Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6/ FEBRÖAR 1990 87 Bíóborgin sýnir „Móðir ákærð“ HAFIN er sýning á kvikmyndinnj „Móðir ákærð“ í Bíóborginni. I aðalhlutverkum eru Diane Keat- on og Liam Neeson. Leikstjóri er Leonard Nimroy. Babe er yngst fimm systkina. Hún stendur uppí hárinu á föður sínum sem er hinn mesti harð- stjóri. Babe verður vanfær af völd- um pilts í nágrenninu sem þykir ósamboðinn og fær því ekki að gift- ast honum, en er send til Sviss með einni systra sinna. Þar elur hún barn sem hún er neydd til að gefa. Anna er systurdóttir Babe. Hjónabandi Önnu og Brian lýkur þegar Molly dóttir þeirra er sex ára. Einhveiju sinni þegar Molly hefur verið hjá föður sínum neitar hann að skila henni til Önnu. Ástæðuna segir hann vera fijáls- lyndi Önnu í uppeldismálum, m.a. hvernig hún fræðir hana um líkam- ann. Málið fer fyrir dómstóla og líf Önnu er í rúst. Úr mynd Bíóborgarinnar „Móðir ákærð“. 77/ SÖLU Til sölu ýmiss búnaður til fiskvinnslu. Upplýsingar í síma 622928. SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN F É I. A G S S T A R F Sjálfstæðisfólk Hafnarfirði Sjálfstæðlskvennafélagið Vorboði, Hafnarfirði, heldur námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu, mánudaginn 12. febrúar kl. 20.30, miðvikudaginn 14. febrúar og laugardaginn 17. febrúar. Leiðbeinendur veröa Guðmundur Á. Tryggvason og Hafsteinn Þórð- arsson. Stjórn Vorboóans. KURANT Fjárfesting er valkostur/atvinnutækifæri Til sölu er 550 fm verslunar- og skrifstofuhús- næði við Selvogsbraut 12, Þorlákshöfn. Fast- eignin er fullfrágengin og öll hin vandaðasta. Eignin skiptist þannig: Neðri hæð: 450 fm matvöruverslun og sölu- turn ásamt vel búinni kjötvinnslu og lager með innkeyrsludyrum og rúmgóðri kaffistofu. Allt vel úr garði gert enda nýtt. Efri hæð: Tvö 100 fm rúmgóð skrifstofuher- bergi ásamt sal, sem mætti nýta undir sjálf- stæðan rekstur þar sem inngangur er sér. Húsnæði þetta er mjög vel staðsett við aðal- götu Þorlákshafnar (gengur þvert í gegnum byggðina). Við þessa götu er t.d. Póstur og sími, sveitarstjórnarskrifstofan, tveir bankar o.fl. Húsið er þannig byggt að íofthæð er ca 5 m þar sem hún er mest og auðvelt að nýta það undir annan rekstur en matvöru- verslun. Umsetning þess fer vaxandi með aukinni byggð og þjónustu. Til sölu er á sama stað fullbúin og ný tæki til verslunarreksturs: Djúpfrystir 2 einingar x 275 cm samtals 550 cm. Teg.: Iwo. Áleggskælir 285 cm. Teg.: Iwo. Áleggskælir 360 cm. Teg.: Iwo. Kjötborð 450 cm. Kæli- og frystiklefar ásamt mjólkurkælum. Teg.: Iwo. Hillur og innr. frá Matkaup hf. Teg.: Beanstalk. Furuhillur og innréttingar. Teg.: Lundia.- Áleggshnífur GF-220. Dick pylsustoppari 15. 3 stk. Sweda afgreiðslukassar. 3 stk. Precisa reiknivélar. 1 stk. hakkavél E. END 12. E. Farsvél með útt. 84186. Kjöthamar HO 403. Frystivélasamstæða 7,5 hö frá S. J. Frost. Kælivélasamstæða 7,5 hö. frá S. J. Frost. ARC filmupökkunarvél frá Plastos. Alpha-Cosmic vers II vog frá Plastos. 3 stk. Hallo 1 YG verðmerkibyssur. 2 stk. Mertens kassaborð teg. 48203 frá Matkaup hf. 50 stk. innkaupakörfur. Teg.: Caddie. 25 stk. innkaupakörfur á hjólum. Teg.: Caddie. Kjötsög. Verslunarborð, einfalt frá Matkaup hf. Verslunarborð, tvöfalt með gleri frá Matkaup hf. Ofangreind fasteign og rekstrarfé er til sölu eða leigu í heild eða hlutum. Ýmsir skipta- möguleikar eru fyrir hendi. Upplýsingar í síma 688872, Árni. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Garðabæ Fundur verður haldinn í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu, Lyngási 12. Fundarefni: 1. Ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum 26. maí 1990. 2. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ. Dagskrá fundar flokksráðs, formanna og sveitarstjórnamanna Sjálfstæðisflokksins á Hótel Sögu 9.