Morgunblaðið - 15.03.1990, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 1B. MARZ 1990
43
Mcignea Símonar
dóttir - Minning
Fædd 16. nóveniber 1905
Dáin 8. mars 1990
Hún Magga amma er dáin. í
huga mér birtast minningar liðinna
ára. Til hennar var gott að koma
og þar átti ég ætíð skjól. Að ömmu
hændust öll börn enda var hún
mjög barngóð. Ég var ekki meira
en 6 ára þegar afi og amma voru
í Hraunprýði og ég fór- alein með
vagninum uppeftir til þeirra og þar
var oft gist yfir nótt.
Um tíma bjuggu afi og amma í
kjallaranum heima hjá mér og þá
fór sú stutta niður á hveijum
morgni og borðaði hafragrautinn
hennar ömmu.
Á unglingsárunum átti ég ófáar
stundir á heimili ömmu og afa sem
í huga mér eru ómetanlegar. Þar
lærði ég að vinna hin almennu heim-
ilisstörf og hún amma kenndi þau
á þann veg að manni fannst gaman
að.
Þegar ég var farin að búa leitaði
ég oft til ömmu, sérstaklega til að
hjálpa mér við sláturgerð á haustin
og einnig við kleinugerð og taldi
hún það ekki eftir sér.
Nú er amma komin yfir móðuna
miklu og afi orðinn einn og bið ég
algóðan Guð að styrkja hann og
styðja í sorg sinni. í huga mér er
einlægt þakklæti til ömmu fyrir
allar þær stundir sem við áttum
saman.
Birna E. Óskarsdóttir
Að eilífðar ljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir
og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E.B.)
Að engu getur mannfólkið geng-
ið að jafn vísu og því að ættingjar
og vinir kveðji þessa jarðartilveru
og stefni „á æðri Ieiðir og upphim-
inn fegri en augað sér“ eins og
skáldið kemst að orði. En þó eftirlif-
endum komi sú breyting oftast á
óvart, þá heldur-lífið áfram sinn
gang, en minningarnar um látinn
vin verða oft því dýrmætari sem
lengra líður og eru geymdar í hug-
um fólks sem helgir dómar.
Á skilnaðarstundum streyma
fram í hugann ýmsar minningar frá
liðnum dögum, gamanyrði frá gleði-
stundum og huggunarorð og hlýja
í erfiðleikum. Magneu minnast
margir fyrir slíkt og einnig sem
einstakrar húsmóður, sem tók á
móti gestum sínum með þeirri með-
fæddu hlýju og hinu sérstaka at-
læti sem einkennt hefur hvað mest
hina rómuðu íslensku gestrisni.
Magnea Símonardóttir var fædd
á Kirkjubóli í Mosdal við Arnarfjörð
þann 16. nóv. 1905 hún var þvi
áttatíu og fjögurra ára þegar hún
lést á Landspítalanum nú 8. mars sl.
Magnea fluttist til Dýrafjarðar
um tvítugt og starfaði þar við ýmis
störf þar til hún giftist Ottó Þor-
valdssyni bónda og vitaverði í Sval-
vogum við Dýrafjörð 11. apríl 1931.
Þau hjón bjuggu í Svalvogum í
tuttugu og fimm ár og eignuðust
11 börn auk þess sem þau ólu upp
fósturson, það hefur því mikið
mætt á húsmóðurinni á svo stóru
heimili.
Fólk nú á dögum gerir sér eðli-
lega ekki grein fyrir hvílíkt afreks-
verk það hefur verið hjá húsmæðr-
um á þessum tímum með mann-
mörg heimili að sjá um fatnað og
annað atlæti sem til þurfti, oft við
lítil efni.
Ekki var til að dreifa þeim tækj-
um sem nú þykja sjálfsögð á hveiju
heimili, jafnvel var ekki rafmagn
eða rennandi vatn á fyrstu búskap-
arárum þeirra hjóna í Svalvogum.
Oft hefur svefntimi húsfreyjunn-
ar verið skorinn við nögl og hún
verið að vinna þó aðrir svæfu.
Dóttir hennar minnist þess t.d.
að á haustin í sláturtíð, þegar tekin
vóru 60 slátur, þá var vinnutíminn
hjá mömmu hennar langur og hún
var að vinna þegar aðrir fóru að
sofa, en var þó komin á fætur fyrst
allra.
Það vekur furðu að húsmóðir
með jafn stórt heimili skyldi hafa
tíma til að sinna hannyrðum í
slíkum mæli sem Magnea gerði, en
hún var mikilvirk í þeim efnum sem
öðrum og prýddi heimili hennar
ýmiskonar handavinna.
