Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22,- APRIL 1990 C 3 DAGUR JARDAR 22. APRÍL ENGIN MiNGUN er markmið okkar Dagur jarðar er haldinn til að minna okkur á að hvert og eitt berum við ábyrgð á móður jörð. Mengun láðs, lagar og lofts, og eyðing náttúru- gæða, varðar alla því áhrifanna verður vart um allan hnöttinn. Hver ein- asta manneskja getur haft áhrif til góðs. Fyrirtæki Reykjavíkurborgar hafa það að markmiði að af starfsemi þeirra sé engin mengun. HITAVilTA RiYKJAVÍKUR Hitaveita Reykjavíkur hitar allt höfuðborgarsvæðið frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar. Ef höfuðborgarsvæðið væri kynt t.d. með olíu færu í það 500 þúsund rúmmetrar á ári, brennsla í húskötlum mundi skila út í andrúmsioftið 3500 tonnum af brenni- stéinsdioxiði, 2300 tonnum af köfnunarefni og 600 tonnum af ösku og sóti. Af starf- semi Hitaveitunnarer hinsvegar engin mengun. RAFMAGNSVilTA RiYKIAVÍKUR Orka frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur útrýmdi á sínum tíma notkun kola, olíu og gastækja á heimilum borgarinnar. Rafmagnsorkan er ósýnileg, hljóðlaus og lyktar- laus. Rafmagnsveitan hefur alla tíð kappkostað að fella gerð mannvirkja sinna sem best að umhverfinu og halda því grónu og í góðri unthirðu. VATNSVilTA RiYKIAVÍKUR Vatnsveitan sér nú um 120 þúsund íbúum á höfuðborgarsvæðinu fyrir hreinu og góðu neysluvatni, sem tekið er úr neðanjarðarbrunnum í Heiðmörk. Forsenda þess að mögulegt sé að tryggja gæði vatnsins um alla framtíð er að komið sé í veg fyrir meng- un grunnvatnsins á vinnslusvæðunum í Heiðmörk. Vatnsveitan hefur lagt á það áherslu að virkjunarmannvirkin væru að mestu leiti neðanjarðar, þannig að sem minnst umhverfisröskun eigi sér stað í Heiðmörkinni. GARÐYRKJUDIILD REYKIAVÍKURB0RGAR Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna saman að því að klæða borgarlandið skógi og skapa sem víðast skjólsælt umhverfi til leikja og útiveru. Á vegum þessara aðila er um hálfri milljón trjáa plantað árlega af æsku borgarinnar. GATNAMÁLASTIÓRINN f REYKJAVfK Á vegum Gatnamálastjórans í Reykjavík er unnið að því að hreinsa fjörur borgar- innar með það að markmiði að þær verði mengunarlausar af völdum skólps. Öflugur búnaður hefur nú þegar verið settur upp að norðanverðu, við Skúlagötu og Sætún og samsvarandi aðgerðir við Ægissíðu að sunnan eru hafnar. REYKIAVfKURHÖFN Um Reykjavíkurhöfn er mikil umferð og þar eru lestuð og losuð úrgangsefni jafnt sem viðkvæm matvara. Reykjavíkurhöfn rekur umfangsmikla hreinsiþjónustu og mengunarvarnastarfsemi á eigin vegum og í samstarfi við notendur á hafnarsvæðinu. Markmiðið er: Engin mengun. SORPIYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Gríðarleg breyting er að verða á sorpeyðingarmálum höfuðborgarsvæðisins. Nú þeg- ar hafa tekið til starfa móttökustöðvar fyrir einnota drykkjarílát, notaðar rafhlöður og fyrir umhverfismengandi úrgang. Á næsta ári tekur svo til starfa móttöku- og flokkunarstöð fyrir almennt sorp og þá verður urðun óflokkaðs sorps hætt og tekin upp önnur vinnubrögð - meðal annars endurvinnsla í stórum stíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.