Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1989 Teodor Shanin, prófessor og sérfræðingur um sovésk málefni: Sovéskir umbótasinnar leggja mikla áherslu á siðferðisleg gildi Hagsögufélag íslands bauð fyrir skömmu hingað til lands Teodor Shanin, prófessor í fé- lagsfræði og sérfræðingi í hag- sögu við háskólann í Manchest- er. Shanin er forseti félagsvís- indadeildar háskólans og hefur ritað margar bækur um sér- grein sína; þróun bændasam- félaga. Hann flutti tvo fyrir- lestra í Lögbergi, hinn fyrri um smábændur og bændahagkerfi en sá síðari fjallaði um per- estrojku, umbótastefhuna í Sov- étríkjunum þar sem Shanin hefur stundað rannsóknir. Shanin fæddist í Vilnius í Lettl- andi 1930 en fluttist ungur til ísraels. A sjötta áratugnum lauk hann doktorsprófi við há- skólann í Birmingham í Bret- landi og hefur stundað kennslu þar i landi síðan. Shanin hefur góð tengsl við ýmsa áhrifamenn innan sovésku vísindaakade- míunnar og nokkra af helstu ráðgjöfum Míkhails Gor- batsjovs. Hann hefur ferðast víða um heim og aðstoðar nem- endur í mörgum löndum. Shanin hefur átt mikinn þátt í því að rannsókiiir og kenningar sovéska hagfræðingsins Alek- sanders Tsjajanovs á þriðja og fjórða áratugnum voru kynntar á Vesturlöndum. Tsjajanov var andvígur því að samyrkjubúskap yrði komið á með valdbeitingu en Stalín hafði aðrar skoðanir og varð Tsjajanov að gjalda fyrir það með lífi sínu 1937. Nú er aftur farið að lesa rit hans í Sovétríkjun- um og var það Shanin sem kynnti þau fyrir um 600 áhugasömum embættismönnum og fræðimönn- um er hann hélt fyrirlestur í Moskvu 1987. Undanfarna mán- uði hefur málgagn Sovétstjórnar- innar, Ísveztíja, birt viðtöl við Shanin um nýsköpun í landbúnaði og umbætur í Kína. Er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Shanin kom fram að hann er bjartsýnn á framgang perestrojkurinar enda þótt ekkert hafi enn miðað í efnahagsumbót- um og lífskjörum reyndar hrakað í stjórnartíð Gorbatsjovs. Hann sagði afturhaldsmenn einfaldlega ekki geta bent á neina aðra leið út úr ógöngunum. Mesta hindrun- in væri andstaða embættismanna neðarlega í valdastiganum. Þótt ókyrrðin í jaðarlýðveldunum, þ. á m. Eystrasaltslöndunum, ylli erf- iðleikum fyrir Gorbatsjov þá væri harla ósennilegt að herinn tæki völdin; engar hefðir væru fyrir herforingjabyltingum í rúsneskri sögu. „Á Vesturlöndum hefur mönn- um hætt við að einfalda ástandið í Sovétríkjunum á Brezhnev- Morgunblaðið/RAX Teodor Shanin: „Eg er bjart- sýnn þrátt fyrir efnahagserfið- leikana; sovéskir afturhalds- menn geta einfaidlega ekki bent á aðrar lausnir en per- estrojku.“ tímanum. Þeir sáu fyrir sér tvo pólitíska hópa í landinu, annars vegar afturhald flokksbrodda og meðreiðarsveina þeirra, hins veg- ar andófsmenn á borð við Sak- harov. Það gleymdist að auk þess- ara tveggja var stór hópur emb- ættismanna og menntamanna Sem ekki reis upp gegn öllu kerf- inu en vildi þó róttækar breyting- ar, þybbaðist oft við þegar harðlínuofstækið gekk úr hófi. Margir þessar manna uppskáru andúð flokksbroddanna og voru stöðvaðir á framabrautinni. Þessir umbótasinnar telja Gorbatsjov tvímælalaust sinn mann. Armenski hagfræðingurinn Abel Aganbegian er dæmigerður fyrir þennan þriðja hóp. Hann er einn af höfundum umbótastefn- unnar og nú meðal nánustu ráð- gjafa Gorbatsjovs. Á Brezhnev- árunum var hann ungur kominn í feita stöðu hjá valdamikilli stofn- un, gat nýtt sér hlunnindi eins og utanlandsferðir og fleira því líkt auk þess sem frekari frami var tryggður. Yfirmenn hans urðu furðu lostnir og síðar fokvondir þegar hann á sjöunda áratugnum sagði