Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldan í Hewlett- Packard geisla- prenturum Tilvalinn geislaprentari fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. 300 dpi + RET*. 4 síöur á mínútu. HP LaserJet 4L á einstöku tilboði kr.69.900 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4P & 4MP Hágæöa 600 punkta útprentun I fyrirferðalitlum geislaprentara. 600 dpi + RET*. 4 slður á mlnútu. HP LaserJet 4P kr. 137.500 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4 PLUS & 4M PLUS Nýr HP geislaprentari með hágæða 600 punkta útprentun. Hraðvirkur. 600 dpi + RET*. 12 síöurá minútu. HP LaserJet 4 PLUS kr.209.900 stgr. m. vsk. HP LaserJet 4Si &4Si MX LISTIR Syngjandi skáld Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir DAVID Byrne fór á kostum á frábærum tónleikum í Háskólabíói. TONLIST Rokktónlcikar DAVID BYRNE í HÁ- SKÓLABÍÓI David Byme og kvartett hans í Há- skólabíói 5. og 6. september. Tónleik- amir vom á RúRek jasshátíðinni á vegum Smekkleysu s.m. hf. David Byme söng^ur og gítarleikur, Todd Turkisher trommur og slagverk, Mauro Refosco slagverk og hljóm- borð, Paul Socolow bassi og raddir. TALKING Heads var í framlínu bandarísku pönkbyltingarinnar, þó tónlist sveitarinnar hafi alla tíð verið frekar þungt popp, en hrein- ræktað rokk. Leiðtogi sveitarinn- ar, David Byrne, var og andlit hennar út á við; pervisið gáfnaljós sem lagði mikið upp úr umbúnaði og útliti, ekki síður en inntaki. Tónlistin var flókin á ytra byrði og textarnir virtust djúphugsaðir og veigamiklir, þó margir hafi verið þunnir þegar grannt var skoðað. Talking Heads hafði gríð- arleg áhrif og náði miklum vin- sældum, þó tónlist hennar hafi ekki elst ýkja vel, en eftir að Byrne leysti hana upp hefur hann þróað tónmál sitt til muna, aukinheldur sem hann hefur náð þvílíkri leikni í textasmíð að þegar best lætur má kalla hann syngjandi skáld. Á sviðinu í Háskólabíói mátti sjá að Byrne hefur breyst úr blóð- lausum rindilslegum gleraugnagl- ám í sjálfsömggan og kraftmikinn rokkara, sem beitir gítarnum af hugkvæmni og fimi. Lagasmíðar hans hafa líka tekið miklu fram- förum, í það minnsta ef borið er saman við þau Taiking Heads-lög sem hann flutti á tónleikunum. Þau yljuðu fyrir minninguna- og voru skemmtilega flutt, en það sem mest skilur eftir sig eru nýju lögin; lög sem hann hefur samið eftir að Talking Heads lagði upp laupana. Líklega hafa margir áheyrenda hissað sig á því hve Byrne hefur samið mikið af góðri tónlist síðan hann hóf sólóferilinn, ekki síður en þeir hafa velt vöng- um yfír því hvað tónlist hans er fjölbreytt og frumleg. Sem texta- smiður er Byrne við sama hey- garðshornið; notar beittar líkingar og skarpar einfaldar myndir til að fletta ofan af siðferðisþrengingum mannsins; söngröddin er eins og skurðhnífur sem sprettir fram taugaendum smáborgarans og lýs- ir upp króka og kima smásálarinn- ar, en hún hentar síður þegar á að fara að skera brauð eða brytja spað, því textarnir eru yfírleitt stofudrama skotnir beittri kímni og Byrne fyrst og fremst borgar- skáld sem yrkir um hugarangur og innantómt líf borgarbúans sem óttast og vantreystir náttúrunni, ekki síður en náunganum. Þegar hann syngur því í einu laga sinna um það hve langt hann sé frá