Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 C 23 ■ ÞRIÐJA mynd Bret- ans David Hare (,,Plenty“) er „Strapless“ með sjónvarpsleikkonunni Blair Brown og hinum þýska Bruno Ganz (Him- ininn yfir Ílerlín). Skerhmtilegt hlutverkaval hjá Hare en Brown leikur lækni sem verður ástfangin af dularfullum Ganz. ■ FJÖLSKYLDUMÁL Sidney Lumets gerðu það ekki sériega gott í Banda- ríkjunum þrátt fyrir stór- stjörnur en i nýjustu mynd hans leiða saman hesta sína Nick Nolte og Tim- othy Hutton. Hún heitir „Q and A“ eða Spurningar og svör í þráðbeinni þýð- ingu en hún verður frum- sýnd í þessum mánuði vestra og segir frá dular- fullu morðmáli. ■ MEIRA DULAR- FULLT. Þijár hryllings- sögur eftir Stephen King, Michael „Bjölludjús" McDowell og Arthur Conan Doyle eru komnar í eina mynd, „Tales From the Darkside: The Movie“, og það eina sem tengir þær saman er De- borah Harry í hlutverki úthverfahúsmóður, sem hefur áhuga á fleiru en innkaupum. ■ OGEFÞAÐe rekki nógu dularfullt, hvað þá með þetta? Nýjasta hasar- myndin vestra heitir „Teenage Mutant Ninja Turtles“ og segir frá hálf- mennskum skjaldbökum sem bjarga New York. IBIO Ef Stanley Kubrick, sem leggur svo mikla áherslu á fullkomið hand- verk að hann vildi sjá per- sónulega um að íslenski textinn á myndbandinu „Full Metal Jacket" kæmi inn á réttum stöðum, færi í íslenskt bíóhús yrði hann geðveikur. Textinn vill oft hlaupa á undan, verða á eftir, sitja kyrr eða hverfa um tíma. Kubrick hefur rétt fyrir sér eins og alltaf. Það er sannarlega hlálegt ef allur salurinn bíður eftir t.d. merkilegu andsvari í mynd og leikstjórinn byggir upp alla mögulega spennu i kringum það, sem verður að engu þegar textinn er kominn löngu á undan. Binnig: Það er alltaf verið að tala um slæmar þýðingar í bíómyndatext- um en prófarkalestur er ékki síður mikilvægur til að koma í veg fyrir setn- ingar eins og„Elskan, við erum tík.“ KÆFA EÐA HUNDAKÆFA E Kathleen Turner; hundalíf eða dauði. itthvert illkvittnasta hjónarifrildi síðustu ára fer fram í myndinni í blíðu og stríðu („War of the Roses“), sem sýnd er í Bíóborginni með Kat- hleen Turner og Michael Douglas undir leik- stjórn Danny De Vitos. Þegar hjónin Oliver og Barbara skilja vill hvorugt láta forkunnar- fagurt einbýlishúsið af hendi og þar með uppheíjast heimiliseijur er leggja það gersamlega í rúst og hjónakornin með. Eitt stærsta vandamálið við gerð myndarinnar snerist um kæfu. í fyrri útgáfu var gefið í skyn að bardaginn hafi gengið svo langt að Barbara hafi drepið hund Olivers og borið hann fram handa bónda sínum í kæfuformi. En skot af hundinum lifandi var bætt inn í lokaútgáfu myndar- innar. „Við skiptum um skoðun á hveijum degi,“ segir handritshöfundurinn Michael Leeson. „Hundurinn dó oft en var jafnharðan endurlífgaður." Það er margt látið fjúka í myndinni en einhverstaðar verður að draga mörkin svo Oliver slapp við að éta hund- inn sinn ... Úr niyndinni um danska landstjórann Peter von Scholten. Dönsk kvikmynda- vika í Háskólabíói Dönsk kvikmyndahátíð hófst í Háskólabíói í gær á vegum Dansk-íslenska félagsins í Reykjavík og bíós- ins en boðið er uppá alls sjö myndir frá árunum 1979 til 1988. Hátíðin stendur yfir í eina viku. KVIKMYND UM KÓRFERÐALAG Guðný Halldórsdóttir leikstjóri vinnur nú að kvikmyndahandriti er nefnist Kórinn og segir frá íslenskum smábæjarkór sem heldur í ferðalag að heilsa uppá vinabæi í Fær- eyjum og Noregi og „á að vera í léttari kantinum", eins og hún sagði í stuttu spjalli. Guðný (Stella í orlofi, Kristnihald undir jökli) fékk 600.000 króna undir- búningsstyrk frá Kvik- myndasjóði til að vinna handritið en „þetta er hug- mynd sem kom upp í stór- viðrunum í vetur þegar menn gátu alltaf farið á kóræfmgar á hveiju sem gekk og þrátt fyrir ofsa- veður“. Er þetta eitthvað sem þú kannast við persónu- lega? „Já,“ sagði Guðný, „ég hef fengið svolítið að fylgjast með karlakórnum Stefni hér í Mosfellssveit og það má kannski segja að handritið sé lauslega byggt á seinustu ferð hans til Danmerkur og Noregs. Það er mjög vinsælt tóm- stundagaman bæði á Norð- urlöndunum og hér að sækja kóramót og vina- bæjamót. Ég býst við að handritið verði tilbúið næsta haust og svo ætla ég að reyna að Jjármagna myndina næsta vetur. Ég