Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 48
V^terkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill! Efstir á blaði FLUGLEIDIR LAUGARDAGUR 10. JUNI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. P 1 Hæstiréttur: Tveir fikni- efnasalar (læmdir fangelsi HÆSTIRÉTTUR hefiir dæmt tvo menn til fangelsisvistar íyrir fíkniefnabrot. Franklín Kr. Steiner, 42 ára gamali, var dæmdur til 20 mánaða fangels- isvistar en í nóvember 1986 fundust 163,5 grömm af am- fetamíni á heimili hans í Reykjavík. Franklín hefur áður hlotið þunga refsidóma hérlend- is og erlendis íyrir fíkniefna- l>rot. Staðfest var refsiákvörðun hér- aðsdómara. Sannað þykir, þrátt fyrir neitun Franklíns, að hann hafi ætlað að selja efnið í ágóða- skyni. í maímánuði síðastliðnum var hann dæmdur til níu manaða fangelsisvistar í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum eftir að um 100 grömm af amfetamíni og 300 grömm af hassi fundust í fórum hans. Hann undi þeim dómi. Þá staðfesti Hæstiréttur niður- stöðu héraðsdómara um tveggja ára fangelsisvist yfir Jóhannesi Karlssyni, 28 ára gömlum, fyrir að hafa, ásamt breskum manni, smyglað til landsins frá banda- ríkjunum 56 grömm af kókaíni. Mennimir voru handteknir í mið- bæ Reykjavíkur með efnið í fórum sínum í febrúarmánuði síðastliðn- um. Bretinn var dæmdur í saka- dómi til 14 mánaða fangelsisvistar og áfrýjaði ekki. Tekinná 155 -km hraða LÖGREGLAN mældi fólksbifreið á 155 km hraða á Kjalarnesi um klukkan 22.30 á föstudagskvöld. Ökumaður bifreiðarinnar, sem er um þrítugt, var sviptur öku- leyfi á staðnum. Morgunblaðið/RAX Æfíngin skapar... Hópur aldrafðra skemmti sér konunglega við ýmsar íþróttaiðkanir á gervigrasvellinum í Laugar- dal fyrir skömmu. Um var að ræða hinn fyrsta af þremur svokölluðum íþróttadögum aldraðra í sumar. Þessir dagar eru haldnir á vegum Félags áhugamanna um íþróttir aldraðra sem stofiiað var fyrir 2 árum. Hinir öldruðu komu frá öllum tíu félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík. Síldarvinnslan á Neskaupstað: Ekki fæst leyfi til bátaskipta Sjávarútvegsráðuneytið veitti ekki heimild til þess að Síldar- vinnslán á Neskaupstað keypti Júlíus Geirmundsson IS og úrelti í staðinn Barða NK, að sögn Finn- boga Jónssonar framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar. „Ráðu- neytið leit svo á að með þessu móti færu of fáir rúmmetrar í stað- inn fyrir þá sem kæmu inn, þar sem nýr Júlíus Geirmundsson kæmi í rauninni í staðinn fyrir Barða," sagði Finnbogi í samtali við Morgunblaðið. Verið er að smíða nýjan Júiíus Geirmundsson í Noregi í stað gamla Júlíusar Geirmundssonar og kemur hann til landsins í ágúst næstkom- andi. Finnbogi sagði að eigendur Júlíusar Geirmundssonar hefðu skuldbundið sig til að láta hann hverfa varanlega úr rekstri þegar nýi togarinn kæmi til landisns. „Við megum kaupa heldur stærra skip en Júlíus Geirmundsson ef það er nýtt, eða yngra en 12 ára, en við megum ekki kaupa Júlíus. Barði er orðinn 14 ára gamall og eftir 2 til 3 ár þarf að gera eitthvað í sambandi við endumýjun okkar skipa.“ Viðræður um sameiningu fiögurra banka langt komnar: Samningsaðila greinir enn á um kaupverð hlutabréfanna Viðræður á viðkvæmu stigi í gærkvöldi í ALLAN gærdag stóðu viðræður milli bankaráðsformanna og bankastjóra Verzlunarbankans, Iðnaðarbankans og Alþýðubank- ans annars vegar og viðskiptaráð- herra og aðstoðarmanna hans hins vegar um kaup bankanna þriggja á hlut ríkisins í Útvegsbankanum og samciningu bankanna fjögurra í einn stóran einkabanka. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins gerðu bankamir viðskiptaráð- herra tilboð í fyrradag, en hann hafði ýmsar athugasemdir við það og greinir samningsaðila einkum á um kaupverðið. Samningamenn vildu lítið tjá sig um gang viðræðn- anna í gærkvöldi, en sögðu að þær væm á afar viðkvæmu stigi. Við- ræður stóðu enn á öðmm tímanum í nótt. Bankaráð Landsbankans: Vaxtahækkun tekur ekkí gildi BANKARÁÐ Landsbanka íslands féll í gær frá því að hækka nú vexti af verðtryggðum útlánum úr 7,25% í 7,75%, en um það hafði ráðið tekið ákvörðun í fyrradag. Ákvörðun um vaxtahækkunina var frestað til fúndar bankaráðsins mánudaginn 19. júní, en þá er næst heimilt að breyta vöxtum. Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, segir að ríkisstjórainni hafi tekist að fá Landsbankann til að hætta við vaxtahækkun sína. Vaxtahækkunin var samþykkt í bankaráðinu á fimmtudag með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn atkvæðum fulltrúa Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. En á fundinum í gær, sem boðað var til með skömmum fyrirvara, var frest- unin samþykkt með atkvæðum ríkisstjómarflokkanna þriggja, Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, en tveir full- trúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði að meirihluti þess hefði óskað eftir þessum fundi í gær, þar sem ákveð- ið var að fengnum meirhlutavilja að fresta lögmætri ákvörðun fyrri fundar. „Það er ljóst að það er auðvitað vegna beitingar ríkis- stjórnarvalds, þrátt fyrir að við eig- um samkvæmt nýsamþykktum lög- um frá Alþingi að sjá um þetta. Mér varð sú spurning á vörum í dag (gær), hvort þeir myndu þá um leið gæta þess að tryggja Landsbanka íslands að hann stæði upp úr fjárhagslega, en við höfum rekið hann með fleirihundruð millj- óna króna halla fyrstu flóra mán- uði ársins. Við því hafa ekki feng- ist nein svör, en væntanlega gefur fjármálaráðherra þau næstu daga,“ sagði Pétur. Kristinn Finnbogason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráð- inu, sagði að það væri algjör mis- skilningur að ríkisstjómin hafi sett bankaráðinu stólinn fyrir dyrnar. Þessari ákvörðun hefði ekki verið breytt, það væri bara ekki búið að tímasetja hana. Valur Arnþórsson, bankastjóri Landsbankans, sagði aðspurður rétt vera að hann og forsætisráð- herra hefðu rætt saman: „Eg skildi ekki sámtalið við forsætisráðherra þannig að hann væri að leggja að mér að taka þessa ákvörðunina eða hina, enda var það ekki í mínum höndum,“ sagði Valur. „Hann lýsti almennt sínum viðhorfum til vaxta- málanna í þjóðfélaginu og lagði reyndar mjög þunga áherslu á það hversu vaxtakostnaðurinn væri þungbær fyrir atvinnulífið. Ég segi það hiklaust fyrir mitt leyti. Það má öllum vera ljóst að ég tek ekki við fyrirmælum frá aðilum utan bankaráðsins í þessum efnum og þó ég vilji taka tillit eftir því sem hægt er til stefnu ríkisstjórna í vaxtamálum á hveijum tíma, þá hlýt ég að fara eftir eigin sannfær- ingu í þeim efnum, enda breytti ég í engu afstöðu minni á bankaráðs- fundinum í dag (í gær) frá því sem verið hafði í gær (í fyrradag). Það er hins vegar að sjálfsögðu banka- ráðsins að ákveða vexti í samræmi við lög og bankaráðið ákvað á fund- inum að fresta þessu eina atriði vaxtaákvarðana. Það hefur því enginn stórviðburður gerst.“ Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, sem ekki gat setið bankaráðsfundinn í gær þar sem hann var ijarverandi úr bæn- um, sagði að sér kæmu þessi vinnu- brögð gjörsamlega í opna skjöldu. „Mér þykir Landsbankinn heldur setja ofan við slíkar handatiltektir að ijúka saman á fund sólarhring eftir að ákvarðanir eru teknar til þess að taka þær aftur. Það er stjórnarmeirihlutinn, þeir sem ganga erinda ríkisstjómarinnar og taka við fyrirskipunum frá henni, sem gerir þetta,“ sagði Sverrir Hermannsson. Um er að ræða að bankarnir kaupi 76% hlut ríkisins í bankanum. Nafn- verð hlutabréfanna er um 760 millj- ónir króna, og vill ráðherra fá um það bil tvöfalt nafnverðið. Bankarnir eru hins vegar ekki tilbúnir að fara svo hátt. Agreiningur um andvirði bréfanna byggist einkum á mismun- andi mati manna á stöðu skuldara Útvegsbankans. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins myndu bankarn- ir allir kaupa jafnan hlut í Útvegs- bankanum. Alþýðubanka, Verzlunar- banka og Iðnaðarbanka yrði um leið breytt í eignarhaldsfélög og banka- rekstur þeirra rynni inn í hinn nýja einkabanka, sem fengi nýtt nafn. Að sameiningu bankanna fjögurra lokinni, sem yrði einhvern tímann á þessu ári, myndi nýi bankinn auka hlutafé sitt og eignarhaldsfélögin kaupa jafna hluti, þannig að þegar upp yrði staðið ætti hvert félag um 30% í bankanum. Fiskveiðasjóður á nú rúm 10% í bankanum, en áætlað er að hlutur hans myndi minnka með því að hann keypti engin bréf er hlutaféð yrði aukið. Aðrir aðilar myndu svo eiga fáeina hundraðshluta af hlutafénu. Ef af sameiningu verður mun nýi bankinn verða sá næststærsti á landinu, með um þriðjung allra bankaviðskipta. Það er hins vegar ljóst að dregið yrði úr umfangi starf- semi þeirrar, sem bankamir fyórir halda nú úti. Útibú yrðu sameinuð og þeim fækkað og starfsfólki einn- ig. Frá íjölmörgum öðrum lausum endum þarf að ganga, svo sem hliðar- rekstri einstakra banka. Þar má nefna verðbréfamarkaði, fjármögn- unarfyrirtæki, hlutdeild í greiðslu- kortafyrirtækjum og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.