Magnea var eljukona alla sína tíð
og til hins síðasta pijónaði hún og
saumaði á börn sín, barnabörn og
barnabarnabörn sér til ánægju og
þeim til gleði og hlýinda.
Eftir tuttugu og fimm ára búskap
í Svalvogum, býli sem stendur við
hið ysta haf, brugðu þau hjón búi
og fluttu til Reykjavíkur, en tryggð-
in til átthaganna sagði fljótt til sín
°g byggðu þau hjón sér sumarbú-
stað á nesinu sem þau höfðu lifað
sín bestu ár.
Þangað komu margir, og munu
minnast þeirra heimsókna með
ánægju um ókomin ár.
Nú þegar tengdamóðir mín er
komin til hinna fögru upphimna þar
sem synir hennar þrír hafa tekið
henni opnum örmum, vil ég og fjöl-
skylda mín, þakka henni fyrir þær
dýrmætu minningar sem við eigum
um elskulega móður, tengdamóður
og ömmu, minningar sem ekki
munu fölna þó árin líði.
Ég bið góðan Guð að styrkja
tengdaföður minn, sem sér nú á
eftir eiginkonu sinni, eftir nær
sextíu ára hjúskap og vona að hann
muni enn um langa tíð vera hinum
mörgu afkomendum sínum samein-
ingartákn fjölskyldunnar.
Ing. M. Ingólfsson og
fjölskylda
Áttunda mars síðastliðinn lést á
gjörgæslu Landspítalans Magnea
Símonardóttir eftir skamma legu.
Magnea var fædd á Kirkjubóli í
Mosdal í Arnarfirði, foreldrar henn-
ar voru, Kristín Guðmundsdóttir og
Símon Jónsson.
Hún sleit barnsskónum á Kirkju-
bóli og dvaldi þar fram undir
tvítugsaldur, þá flyst hún til Þing-
eyrar og dvelst þar við ýmis störf,
bæði sem vinnukona í sveit og
kaupakona á Þingeyri.
Sumarið 1930 á Alþingishátíð-
inni sem haldin var á Framnesi við
Dýrafjörð má segja að leiðir þeirra
Magneu og Ottós Þorvaldssonar
hafi fyrst legið saman, þar samdist
þeim svo um að Magnea kæmi sem
ráðskona út að Svalvogum þá um
veturinn, og þegar þar að kom að
hún þurfti að fara í vistina mátti
sjá glöggt dæmi um óbrigðulleika
hennar í garð annarra, og þegar á
hana var kallað.
Hún var nefnilega að undirbúa
sína eigin 25 ára afmælisveislu þeg-
ar kallið kom og án þess að hika
tók hún saman föggur sínar, greip
með sér afmæliskringluna og síðan
var lagt af stað.
Þetta litla dæmi sýnir okkur vel
hvaða mann Magnea hafði að
geýma, ávallt viðbúin og ekkert
hik, þessi lágvaxna kona sýndi
nefnilega þarna, sem og síðar á
lífsleiðinni, að hún hafði óbugandi
vilja og geysilegt þrek, sem hún
sannaði allt sitt líf.
Magnea kom eins og að framan
er geti að Svalvogum á 25 ára af-
mælisdegi sínum árið 1930 sem
ráðskona en gekk að eiga Ottó
Þoraldsson 11. apríl 1931, þau eign-
uðust ellefu börn, auk eins fóstur-
sonar sem öll eru á lífi. Fyrir átti
Magnea þrjá syni sem allir eru látn-
ir. _
Ég kynntist sjálfur Magneu um
1970, þá sem tilvonandi tengdason-
ur hennar, og voru það ljúf kynni
frá fyrstu tíð. Magnea var létt í
lund og átti létt með að skilja og
slá á létta strengi á sinn sérstæða
hátt, alltaf var sama yndislega við-
mótið, hvenær sem maður leit inn
til hennar, og seinna meir þegar
ég fór að kynnast henni betur og
heyra hana segja frá sjálfri sér
leyndist ekki að þessi kona hafði
lifað tímana tvenna.
Hún hafði alið upp öll sín börn
við erfiðustu aðstæður úti við ystu
nes þessa lands og stóð sterk sem
klettur í ölduróti lífsins án þess að
hnika frá trú sinni á allt sem er
jákvætt í lífinu. Hún var alla tíð
hinn ljúfi faðmur barna sinna sem
veitti þeim alla þá ást og umhyggju
sem móðir getur veitt barni sínu
og hef ég þá trú að börn hennar
muni búa að þeirri ást alla tíð.
