Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Snæfugl til heimahafnar með 80 milljóna afiaverðmæti úr Smugunni Tvöfaldur árskvóti í einni veiðiferð „ÉG HEF aldrei látið mig dreyma um að komast í annað eins fiskirí í þorski eins og við vorum í þarna norðurfrá", segir Halldór Jónasson skipstjóri á Snæfugli SU 20, sem kom til hafnar á Reyðarfirði í gær með metaflaverðmæti úr Smugunni. Aflaverðmæti í þessum túr er nálægt 80 milljónum og var komið að Iandi með 330 tonn af flökum, sem er einn stærsti flakafarmur af þorski sem frys- tiskip hefur komið með að landi í einni veiðiferð. „Við vorum að allan tímann og það var aðeins upprof á tveimur vöktum eftir að við komum norður,“ sagði einn hásetanna við komuna í land. Nær 800 tonna afli Aflinn í þessari veiðiferð samsvarar um 790 tonnum af þorski úr sjó, sem er nær tvö- faldur árskvóti Snæfuglsins af þorski í íslenskri landhelgi mið- að við úthlutun fyrir nýhafið fiskveiðiár. Veiðiferðin hófst 2. ágúst og stóð því í 36 daga, en Deila FIH og ríkisins Verkfall hefst 14. september FÉLAG íslenskra hljómlistar- manna hefur boðað til nýs verk- falls þeirra tónlistarmanna sem starfa lausráðnir fyrir Þjóðleik- húsið, og mun það taka gildi á miðnætti miðvikudaginn 14. segtember næstkomandi. í gær var samningafundur í deilunni en lítt miðaði í sam- komulagsátt. „Menn leita allra leiða til þess að leysa málið en það gengur mjög hægt,“ segir Bjöm Árnason, formaður FIH, og kveður stöðu mála vera flókna. Frumsýna á óperuna Á valdi örlaganna eftir Verdi 17. sept- ember í Þjóðleikhúsinu, eða þremur dögum eftir að boðað verkfall á að koma til fram- kvæmda. Æfingar hafa gengið eðlilega fyrir sig. Víkingalottó Dani fær þann stóra DANSKUR lóttóspilari hlaut fyrsta vinning eða tæpar 117 miiljónir í Víkingalóttódrætti í gærkvöldi. Hér á landi gekk bónusvinn- ingur að verðmæti rúmar 1,7 milljónir króna ekki út. Tveir voru hins vegar með fimm tölur af sex réttar og fengu 216.524 krónur hvor. Þrjúhundruð átta- tíu og átta íslenskir lottóspilar- ar voru með fjórar réttar og fengu þeir rúmar sautjánhundr- uð krónur hver. Fjórtánhundruð voru með þijár réttar og fær hver þeirra 211 krónur. Heildarupphæð vinninga var tæpar 120 milljónir króna. Heildarupphæð vinninga á ís- landi var hins vegar aðeins 3,16 milljónir. Vinningstölur kvölds- ins voru 8, 11, 14, 28, 31 og 33. Bónustölur 1, 19 og 20. þar af fóru 9 sólarhringar I sigl- ingu á miðin og heim, þannig að vinnsla stóð í 27 sólarhringa. „Að meðaltali vorum við með um 12 tonn í hali og meir en helmingur aflans fékkst í flott- rollið. Aðalvandinn var að taka nógu lítið til þess að sprengja ekki trollið, en við sluppum þó ekki alveg við það,“ sagði Hall- dór. Hann sagði að Norðmenn hefðu látið skipið að mestu í friði. „Þeir sýndu okkur þó gula spjaldið nokkrum sinnum þegar þeir töldu okkur vera innan norskrar landhelgi en þá var um hálf míla í línuna miðað við okkar mælingar." Til marks um það hvað út- hafsveiðar hafa skipt miklu máli fyrir útgerð Snæfugls á þessu ári, er um helmingur afla- verðmætis til þessa fenginn utan landhelgi, þ.e. við veiðar á úthafskarfa og við Smuguveið- ar. Aflaverðmætið er komið nálægt 300 milljónum og er þessi veiðiferð því um 26% af aflaverðmæti ársins. KALLINN hýr á svip í brúnni eftir góðan túr. Morgunblaðið/Jóhannes Pálsson ÞAÐ var terta á borðum þegar Snæfugl kom heim úr mettúrn- um. Við borðið silja Halidór Jónasson skipstjóri og kona hans, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Hallgrímur