-10. febrúar 1990 Föstudagur 9. febrúar: Kl. 14.00 Fundarsetning. Ræða formanns Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteins Páls- sonar, alþingis- manns. Kl. 14.00 Kaffi. Kynning á drögum að stjórnmálaályktun. Almennar umræður. Kl. 17.00 Fundarlok. Kl. 17.30 nefndarstörf i valhöll. Stjórnmálanefnd. Nefnd um kosningastarf. Laugardagur 10. febrúar: Kl. 10.00 Kynningar- og útgáfumál í kosningum: Björn Björnsson, dagskrárstjóri, og Þórarinn Jón Magnús- son, ritstjóri. Flokksskrifstofan og kosningastarfið: Guðmundur Magnússon, deildarstjóri. Verkefni landssamtaka I sveitarstjórnakosningum: Guðmundur Hallvarðsson, formaður verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins. Sigríður A. Þórðardóttir, formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Davið Stefánsson, formað- ur Sambands ungra sjálfstæðismanna. Almennar umræður. Kl. 12.00-13.00 Sameiginlegur hádegisverður á Hótel Sögu. Kl. 13.00 Ríkisstjórnin og sveitarfélögin. Ræða varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Odds- sonar, borgarstjóra. Störf og starfshættir sveitastjórnarmanna. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Akureyri. Lilja Hallgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Garðabæ. Sigurður Einarsson, bæjarfulltrúi, Vestmannaeyjum. Kl. 16.00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.00 Fundarslit - formaður Sjálfstæöisflokksins, Þorsteinn Pálsson, alþingismaður. Sjálfstæðisfélag Keflavíkur Almennur félagsfundur verður haldinn miövikudaginn 7. febrúar. Fundarefni: Stjórnun fiskveiða - kvótakerfið. Frummælandi: Kristján Ingibergsson, skipstjóri. Fundarstaður og tími: Hringbraut 92 kl. 20.00. Allir velkomnir. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Seltirninga ? s opið hús verður miðvikudaginn 7. febrúar á Austurströnd 3, kl. 17.30-19.00. Bæjarfulltrúar mæta og ræða um bæjarmál. Stjórnin. Ræðunámskeið Stefnis Þar sem við vitum að orðið er afl hinna hugsandi manna mun Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, gangsetja sitt áriega, gagnlega og fjörlega ræöunámskeið á næstunni. Námskeið- ið hefst fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 í Sjallanum, Strandgötu 29, Hafnarfirði. Fræðslan verður meðtekin á fimm kvöldum en á því sjötta verður ræðukeppni milli nemenda námskeiðsins. Leiðbeinandi verður sá snjalli orösins maður, Kristinn Jóhannesson. Útdeiling upplýsinga og skráning fer fram i Sjallanum við Strand- götu, á staðnum eða í síma 50228 á skrifstofutíma. Fræðslunefnd Stefnis. Ungt sjálfstæðis- fólk í Dalasýslu - Herðum sóknina! FUS Dalasýslu heldur opinn stjórnarfund í Dalabúð fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Gestur fundarins verður Beldina Theriault varaformaður SUS og mun hún ræða störf SUS og samstarf SUS og fétag- anna með tilliti til sveitarstjórnarkosninga. Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið. FUS Dalasýslu, Samband ungra sjálfstæðis- manna. Framtíð lífeyrismála á íslandi Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Óðinn halda sameiginlegan fund um lífeyrlsmál, miðvikudaginn 7. febrúar í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst kl. 18.00. Framsögumenn: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og verkalýðsráðs. Pétur H. Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri V.S.I. Kl. 19.30 léttur kvöldverður. Umræður, fyrirspurnir. Fundarstjóri: Kristján Guðmundsson, formaður Óðins. Fundarritari: Guðrún Zoéga, formaður Hvatar. Allt sjálfstæðisfólk velkomið á meöan húsrúm leyfir. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins, Málfundafélagið Óðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.