Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Greinargerð ASI um kjarasamningana; Kaupmáttur tryggður við lágt verðbólgustig Frá undirritun samninganna. Fulltrúar alþýðusambandsins og fulltrúi Stéttarsambands bænda. Hér fer á eftir greinargerð Al- þýðusambands íslands um nýgerða kjarasamninga þar sem leitast er við að svara helstu spurningum sem fram hafa komið um samningana. Rétt þykir í upphafi að fara ör- fáum orðum um þá kosti sem sam- tök launafólks stóðu frammi fyrir nú er kjarasamningar losnuðu um áramót. Valið stóð á milli tveggja leiða. Annarsvegar leið hárra kaup- hækkana, gengisfellinga og áfram- haldand i verðbólgu. Fullyrða má að þeirri leið hefði fylgt óstöðug- leiki og minnkandi atvinnuöryggi þegar líða tekur á árið. Hins vegar sú leið að tryggja sömu kaupmátt- amiðurstöðu með iágum kaup- hækkunum, vaxtalækkunum og föstu gengi. Á fundum með stjóm- um ASÍ-félaga víða um land í jan- úarmánuði fengust skýr skilaboð frá launafólki. Það hafnaði leið hárra kauphækkana, géngisfellinga og óðaverðbólgu og vildi fara leið lægri kauphækkana, stöðugs geng- is, hraðminnkandi verðbólgu og lækkandi vaxta. Á þeim grundvelli náðist svo samstaða með atvinnu- rekendum, bændum, viðskiptabönk- um og stjórnvöldum um nýjan kjarasamning. Hvers vegna verður að draga úr verðbólgunni? í verðbólgu hækkar verð á vömm og þjónustu jafnt og þétt. Við fáum minna fyrir kaupið okkar ef það hækkar ekki í takt við verðhækkan- imar. Með öðmm orðum: Kaup- máttur launa rýmar. Vextir verða háir og verðtryggð- ar skuldir hækka stöðugt. Þrátt fyrir skilvísar greiðslur lækkar upp- hæð höfuðstóls verðtiyggðra lána ekki heldur hækkar. Láglaunafólk verður verst úti í verðbólgunni. Það getur ekki birgt sig upp af nauðsynjum áður en verðhækkanir dynja yfír eða keypt sér dýrar innfluttar vömr áður en gengið er fellt. Efnafólk hagnast á verðbólgunni á meðan lágtekjufólk ber skarðan hlut frá borði. í verðbólgu tapast verðskyn og þar með verður lítið úr nauðsynlegu verðlagseftirliti neytenda. Fyrirtækin standa frammi fyrir sömu vandamálum og launafólkið. Áætlanir um innkaup fara úr skorð- um og stjórnun fer að snúast um kapphlaupið við verðbólguna. Inn- iend verðbólga og gengisfellingar valda stöðugu umróti. Fyrirtæki sem standa höllum fæti gefast upp. Það verður því að draga veruleg'a úr verðbólgunni til þess að tryggja kaupmátt launa, treysta atvinnu og til þess að búa okkur undir það að geta aukið tekjur okkar í fram- tíðinni. Að hverju er steftit með samningnum? ★ Meginmarkmiðin eru: 1. Draga úr verðbólgu. 2. Stöðva kaupmáttarfallið. 3. Tryggja kaupmáttinn. 4. Bæta stöðu þeirra tekju- lægstu. 5. Koma á stöðugleika í atvinnu- lífínu. 6. Treysta atvinnu. Hvemig verður þessum markmiðum náð? ★ Það verður gert með því að: 1. Halda gengi krónunnar stöð- ugu. 2. Hækka laun. 3. Hafa rauð strik og launa- nefnd. 4. Halda búvöruverði óbreyttu út árið. 5. Lækka vexti. 