Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 44
44 MORGÖWBMÐID ÞRTÐJUDAGHK • 6. ŒBB0ÚXRIÍlSf»)-' t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Granaskjóli 6, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni laugardagsins 3. febrúar. Dætur, tengdasynir og barnabörn. t BJÖRN JÓNSSON frá Hvoli, Öldutúni 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. febrú- ar kl. 15.00. Margrét Jónsdóttir. t Konan mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, JÓNI'NA EINÞÓRSDÓTTIR, Stekkjarkinn 15, Hafnarfirði, lést föstudaginn 2. febrúar. Arnór Sigurðsson, Sigurður Arnórsson, Guðni Þór Arnórsson, Þorgerður Arnórsdóttir, Helgi Einþórsson, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, áður búsett á Eskifirði til heimilis Miðvangi 41, Hafnarfirði, verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn 6. febrúar, kl. 15.00 frá Hafnarfjarðarkirkju. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna. Erla Eyjólfsdóttir, Stefanía Eyjólfsdóttir, Andrés Eyjólfsson. Sambýlismaður minn, JÓN STEFÁN BENEDIKTSSON, Háaleiti 11, Keflavfk, andaðist á heimili sínu 28. janúar. Út- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Bjarnlaug Helga Daníelsdóttir. t Sendiherra Danmerkur á (slandi, HR. HANS ANDREAS DJURHUUS, 2.2.1920-31.1.1990. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vtlja votta honum virðingu sína, geta ritað nafn sitt í bók, sem mun liggja frammi í danska sendiráð- inu, gengið inn um dyr sendiherrabústaðarins, Hvérfisgötu 29, mánudag og þriðjudag 5. og 6. febrúar kl. 12.00-14.00. Danska sendiráðið í Reykjavík. t Þökkum auðsýnda hluttekningu vegna fráfalls móður okkar og tengdamóður, SIGURBJARGAR PÁLSDÓTTUR. Ólafur Kjartansson, Villa María Einarsdóttir, Þorvaldur Kjartansson, Hulda Long. t Þökkum samúð, blóm og minningargjafir vegna andláts INGA PÉTURS SIGURJÓNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd foreldra, systkina og annarra vandamanna, Unnur Guðjónsdóttir, Sigfús Sveinsson. Betty Guðmunds- dóttir - Minning’ Fædd 30. júlí 1914 Dáin 29. janúar 1990 Ég vil minnast hér í fáeinum orðum ömmusystur minnar sem nú er látin eftir áratuga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Betty var fædd og uppalin í Reykjavík, elst af sex börnum hjónanna Guðmundar Grímssonar físksala og Guð- mundínu Oddsdóttur. Átján ára að aldri réð hún sig sem vinnukonu hjá frú Ágústu og Kjartani Thors, og starfaði hún hjá þeim bróður- part ævi sinnar. Þar sem Betty var ógift og bam- laus tók hún miklu ástfóstri við böm þeirra hjóna ásamt bömum og barnabömum systkina sinna. Mínar fyrstu minningar um hana em tengdar bókum, þar sem lestur góðra bóka var eitt hennar helsta áhugamál. Og í gegnum árin kenndi hún mér að meta bækur, því hún var óþreytandi við að luma að mér bókum úr safni sínu, sem var stolt hennar. Vegna þess hve náið samband var ætíð milli móður minnar og Betty ólst ég upp við að líta á hana nánast sem þriðju ömmu mína. Reyndist hún mér einnig ávallt sem slík, var ætíð reiðubúin að veita mér hjálp og stuðning, og var metn- aðargjöm fyrir mína hönd við nám sem og annað. Bæði ég og móðir mín, Birna Ingadóttir, viljum þakka henni fyrir áralanga vináttu og hlýhug hennar í okkar garð og fjölskyldunnar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Hvíli Betty í friði. Bragi G. Bragason Betty Guðmundsdóttir lést að morgni mánudags 29. janúar á Landspítalanum. Betty hafði lengi átt við veikindi að stríða en náði sér alltaf upp á milli með ótrúlegum viljastyrk þar til síðla árs 1989 að hún þurfti smám saman að láta meira eftir í baráttu sinni við sjúk- dóminn. Betty Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1914 og var því 75 ára þegar hún lést. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Grímssonar og Guðmundínu Odds- dóttur. Hún réð sig sem vinnukona til föðurforeldra minna, þeirra Kjartans Thors, framkvæmdastjóra og Ágústu Bjömsdóttur, árið 1932, þá 18 ára að aldri. Slík tryggða- bönd mynduðust milli hennar og fjölskyldunnar að jafnframt því sem hún annaðist flest heimilisstörf, varð hún heimilisvinur og lét sér + Kongeriget Danmarks overordentlige og befuldmægtigede am- bassader i Island HR. HANS ANDREAS DJURHUUS Kommandor af forste grad af Dannebrogordenen, 2.2.1920-31.1.1990. Bisættelsen finder sted onsdag den 7. februar kl. 13.30 fra Dom- kirken i Reykjavík. Kondolencebog er fremlagt pá Den kongelige danske Ambassade, residensindgangen, Hverfisgata 29, mandag den 5. februar og tirsdag den 6. februar kl. 12.00-14.00. Kongelig dansk Ambassade, Reykjavík. t Minningarathöfn um föður okkar, ' BJARNA GÍSLASON kennara, Auðarstræti 13, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Jarðsungið verður frá Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 14.00. Gísli A. Bjarnason, Edvarð Bjarnason. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts BJARNA ÞÓRS KJARTANSSONAR. Kjartan Þór Bjarnason, Þórey Sigurðardóttir, Hafsteinn Svavar Kjartansson, Birgir Bjarnason, Geir Bjarnason, Baldur Sfvertsen Bjarnason, Hrafnhildur Björnsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og systur. + Systir okkar og mágkona, BETTY GUÐMUNDSDÓTTIR, Seljavegi 19, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Gyða Guðmundsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Bjargey Stefánsdóttir, Grímur Guðmundsson, Elín Sæmundsdóttir og aðrir aðstandendur. annt um börn, tengdabörn, barna- böm, barnabamaböm og alla sem tengdust fjölskyldunni. Betty fylgdist ávallt vel með öllu sem gerðist í kringum hana og hafði iðulega ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hún var glaðlynd, átti mjög auðvelt með að umgangast fólk og laðaði að sér vini og kunn- ingja. Hádegismatarboð á laugardög- um sem Betty stóð fyrir um tíma fyrir okkur systkinin á skólaárun- um, þar sem borin var fram frábær ostasúpa og bestu fískibollur norð- an Alpafjalla em ein og sér nægjan- leg ástæða þess að ég mun ævin- lega minnast Bettyar með miklu þakklæti og virðingu. En margt fleira kemur til og em kynni okkar síðustu árin mér mikils virði. Þegar Kjartan lést árið 1971 flutti Betty með Ágústu og Mar- gréti dóttur þeirra hjóna í íbúð á Lauganesveginum þar sem þær bjuggu þijár saman þar til Ágústa lést árið 1977. Eftir það fluttu Margrét og Betty í íbúð sem Mar- grét hafði eignast á Seljaveginum. Stuttu eftir að þær höfðu komið sér fyrir í nýrri íbúð veiktist Margrét og annaðist Betty um hana á að- dáunarverðan og ósérhlífin hátt á heiinilinu eftir þvi sem kostur var og fylgdist náið með þegar Margrét þurfti að dvelja langdvölum utan heimilis vegna veikindi. Hún heim- sótti Margréti reglulega og sá til þess að hana skorti ekkert og fengi bestu mögulega umönnun. Þegar Margrét lést fyrir rúmum tveijjiur árum hafði Betty verið hjá fjölskyldunni í 55 ár. Hún var þá ein eftir á Seljaveginum, átti marga vini og hafði einhvern tíma orð á því að hún gæti alveg hugsað sér að fara að kenna matreiðslu. Til þessþafði hún því miður ekki nægi- lega góða heilsu og þrátt fyrir mik- inn lífskraft, sem var hennar ein- kenni, kom fyrir í þau sárafáu skipti sem hún bar sig illa að henni fannst sem hún væri búin að ljúka sínu lífsstarfi. Lífsstarf Bettyar beindist fyrst og fremst að þeim ástvinum hennar sem nú eru látnir en hafði ekki síður djúp áhrif á líf ýmissa annarra sem eftir lifa og munu minnast hennar með söknuði. Stefán Thors Blómastofa Fnöjinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.