Morgunblaðið - 20.06.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.06.1989, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C 136. tbl. 77. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989_______________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Ókyrrð í sovésku Asíulýðveldunum: Uppþot og mann- fall í Kazakhstan Moskvu. Reuter. VOPNUÐ ungmenni fóru um ruplandi og rænandi í sovétlýðveldinu Kazakhstan um síðustu helgi og segir í fréttum TASS-fréttastofunn- ar, að nokkurt mannfall hafi orðið. Eru fréttir af þessum atburðum mjög óljósar en sagt er, að mestu átökin hafi orðið í borginni Novíj Úzen við Kaspíahaf. í nágrannaríkinu Úzbekístan hef- ur verið mikil óöld að undanförnu og 97 manns fallið að minnsta kosti en frá uppþotunum í Kazakhstan var fyrst skýrt sl. sunnudag. Þá sagði dagblaðið Komsomolskaja Pravda, að nokkrir unglingar hefðu meiðst en TASS sagði, að óeirðirnar hefðu blossað upp aftur og mátti skilja, að þær stæðu enn. „Ráðist var á lögreglustöðina í borginni og vatnsveituna og ein- hvetjir hafa fallið. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að veita særðu fólki læknishjálp og aðra aðstoð,“ sagði TASS og bætti því við, að fólkið, sem beitti einnig bareflum og gtjóti, hefði ráðist á vegfarendur og inn á heimili margra og lamað athafnalíf í borginni. í Novíj Úzen búa 120.000 manns og er olíuvinnsla helsta at- vinnugreinin. TASS sagði, að mikið atvinnu- leysi, hátt verðlag, vöruskortur og vöruskömmtun væru undirrót óeirð- anna. Sagt er, að sömu ástæður búi að baki óöldinni í Úzbekístan þótt þar hafi óánægjan brotist út í of- sóknum á hendur Meskhetum, sem eru tyrkneskur minnihlutahópur. Þá eru einnig óstaðfestar fréttir um ókyrrð í sovéska Asíulýðveldinu Túrkmenístan. Reuter Ungir stuðningsmenn Nýja lýðræðisflokksins í Grikklandi fögnuðu ákaflega þegar ljóst var að flokkur- inn hafði orðið sigurvegari í þingkosningunum á sunnudag. Flokkurinn fékk þó ekki meirihluta á þingi og svo getur farið að Andreas Papandreou myndi samsteypustjórn með bandalagi tveggja kommúnista- flokka. Lítil þátttaka í Evrópukosningunum: Grískir sósíalistar misstu meirihluta en vilja samstarf við kommúnista Stjómarflokkar töpuðu Kína: Dauðadómar og auk- in áhersla á marxisma Peking-, Hong Kong. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld reka nú áróður fyrir aukinni áherslu á marxísk fræði og endurreisn „hins hugmyndafræðilega hreinleika". Búist er við, að Zhao Ziyang, formanni kommúnistaflokksins, verði vikið frá á næstunni vegna stuðnings hans við aukið lýðræði í landinu og þykir trúlegt, að Qiao Shi, sem talinn er verði skipaður í hans stað. „Gagnbyltingin hefur verið brotin á bak aftur. Astandið er að verða eðlilegt á nýjan leik,“ sagði Li Peng forsætisráðherra og einn helsti odd- viti kínverskra harðlínumanna þegar hann og Qiao Shi komu saman á fund með mæðrum hermanna, sem létust í átökunum í síðasta mánuði. í kínverska ríkisútvarpinu er jafn- framt hafinn mikill áróður fyrir meiri kennslu í marxískum fræðum og endurreisn „hugmyndafræðilegs hreinleika" og er vitnað óspart í kennara, sem segja, að á síðustu árum hafi almenningur og jafnvel vera yfirmaður leyniþjónustunnar, sumir flokksmenn verið farnir að láta sér marxismann í léttu rúmi l'ggja. Síðastliðinn laugardag voru átta menn og konur dæmd til dauða í Peking fyrir að hafa tekið þátt í „óeirðum" og bíða þá alls 11 manns aftöku fyrir þær sakir. Þá var einn- ig skýrt frá því, að fimmti námsmað- urinn af 21 foringja „uppreisnarinn- ar“ hefði verið handtekinn. Talið er að 20 kínverskir