Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 Nýtt þak á Bessastaði Á Bessastöðum ganga fram- kvæmdir samkvæmt áætlun og er verið að klæða þakið með pappa en síðan verða lagðar á það steinflísar. Að sögn Péturs Stefánssonar verkefnisstjóra, er vonast til að húsið verði frágengið að utan en fokhelt að innan fyrir 17. júní. Skipt hefur verið um glugga og verið er að múrhúða húsið að utan en síðan verður það málað og skem- man, sem er utan um húsið rifin um mánaðamótin maí og júní. Hönnun innréttinga er að mestu lokið og verða þær boðnar út á næstunni. Sagði Pétur að heildar- kostnaður vegna byggingafram- kvæmda og fornleifarannsókna væri um 76 milljónir, sem skiptist þannig að unnið var fyrir um 46 milljónir árið 1989 og um 30 millj- ónir það sem af er þessu ári. Al- þingi hefur veitt 202 milljónir til endurbyggingarinnar á Bessastöð- um á þessu ári en fram er komin tillaga um að skera þá fjárhæð niður. Morgunblaðið/Bjami VEÐURHORFUR í DAG, 19. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Vestur af Færeyjum er 990 mb lægð á leið suð- austur en hæðarhryggur yfir vestanverðu Grænlandshafi hreyfist austur. Við strönd Labradors er vaxandi 985 mb lægð á leið norð- austur. SPÁ:Suðvestan- og sunnankaldi og skýjað suðvestan- og vestan- lands en annarsstaðar sunnangola og hægviðri og bjartviðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Stíf sunnan- og suðvestangola i nótt. Skýjað með köflum. Hægt vaxandi sunnanátt og smáskúrir á morg- un. Vægt frost í nótt en allt að 5 stiga hiti á morgun. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestanstrekkingur með skúrum eða slydduéljum um allt sunnan og vestanvert landið, en bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 2—5 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- j 0' Hitastig: 10 gráður á Celsius A stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir < X Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður ^ ^ ▼ A er 2 vindstig. Él - Siénsiíi,t / / / / / / / Rigning = Þoka A / / / = Þokumóða ' Hálfskýjað * / * 5 5 5 Súld A QÉm Skýjað / * / * Sfydda / * / * * * oo 4 Mistur Skafrenningur lifílls Alskýjað * * * * Snjókoma * # * K Þrumuveður » VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 skýjað Reykjavik 3 hálfskýjað Bergen 3 þrumuveður Helsinki 13 léttskýjað Kaupmannah. 10 hálfskýjað Narssarssuaq 0 kornsnjór Nuuk +8 snjókoma Osló 9 skýjað Stokkhólmur 9 skór Þórshöfn 5 skýjað Algarve 24 léttskýjað Amsterdam 7 skýjað Barcelona 19 skýjað Berlín 11 skýjað Chicago +1 heiðskírt Feneyjar 15 alskýjað Frankfurt 11 skýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 11 léttskýjað Las Palmas vantar London vantar Los Angeles vantar Lóxemborg vantar Madríd 14 skýjað Malaga 20 mistur Mallorca 16 léttskýjað Montreal +3 snjóél New York 4 heiðskírt Orlando 21 heiðskírt Paris vantar Róm 14 haglél Vcn 14 skýjað Washington 4 heiðskírt Wlrmlpeg •fl* “téttskýjað Framboð Alþýðubandalagsins í Reykjavík; Olafiir Ragnar hvorki með né á móti G-lista „ÉG TEL ekki rétt þegar sú staða kemur upp að aðeins eitt af flokksfé- lögunum í Reykjavík stendur að G-listanum en annað félag, Æskulýðs- fylkingin, að öðru framboði og þriðja flokksfélagið sem starfandi er á svæðinu, Birting, hefur ekki heldur tengst G-listanum að formaður Alþýðubandalagsins, sem er formaður flokksins á landinu öllu, taki formlega afstöðu í því máli,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins aðspurður um hvaða framboðslista hann styddi í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í næsta mánuði. „Eg vek hins vegar athygli á því að ef litið er yfir landið allt hafa í fyrsta lagi alþýðubandalagsmenn mjög víða tekið höndum saman við aðra jafnaðarmenn og féiagshyggju- fólk og myndað sameiginleg framboð í nánast öllum kjördæmum landsins með einum eða öðrum hætti. Í öðru lagi eru boðnir fram listar Alþýðu- bandalagsins af einhuga flokskfélög- um og svo í þriðja lagi er ágreining- urinn í Reykjavík þar sem aðeins eitt af þeim flokksfélögum sem til greina kæmu stendur að G-listanum en hin félögin hafa reynt að efla samstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum. G-listinn í Reykjavík er því öðruvísi en aðrir G-listar vegna þess að að honum stendur bara hluti flokksins." Aðspurður hvorn listanna, G-list- ann eða lista Nýs vettvangs, hann teldi