Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 18

Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIfH-Al^g^yiffl^GUP 22. APRÍL 1990 Sunday Telegraph: Lofsamleg ummæli um Laxness BRESKA BLAÐIÐ Sunday Tele- graph birti nýverið ritdóm um útvarpsflutning breska ríkisút- varpsins BBC á leikritinu Kristni- hald undir Jökli eftir Halldór Lax- ness og er þar farið lofsamlegum orðum um höfundinn og verkið. Gagnrýnandinn James Deling- pole, telur Laxness í fremstu röð rithöfúnda I heiminum og líkir Kristnihaldinu við nafingreind verk höfundanna Gabriels García Márques (100 ára einsemd og Jos- ephs Conrads (Heart of Darkness). * Iritdómnum er meðal annars fjallað um íslensku fornsögumar og seg- ir þar að í Kristnihaldi undir Jökli megi finna ýmsar samsvaranir við fomritin svo sem dulúðina, ísinn og fiskinn. „Verk Laxness kunna að vera skiigetin afkvæmi lands auð- ugra fiskimiða, frosinna auðna og norrænnar þjóðtrúar en víðsýni hans forðar þeim frá að verða einstreng- ingslegri nesjamennsku að bráð,“ segir Delingpole. Hann rekur síðan söguþráðinn í stuttu máli og segir svo: „Jafnvel þótt hin táknræna merking leikritsins lægi ekki í augum uppi var hinn furðulegi söguþráður með óvæntum uppákomum nægileg- ur til að halda hlustendum límdum við viðtækin". Þáttaröð um dulræn máleftii ÁHUGIÁ dulrænum málefnum virðist fara í vöxt hérlendis og er nú verið að vinna að þáttaröð um mál af þessum toga. Áð sögn Sveins Einarssonar hjá Ríkissjón- varpinu verða þættirnir teknir til sýninga um veturnætur, en við hæfí þykir að bíða þess að skyggja taki. Þættimir verða fjórir, að minnsta kosti til að byija með, en það er Hín íslenska hreyfimyndastofnun, . sem stendur að gerð þáttanna, og er hver þeirra 25 mínútna langur. Hins vegar hafa handrit verið gerð að níu þáttum. Handritagerð önnuðust þeir Jón Proppé og Helgi Sverrisson, en Art- húr Björgvin Bollason verður kynnir þáttanna og mun leiða áheyrendur um myrkviði fræða þessarra. Fyrstu fjórir þættimir, verða um Dauðann, alþýðulækningar, spá- dóma og Nýöldina og er kostnaður við gerð þeirra um 3,5 milljónir króna. ■ Beinar útsentí- ingar af íþróttavid- burðum hitta beint í mark, en krefjast mikils viðbúnaðar og hátt í 30 manna sérhæfðs starfs- liðs varaefni. Samtímis gerðu menn sér grein fyrir að aðrir dagskráriiðir færu úr skorðum vegna tafanna. Þegar biðinni lauk var ljóst að stela þurfti hálftíma af bamaefni því sem á eftir átti að koma. Til þess að það mætti þurfti að fá leyfi hjá framkvæmdastjóra Sjónvarpsins sem var erlendis og því var aðstoð- armaður hans fyrir svöram sem urðu jákvæð. Utsendingin frá Hafnarfirði var mjög vönduð. Fjórar tökuvélar sýndu leikinn frá ýmsum sjónar- homum. í útsendingarbílum fyrir utan íþróttahúsið vora samtals 7 þaulvanir starfsmenn þannig að með Jóni Óskari sem með þurrar kverkar lýsti því sem fyrir augu bar, þurfti 12 menn til þess að koma þessum myndum í hús lands- manna. Beinar útsendingar af vettvangi eru erfiðar í framkvæmd og flókn- ar en í þeim er vaxtarbroddur sjón- varps og útvarps fólginn. Ljósvak- inn er miðill augnabliksins og það ber að fagna þeirri stefnu íþrótta- deildar ríkisútvarpsins að hafa þær sem mestar. Ljósvakinn þjónar sínu hlutverki sjaldan eins vel og þegar hann sendir atburði líðandi stundar beint heim í stofu til fólks, — hann flytur fjallið til Múhameðs, sem eins og aðrir hefur áhuga á íþrótt- um. Beinar útsendingar frá tveimur íþróttaviðburðum sem fram fara á sama laugardagssíðdeginu kallar á samtals 28 manna sérhæft starfslið sem hefur í för með sér yfir hundrað þúsunda króna útgjöld fyrir íþrótta- deildina auk fastra launa vakthafandi starfsmanna tækni- og íþróttadeildar. Til