6. Draga úr verðhækkunum á opinberri þjónustu. Hvernig á að draga úr verðbólgunni? Ef nafnvextir, sem að undan- förnu hafa verið um 30%, lækka minnkar kostnaður fyrirtækjanna jafnvel þótt raunvextir lækki ekki. Þetta taka atvinnurekendur undir því í samningnum segir um forsend- ur: „Svigrúm vegna nafnvaxta- lækkunar verði þegar nýtt í at- vinnurekstrinum til að mæta upp- hafshækkun launa. Að ýtrasta að- halds verði gætt í verðlagsmálum. „Hér er vísað til vaxtalækkunarinn- ar, sem þegar hefur átt sér stað úr um 30% í um 22%. Væntanlega eru vandfundin þau fyrirtæki sem ekki hagnast meira á vaxtalækkun- inni en nemur kostnaðinum við launahækkunina. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem atvinnurekendur gangast undir það að axla kaup- hækkanir án þess að hækka verð. Gengisfellingar leiða til þess að verð á innfluttum vörum og að- föngum hækkar. Lán í erlendri mynt hækka líka. Þess vegna er mikilvægt að halda gengi stöðugu ef við ætlum að hemja verðbólguna. Búvörur eru meðal brýnustu nauðsynja heimilanna. Þetta á eink- um við um mjólk og mjólkurafurð- ir. Þess vegna gerði Alþýðusam- bandið þá kröfu að búvöruverð yrði óbreytt. Til þess að ná því marki var annars vegar samið við bændur og hinsvegar ríkisstjómina. Bænd- ur fallast á að verð til þeirra sem framleiða hefðbundnar búvörur verði óbreytt til 1. desember ef for- sendur kjarasamninganna halda. Ríkisstjómin ábyrgist að verð til verslana hækki ekki. Neytendur verða því að hafa vakandi auga með því að kaupmenn hækki ekki verð á þessum vömm. Samkomulag var gert við ríkið um að opinber fyrirtæki hækki gjaidskrár sínar minna en áætlað hafði verið. Það var hins vegar ekki fallið frá öllum hækkunum. Þannig er áætlað að afnotagjald fyrir ríkisútvarpið muni hækka um 6% frá upphafí til loka árs í staðinn fyrir 14% og gjaldskrá Pósts og síma um 9% í stað 15%. Ennfremur var gefíð fyrírheit um að draga úr áformuðum álögum sem nemur 0,3% í framfærsluvísitölu. Sömuleiðis er gert ráð fyrir því að sveitarfélög endurskoði gjald- skrár sínar. Með þessum aðgerðum og sterku almennu aðhaldi eru bundnar vonir við að verðbólga lækki úr um 25% í 6-7%. Tekst að stöðva kaupmáttarhrapið? Kauphækkanir í þessum samn- ingi eru minni en oftast áður. Þær eru: l.febrúar 1990 1,5% 1. júní 1990 1,5% 1. desember 1990 2,0% 1. mars 1991 2,5% 1. júní 1991 2,0% Þessar kauphækkanir munu ekki nægja til þess að mæta að fullu þeim verðhækkunum sem spáð er fyrri hluta samningstímans. Kaup- máttur mun því á 2., 3. og 4. árs- fjórðungi þessa árs verða um 1,5% lægri en hann var í janúar sl. Síðan mun hann hækka og verða á samn- ingstímanum 1991 um 0,5% hærri en í janúar sl., þ.e. svipað og í des- ember 1989. Þetta mat á kaupmætti er byggt á því að verðlagsspáin standist. Verðlagsspáin gerir ráð fyrir því að frá desember 1989 til desember 1990 hækki verðlag um 6,2% og um 5,7% frá desember 1990 til desember 1991 ef hvorki kemur til endurskoðunar samnings í nóvem- ber 1990 né nýrra samninga í sept- ember 1991. Ef verðlagsforsendur standast ekki mun reyna á úrskurði launa- nefndar. Kaupmáttur ætti því ekki að fara úr skorðum frá því sem hér er gert ráð fyrir. Heildamiðurstaðan er því að kaupmáttur mun lækka nokkuð framan af samningstfmanum og rétta sig síðan af. Kaupmáttar- hrapið hefur því verið stöðvað. Meðfylgjandi er kaupmáttarspá fyrir meðaltaxta ASÍ á samnings- tímabilinu og línurit sem sýnir áætl- aða kaupmáttarþróun greidds tíma- kaups. Hvemig em launin verðtryggð? I samningnum er lögð megin- áhersla á að halda aftur af verð- hækkunum til þess að kaupmáttur haldist sem best. Það er hins vegar ljóst að ýmislegt getur farið úr- skeiðis og því eru í samningnum verðtryggingarákvæði sem reynir á ef verðbólgan fer fram úr áætlun, þ.e. fer fram úr rauðu strikunum í samningnum. Launanefnd fjallar um tilefni til verðbóta á laun og úrskurðar um launahækkanir. Launanefndin fylg- ist með framvindu efnahags-, verð- lags- og launamála. Hún á ekki aðeins að bíða þess að í ljós komi að verðlag fari fram úr rauðu strik- unum. Hún á að hafa frumkvæði að því að gripið verði til aðgerða ef eitthvað fer úrskeiðis. í launanefnd sitja tveir fulltrúar frá hvorum samningsaðila. Hækki framfærsluvísitala í maí eða sept- ember á þessu ári eða í maí á næsta ári umfram áætlanir kemur til úr- skurðar launanefndar. Ef ekki næst samkomulag ræður afstaða ASÍ niðurstöðunni en VSÍ/VMS geta sagt samningnum upp. I nóvember fer fram meginendur- skoðun samningsforsendna. Launa- nefndin metur stöðu efnahagsmála og leitast við að ná samkomulagi um launahækkanir og hafa áhrif á verðlag á opinberri þjónustu, búvör- um og aðrar forsendur samnings- ins. I nóvember hefur hvorugur aðili ákvörðunarvald um niðurstöð- una. Náist ekki samkomulag getur hvor aðila um sig ákveðið að segja samningnum upp. Hvað um tekjulægsta fólkið? Minni verðbólga styrkir fyrst og fremst stöðu láglaunafólksins sem verður undir í kapphlaupinu við verðbólguna. Aukinn stöðugleiki og traustara atvinnuástand skiptir á sama hátt miklu máli fyrir þann hóp. Verðtryggingarákvæði eru meg- inmál fyrir fólk á taxtakaupi sem ekki fær hlutdeild í launaskriði. Meginmarkmið samningsins •stefna því ótvírætt að því að bæta stöðu láglaunafólks. Þá eru í samningnum ákvæði um sérstakar launabætur til þeirra sem hafa tekjur undir 60 þúsund krón- um á mánuði. Þessar bætur greið- ast þrisvar á samningstímanum miðað við meðaltalsmánaðartekjur febrúar-apríl, september-nóvember 1990 og febrúar-apríl 1991. í hvert sinn getur greiðsla orðið að há- marki 10 þúsund kr. við 40 þúsund króna tekjur en lækkar síðan hlut- fallslega að 60 þúsund kr. tekjum. Útreikning launabóta er að finna í fylgiskjali með samningnum. Hækkun á orlofs- og desember- uppbótum er einnig hlutfallslega mikilvægari fyrir lágtekjufólk. Hvernig breytast vextimir? Lækkun vaxta var ein megin- krafa launþegasamtakanna í þess- um samningum. Á undanförnum misserum hafa bankar gjarnan ver- ið fljótir til þess að hækka nafn- vexti í hækkandi verðbólgu en sein- ir til þess að lækka vextina við lækkun verðbólgu. I tengslum við samningana var gert samkomulag við viðskipta- bankana um að þeir tækju tillit til væntanlegrar hjöðnunar verðbólgu í vaxtaákvörðunum sínum strax um þessi mánaðamót þannig að vextir eiga nú að lækka hratt. Vextir hafa þannig lækkað úr nálægt 30% í um 22%. Ekki náðist samkomulag um átak til raunvaxtalækkunar, þó í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar séu áform um að stuðla að raunvaxtalækkun. Að