Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Rætt við fólk á förnum vegi um nýgerða kjarasamninga: Líst vel á samning- ana - ef þeir halda FÁ'I'l' hefiir verið rætt meira manna á meðal síðustu daga en nýgerð- ir kjarasamningar. Morgunblaðið ræddi í gær við átta manns og innti álits á nýgerðum kjarasamningum. Hræddur við háskólamenn „Mér líst vel á þessa samninga ef þeir haida. Oftast höfum við laun- þegar staðið miklu verr að vígi að loknum kjarasamningum. Ef stjórn- arfarið í þessu landi beinist að því að halda verðhækkunum í skefjum þá er þetta rétt stefna," sagði Har- aldur Guðnason, sem starfað hefur hjá Hitaveitu Reykjavíkur í 35 ár. „Það er ekkert vit í því að færa launþegum einhveijar þúsundir króna í kauphækkanir sem hverfa jafnóðum. Það er okkar reynsla undanfarin 20-30 ár. Ég held að það sé undir stjómvöldum komið að þessir samningar haldi. Ég hef ekki trú á öðm en að öllum ráðum verði beitt til að svo megi verða en ég er hræddur við háskólamenn. Ég hræðist að þeir sprengi þetta samkomulag. Það fer ekki hjá því að ef verðbólgan fer niður og vext- ir lækka í bönkum þá hlýtur það að koma stómm hópi fólks til góða,“ sagði Haraldur. Vondir samningar „Mér líst engan veginn á kjara- samninginn," sagði Gunnar Elfars- son, verslunarstjóri í tískuverslun- inni Hanz. „Ef gengið væri út frá því að stjómvöld stæðu við sinn hluta samkomulagsins þá væm þetta mjög góðir samningar. En ég hef ekki trú á því að stjórnin standi við vaxtabreytingamar frekar en ég trúi því að aðrar hækkanir skelli ekki á þrátt fyrir yfirlýsingar stjórn- valda,“ sagði Gunnar. „Undanfarin ár þegar aðilar vinnumarkaðarins og launþegar hafa gert með sér kjarasamninga hafa menn sest niður og oft þótt útkoman nokkuð góð. En þá dynja Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag gætti þess misskilnings að Verslunardeild Sambandsins yrði beinn aðili að sameiningu KRON og Miklagarðs í almenningshlutafé- lagi_. Hið rétta er að þeir Guðjón B. Ólafsson,_ forstjóri Sambandsins, og Þröstur Olafsson, framkvæmda- stjóri Kaupstaðar/Miklagarðs, gerðu sl. fimmtudagskvöld með sér samkomulag sem meðal annars fel- ur í sér að leitað verður leiða til hagræðingar og hagstæðra inn- kaupa fyrir báða aðila. Þetta felur það í sér, að sögn Þrastar Ólafssonar, að þess er vænst að Mikligarður hf. muni í auknum mæli beina viðskiptum sínum til Verslunardeildar Sam- bandsins, svo fremi sem slíkt verður talið hagkvæmt. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessari óná- kvæmni í fréttaflutningnum. yfir hækkanir á matvöru og ýmsu öðru en það er vitaskuld ekki hluti af kjarasamningunum. Ég finn þessum samningum líka það til for- áttu að sparifjáreigendur munu tapa peningum. En svo er það líka spuming hvort það sé ekki í lagi því það verður fyrst að huga að hinum lægstlaunuðu. Þeir hafa bor- ið minnst úr býtum ár eftir ár,“ sagði Gunnar. Kjarasamningar þeirra er skulda „Þetta eru betri kjarasamningar en við höfum gert áður ef þeir standa og launþegar eru tryggðir betur en oft áður fyrir áföllum með rauðu strikunum. Samningamir fela í sér kjararýmun fyrra hluta ársins en síðan á sú þróun að snú- ast við,“ sagði Sigfús Aðalsteins- son, forstöðumaður á bamaheimil- inu Austurborg. Sigfús taldi að samningamir hefðu í för með sér mikla raun- vaxtalækkun í takt við aðrar breyt- ingar í þjóðfélaginu. „Þetta em kjarasamningar þeirra sem skulda en líka sparifjáreigendanna. Sam- kvæmt samningunum eiga spari- fjáreigendur betur að geta fylgst með sínum innistæðum. Hagur allra er fólginn í kjarasamningnum. For- sendurnar fyrir því að samningur- inn haldi em ekki aðeins loforð ríkisstjórnarinnar heldur líka að- hald launþega. Verðskyn almenn- ings mun aukast og þess vegna styð ég þessa samninga. Það er þess virði að fara þessa leið,“ sagði Sigfús. Lækkun verðbólgu forgangsverkefhi „Það var ekki um neitt annað að ræða en að semja á þessum nótum. Það verður að ná verðbólg- unni niður, það er forgangsverk- efni,“ sagði Brynjólfur Ingólfsson, bensínafgreiðslumaður. „Ef ríkisstjómin stendur við sitt, sem ég hef trú á að hún geri, þá kemur þetta af sjálfu sér. Ef það hins vegar bregst þá stefnir í óefni.