Jónasson fráfarandi fram- kvæmdasljóri Skipakletts hf., sem gerir Snæfugl út, og Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri. Þýzkir kafbátar til sýnis ÞRÍR kafbátar verða í þýzkri flotadeild, sem kemur til Reykjavíkur í kurteisisheim- sókn í dag, fimmtudag, og mun liggja við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn fram á mánudag. Skipin verða opin almenningi milli kl. eitt og fimm síðdegis næstkomandi laugardag. í flotadeildinni eru kafbát- arnir Ull, U12 og U18, auk fylgdarskipsins Meersburg og dráttarbátsins Fehmarn. Heimahöfn skipanna er í Ec- kernförde við Eystrasalt. Hingað koma skipin frá Þórs- höfn í Færeyjum. 200 manna áhöfn Á skipunum er samanlagt rúmlega 200 manna áhöfn. Þar af eru 64 menn á kafbát- unum þremur, sem allir eru knúðir díselvélum. Þýzku sjó- liðarnir munu meðal annars fara í skoðunarferð til Gull- foss og Þingvalla. Sjóliðsforingi flotadeildar- innar er Raimund Wallner. Formaður Félags læknanema í HI um fjölgun erlendra nema Nemendur áhyggjufullir vegiia þróunarinnar STJÓRN Félags læknanema í Há- skóla íslands hefur rætt rúmlega helmings fjölgun erlendra nema á fyrsta ári í læknisfræði og kveðst formaður félagsins, Þorsteinn Gunn- arsson, hafa orðið var við töluverðar áhyggjur manna á meðal vegna þess- arar þróunar. Samkvæmt samningi Norðurlanda eiga allir námsmenn í löndunum að hafa jafnan rétt til náms, er leitt gæti til þess að af þeim þijátíu námsmönnum sem fá að halda áfram námi eftir fyrsta árið, væri stór hluti af eriendu bergi brotinn. „Tæknilega séð gætu allir læknanemar verið útlendingar vegna þessa nýja fyrirkomulags," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að til skamms tíma hafi 36 íslendingum verið leyft að halda áfram í læknisfræðinámi, auk allt að sex námsmanna frá hinum Norðurlöndunum. Nú miðist inntöku- skilyrðin við 30 námsinenn, þar með taldir þeir erlendu námsmenn sem gætu komist áfram. „Að mínu mati var þessi niðurskurður gerður á afar hæpnum forsendum. Miðað við að sex erlendir námsmenn næðu til- skildum árangri, þýðir það að 120 íslenskir námsmenn komist ekki áfram á tíu ára timabili vegna þess- ara breytinga á fyrirkomulaginu. Stjórn Félags læknanema hefur rætt málið og menn hafa lýst yfir áhyggj- um vegna þessarar þróunar. Við höfum notið góðs af norrænu sam- starfi en ef samkomulag Norðurland- anna hefur í för með sér að margir íslenskir námsmenn komast ekki f læknanám, er illt í efni. Menn hafa einnig rætt þessa hættu á deildaráðs- fundi hjá læknadeild og ekki þótt rík ástæða til að óttast að þetta gerist, en ef fari hins vegar svo að margir erlendir námsmenn nái tilskilinni ein- kunn, verður að endurskoða þessar reglur og gera eitthvað í málunum. Við verðum að tryggja það að íslend- ingar beri ekki skarðan hlut frá borði og fái þá samskonar möguleika á inngöngu í námið erlendis og erlendu námsmennimir hafa hér,“ segir Þor- steinn. Ekki jafnræði með löndum „Til þess að fá inngöngu í læknis- fræði ytra þarf mjög háa einkunn úr menntaskóla, en jafnræðið milli landanna er ekki meira en svo að námsmaður í t.d. Svíþjóð getur þreytt próf í viðkomandi greinum eins oft og þörf krefur þangað til hann er kominn rrieð hæstu mögulegu ein- kunn. Á íslandi bjóðast ekki þessi tækifæri, enda ekki nauðsynlegt hér á landi. Utlendingarnir hér fá einnig að taka jólaprófm á fyrsta ári á ensku, sem ég er sannfærður um að íslenskir námsmenn fá ekki að gera á hinum Norðurlöndunum, sem