ósk samningsaðila munu Sam- band almennra lífeyrissjóða og Landssamband lífeyrissjóða beita sér fyrir lækkun raunvaxta á verð- tryggðum lánum til sjóðfélaga. . Nafnvaxtalækkanir fela í sér töluverða lækkun útgjalda fyrir at- vinnurekendur þannig að þeir eiga að geta tekið á sig þær launahækk- anir sem í samningnum felast án þess að velta þeim út í verðlagið. Ekki þarf að fjölyrða um kosti vaxtalækkana fyrir launþega. Þótt stærstur hluti skulda þeirra sé verð- tryggður eru óverðtryggðar skuldir algengar í sambandi við húsnæðis- kaup auk þess sem styttri lán eru á nafnvöxtum. Miðað við 29% nafn- vexti, eins og þeir voru í lok jan- úar, myndi vaxtagreiðsla af einnar milljónar króna láni verða kr. 290 þ.kr. á ári. Við 22% vexti lækkar vaxtagreiðslan niður í 220 þ.kr. Fari vextirnir niður í 14% verður vaxtagreiðslan kr. 140 þ.kr. Við lækkun vaxta úr 29% niður í 14% lækkar vaxtagreiðslan því um 150 þ.kr. á ári, eða um kr. 12.500 á mánuði. Þótt raunvextir lækki ekki hafa samningarnir áhrif á verðtryggð lán því í 20% verðbólgu hækkar verð- tryggt lán að upphæð 1 m.kr. um kr. 200 þ.kr. á ári. í 7% verðbólgu er hækkunin kr. 70 þ.kr. Nákvæm dæmi um áhrif vaxtalækkana má sjá á meðfylgjandi töflu. Hvað kosta kjarasamningarnir ríkissjóð? Búvöruverði skal haldið óbreyttu. Kostnaður við niðurgreiðslur á ár- inu 1990 var vanáætlaður á fjárlög- um og er því óhjákvæmilegt að útgjöldin verði umfram áætlun fjár- laga. Eðlilegra er því í þessu sam- bandi að tala um leiðréttingu á fjár- lögum en kostnað vegna samning- anna. i Bændur samþykktu að falla frá launahækkunum og taka á sig kostnaðarhækkanir til þess að halda búvörverði óbreyttu til 1. desember. Hærra verð hefði dregið úr sölu búvara, einkum kindakjöts. Þá hefðu útflutningsbætur orðið meiri en ella. Þó niðurgreiðslur til innan- landsmarkaðar séu háar, eru út- flutningsbætur á hvert kg mun hærri. Það er óeðlilegt að vanáætlanir á fjárlögum séu færðar sem kostn- aður vegna kjarasamninga og aðrir þættir varðandi búvöruverðið ættu frekar að verða ríkissjóði til sparn- aðar. Líklegt er því að samkomulag um óbreytt búvöruverð til 1. desem- ber leiði frekar til sparnaðar en kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Þess má geta að hefðu samningar ekki náðst á þessum nótum hefði mátt búast við hækkun búvara um 7-10% umfram almennar verðhækkanir. Lækkun framfærsluvísitölu um 0,3% mun líklega kosta ríkissjóð um 300 milljónir króna. Hækkun frítekjumarks tekju- tryggingar einstaklings gagnvart greiðslum úr lífeyrissjóðum úr tæp- lega 13 þ.kr. á mánuði í 19 þ.kr. 1. júlí nk. kostar skv. mati um 150 milljónir króna. Þá má ætla að það kosti 50-70 millj. kr. umfram fjárlög að við- halda rétti fólks til launa við gjald- þrot fyrirtækja með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í samkomulaginu við ríkisstjórnina. Dregið hefur verið úr áformuðum hækkunum á opinberri þjónustu. í meginatriðum er um að ræða endur- skoðun miðað við breyttar forsend- ur og því ekki aukinn kostnað ríkis- sjóðs. Heildarkostnaður ríkissjóðs við þær aðgerðir sem gripið hefur verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.