Morgunblaðið - 22.04.1990, Page 12

Morgunblaðið - 22.04.1990, Page 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. APRIL 1990 Stór — í kvik- myndinni „Big“ fór Tom Hanks með hlutverk bams í fullorðn- um líkama. SÁLARFRÆDI/Er bemska í hugsun merki um vanþroska? Að vera fullorðinn MARGIR, jafnvel þeir sem eiga mörg ár að baki, velta því stundum fyrir sér hvort þeir séu í raun orðnir fullorðnir. Þeir telja sig reka sig á of margt í fari sínu sem bendir til hins gagnstæða: barnsleg viðbrögð, draumóra, órökrænar skyndiákvarðanir, skoðanaleysi, tilfinningasveifl- ur, vangaveltur um sjálfan sig og sér í lagi ónotalega tilfínningu um að vita ekki almennilega hver maður er. Hvað er þá að vera fullorðinn? Naumast er hægt að meta það út frá öðru en einhvers konar ytri kennimerkjum. Venjulegast er að miða við að fullorðinn sé sá sem tek- ið hefur líf sitt í sínar eigin hendur, ef svo má segja. Hann sér fyrir lífsviðurværi sínu, tekur ákvarðanir um líf sitt, persónu- leg málefni, í smáu eftir Sigurjón sem stóru, en lætur Björnsson ekki stjórnast af öðrum. Og hann er ábyrgur gerða sinna. Mismunandi er hversu langan tíma það tekur fólk að ná þessu marki. Sumir eru orðnir fullorðnir í þessum skilningi um tvítugsaldur, aðrir ekki fyrr en áratug síðar. Þarf ekkert að vera athugavert, við það. Aðstæður ráða þar nokkru. Sömu- leiðis má ekki taka þessa skýrgrein- ingu mjög bókstaflega. Margif sem fullnægja öllum þess- um skilyrðum efast engu að síður um að þeir séu orðnir fullorðnir. Það byggist þá á þeirri huglægu tilfinn- ingu sem nefnd var fremst í þessum pistli. Að öðrum þræði kann sú til- finning að vera raunhæf, þ.e. við- komandi gerir sér grein fyrir því að hann á ólokið ýmsum verkefnum sem að jafnaði tilheyra síðasta hluta ungl- ingsáranna, svo sem það að móta og festa sjálfsímynd sína betur, inn- limast til fullnustu í samfélag fullorð- inna og taka afstöðu til margvíslegra málefna í stað þess að láta sér nægja að vera áhorfandi. Að hinu leytinu getur þetta svo byggst á því að við- komandi leggur óþarflega þröngan skilning í það að vera fullorðinn. Viss bemska í hugsun og háttum þarf síður en svo að vera merki Um vanþroska. Öllu fremur gefur hún lífi manns meiri lit og gerir það fersk- ara og blæbrigðaríkara. Leikur hug- arflugsins og spurn unglingsáranna er fremur kostur en löstur á hveijum fullorðnum manni. Og þess skyldi minnst að það er engin stöðluð form- úla til fyrir því hvemig fullorðið fólk eigi að vera. Þeir sem búa sér til slíka formúlu — og þeir eru nokkrir — og fara eftir henni, eiga á hættu að staðna fyrir tímann. Alitamál er vissulega hvort æskilegra er að verða seint fullorðinn eða gamall snemma. TÆKNI/Verba geimflutningar ódýrari meö einfaldri rafbyssu? Hugmynd Jules Veme endurvakin OFT KEMUR í ljós að gamla einfalda eðlisfræðin, sú sem var ein til fram til aldamóta, kemur að notum í æ víðara samhengi. Nú hefur verið þróuð rafbyssa, sem virðist geta dugað til flutninga út fyrir gufúhvolfið. Segja má að nokkru leyti að endurvakin sé hin gamla hugmynd Jules Verne úr sögunni Ferðin til tunglsins frá því á síðustu öld. Þar lét Verne skjóta tunglfaranum úr byssu- hlaupi, og notaði púður. í rafbyssu nútímans er notuð sígild eðlis- fræði, sem í raun var að verða til á þeim tíma er sagan var rituð. Aðeins vantaði menn hugkvæmnina. Hún dugar þó til að koma hlutum út fyrir gufuhvolfíð. Hugmynd Verne um venjulega fall- byssu var vitaskuld óraunhæf. Þannig er rafmagnið yfirsterkara púðrinu. Hugmyndin er orðin til einkum fyrir tilverknað manns að nafni Henry Kolm. Arftakar "hans við Texas-háskóla eru að vinna að rafbyssu sem á að geta skotið hlut- um á loft með 35.000 km byij- unarhraða á klst. Nú þegar hefur verið hægt að skjóta hlutum af stað með hraðan- eftir Egil um 16.000 Egilsson km/klst. Hugmyndin er svo einföld að menn verða gáttaðir á að hún hafi ekki verið notuð fyrr. Straumgjafinn er ekki annað en málmhjól sem snýst mjög hratt í segulsviði frá sterkum seglum. Við það ýtast t.d. jákvæðar hleðsl- ur út að rönd hjólsins, en hleðslur af gagnstæðu formerki safnast í miðju. Þegar hjólið hefur náð full- um hraða, er hleðslunum safnað af hjólinu með því að færa stál- bursta upp að því. Á örskammri stundu nást þær af og gefa straum upp á tvær milljónir ampera, sem er tvítugfaldur straumurinn sem álver ÍSALs notar. Aflið sem straumgjafinn gefur frá sér á því augabragði nemur hálfu afli Sig- ölduvirkjunar. Þessi straumur er leiddur eftir spólu meðfram tvöföldu teinakerfi, þar sem hvílir sá hlutur sem á að skjóta. Straumurinn fer inn í tein- ana af spólunni, þvert milli þeirra eftir hlutnum, og til baka eftir sams konar spólu og áður. Saman mynda spólurnar tvær sterkt seg- ulsvið. Þverstraumurinn í gegnum hlutinn og þar með hluturinn sjálf- ur verður fyrir sterkum segul krafti, sem veldur hröðuninni. Hröðunin er vitaskuld margföld á við það sem lífverur þola, svo að fyrst og fremst er hér um að ræða aðferð til flutninga dauðs efnis út í geiminn. Annar vandi sem upp kemur felst í að hluturinn sem skotið er hitnar vegna núnings við andrúmsloftið. Þetta má losna við með tvennu móti: í fyrsta lagi með því að skjóta af háum fjöllum, en þá losnar hluturinn við að ryðja sér braut um hátt í helming loft- hjúpsins, en í öðru lagi meá' því að gera „framhlið" hans úr hita- þolnum efnum eða að kæla hlutinn fyrir skotið. Náist hraði upp á 35.000 km/klst. er hluturinn ekki nema örstutta stund upp gegnum lofthjúpinn, og vandinn er yfirstíg- anlegur tæknilega. Þó svo að lífverur þoli ekki þá hröðun sem fylgir þessu (þær myndu hvíla á undirlagi sínu með þúsundföldum þunga sínum) er auðvelt að gera flest það annað sem senda þarf, t.d. til byggingar geimstöðva, þannig úr garði að það þoli hröðunina. Umfram allt er aðferðin svo einföld að það eitt gerir það ódýrara að koma öllu dauðu efni út fyrir gufuhvolfið en hægt hefur verið til þessa með eld- flaugum. Rafbyssan— Hluturinn rennur eftirteinum. Straumurinn eftir spólunum veldur segulkrafti út. MYNDAMÓT ÍSAL OG UMHVERFIÐ Framkvæmdastjórn ÍSAL leggur á þaö áherslu, að umhverfismál njóti að minnsta kosti sama forgangs og önnur markmið fyrirtækisins. íþví skyni höfum við mótað víðtæka stefnu í umhverfismálum. Helstu markmið eru: □ Minnkun útsleppis með þvi að setja upp nýjan þekjubúnað í kerskálum. Fjárfesting í þessum búnaði verður yjir 1000 milljónir króna á árunum 1989-1992. Um 20% þessa verkefnis er nú þegar lokið. □ Ný skolplögn út fyrir hafnargarðinn í Straumsvík. Kostnaður við verkið er 20 millj- ónir króna. Verkinu lýkur í sumar og frá þeim tíma verður engu skolpi veitt í Straumsvíkurhöfn. □ Nýjar leiöir í endurvinnslu úrgangs- ej'na. □ Samvinna við Líffrœðistofnun Ilá- skóla Islands og Náttúrufrœðistofnun íslands og stuðningur við verkefni, sem eru mikilvœg fyrir náttúruvernd í landinu. □ AÖ ejla umhverjisvitund á öllum svið- um. £ BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 YY innréttingar. Dugguvogi 23, sími 35609, gæðanna vegna Framleióum eldhúsinnréttmgar, fataskápa, baöinnréttingar og solbekki. Leítíð tilboða. Eigum baðinnréttingar á lager.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.