breytir samkeppnisstöðunni töluvert, jafnvel þótt auðveldara sé fyrir ís- lenska námsmenn að tileinka sér þau tungumál sem þar eru töluð, heldur en er fyrir útlendingana að læra ís- lensku," segir Þorsteinn. Rangt var farið með íjölda er- lendra námsmanna í læknisfræði við Háskóla íslands í Morgunblaðinu í gær. Við nánari athugun á þeim upplýsingum um skráningu nema sem Morgunblaðið hafði fengið, kom í ljós að 43 námsmönnum var til- kynnt að þeir uppfylltu skilyrði skól- ans og kæmust inn, þar af 30 Norð- menn. í gær höfðu hins vegar 13 erlendir námsmenn greitt innritunar- gjöld í læknisfræði, 9 Norðmenn og 4 Svíar, en samkvæmt upplýsingum frá HÍ gæti þessi tala hugsanlega hækkað eitthvað næstu dag. Óljós fjármálaleg tengsl Hafnarfj arðarbæjar og listahátíðar REIKNINGAR sem Magnús Jón Árnason bæjarstjóri í Hafnarfirði hefur fengið að sjá og dagsettir eru 1. júlf 1993 vegna listahátíðar í Hafn- arfirði sama ár eru allir óundirritað- ir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru reikningarnir hins vegar bókfærðir 30. september 1993, þegar Ingvar Viktorsson var bæjarstjóri. Ingvar vildi ekki tjá sig um þetta við Morgunblaðið í gær. Magnús Jón segir plögg sern Listahátíð Hafnar- fjarðar hf. afhenti honum í fyrradag vekja upp ótal spurningar. Hann seg- ir fjármálaleg tengsl Listahátíðar Hafnarfjarðar hf. og Hafnarfjarðar- bæjar hafa verið afar óljós. Magnús Jón vísar á bug staðhæf- ingum eigenda Listahátíðar Hafn- arfjarðar hf. um að þeir hafi ekkert haft með fjármál hátíðarinnar að gera því að það sé engum vafa undir- orpið að framkvæmdastjórinn var Reikningar listahá- tíðar óundirrítaðir ráðinn af skrifstofu bæjarstjóra. „Guðmundur Árni Stefánsson þáver- andi bæjarstjóri réð Arnór Benónýs- son til þess að hafa listræna og fjár- niálalega umsjón með hátíðinni," segir Magnús Jón. Vekur upp ótal spurningar „Ætíð og ævinlega þegar ég var hér í minnihluta og spurðist fyrir um listahátíð var því svarað af bæjar- stjóra að þetta væri sjálfstætt fyrir- tæki úti í bæ og bæjarfulltrúum kæmi málið ekki við. I gær [þriðju- dag] hitti ég forstöðumenn Listahá- tíðar Hafnarfjarðar hf., Gunnar Gunnarsson, Örn Óskarsson og Sverri Ólafsson, ásamt þeirra end- urskoðendum, og það verður að segj- ast eins og er að þau plögg sem þeir sýndu mér vekja upp ótal spum- ingar. Ég geri ráð fyrir því að fá bréf frá Listahátíð Hafnarfjarðar hf. í dag þar sem þeir skýri sína hlið á málinu,“ segir Magnús Jón. Hann vildi ekki greina nánar frá plöggum Listahátíðar. Magnús Gunnarsson oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm Hafnar- Ijarðar segir að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi setið hjá við afgreiðslu end- urskoðaðrar fjárhagsáætlunar bæj- arins í fyrra. „Listahátíð fer fram júní og Guðmundur Árni Stefánssor er þá bæjarstjóri. Listahátíð er því embættistíð Guðmundar Árna,“ segii Magnús Gunnarsson. Morgunblaðið greindi frá því í síð- ustu viku að bæjarsjóður Hafnar fjarðar hefði keypt höggmynd eftii mexíkóskan listamann sem Listahá- tíð Hafnarfjarðar hf. hafði fengið a( gjöf frá listamanninum af fyrirtæk inu fyrir þijár milljónir króna. Magn- ús Gunnarsson segir það afar undar' lega ráðstöfun bæjarfulltrúa ac kaupa listaverkið ef sú vitneskjí hefur legið fyrir að listamaðurim hefði þegar gefið bæjarsjóði það „Eina sem ég get séð út úr því ei að það hafi verið gert til að grynnkí á skuldum listahátíðar,“ sagði Magn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.