viðbótar er kostnaður sem seint verður bókfærður sem er mikill og er mælanlegur í svita, adrenalíni og stressi. Eftir klukkustundar golfþátt í sjónvarpi undir stjóm Bjarna Fel hófst bein útsending frá Seltjarnar- nesi þar sem KR-ingar og Keflvík- ingar börðust um meistaratitil í körfuknattieik. Ingólfur Hannes- son, Samúel Örn Erlingsson og Arnar Bjömsson ásamt fjögurra manna tækniliði sáu um Iýsingar á Rás 2 og Sjónvarpinu. Sjónvarpsút- sendingin var sérlega viðkvæm því einungis ein upptökuvél var á staðnum enda kom það tvisvar í ljós að lítið .þurfti út af að bregða til þess að hnökrar kæmu á út- sendinguna. Þurrar rafhlöður fars- ímanna auðvelduðu ekki þegar bregðast þurfti skjótt við. Frá Seltjamamesi var boltinn sendur til Bjama Fel í sjónvarps- húsinu og þeirra sjö tæknimanna sem þar voru. Bjami var að sjálf- sögðu í essinu sínu eftir sigur KR-inga þegar hann tilkynnti um úrslitin í ensku knattspymunni. BAKSVIÐ eftirÁsgeir Friðgeirsson Morgunblaðið/Ámi Sæberg í útsendingarbílnum er leiknum komið áleiðis inní stofúr lands- manna. Morgunblaðið/Einar Falur íþróttafréttamennirnir Ingólfúr Hannessson, Samúel Örn Erlingsson og Arnar Björnsson á vett- vangi ásamt tæknimönnum sjónvarpsins. Þegar Qallið fer Ljósvakamiðlarnir hafa áþekku hlutverki að gegna þegar um mikil- væga íþróttaviðburði er að ræða eins og þegar kosningar eiga sér stað. Fólk vill fá að fylgjast með öllu og það vill fá úrslitin ekki seinna en á stundinni. Hlustendur eða áhorfendurvilja taka þátt í þeim æsileik tilfínninga sem íþróttaviðureign er. Á sinn hátt vilja þeir sem heima silja njóta óvissunnar, eftirvæntingarinnar og æs- ingsins rétt eins og áhorfandinn á pöllunum eða leikmaðurinn á vellinum. Hann vill fá að fylgjast með sérhveijum áfanga allt til leiksloka og deila gleðinni með vonbrigðunum, — sigrinum eða tap- inu. Nú á tímum byggjast vinsældir íþróttaþátta á beinum útsending- um og sem betur fer hefúr þróunin hér á landi verið svipuð og í nágrannalöndum þar sem slíkum útsendingum hefúr fjölgað ört. En það er meira en að segja það að hafa beina útsendingu eins og kom í Ijós þegar litast var um baksviðs nýverið þegar íþróttadeild ríkisútvarpsins fylgdist með því þegar körfúknattleikslið gull- tryggði sér íslandsmeistaratitil og handknattleikslið komast í seiling- arfjarlægð við sama áfanga. Að því búnu átti Jón Óskar Sólnes að hefja lýsingu frá Hafnarfirði þar sem FH gat tryggt sér því sem næst íslandsmeistaratitil í hand- knattleik. Eitthvað vildu máttar- völdin minna FH-inga á að heimur- inn er ekki þeirra því ekkert raf- magn fengu þeir í nýja húsið sitt fyrr en a.m.k. hálftíma eftir að leik- ur átti að hefjast. Þá fór að hitna undir Bjarha Fel því sortinn í Hafn- arfirði var áhorfendum ekki bjóð- andi. Bjarni gat ekki hreinsað útaf eins og hann var kunnur fyrir í þá tíð, — hann varð að halda boltanum gangandi. Hann sendi út tilfallandi tíl Múhameðs Meiraflóð, grímmara val Islensk fjölmiðiabylting heldur áfram. Ný einka- sjónvarpsstöð hefur brátt útsendingar — samkeppni við þá sem fyrr var inn á markaðinn er hafin. Og eins og vera ber keppast miðlar landsins við að segja frá fjöl- miðlamálum hinna íslensku fjölmiðlabyltingar. Nú era það ekki ríkissjónvarpið og einkasjónvarpsstöðin sem keppa um ákjósanlegasta fréttatímann heldur tvær einkasjónvarpsstöðvar að >keppa um erlent efni ofan í áhorfendur og síðan ríkís- sjónvarp að keppa við þær — eða? Ríkissjónvarpið er sem stendur ekki í sömu aðstöðu og einkasjónvarpsstöðvarnar hvað markaðslögmálið snert- ir en í íslenskri fjölmiðlabyit- 'ingu gerast hlutirnir hratt þannig að ákvæði útvarp- slaga og tilhögun afnota- gjalda geta verið