New York, lætur hann þess ekki getið að hann ber borgina með sér hvert sem hann fer. Greinilega má þó merkja að hann er á innleið, ef svo má kalla, textarnir verða æ persónulegri og á nýrri plötu hans, sem obbinn af tónleikalögunum var af, má heyra að hann er að virða fyrir sér innviðina. Hljómsveitin náði frábærlega vel saman, best á seinni tónleikun- um, og þó stundum hafi aðstoðar- menn Byrnes verið að setja sig í stellingar sem þeim eru ekki eigin- legar, höfðu þeir á valdi sínu allar þær tónlistarstefnur sem Byrne hefur fléttað inn í lagasmíðar sín- ar, hvort sem var charranga í öðru lagi tónleikanna, saudade í þriðja laginu, rokk eða afrískir rytmar. Öll þessi stílbrigði gæddu lögununi dýpt og lyftu þeim, og gaman var að heyra hvernig hefðbundið rokk- lag breyttist skyndilega í hrífandi souskoussveiflu með syngjandi gítarspili án þess að misfellu mætti sjá á. Þannig voru þessir tónleikar afbragðs skemmtun; Talking Heads aðdáendur fengu nokkuð fyrir sinn snúð, en því trúi ég að David Byrne-aðdáendum hafi fjölgað um eitthvað á annað þúsund á mánudag og þriðjudag. Árni Matthíasson Tríó Bjössa Thor og Hilmar Jensson TONLIST___________ Tunglið og Djúpið TRÍÓ BJÖSSA THOR OG KVARTETT HILMARS JENSSONAR Á RÚREK-DJASSHÁTÍÐINNI. Flytjendur: Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Ásgeir Óskarsson trommur. Hilmar Jensson gítar, Tim Berne alt- og baritónsaxófónar, Chris Speed tenórsaxófónn og klarinett. 6. september 1994. ÞAÐ var úr fímm tónleikum að velja á RúRek-djasshátíðinni á þriðjudagskvöld og hvarvetna sem litið var inn var fullt hús áheyrenda og mikil stemning. Það þarf reyndar ekki marga til að fylla rýmið í Djúpinu og þar eru áheyrendur í hvíslfæri við spilara. Tríó Bjössa Thor var að ljúka við Birdland þegar rýni bar að, einkar snotra útsetningu á þessu Weather Report-lagi fyrir tríó, klassískan gítar, kontrabassa og trommur. Á efnisskrá tríósins eru auk þess lög eftir yngri djasstónlistarmenn er- lenda sem heyrast ekki oft eins og t.a.m. First National Anthem eftir Pat Metheny en einnig voru fluttar gamlar perlur eins In a Sentimental Mood og St. Thomas, sem virðist í sérstöku uppáhaidi hjá mörgum um þessar mundir. Völuspá eftir þá félaga er fönkað djasslag með sér- lega skemmtilegu gítarsólói þar sem tækni og kunnátta Björns nýt- ur sín og hann er dyggilega studd- ur af þéttum bassaleik Gunnars. Ásgeir Óskarsson hefur varpað rokkslaginu fyrir róða og tekið upp mýkri háttu með góðum árangri. Tríó Bjössa Thor leikur akústískan djass, léttan, fluttan af fagmennsku og efnisvalið er skemmtilegt. Það var þyngra yfir öllu á Tungl- inu þar sem Kvartett Hilmars Jens- sonar flutti frumsamda tónlist Hilmars auk þess sem Chris Speed og Tim Berne áttu sitt hvort verk- ið. Þetta er tilraunatónlist sem á í raun fátt skylt með djasstónlist annað en snarstefjunina og er mun nær nútímatónlist í eðli sinu. Þó brá á stöku stað fyrir kunnuglegum rytmum, og hjartað tók aukaslag af eftirvæntingu, en það var ekki lengi staldrað við þá heldur teygt á hefðunum þannig að ekkert stóð eftir nema hávaði og eyrnarverkur. í Doðinn eftir Hilmar lék Speed á klarinett og Berne á altsaxófón en verkið sjálft er ótrúlega órætt og fljótandi og gæti eflaust dugað vel sem