standa nær sínum sjónarmiðum ítrekaði Ólafur Ragnar Gímsson að hann teldi ekki rétt að formaður flokksins tæki afstöðu með öðrum listanum eða á móti hinum. „Hins vegar þarf ekki mikla kunnáttu í stjórnmálaþróun síðustu ára til að átta sig á því að mikið af mínum vinum og samherjum í stjórnmálum hafa kosið að standa acj framboði % Nýs vetttvangs og ég hef almennt verið þeirrar skoðunar um áraraðir að því víðtækari samvinna sem tekst með jafnaðarmönnum og félags- hyggjufólki því betra." Aðspurður kvaðst Ólafur Ragnar engin ráð mundu gefa aiþýðubandalagsfólki í Reykjavík um það hvorn listann því bæri að kjósa. Hann var spurður hvort hann teldi að með atkvæði greiddu hvorum listanum sem er gæti falist stuðningur við sjónarmið Alþýðubandalagsins. „Ég tel að það sé staðreynd að mikill fjöldi alþýðu- bandalagsfólks styður og tekur þátt í framboði Nýs vettvangs og á þeim lista verður mikill fjöldi af ágætu alþýðubandalagsfólki svo að alþýðu- bandalagsfólk í höfuðborginni hefur um það að velja hvort það vill kjósa G-listann, sem Alþýðubandalagsfé- lagið í Reykjavík stendur eitt að, eða hvort það vill velja það samvinnuform sem aðrir flokksmenn hafa valið. Það er mér persónulega hins vegar mikil ánægja að geta kosið og stutt þann breiða og glæsilega lista sem boðinn verður fram í nafni Nýs afls á Sel- tjarnarnesi," sagði hann. Sigurjón Pétursson oddviti G-listans: Landsfundur flokksins kjósi nýjan formann „ÉG TEL það mikil tíðindi þegar formaður stjórnmálaflokks neitar að lýsa yfir stuðningi við framboð flokksins í höfuðstaðnum. Og þó að hann lýsi því jafhframt yfir að hann ætli ekki að lýsa yfir stuðningi við önnur framboð þá fínnst mér það engin tíðindi, venjulega lýsa for- menn stjórnmálaflokka ekki yfir stuðningi við önnur framboð en eigin flokks," sagði Sigurjón Pétursson, oddviti G-listans við sveitarstjórnar- kosningar í Reykjavík, aðspurður álits á ofangreindum ummæium form- anns Alþýðubandalagsins. „Eg tel að með þessu sé formaður- inn orðinn viðskila við stærsta flokks- félagið í landinu og mér finnst full ástæða til að kalla saman landsfund og kjósa til formennsku alþýðu- bandalagsmann, sem styður flokkinn og félagið." Aðspurður hvort hann vildi að Ólafur Ragnar yrði rekinn úr flokknum sagðist Siguijón engan sérstakan áhuga hafa á að reka menn úr flokknum. „En ég tel óeðli- legt að þeir menn veiti stjómmála- flokki forystu sem ekki geta stutt hann. Það er enginn vafi á að G-list- inn er ákvarðaður af þeim aðila sem samkvæmt flokkslögum á að ákvarða hann með þeim hætti, mjög lýðræðis- legum, sem gert hefur verið við und- angengnar kosningar. Það var tekist á um það hvort ætti að fara í sameig- inlegt framboð með öðrum. Þeir sem þar urðu undir og kenna sig gjarnan við lýðræði þoldu ekki það lýðræði að vera í minnihluta og ruku á dyr.“ Aðspurður um sín næstu skref í þessu máli sagði Siguijón landsfund- arkröfuna vera seinni tíma verkefni. „Verkefnið núna er að beijast fyrir því að flokkurinn lifi, ég tel að þegar ástandið sé svona þá snúist málin ekki aðeins um hvort Alþýðubanda- lagið fær fleiri eða færri borgarfull- trúa heldur snúist þetta beinlínis um tilvist flokksins,“ sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon, vara- formaður Alþýðubandalagsins, vildi í samtali við Morgunbalðið ekki tjá sig umfirlýsingu fonnanns flokksins eða viðbrögn Siguijóns Péturssonar við henni. Hann ítrekaði þó fyrri yfir- lýsingu sína við blaðið um stuðning við G-listann enda væri þar „100 % flokkslisti" á ferð. Hann sagði að vissulega væri komin upp óvenjuleg staða innan flokksins en innanflokks- mál ætti að ræða á vettvangi flokks- ins en ekki í fljömiðlum. Pétur Sigurðsson kaupmaður látinn LÁTINN er í Reykjavík Pétur Sigurðsson, kaupmaður í Herra- deild P&Ó, á 72. aldursári. Hann fæddist í Reykjavík 23. júní 1918, sonur hjónanna Sigurðar Árnasonar og Þuríðar Pétursdóttur. Að loknu námi við Verslunarskóla íslands starfaði hann við Verslun Haraldar Ámasonar uns hann stofn- aði árið 1959 Herradeild P&Ó ásamt Ólafi Maríussyni. Pétur Sigurðsson var formaðut- Kaupmannasamtaka íslands 1968- 1971 og varaformaður Verslunar- ráðs var hann um tveggja ára skeið. Pétur Sigurðsson kvæntist árið 1945 eftirlifandí eiginkonu sinni, Soffíu S-Ó.-Axelsdóttur. Þau eignuð- ust tvö börn. Pétur Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.