Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Rúmenía: Brucan segir sig úr Þjóðarráðinu Búkarest. Reuter. SILVIU Brucan, helsti hugmyndafræðingur Þjóðarráðsins í Rúm- eníu, sem tók við völdunum eftir byltinguna í desember, sagði óvænt af sér á laugardag og er talið að afsögn hans auðveldi lýðræðisþróun í landinu. Silviu Brucan, sem var áður stjómarerindreki í Washington og hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði er hann tilkynnti afsögn sína að stjórnmál Rúmeníu einkenndust af „persónulegum metnaði og hags- munapoti framagosa". Hann fór beint úr stofufangelsi í ellefu manna framkvæmdanefnd ráðsins og þótt hann hefði notið virðingar sem and- Egypskir lögreglumenn gæta langferðabílsins, sem ráðist var á fyrir norðan Kairó á sunnudag. Hryðjuverkamenn drepa 10 Israela í Egyptalandi: Ottast alvarleg áhrif á Mð- arhorfúr í Miðausturlöndum Jerúsalem, Kairó. Reuter. EGYPSKA lögreglan leitaði í gær ákaft mannanna, sem réð- ust á sunnudag á langferðabíl með skothríð og hand- sprengjukasti og myrtu 10 ísra- elska ferðamenn og tvo egypska öryggisverði. Átti' árásin sér stað ekki Qarri Kairó í Egyptal- andi og hafa tvenn samtök lýst hryðjuverkinu á hendur sér. Er óttast, að þessi atburður geti spillt verulega fyrir hugsanleg- um samningaviðræðum um frið í Miðausturlöndum. Grímuklæddir menn stöðvuðu langferðabílinn 65 km fyrir norð- austan Kairó og réðust síðan á Bretland: Spáð er minni út- breiðslu alnæmis St. Andrews, frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. OPINBERAR tölur, sem geftiar voru út í Bretlandi sl. föstudag, benda til, að mun færri muni sýkjast af alnæmi á næstu árum, en áður var talið. í skýrslu frá stofnun, sem nefn- ist Public Health Laboratory Service, er spá um útbreiðslu sjúk; dómsins fram til ársins 1993. í henni er gert ráð fyrir 1.300 nýj- um tilfellum í Englandi og Wales á þessu ári og að 750 Játist af völdum sjúkdómsins. Á árinu 1993 er spáð að ný alnæmistil- felli verði á bilinu 1.175 til 4.825 og af þeim verði 875-1.500 sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn. Nýjustu tölur frá brezka heil- brigðisráðuneytinu sýna, að 2.830 einstaklingar hafí greinzt með einkenni sjúkdómsins og af þeim hafi 1.612 látizt. í áðumefndri spá er gert ráð fyrir að 6.380 muni greinast með sjúkdóminn fyrir árslok 1993 og 4.980 muni látast. Þetta eru mun lægri tölur en áður hefur verið spáð. í skýrslu frá 1988 var gert ráð fyrir, að fyrir árslok 1992 myndu 30 þús- und einstaklingar greinast með sjúkdóminn og 17 þúsund hafa látizt. Skýringin á þessu er sögð vera sú, að mikil breyting hafí orðið á hegðun samkynhneigðra karla á miðjum síðasta áratug. Einnig er bent á bætta meðferð alnæmis- sjúkra og betri lyf. Sagt er, að útbreiðslan meðal gagnkyn- hneigðra og eiturlyfjasjúklinga muni aukast. hann með skothríð og sprengju- kasti. Biðu 12 manns manns bana eins og fyrr segir, 10 ísraelar og tveir Egyptar, og 16 særðust, sum- ir alvarlega. í gær fannst bíllinn, sem tilræðismennirnir notuðu, og skömmu síðar handtók lögreglan þijá menn, sem hún taldi vera með fölsuð saudi-arabísk vegabréf en við nánari athugun reyndist svo ekki vera og var þeim þá sleppt. Tvenn samtök hafa lýst ódæðinu á hendur sér. Er annars vegar