upp, sagðist fremur vilja sinna fræðilegum rannsóknum og sótti um starf í Síberíu. Þeim fannst hann vera svikari; skildi hann ekki hvað hann hafði það gott? Aganbegian nýtti vel tímann í Síberíu en þar átti sér stað mikil þensla í efnahagslífinu og skortur var á sérfræðingum af öllu tagi. Á tuttugu ára ferli sínum þar heimsótti hann aragrúa af verk- smiðjum og samyrkjubúum, ræddi við starfsfólk á vinnustöðunum. Hann varð yfirmaður Rannsókna- stöðvar í hagfræði í Novosibirsk og síðar félagi í sovésku vísinda- akademíunni. Smám saman varð stofnun hans bijóstvirki umbóta- viðleitni í efnahags- og félagsmál- um. Aganbegian og Tatjana Zaslavskaja, yfirmaður félagsví- sindadeildar stofnunarinnar, mót- uðu drög að perestrojkunni, sem Gorbatsjov tók síðan upp á arma sína. Vesturlandamenn mega ekki standa í þeirri villutrú að umbóta- sinnarnir ætli sér að fara sömu leiðir og hefðbundin markaðsþjóð- félög. Markaðslausnir í sovéskum landbúnaði eru t.d. lítt nothæfar; sjálfstæð bændastétt er ekki tii lengur. Þeir hyggjast finna þriðju leiðina en það er afar óljóst hvar þeir enda. Eg hygg að einhvers konar blandað hagkerfi verði lausnin. Ef til vill verður komið á ijölflokkákferfi einhvern tíma á næstu öld en þess ber að gæta að Rússar hafa enga reynslu af vestrænu lýðræði. Rússneskur al- menningur er hræddur við slíkar hugmyndir, telur að þær myndu leiða til upplausnar ríkisins. Umbótasinnar telja ekki að allt hafi mistekist í Sovétríkjunum; þeir segja t.d. að unnin hafi verið stórvirki í menntamálum síðustu 70 árin. Það einkennir mjög alla umræðu þeirra hve siðferðislegum gildum er haldið á loft og þau mikið rædd; markmiðið má ekki aðeins vera aukinn hagvöxtur heldur bætt kjör í margvíslegum skilningi, betra líf landsmanna," sagði Teodor Shanin. HAWÞAUGL YSINGAR Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 13. júní 1989 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, og hefjast þau kl. 14.00: Á áhaldahúsi, Hafnarkanti, Suðureyri, þingl. eign Suðureyrarhrepps, eftir kröfu Útvegsbanka islands. Annað og síðara. Fjarðarstræti 27, austurenda, ísafirði, þingl. eign Hjálmars Kjartans- sonar, eftir kröfu Bæjarsjóðs ísafjarðar. Annað og síðara. Hjallavegi 1, 2. hæð, Flateyri, þingl. eign Rúnars Garðarssonar, eft- ir kröfu Byggðastofnunar. Annað og síðara. Hvilft, Flateyrarhreppi, þingl. eign Gunnlaugs Finnssonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Nesvegi 2, Súðavík, þingl. eign Jónbjörns Björnssonar, eftir kröfu Jöfurs hf. Annað og síðara. Rómarstíg 10, Suðureyri, þingl. eign Suðureyrarhrepps, eftir kröfum Tryggingastofnunar rikisins og Verslunarbanka (slands. Annað og síðara. Suðurgötu 11, ísafirði, þingl. eign Niðursuðuverksmiðjunnar hf., eft- ir kröfu lönþróunarsjóðs. Annað og síðara. Sætúni 3, Suðureyri, talinni eign Elfars Jóns Friðbertssonar, eftir kröfu Iðnlánasjóðs. Annað og síðara. Bæjarfógetinn á ísafirði. Sýsiumaðurínn i isafjarðarsýslu. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Gróðursetning í Grafarvogi Sjálfstæðisfélagið í Grafarvogi gengst fyrir gróðursetningu í Grafar- vogshverfi kl. 13.00 laugardaginn 10. júní. Þeir, sem hafa hug á að taka þátt í uppgræðslu okkar ágæta hverf- is eru beðnir um að mæta við Sjúkrastöðina Vog kl. 13.00 laugardag- inn 10. júní. Stjórgin. Ólafsfirðingar - Eyfirðingar Almennur fundur um sjávarútvegsmál verður haldinn á Hóteli Ólafs- fjarðar þriðjudaginn 13. júní kl. 20.30. Fundarefni: 1. Gunnar Þór Magnússon setur fundinn. 2. Halldór Blöndal alþingismaður flytur ávarp. 