VINSÆLA. □ ZENOAH 220 er léttasta orfið á markaðnum. Algengir notkunarstaðir: - HEIMAGARÐAR - SUMARBÚSTAÐALÓÐIR Meðal notenda: - SVEITARFÉLÖG - ATVINNUMENN Notaðu ZENOAH vélorf þar sem þú getur ekki beitt sláttuvélinni, t.d. í kringum tré, við girðingar eða veggi, á grófgert gras eða illgresi og á þýfðu eða ójöfnu landi. Kraftmikil, létt og lágvær. Fáanleg með tveggja eða fjögurra línu haus. Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta Opið á laugardögum 10-4 □ ZENOAH 431 er léttbyggt vélorf sem atvinnumenn nota alian liðlangan daginn við erfiðar /'/ aðstæður. FYLGIHLUTIR: Verkfærasett Axlarband Sláttudiskur Eurocard Visa Raðgreiðslur Athugið að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni Opið á laugardögum 10-16 G.Á. Pétursson hf. liátluféla markaðurlnn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 1 \ / / / — J ' V. í \ 1 1 J \ \ l\ s ✓ ^ J 1N J •. _ \ V y \ \ Nl \ \ '\ \ / Gullfalleg garðhúsgögn í sumarbúsfað- inn, blómagarðinn eða garðstofuna. Sterk og góð. Þau eru litekta og þola að standa úti allan órsins hring. Seljum einnig bœðí lítil og stór blómaker, ein mest seldu blómaker í Evrópu. Gœðavara ó góðu verði. Þriggja óra óbyrgð. SÝNING LAUGARDAG 0G SUNNUDAG KL. 10-16. GJCatkEJ • FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.