Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 34
Háskólanum berast góðar gjafir BÓKASAFNI Háskólans á Akureyri hafa borist ýmsar góðar gjafir að undanfórnu, bæði bóka- og peningagjafir. Dr. Ivka M. Munda gaf bókasafn- inu ritverk sín um botngróður við strendur íslands. Ole Lindquist gaf rit um hagfræði og skyldar greinar og Jón Jónsson hefur gefið rit um jarðfræði. Gauti Arnþórsson hefur gefið nokkra titla tímarita í læknis- fræði og munu þau berast safninu áfram. Kristján P. Guðmundsson og Þórður Jónsson hafa gefíð forða af tímaritinu Ægi og á bókasafnið því Ægi frá upphafí, en það er mikilvægt vegna kennslu í sjávarút- vegsdeild. Ættingjar Júlíusar Kr. Ólafssonar hafa gefið safninu tíma- ritaforða um guðspeki og andleg efni. Við stofnun sjávarútvegsdeildar í janúar færði Sigfús Jónsson bæj- arstjóri fyrir hönd Bæjarsjóðs Akureyrar Haraldi Bessasyni rektor 250 þúsund krónur er skyldu renna í bókakaupasjóð skólans. Við sama tækifæri afhenti Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri gjafabréf að upphæð 200 þúsund krónur til bókakaupasjóðsins frá Útgerðarfé- lagi Akureyringa. Að ósk gefenda verður þessum peningum varið til kaupa á ritum vegna sjávarútvegs- deildar. í fréttatilkynningu frá háskólan- um eru þessum aðilum færðar þakkir fyrir hlýhug þeirra í hans garð og metur hann mikils hlut þeirra í uppbyggingu bókasafns skólans. Sterkur og afkastamikill fyrir íslenskar aðstæður. Til afgreiðslo strax. Vélsmiðjan Víkht. 610 Grenivík, sími 96-33216. Aldrei verið jafii mikið atviimuleysi ATVINNULEYSI hefur aldrei áður verið jafti mikið á Akureyri og nú, en 331 var skráður atvinnulaus um síðustu mánaðamót og á fyrstu tveimur dögum febrúarmánaðar var mikið að gera á Vinnumiðlunarskrifstofúnni þegar 32 komu til nýskráningar. Alls eru því 363 skráðir atvinnulausir í bænum um þessar mundir. Atvinnuleysisdagar á síðasta ári urðu 32.422 á móti 14.977 á árinu 1988, sem er 116% fjölgun. Sigrún Bjömsdóttir forstöðu- maður Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar sagði að aldrei hefðu jafnmargir verið skráðir atvinnu- lausir í bænum, en næst þessu kæmi janúarmánuður árið 1984, þegar 295 voru skráðir atvinnu- lausir og hafði þá ekki sést svo há tala áður. í lok síðasta mánaðar var 331 á atvinnuleysisskrá, 125 konur og 206 karlar. Fjölmennasti hópur atvinnulausra eru verkamenn, 93 karlar úr verkalýðsfélögunum Einingu og Iðju eru atvinnulausir og 87 konur úr sömu félögum. _Fyrstu tvo daga febrúarmánaðar urðu nýskráningar atvinnulausra 32, þar af var tæplega helmingur, eða 15 félagar í Félagi verslunar- og skrifstofufólks. Sigrún segir að mest beri á atvinnuleysi á meðal verkamanna og í þjónustu- greinum. „Það hefur aldrei verið jafn- mikið atvinnuleysi hér, við höfum ekki séð neitt í líkingu við þetta,“ sagði Sigrún, en á sama tíma á síðasta ári voru 200 skráðir at- vinnulausir. Vinnuslys: Kona slasaðist mikið á hendi VINNUSLYS varð í frysti- húsi Útgerðarfélags Akur- eyringa í gærmorgun er kona Ienti með aðra hönd- ina í roðflettingarflökunar- vél. Tilkynnt var um slysið laust fyrir klukkan 10 í gærmorg- un. Kona sem var að vinna við flökunarvélina lenti með hægri hönd í vélinni og að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist hún mikið á fíngrum og lék vafi á hvort hún héldi þeim öllum. Að sögn lögreglu hafði konan margra ára reynslu af vinnu við slíkar vélar. Ekki er ljóst með hvaða hætti slys- ið varð. Kona var strax flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hún gekkst undir aðgerð. Ólafsfjörður: Olafiir Bekkur með 140 tonn ÓLAFUR Bekkur ÓF landaði um 140 tonnum í Ólafsfirði í gær. Uppistaða aflans var þorskur og þeim hluta sem ekki verður unninn í Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar verður ráðstafað annað. Frekar rólegt hefur verið í fisk- vinnslunni hjá HÓ í janúar, en hjól- in eru nú farin að snúast hraðar og vinna um 100 manns þar þegar allt er komið á fulla ferð. Loðnubræðsla HÓ hefur tekið á móti um 2.000 tonnum frá aramót- um, en Guðmundur Ólafur ÓF hefur landað þar í fjögur skipti og ævin- lega verið með fullfermi. Ný lyftsL vígð í Hlíðarfjalli Morgunblaðið/Rúnar Þór Ný diskalyfta var formlega tekin í notkun i Hlíðar- fjalli á laugardag. Lyftan, sem er í Hólabraut norðan