Fyrir nokkrum árum veittist mér
sú ánægja að vera þeim hjónum
samferða til Færeyja, þangað sem
ég rek ættir mínar, og mér hitnar
um hjartarætur er ég hugsa til
baka og minnist þá innilega vináttu
sem varð til á milli tveggja kvenna,
móður minnar, Hönnu Davidsen,
og tengdamóður. Það var svo
ánægjulegt að sjá þær saman,
ganga um götur og niður í fjöru
að tína skeljar. Það var eins og þær
væru að rifja upp gamlar minning-
ar. Tungumálin voru ekkert vanda-
mál, þær skildu hvor aðra fullkom-
lega og þar þurfti ekkert að túlka.
Þessi vinátta hélst síðan alla tíð og
þrátt fyrir mikla vegalengd bárust
alltaf hlýjar kveðjur þeirra á milli
og veit ég að móðir mín mun eiga
um sárt að binda við fráfall þessar-
ar ljúfu og einstöku manneskju.
Magnea kvaddi þennan heim, vit-
andi hvert stefndi, án þess að sýna
neinn bilbug. Hún var alltaf jafn
rólynd og sátt við sjálfa sig og aðra.
Lífsvilja hennar þraut aldrei, allt
þar til að yfir lauk.
Hún sofnaði inn í eilífðina sátt
við Guð og menn. Megi Guð almátt-
ugur vaka yfir sálu hennar og
vernda eftirlifandi eigimann og
börn.
Megi minning þessarar hugljúfu
konu lifa áfram í hugum okkar
allra.
Við þökkum fyrir allt sem hún
hefur okkur gefið á sinni lífsleið.
Við kveðjum móður, ömmu,
langömmu og tengdamömmu.
Kári, Estíva,
börn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JAFET EGILL OTTÓSSON,
Álftamýri 22,
andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 13. mars.
Fjóla Gísladóttir,
Margrét Jafetsdóttir, Hálfdan Guðmundsson,
Hilmar Bergsteinsson, Þorbjörg Ingólfsdóttir,
Elín J. Proppé, Karl H. Proppé,
Hendrik Jafetsson, Sigríður Stefánsdóttir,
Gísli Jafetsson, Anna Antonsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BENEDIKT RÚNAR HJÁLMARSSON,
Sandabraut 16,
Akranesi,
verðurjarðsunginnfráAkraneskirkjuföstudaginn 16. marskl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð Guðmund-
ar Sveinbjörnssonar, Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir.
Friðgerður Bjarnadóttir,
Kolbrún Benediktsdóttir,
Ásta Benediktsdóttir,
ívarörn Benediktsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
LEÓ ÓLAFSSON,
sem lést þann 6. mars sl., verður jarðsunginn frá Laugarnes-
kirkju föstudaginn 16. mars kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kolbrún Leósdóttir,
Örn Leósson.
Jóhann Smári Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
kennari,
Hjarðarhaga 29,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. marzkl. 13.30.
Grétar Ottó Róbertsson, Elín Þ. Ólafsdóttir,
Ásdís Louise Grétarsdóttir,
Guðríður Anna Grétarsdóttir,
Heiður Grétarsdóttir.
+
Bróðir okkar,
EGGERTTÓMASSON
bóndi,
Miðhóli,
Sléttuhlíð,
sem lést 4. mars sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 16. mars kl. 15.00.
Sigurður Tómasson,
Hallfríður Tómasdóttir,
Ólöf Tómasdóttir,
Jónasína Tómasdóttir,
Þórný T ómasdóttir,
Margrét Tómasdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns og föður,
NÚMA BJÖRGVINS EINARSSONAR,
Brunnum 3,
Patreksfirði,
sem andaðist 3. mars sl.
Valgerður Haraldsdóttir,
Hafsteinn Númason.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför systur okk-
ar og mágkonu,
SVANHVÍTAR MAGNÚSDÓTTUR, '
Stigahlíð 30,
Reykjavík.
Hulda Magnúsdóttir,
Svala Magnúsdóttir,
Ingólfur Sæmundsson.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
FRIÐRIKS Ó. PÁLSSONAR,
Dvalarheimilinu Felli,
Skipholti 21,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Susie Bachmann,
Concordia Konráðsdóttir,
Páll Friðriksson,
Kristján Friðriksson,
Einar Friðriksson,
Ólafur Þór Friðriksson,
Bjargdís Friðriksdóttir, Karl Kristinsson,
Jón Friðriksson, Randy Friðriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.