Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 eftir Margréti Þorvaldsdóttur/ myndir: Sverrir Vilhelmsson FRAMTÍÐ LANDS og þjóðar mun innan fárra ára vera á herðum þeirrar kyn- slóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Þessi unga kyn- slóð er tápmikil og áhuga- söm, en það er sjaldan leit- að álits hennar nema þegar eitthvað hefúr farið úr- skeiðis. Af þeim ástæðum er hætt við að hinir eldri fái ranga mynd af ungu fólki nú á dögum, eða það sem verra er, að sú nei- kvæða umfjöllun um ungl- inga sem vekur athygli og þykir fréttnæm geti orðið til að rugla eðlilega sjálfs- ímynd einhverra þeirra. Unga kynslóðin spáir í framtíðina. Umhverfismál- in hafa á síðustu misserum fengið meiri umræðu hér á landi en nokkurn tíma áð- ur. Nú er dagur jarðar. Hvað segja börn og ungl- ingar um máleftii líðandi stundar, hvert er viðhorf þeirra til umhverfismála? Við Sverrir ljósmyndari Mbl. brugðum okkur í tvo grunnskóla á höfúðborgar- svæðinu, Fossvogsskóla í Reykjavík og Snælands- skóla í Kópavogi og rædd- um málin við nokkra nem- endur. IFossvogsskóla mætti okkur hress hópur ungra nemenda á aldrinum 10-11 ára, ásamt skólastjóra sínum, Kára Arnórs- syni, það voru þau Guðmundur Halldórsson, Þórunn Þorsteinsdótt- ir, Bijánn Guðni Bjarnason og Ragnhildur Thorlacius. Þau höfðu greinilega velt vel fyrir sér málefn- um líðandi stundar og höfðu ákveðnar skoðanir á hlutunum. Umhverfismál Við komum okkur þægilega fyrir inni í vistlegri vinnustofu kennara skólans og voru börnin spurð hvað kæmi fyrst í hug þeirra þegar rætt væri um umhverfismál? Guðmundur svaraði fyrstur: „Þegar maður heyrir talað um mengun fer maður að hugsa um bíla og mengun frá þeim og eitur- efnaúrgang frá kjarnorkuverum, fólk getur nú dáið úr því,“ svaraði hann. „Mér dettur í hug mengun frá bílum og verksmiðjum og rusl,“ sagði Þórunn. Btjánn sagði: „Mengun frá bílum, oft er reykjarstrókur aft,an úr bílum og líka strætisvögnunum." Umhverfið og snyrtimennska - Er ástæða til að hafa áhyggjur af umhverfinu? Er snyrtimennska í hávegum höfð á íslandi? Hvað um fjöruna? Fjöruna! „Oj,“ sögðu þau og hristu sig. Strendurnar hérna sögðu þau vera fullar af rusli frá skipum. Þetta mætti greinilega sjá meðfram suðurströndinni sem sum þeirra þekktu vel. Öll höfðu þau líka farið til útlanda og báru nú saman strendurnar hér við land við strend- ur sem þau höfðu séð í útlöndum og stóðst snyrtimennskan okkar ekki samanburðinn. Ragnhildur sagði að strendur sólarstranda eins og t.d. í Flórída væru hreinar og fínar og greinilega mikið hugsað um að haida þeim hreinum. Brjánn kom með allhrikalegar lýsingar á skordýrum sem virtust lifa góðu lífi í sundlaug einni á Spánarströnd. Ragnhildur benti honum þá á að fólkið væri svo misjafnt og einnig hvernig hugsað væri um hreinlætið á þessum stöðum - og Þórunn DAGUR JARÐAR W bætti því við að sumstaðar væri sjórinn á þessum stöðum dálítið ógeðslegur. Þeim bat' þó öllum sam- an um að greiniiega væri meira hugsað um umhverfismál í útlönd- um en hér á landi. Það var athyglisvert að þau virt- ust vera mun fróðari um umhverfis- vandamál erlendra þjóða en sinnar eigin. Skýringin á því er sennilega sú að íslenskir fjölmiðlar hafa löng- um verið uppteknari af umhverfis- vandamálum annarra þjóða en sinnar eigin. Betri umgengni - Hvað getum við gert til að bæta strendurnai'? Guðmundur sagðist telja að það væri nokkuð seint að ætla að fara dóttir Kxistjáns- HVAÐ SEGJA ÞAU SEM ERFA EIGA LANDIÐ? Arshátíðir eru okkarfagI Þríréttaður árshátíðarmatur kr. 2.700,- Dansleikur að hætti Óperukjallarans fyrir smærri fyrirtæki og hópa. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.