“ Brynjólfur sagði að launahækkanir væru í sjálfu sér ekki miklar en þær væru ekki lægri en við síðustu samninga ef tekið er mið af vaxta- lækkunum og lægri verðbólgu. „Ef vömverð hækkar ekki mikið og tekst að ná verðbólgunni niður þá em þetta góðir kjarasamningar," sagði Brynjólfur. Hann taldi ólíklegt að aðrir laun- þegahópar myndu stofna kjara- samningunum í voða. „Ef ríkis- stjómin stendur við sín loforð þá er þetta í góðu lagi,“ sagði Brynjólf- ur. Of lítil kauphækkun „Mér líst ekkert sérstaklega vel Símasambands- laust við Færeyjar EKKI hefiir verið hægt að hringja frá Islandi til Færeyja síðan aðfaranótt sunnudags. Veldur þessu bilun í sæstrengn- um milli Fær^yja og Leirvíkur á Hjaltlandi. Að sögn danskra símamálayfír- valda varð yart bilunar í sæstrengn- um milli Þórshafnar og Leirvíkur á aðfaranótt sunnudags. Nær síma- sambandslaust er því við Færeyjar á þessa samninga. Mér finnst að meiri kauphækkun hefði átt að vera inni í samningunum," sagði Þuríð- ur Valtýsdóttir, fiskvinnslukona hjá Granda hf. Hún sagði að sér litist vel á að vextir og verðbólga myndu lækka en kvaðst hins vegar ekki fullviss um að treysta mætti því. „Ég hef ekki mjög mikla trú á því að stjórnvöld standi við sitt og hefði gjaman viljað sjá meiri kaup- hækkanir. Sjálf er ég með 43.000 krónur í mánaðarlaun eftir sjö ára starf hér sem sérhæfð fiskvinnslu- kona. Með bónusi eru mánaðarlaun- in á bilinu 60-70.000 krónur, þann- ig að hækkunin hefði mátt vera meiri.“ Þuríður sagði að lækkun vaxta kæmi sér ekkert sérstaklega til góða þar sem hún skuldaði ekkert. „Það kemur sér að sjálfsögðu vel þegar ég kaupi íbúð,“ sagði Þuríður. Ottast að samstaða bregðist „Vaxtalækkanirnar koma nátt- úmlega öllu vinnandi fólki til góða,“ sagði Þórlindur Jóhannsson, sjó- maður. „Ég er hins vegar ekki jafn viss um að það takist að halda verð- lagi niðri, það hefur aldrei tekist hjá þeim. En maður vonar að minnsta kosti að þeir reyni að gera eitthvað betur núna.“ Þórlindur kvaðst óttast að önnur félög myndu kljúfa sig út úr þessum samningum. „Það er einmitt það sem þeir eru hræddir við sjálfir, heyrist manni,“ sagði Þórlindur. Brynjólfur Ingólfsson Þuríður Valtýsdóttir Þórlindur Jóhannsson Sólrún Héðinsdóttir Bjartsýni að koma verðbólgu niður um 20% „Mér líst vel á þessa samninga ef samstaða næst um að halda þá. En ég hef ekki trú á því að. svo verði fyrr en ég tek á því,“ sagði Sólrún Héðinsdóttir, fulltrúi hjá Tryggingamiðstöðinni. „Eg tel að þetta sé betri leið en sú sem áður hefur verið farin í kjarasamningum. Mér líst vel á að fieiri hópar en láglaunahópar taki á sig kjaraskerðingu. Ef allir standa við sitt ætti þetta að geta gengið en ef einn hópur skerst úr leik þá em forsendurnar brostnar. Ég er smeyk því miðað við fyrri reynslu þá hafa ríkisstjórnir gengið á bak orða sinna daginn eftir að skrifað hefur verið undir samninga.“ Sólrún sagði að það yrði mikil breyting til batnaðar ef svo vel tækist til að verðbólgunni yrði kom- ið niður í 6-7%. „Það yrði allt ann- að líf fyrir launþega. En mér þykir það mikil bjartsýni ef takast á að koma verðbólgunni niður um 20% og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því. Svo verður líka að koma raun- vöxtunum niður en það er ekkert kveðið á um það í samningunum. Ég hef litla trú á því að það takist á þessu ári,“ sagði Sólrún. Hætta á því að stjórnvöld bregðist Einar Erlendsson, eigandi ljós- myndaþjónustunnar Myndverks, taldi mestu hættuna við nýgerða kjarasamninga fólgna í því að stjómvöld stæðu ekki við sinn hluta samkomulagsins. „Ég er mest hræddur um að stjómvöld efni ekki loforð sín og að sá rammi sem þau hafa lofað springi," sagði Einar. „Samkvæmt kjarasamningnum eiga opinberar stofnanir ekki að hækka þjónustu sína. Þjónusta Pósts og síma á ekki að hækka en þar á bæ segjast menn þurfa á hækkun að halda