um að ræða ókunna hreyfíngu, sem kallar sig „Vamarsamtök kúgaðra í egypskum fangelsum", og hins vegar „Heilagt stríð“, sem eru rót- tæk, palestínsk hryðjuverkasamtök. í íran hafa morðin verið lofuð sem hetjudáð en einn helsti leiðtogi Pal- estínumanna á hernumdu svæðun- um, Faisal al-Husseini, hefur for- dæmt þau. í ísrael hafa viðbrögðin við morð- unum verið mikil og Yitzhak Sham- ir forsætisráðherra og Likudflokk- urinn ætla ekki að taka þátt í fundi, sem James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur boð- að til með utanríkisráðherrum ísra- els og Egyptalands. Átti þar að ræða hugsanlegar friðarviðræður milli Palestínumanna og ísraela. Þá kenna harðlínumenn eins og Ariel Sharon, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, Egyptum sjálfum um morðin og krefjast þess, að hætt verði við fyrirhugaðar kosningar á hemumdu svæðunum. Esmat Abdel-Maguid, utanríkis- ráðherra Egyptalands, sagði í gær, að allt yrði gert til að fínna hina seku og kvað hann stjómvöld stað- ráðin í að láta hryðjuverkamennina ekki eyðileggja vonina um frið í Miðausturlöndum. Erlendir stjóm- arerindrekar í Kairó segja, að at- burðurinn geti haft mikil og alvar- leg áhrif á ferðamannastrauminn til Egyptalands, sem er verulegur og ein helsta gjaldeyrisuppsprettan. Júgóslavía: Kommúnistarí Slóveníu fara eigin leiðir Pristína. Reuter. Kommúnistar í Slóveníu sögðu sig á sunnudag úr lögum við skoðanabræður annars staðar í Júgóslavíu. Jafiivel er talið að flokksdeild kommúnista í Kró- atíu geri slíkt hið sama innan tíðar. Þjóðareining í Júgóslavíu hefur ekki verið í meiri hættu frá lokum seinni heimsstyijaldar. Miklar óeirðir hafa verið undanfarið í Kosovo, sjálfstjórnarhéraði í suðu- hluta Júgóslavíu. í norðri hafa kommúnistar í Slóveníu og Króatíu viljað hleypa af stokkunum umbót- um í anda annarra Austur-Evró- puríkja. Þessar hugmyndir hafa mætt andstöðu hjá suðlægari lýð- veldum landsins. Á sunnudag var Slóvenum nóg boðið og sögðust kommúnistar þar vilja taka jafnað- armenn í Vestur-Evrópu sér til fyr- irmyndar. Var nafni flokksdeildar- innar breytt til að leggja áherslu á þetta. Forsetakosningar í Costa Rica: Rafael Angel Calderon lýsir yfír sigri San Jose, Reuter. RAFAEL Angel Calderon Fournier, frambjóðandi stjórnarandstöð- unnar, lýsti í gær yfír sigri í forsetakosningunum í Cosa Rica. Þá höfðu innan við 10% atkvæða verið talin og verður ekki skýrt frá endanlegum úrslitum kosninganna fyrr en í næstu viku. Calderon er fertugur lögfræðing- ur og var í forsetaframboði í þriðja sinn. Hann er sonur fyrrum forseta landsins og var utanríkisráðherra landsins seint á áttunda áratugnum. Frambjóðandi stjómarflokksins, Carlos Manuel Castillo, játaði ósig- ur stuttu eftir að Calderon hafði lýst yfir sigri. Báðir höfðu heitið að framfylgja friðaráætlun Oscars Arias, forseta, og halda áfram efna- hagsumbótum, sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefur beitt sér fyrir í Costa Rica. Þar var hagvöxtur meiri á sl. ári og þar ríkir meiri velmegun en í nokkru öðru Mið- Ameríkuríki. Jafnframt á lýðræði sér lengri hefð þar en í öðrum ríkjum Mið-Ameríku en landsmenn eru 2,8 milljónir. Samkvæmt lögum landsins getur starfandi forseti hvorki boðið sig fram að nýju né