hljóðeffektar í kvikmynd gerða eftir vísindaskáldsögu. í tónlist kvartettsins brá þó fyrir fallegum köflum, en þeir voru fáir og það var langt á milli þeirra. Það finnast þó áhugamenn um þessa tegund tónlistar, kannski aðallega aðrir tónlistarmenn í svipuðum pæling- um, og við þá segi ég: Verði ykkur að góðu! Qugjón Guðmundsson Verk eftir Alan Uglow OPNUÐ hefur verið í sýningarsaln- um Annarri hæð á Laugavegi 37, sýning á verkum Alans Uglows. Alan Uglow fæddist í Englandi árið 1941, en hefur búið og starfað í New York síðan 1969. í fréttatil- kynningu segir: „í málverkum sínum teflir hann saman ólíkum hefðum geometrisks málverks. Myndirnar eru hlutlægar en þó tilfinningaríkar. Litameðferðin er persónuleg og áberandi og ætti að njóta sín í sí- breytilegri birtu sýningarsalarins. Alan Uglow er mikill áhugamaður um fótbolta og gætir áhrifa þess beint eða óbeint í mörgum málverka hans.“ Málverkin sem hér eru til sýnis eru annars vegar málaðar með akrýl á sink-galvaniseraðar plötur og hins vegar silkiþrykktar á ryðf- rítt stál. Þau eru öll máluð á þessu ári. Sýningin er opin á miðvikudög- um frá kl. 2-6 út október. ----» ♦ 4--- Stærsta nor- ræna myndlist- armiðstöðin Hraðvlrkur alhlíða geislaprentari fyrir meöalstór og stór netkerfi. 600 dpi + RET*. 16 siður á mínútu. HP LaserJet 4Si kr.414-900 stgr. m. vsk. Kynntu þér heila fjölskyldu af Hewiett-Packard geislaprenturum hjá Tæknivali. N Af ö * * dpi = Upplausn ^ punkta á tommu. RET = HP upplausnaraukning. i u k ^ Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 Fax (91)680664 „Grease“ á Hótel íslandi SÖNGLEIKURINN „Grease“ verður frumfluttur á Hótel Islandi laugardaginn 18. september nk. og er það Söngsmiðjan sem stendur fyrir þessari sýn- ingu. í helstu aðalhlutverkum eru Guðjón Berg- mann sem Danny og Jóna Sigríður Grétarsdóttir sem Sandy. Gestir sýningarinnar eru Hemmi Gunn og Edda Björgvinsdóttir. Elfa Gísladóttir leikkona leikstýrir verkinu og sér um Ieikgerð, Esther Helga Guðmundsdóttir söngkona sér um söng og tónlist og er einnig fram- leiðandi sýningarinnar, Magnús Kjartansson er hljómsveitarstjóri, Jóhannes Bachmann dansari semur dansa og sér um kóreografíu, Helga Rún Pálsdóttir hönnuður hannar búninga og leikmynd, Sigurður Guðmundsson er ljósameistari sýningar- innar, Ásgeir Eiríksson hannar hljóð, Sif Guð- mundsdóttir sér um förðun og Ómar Eiríksson í Hárklass sér um hárgreiðslu. Sýningar verða á föstudögum og laugardögum í september og áætlaðar eru sex sýningar. BYGGING norrænar myndlistarmið- stöðvar hófst nú í byijun vikunnar í Fjaler í Noregi. Miðstöðin, sem nefnd er Daisásen, verður hin stærsta á Norðurlöndum. Hana á að reisa fyrir gjafafé einkaaðila og gert er ráð fyrir að vinnustofur og önnur aðstaða verði- samtals 1.700 fermetrar að flatarmáli. Um er að ræða fimm vinnustofur með íbúðum fyrir fjöl- skyldur, sérstaka trévinnustofu og ennfremur stóra sameiginlega vinnu- stofu gestalistamanna. ------»■♦ ♦------- Dagskrá RúRek ’94 Ingólfstorg kl. 17: Karnivala með götudjass. Tunglið kl. 22: Mezzoforte. Fógetinn: Kvartett Kristjáns Guð- mundssonar. Hornið/Djúpið: Fánar. Kringlukráin: Krúpatríóið. Kaffi Reykjavík: Lovemakers. I I ( I I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.