önnur á morgun en þau eru í dag. Það eru nefnilega peningam- ir sem ráða þegar verið er að semja um erlent efni hvort heldur er á stóra mörkuðun- um eða við skrifborðin hjá þeim aðilum sem íslenskir innkaupastjórar sjónvarps- stöðva hafa komið sér í sam- band við. Ein af röksemdum fyrir fijálsum útvarps- og sjónvarpsrekstri er sú að öll umræða og skoðanaskipti verði lýðræðislegri en þegar um einokun er að ræða. 1 kjölfar íslenskrar fjölmiðia- byltingar hafa menn byijað að velta fyrir sér mögulegum áhrifum fjölmiðla — sem er- lendir fræðingar hafa kann- að í áraraðir. Og þegar talið berst að sjálfu sjónvarpinu þá er það nánast orðin hefð að spyija hvort allt þetta myndflóð sem borið er á borð fyrir okkur úr rásunum, köplunum og myndbands- tækjunum slævi ekki dóm- greind neytendanna. Auðvit- að er sá möguleiki fyrir hendi en áhrifin eru margs konar, einstaklingamir mismunandi sem og aðstæður þeirra og bakgrunnur. Með því að nota hina ágætu formúlu fjöl- miðlarannsókna, Hver segir hvað við hvern á hvaða hátt og með hvaða áhrifum, hefur verið hægt að benda á ýmis- legt meðal annars það að fjölmiðlafrelsið á að geta los- að manninn aðeins undan ofurafli fjölmiðla. Það er talað um að ein- staklingur geti verið mun betur varinn þegar meira efni er í boði. Hér er átt við að einstaklingurinn sé þá settur í þá aðstöðu að þurfa að velja og hafna og að hann geti þá orðið mun gagnrýnni áhorfandi en ef til dæmis um er að ræða framboð frá að- eins einni sjónvarpsstöð ef' við höldum okkur við þann miðil. Hvað varðar fréttir og umræður um málefni líðandi stundar getur þetta haft í för með sér að neytandinn fylg- ist minna með fréttum og umræðu en áður þegar hann er farinn að velja úr meira efni. Hvað afþreyingarefnið varðar er sama upp á ten- ingnum. Neytandi sem getur valið um kvikmynd hjá þrem- ur sjónvarpsstöðvum og á jafnvel kost á að skeila myndbandi í tækið geturtek- ið upp á því að taka sér bók í hönd eða bregða sér á milli bæja. Staðreyndin er nefni- lega sú að þvímeira framboð á efni þeim mun grimmara getur valið orðið. Hér skal að sjálfsögðu bent á að ákveðinn hópur áhoríenda mun bæta efni nýju sjón- varpsstöðvarinnar ofan á það sem fyrir er í hinum tveimur og myndbandstækinu. En um hvað verður hægt að velja í afþreyingarfram- boði sjónvarpsstöðvanna þriggja á hausti komandi? Santa Barbara verður áfram segir í fréttum en á annarri sjónvarpsstöð en áður. Hvað kemur þá í staðinn fyrir Santa Bárbara hjá hinni sjónvarpsstöðinni spyija sumir áhorfendur. Það mun koma í ljós. En hvað sem þessum og hinum finnst nú um þáttaröð eins og Santa Barbara þá er vonandi að nóg verðí til skiptanna hjá sjónvarpsstöðvunum þremur af góðu og vonduðu efni er- lendis frá — því það er er- lenda efnið sem mun ráða ríkjum en ekki það innlenda — enn sem komið er alla vega. Framboðið er nóg svo mikið er víst og áreiðanlega finnst einhver þáttaröð í staðinn fyrir Santa Barbara hjá stöðinni sem nú sér á eftir henni yfir til keppinaut- anna. En það eru gæðin sem vonandi sitja í fyrirrúmi hjá innkaupastjórum erlenda efnisins og vonandi verða ekki allt of margar lélegar myndir eða þáttaraðir í pökk- unum sem innihalda nokkrar góðar. Og svo er bara að sjá hvort íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur taki ekki auknu myndflóði með því að vera grimmir á valið því það er jú liðin sú tíð að allir sáu Dýrlinginn í gærkveldi hvað þá að menn hópist saman daginn eftir framhaldsleikrit ríkisút- varpsins til að ræða atburða- rásina. Þeir eru áreiðanlega einhveijir sem sakna einok- unarinnar og þess að vera viðræðuhæfir um efni dag- skrárinnar. Guðrún Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.