sendiráðsmenn hafi leitað hælis á Vesturlöndum og í Japan og raunár segja sumir, að þeir séu miklu fleiri. Reuter Kínversk kona í Hong Kong grætur fyrir framan eftirlíkingu af Frelsisstyttunni. Brussel, London, Aþenu, Bonn, París, Róm. STJÓRNARFLOKKAR í Bret- landi, Vestur-Þýskalandi og Frakklandi fengu slæma útreið í kosningum til þings Evrópu- bandalagsins á fimmtudag og sunnudag. í Grikklandi, írlandi Reuter. Daily Telegraph. og Lúxemborg var jafiiframt kos- ið til þjóðþings og Sósíalista- flokkur Andreas Papandreous forsætisráðherra Grikklands missti meirihluta sinn. Nýi lýð- ræðisflokkurinn, stjórnarand- stöðuflokkur íhaldsmanna, náði þó ekki meirihluta og Bandalag róttækra vinstrimanna er því í oddaaðstöðu. Papandreou hyggst reyna að fá þá til að mynda með sér samsteypustjóm. Breski íhaldsflokkurinn galt af- hroð fyrir Verkamannaflokknum i EB-kosningunum og græningj- ar unnu þar mjög á eins og víða annars staðar. Þátttaka var aðeins um 56% að jafnaði í EB-kosningunum; í Bret- landi kusu 36%. Talið er víst að aukinn styrkur vinstrisinna og um- hverfissinna a Evrópuþinginu verði til að þyngri áhersla verði fram- vegis lögð á breytingar í félagsleg- um málum, ekki síst réttindamálum verkamanna, og setningu reglna gegn mengun. Breskir íhaldsmenn hafa ekki beðið ósigur í kosningum á lands- vísu síðan 1974 en fengu að þessu sinni aðeins 32 þingsæti, hlutu 45 sæti í Evrópukosningunum 1984. Stefna Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, sem barist hefur gegn auknum völdum fram- kvæmdastjórnar EB og sameigin- legum gjaldmiðli bandalagsins, er talin hafa beðið verulegan hnekki. Ýmsir frammámenn íhaldsmanna gagnrýna ráðherrann harkalega og kenna henni um ófarirnar; neikvæð afstaða hennar til EB hafi verið frambjóðendum fjötur um fót. Ut- anríkisráðherrar Frakka og Vest- ur-Þjóðveija funduðu í gær í París. Þeir sögðu að ríkin tvö teldu rétt að á næsta leiðtogafundi EB, sem haldinn verður í lok mánaðarins, yrðu tillögur Jacques Delors, for- seta framkvæmdastjórnar banda- lagsins, um aukna samvinnu í gjald- eyris- og efnahagsmálum sam- þykktar óbreyttar. Sósíalistaflokkar héldu víða sínum hlut eða bættu við sig fylgi, m.a. bættu ítalskir sósíalistar við sig fylgi og stjórnarflokkur spænskra sósíalista undir forystu Felipe Gonzales hélt velli. Sjá einnig: „Kosningar í Evr- ópu“ á bls.30. Palme-réttarhöldin: Lisbet viss í sinni sök Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. LISBET Palme, ekkja Olofs heitins Palme, fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar, benti í gær á manninn, sem sakaður er um að hafa myrt eiginmann hennar, og fullyrti, að hann væri morðinginn. vafa. Þykir fumlaus framburður Sakborningurinn, Christer Pett- ersson, var ekki leiddur inn í rétt- arsalinn fyrr en Lisbet var um það bil að ljúka vitnisburði sínum en þá var hún spurð hvort Pettersson væri maðurinn, sem hefði skotið mann hennar til bana og sært hana sjálfa. „Já,“ svaraði Lisbet skýrum rómi. Veijandi Petterssons dró í efa, að Lisbet gæti þekkt sakborninginn aftur með vissu þar sem þijú ár væru liðin frá morðinu en hún kvaðst ekki vera í neinum hennar hafa snúið málinu aftur í vil ákæruvaldinu. Við réttarhöldin í gær lýsti Lis- bet Palme kvöldinu örlagaríka og sagði, að eftir að maður hennar hafði verið skotinn og hún sjálf særð hefði hún séð Pettersson á vel lýstum stað í um fimm metra fjarlægð, síðan aftur þegar hann leit til þeirra handan götunnar og loks í þriðja sinn í um 40 metra fjarlægð. fylgi í mörgum ríkjum A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.