haft afskipti af kosningabaráttu. Þess vegna hverf- ur handhafi friðarverðlauna Nóbels, Oscar Arias, nú úr embætti forseta eftir að hafa gegnt því undanfarin fjögur ár. stæðingur Nicolae Ceusescus, fyrr- um einræðisherra, hafði hann sætt vaxandi gagnrýni sem einn af for- ystumönnum Þjóðarráðsins. Brucan var einnig formaður ut- anríkismálanefndar Þjóðarráðsins og efndi oft til blaðamannafunda með erlendum fjölmiðlamönnum. Þar gaf hann stundum í skyn að menntamenn myndu fara með völd- in í landinu í framtíðinni og þóttu ummæli hans oft bera vott um hroka gagnvart alþýðunni. Þegar Doina Cornea, einn af fáum andófs- mönnum landsins á valdatíma Ceausescus, sagði sig úr Þjóðarráð- inu lét Brucan svo ummælt að hún væri „einfeldningur í stjórnmálum“. Hún hafði látið í ljós áhyggjur yfír því að Þjóðarráðið stefndi að ein- ræði. Brucan varði þá ákvörðun Þjóðarráðsins að bjóða fram í kosn- ingunum 20. maí þrátt fyrir að leið- togar ráðsins hefðu áður lofað að leysa það upp. Fyrrum félagar Brucans í Þjóðar- ráðinu hafa ekki tjáð sig um afsögn- ina en heimildarmenn í Rúmeníu segja að virðing hans á meðal al- mennings hafi farið síþverrandi. Talsmenn annarra flokka sögðu að afsögn Brucans hefði komið á óvart en ekkert benti til þess að þeir sæju eftir honum. Leiðtogar margra stjórnarand- stöðuflokka landsins, sem eru um þijátíu, hafa kvartað yfír því að Þjóðarráðið hafi háð óréttláta kosn- ingabaráttu, neitað að útvega nýju flokkunum fjármuni, húsnæði og aðgang að fjölmiðlum. Mihai Draganescu aðstoðarforsætisráð- herra vísaði þessu á bug í gær og sagði að leiðtogar Þjóðarráðsins væru staðráðnir í að koma á fjöl- flokkakerfi með öflugri stjórnar- andstöðu. Reuter Rafael Angel Calderon Fournier meðal stuðningsmanna fyrir utan kjörstað í San Jose, höfúðborg Costa Rica, á sunnudag. Armenar-Azerar: Riga-samning- urinn brotinn Moskvu. Reuter. SVO virðist sem samningur milli fulltrúa Armena og Azera um vopnahlé og skipti á gíslum, er gerður var um helg- ina í Riga, höfúðborg Lett- lands, fyrir tilstuðlan Þjóðar- hreyfinga i Eystrasaltslöndun- um, hafí þegar verið brotinn. Túlsmaður Þjóðarhreyfíngar Armena sagði í gær að armen- skir íbúar nokkurra þorpa í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan hefðu verið neyddir til að yfir- gefa heimili sín og haft að yfir- varpi að þetta væri gert til að tryggja öryggi þeirra sjálfra. Fulltrúar þjóðanna tveggja hafa fundað í nokkra daga í Riga og á laugardag var gefín út yfír- lýsing um vopnahléð og gísla- skiptin. Sagt var að allar tilraun- ir til að magna átökin væru and- stæðar hagsmunum þjóðanna. Að sögn danska blaðsins Berl- ingske Tidende vildi hvorug sendinefndin víkja í deilunum um hið umdeilda hérað Nagomo- Karabak sem byggt er Armenum en heyrir undir Azerbajdzhan. Haft er eftir fréttabréfi Moskvu- útvarpsins, Interfax, að báðir aðilar hafí lagt áherslu á að deil- umar snúist fremur um land- svæði en trúarbrögð. Armenar eru kristnir en Azerar múslimar. Innrás sovéska hersins í Az- erbajdzhan fyrir skömmu hefur orðið til að beina athygli Azera frá deilunni við Armena og gegn Moskvuvaldinu. Talið er að um 320 manns hafí týnt lífí í átökum þjóðanna undanfarin tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.