3. Arnar Sigurmundsson, formaður samtaka fiskvinnslustöðva, og E>orsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri, ræða stöðu fisk- vinnslu og útgerðar. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ólafsfirði. Sumarferð Varðar 1989 Hin árlega sumarferð Varðar verður farin laugardaginn 1. júli nk. Fariö verður um Suðurland, i Skálholt, Þjórsárdal, Skriðufellsskóg, Galtalæk, Gunnarsholt, Eyrarbakka og Óseyrarbrú. Aðalfararstjóri verður Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson og Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri. Nánar auglýst siðar. Ferðanefnd Varðar. Hella íslenskur metnaður og menning Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona, og Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri, verða framsögu- menn á almennum fundi í Laufafelli á Hellu miðvikudags-' kvöldið 14. júni nk. (fært aftur um einn dag frá fyrri áætlun) kl. 21.00. Umræðu- efnið verður íslensk- ur metnaður og menning en fundurinn er á vegum kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins og sjálfstæðisfélaganna á Suðurlandi. Fólk er hvatt til þess að mæta á fundinn og taka þátt í líflegum og jákvæðum umræðum um stöðu og stefnu mála eða bera fram fyrirspurnir. Á fundinum mun Rangvellingakórinnn syngja nokkur lög undir stjórn Önnu Magnúsdóttur. Kjördæmisráð Sjálfstæöisflokksins á Suðurlandi og sjálfstæöisfélaganna. fÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ÍSLANÐS ÖLDUGÖTU 3 SÍHAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardag 10. júní kl. 09: Sögu- slóðir Njálu. I þessari ferð gefst tækifæri til þess að heimsækja þá staöi, sem koma við sögu í Njálu um leið og sagt verður frá atburð- um. Verð kr. 1.500. Fararstjóri: Gunnar Guðmundsson frá Heið- arbrún. Sunnudag 11. júní: a) Kl. 10 - Höskuldarvellir - Einihlíð - Straumsvík. Ekið að Höskuldarvöllum. Geng- ið meðfram Einihlíðum að Mark- helluhóli, en þaðan er stefnan tekin i Straumsvík. Verð kr. 800. b) Kl. 13. Gjásel - Straumsel - Straumsvík. Ekin Krýsuvíkurleið og gengið að Gjáseli og Straumseli, síðan til Straumsvíkur. Verð 800 kr. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiöar við bíl. Frítt fyrir unglinga og börn innan 15 ára. Miðvikudaginn 14. júní kl. 20.: Heiðmörk - hugað að cjróðri í reit Ferðafélagsins. Okeypis ferð. Árbók Ferðafélagsins 1989 er komin út. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Ferðafélag íslands gengst fyrir göngú- og kynning- arferð j* Elliðaárdalinn laugar- daginn 10. júní. Gönguferðin er liður í dagskrá íþróttadags Reykjavíkurborgar. Brottför kl. 13.00 frá Fossvogsskóla. Foreldrar eru hvattir til að koma í létta gönguferð með börn sín og kynnast unaðsreit Elliðaár- hólmans. Fararstjóri: Þórunn Þórðardóttir. Ferðafélag íslands. Bænastund verður í Grensás- kirkju i dag, laugardag kl. 10.00. Allir velkomnir. Krossinn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Samkoma á morgun kl. 14.00. Ath. breyttan samkomutíma. [|ilj Útivist Sunnudagsferð 11. júní kl. 13 Landnámsgangan Létt ganga fyrir alla frá Elliðaár- brú um Ártúnshöfða, Gullinbrú, Gufunes og Eiðsvik i Blikastaða- kró. Þetta er 2. ferð i landsnáms- göngunni sem frestað var í janú- ar. Leggjabrjóts og Þingvallaferð er frestað vegna óhagstæðs göngufæris til 3. september i haust. Sunnudagsferðin er um fallega gönguleið. Mikið lifriki i Blika- staðakró. Tilvalin fjölskylduferð. Verið með í landsnáms- göngunni. Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku. Verð kr. 500, frítt fyrir börn með fullorðn- um. Brottförfrá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst. Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.