ætla aldrei aftur f kvikmyndagerð nema ég sé búin að tryggja Kórferða- laglausir? Guðný Halldórs- dóttir. fjármagnið upp í topp. Þetta er nútímamynd og hún ætti ekki að verða dýr. Helsti kostnaðurinn liggur kannski í því að ferðast með mann- margan kór til útlanda en það er hægt að leysa með því að fá sjálfboðaliða á öft- ustu bekkina." Þess má geta að unnið hefur verið að því að undan- förnu að selja Kristnihaldið er- lendis og var nýlega gengið frá samningi um sölu til Finnlands. Tvær myndir verða sýndar eftir gest hátíðarinnar, leik- stjórann Erik Clausen, en þær eru „Manden i Manen“ og „Tarzan - Mama mia“ en tónlistin í þeirri mynd er eftir Kim Larsen. Sú fy'rri segir frá manni sem setið hefur í 16 ár í fangelsi og mætir útskúfun og einangr- un þegar hann losnar en seinni myndin er um stelpu sem vinnur hestinn Tarzan í verðlaun. „Hip, hip, hurra“ er eftir Kjell Grede með Stellan Skarsgárd í aðalhlutverki, „Peter von Scholten" segir frá síðasta landstjóra Dana á St. Croix í Vestur-Ind- íum,„Rend mig i tradition- erne“ eða Niður með hefðirn- ar! er frá 1979 og gerð eftir samnefndri sögu Leif Pandu- ros,„Mord i paradis“ er sjálf- stætt framhald Morðs í myrkri og er leikstýrt af Sune Lund-Sörensen og loks verður sýnd myndin „Gul- dregn" eftir Sören Kragh- Jacobsen uppúr bók Anders Bodelsens en um er að ræða bíómyndaútgáfu þáttanna sem sýndir voru í ríkissjón- varpinu fyrir nokkru. Myndirnar eru textalausar fyrir utan „Tarzan - Mama mia“. KVIKMYNDIR /Vildirþú adeins sjá brot afMonu Lisu? Aðeins partur af listaverki. Sjónvarpið hlutar niður. Smækkun breiðmyndanna ÞEGAR breiðljaldsmynd eins og Arabíu-Lárens eftir David Lean er sýnd í sjónvarpi sjást ekki nema um 60 prósent af henni, ekki af því hún hefúr verið klippt og stytt, heldur af því hún hefúr verið löguð til að passa á skjáinn. Það er gert með tækni sem kall- ast „pan and scan“ en með henni er tekinn út sérstakur hluti hvers myndramma og aðeins hann sýndur. Allt þar fyr- ir utan, um 40 prósent myndarinnar, kemst ekki fyrir. Afleiðingin getur verið allt önnur útkoma en leikstjórinn ætlaði, ruglingsleg og á köflum illskiljanleg. Hér er dæmi: í annarri Lean-mynd, Zivagó lækni, gengur Julie Christie í lok myndarinnar eftir götu í átt að risastóru vegg- spjaldi af Stalín sem á að gefa í skyn að hún hverfi í vinnu- eftir Arnold búðir. Atr- Indriðoson iðið er tek- ið úr fjar- lægð og af háum sjónarhól en allt það sem sést á breið- tjaldinu kemst ekki fyrir í sjónvarpi. í sjónvarpsútg- áfunni er aðeins hægt að sýna Christie á gangi eftir götu en Stalínspjal'dið er hvergi sýnilegt. Þannig verður atriðið gersamlega merkingarlaust fyrir utan að hin volduga uppsetning Leans er horfin. Það þarf varla að taka fram að kvikmyndaleik- stjórar eru æfir útaf þess- ari tækni. „Hún eyðileggur algerlega verk leikstjór- ans,“ er haft eftir Martin Scorsese. „Það er sorglegt að sjá þannig farið með mynd eins og Arabíu-Lár- ens. Það er eins og lista- safn ákvæði að nóg væri að sýna part af verkum Van Goghs eða Renoirs.“ John Boorman tekur undir: „Ég þoli ekki að sjá þannig farið með myndir ... Ég hef séð sjónvarpsútgáfu af mynd minni„Point Blank“, sem var gerð sérstaklega fyrir breiðtjald, þar sem persónur falla út og mynd- in verður merkingarlaus.“ Leikstjórar hafa í mörg- um tilfellum látið undan og kvikmyndað á þann hátt sem betur fellur að sjónvarpssýningum á kostnað breiðtjaldsáhrif- anna. Jafnvel David Lean íhugaði að hætta við að taka nýju mynd sína, Nost- romo, á 70mm filmu. „Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að fleiri sjá bíómyndir í sjónvarpi en í kvikmyndahúsum,“ segir hann, „og hvers vegna ættum við að gera myndir okkar fyrir nokkrar vikur í kvikmyndahúsum og sjá þær svo vera hlutað- ar niður fyrir sjónvarp.“ Til er einfalt ráð við þessum ófögnuði og það er að sýna óbreyttar mynd- irnar í breiðtjaldsforminu en þá verða þær langar og mjóar í imbanum með svartar rendur fyrir ofan og neðan. Steven Spielberg hefur barist fyrir því sýn- ingarformi í Bandaríkjun- um og myndbandið af Indi- ana Jones og síðustu kross- ferðinni fæst þannig. Mörgum finnst það óþægi- legt en myndin er a.m.k. í heilu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.