Skíðastaða, er 350 metra löng og á henni er 50 metra hæðarmunur. Hún getur flutt 800 manns á klukkustund, en einkum er hún ætluð bömum og byijendum og var sett upp í stað annarrar sem tekin var niður vegna slysahættu. Við vígslu lyftunnar flutti Reynir Karlsson íþrótta- fulltrúi ríkisins ávarp og einnig Sigfús Jónsson bæjarstjóri. í tilefni dagsins var ókeypis í allar lyftur Hlíðarfjalls og sagði ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða að 1.500-1.700 manns hefðu verið á skíðum á laugardaginn í góðu veðri. Einnig var aðsókn góð á sunnudag, en veðrið var þó ekki sérstakt. í gær, mánudag, var fjölmenni í fjallinu og sagði ívar að aðsóknin væri svipuð og á meðal sunnudegi. Mikill og góð- ur skíðasnjór er nú í Hlíðarfjalli. * Akureyrarbær og IBA: Rammasamningur um byggingu, rekstur og aftiot íþróttamannvirkja BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt rammasamning á milli Akur- eyrarbæjar annars vegar og Iþróttabandalags Akureyrar hins vegar, en samningurinn kemur til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í dag. Samningurinn er til fjögurra ára í senn og framlengist sjálfkrafa sé honum ekki sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Rammasamningur um samstarf bæjarins og ÍBA er gerður í kjölfar breytinga á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. í samningnum er fjallað um byggingu, rekstur og afnot af íþróttamannvirkjum á Akureyri. í samningnum segir að Akureyrar- bær viðurkenni þjónustuhlutverk sitt við íþróttafélögin í æskulýðs- og íþróttamálum og íþróttafélögin hlut- verk sitt og skyldur gagnvart bæj- arbúum. Með samningnum vilji Akureyrarbær tryggja að fé það sem bæjarsjóður leggur fram til bygging- ar íþróttamannvirkja nýtist sem best Framleiðum snjóblásarann BARÐA þeim bæjarbúum sem stunda íþrótt- ir. íþróttafélögin muni kappkosta að gera sem flestum bæjarbúum kleift að stunda íþróttir, m.a. með því að veita þeim greiðan aðgang að mann: virkjum og starfsemi félaganna. í því felist að félögin hafi með sér samstarf um að haga starfi sínu þannig að báðum kynjum, öllum aldurshópum og fötluðum sé veitt aðstaða til íþróttaiðkana. Akureyrarbær hefur forgangsrétt á notkun íþróttamannvirkja á skól- atíma fyrir nemendur, en séu mann- virkin í eigu íþróttafélaganna skal gera samningþar um. Bygging íþrótt- amannvirkja á Akureyri mun eftir gildistöku samningsins verða einkum með þrennum hætti, bygging verði alfarið á vegum bæjarins, Ak- ureyrarbær og íþróttafélag geri með sér eignaskipta- og samstarfssamn- ing um byggingu mannvirkis eða íþróttafélag byggi íþróttamannvirki og bærinn leggi fram allt að 75% af stofnkostnaði. Þá kemur einnig fram að undir samninginn geti einn- ig fallið meiriháttar endurbætur á íþróttamannvirkjum félaganna. Iþróttafélagi ber að greiða 25% af stofnkostnaði mannvirkis og skulu þau gera bæjaryfirvöldum grein fyrir með hvaða hætti þau munu leggja fram sinn hlut, en þeim er heimilt að gera það með öðru en reiðufé. Þannig geta þau lagt fram efni eða vinnu, en slíkt framlag skal meta fyrirfram. íþróttafélög skulu fyrir 1. nóvem- ber ár hvert senda bæjaryfirvöldum tillögur um stofnkostnað vegna framkvæmda næsta árs og ákveður bæjarstjóm framlög vegna stofn- kostnaðar íþróttamannvirkja við gerð fjárhagsáætlunar, en til þess teljast m.a. hönnun, byggingareftir- lit, opinber gjöld, efni, vinna, véla- vinna, akstur, verkstjórn og frágang- ur lóða. Fjármagnskostnaður á bygg- ingartíma telst ekki með í stofn- kostnaði, né heldur laus búnaður sem ekki er nauðsynlegur vegna íþróttakennslu. Styrkir og framlög sem íþróttafélög kunna að hljóta frá öðmm aðilum vegna byggingar íþróttamannvirkja skulu renna óskertir til þeirra. ÍBA fær til úthlutunar þá tíma í íþróttamannvirkjum í eigu bæjarins, sem ekki em nýttir af skólunum, eða leigðir til einstaklinga. Á fjárhagsáætlun hveiju sinni mun bærinn veita rekstrarstyrki til íþróttafélaga og eru þessir styrkir þrenns konar, greiðsla leigu á íþrótta- húsnæði fyrir félögin, styrkir til rekstrar íþróttasvæða, s.s. knatt- spyrnuvalla, skautasvella og golf- valla og í þriðja lagi almennir styrk- ir, ferðastyrkir, styrkir vegna sér- stakra afreka, heimsókna eða þátt- töku í aiþjóðlegri keppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.