þannig að allt er óvíst í þeim efnum. Ég held hins vegar að vilji sé á meðal launþega að reyna þessa leið. Miðað við ástand mála í dag, atvinnuleysi og þrengingar, þá tel ég að verkalýðs- félögin þori ekki annað en að sam- þykkja þessa samninga," sagði Ein- ar. Gunnar Birgisson að loknu prófkjöri Sjálfstæðismanna: Skýr vísbending um að fólk vildi breytingar á listanum Richard Björgvinsson segist hættur afskiptum af pólitík GUNNAR Birgisson varð í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem fram fór um helgina. I öðru sæti varð Guðni Stefáns- son, í þriðja sæti Birna Friðriksdóttir og í fjórða sæti Arnór L. Pálsson. Richard Björgvinsson varð í áttunda sæti, en hann skipaði fyrsta sæti á lista flokksins við síðustu sveitarsfjórnarkosningar. 1.842 tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru gild atkvæði 1.769. Við prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 1986 voru gild at- kvæði 1.110. í kosningunum árið 1982 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 2.925 atkvæði eða 42,1% greiddra atkvæða og fimm fulltrúa í bæjar- stjórn og árið 1986 2.483 atkvæði eða 32,1% atkvæða og fjóra fulltrúa. „Þessi úrslit eru skýr vísbending íelagsins hafi aukist með hverju ári um að Sjálfstæðisfólk í Kópavogi með þeim afleiðingum að skattfé vildi breytingar á lista fiokksins, án þess þó að um vantraust á núver- andi bæjarfulltrúa flokksins hafi verið að ræða. Þeir hafa unnið mjög gott starf en þegar fólk hefur setið lengi vilja menn oft breytingar," sagði Gunnar Birgisson. Sagði hann að með nýjum mönnum kæmu nýjar áherslur, en breytt stjómun á fjár- málum bæjarins yrði enn sem fyrr helsta baráttumálið. Skuldir bæjar- borgaranna færi að mestu leyti til að greiða niður vexti. Þessu yrði að breyta. „Þá verður að skipu- leggja framkvæmdir bæjarfélagsins í samræmi við fjárhagsstöðuna," sagði Gunnar, „og loks þarf að snyrta til í bænum og ganga frá þeim svæðum sem eru í ólestri“. „Ætli aðalástæðan sé ekki sú að fólk vildi breyta til,“ sagði Richard Björgvinsson, sem skipaði fyrsta sæti á lista flokksins við kosning- arnar árið 1986, en hann varð í áttunda sæti. „Úrslitin hafa þau áhrif að ég hætti að skipta mér af póiitík og ég mun ekki taka sæti sem varamaður." Sagði hann að því fylgdi viss söknuður að hætta eftir 16 ár í bæjarstjórn en jafnframt viss léttir. Við prófkjör árið 1986 hlaut Ric- hard Björgvinsson 273 atkvæði í fyrsta sæti og 749 atkvæði samtals og Bragi Michaelsson varð í öðru sæti með 206 atkvæði í það sæti og samtals 896 atkvæði. Asthildur Pétursdóttir hlaut 216 atkvæði í þriðja sæti og samtals 967 at- kvæði, Guðni Stefánsson hlaut 131 atkvæði í fjórða sæti en 923 at- kvæði samtals og Amór L. Pálsson varð í fimmta sæti með 137 at- kvæði í það sæti og 905 atkvæði samtals. en unnið er að viðgerð á strengnum. Hægt að er að afgreiða einstaka símtöl í gegnum gervihnött. Símasamband milli íslands og Færeyja er þráðlaust milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar en þaðan fara símtöl eftir sæstreng til Þórshafnar. Þess vegna hefur bilun í sæstrengnum fyrir sunnan Færeyjar þessi áhrif á símasam- band við ísland. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 3. febrúar 1990 1 2 Samt. 3 Samt. 4 Samt. 5 Samt. 6 ' Alls 1. Dr. Gunnar Birgisson 396 165 561 89 650 92 742 79 821 72 893 2. Guðni Stefánsson 379 156 535 108 643 116 759 101 860 72 932 3. Birna Friðriksdóttir 22 127 149 524 673 158 831 112 943 103 1.046 4. Arnór L. Pálsson 80 404 484 148 632 118 750 123 873 88 961 5. Bragi Michaelsson 278 201 479 145 624 123 747 103 850 65 915 6. Sigurður Helgason 219 149 368 116 484 102 586 107 693 87 780 7. Jón Kristinn Snæhólm 9 26 35 47 82 69 151 152 303 305 . 608 8. Richard Björgvinsson 275 101 376 65 441 62 503 49 552 49 601 9. Kristín Líndal 13 62 75 88 163 192 355 128 483 103 586 10. Kristinn Kristinsson 30 118 148 83 231 89 320 95 415 89 504 Alls 1.769 1.769 1.769 1.769 1.769 1.769 10.614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.