Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 19.94 29 með að verða erfíð úrlausnar. Lífeyr- ismálin væru þar stór þáttur. Ríkið og sveitarfélögin yrðu t.d. að semja á milli sín um skiptingu ábyrgða af lífeyrisskuldbindingum til kennara. „Meirihluti kennara er með ævi- ráðningu. Ef við gefum okkur að kennarar verði fluttir yfir til sveitar- félaganna með öllum réttindum og skyldum þá fylgir æviráðningin með. Því hefur ekki verið svarað hvort sveitarfélögin vilja taka við æviráðnu fólki. Vilji þau það ekki kviknar að mínu mati biðlaunaréttur hjá öllum hópnum því að þá er verið að leggja niður störf og ekki boðin sambærileg störf í staðin. Þar getum við verið að tala um milljarða. Það er einnig hugsanlegt að biðlaunarétturinn sé fyrir hendi jafnvel þó að mönnum bjóðist nýtt starf, þ.e.a.s. að menn hefðu val á því að taka biðlaun eða þiggja starf. Þessum spurningum er enn ósvarað," sagði Eiríkur. Ólafur G. sagði að ekki hefði ver- ið rætt um að segja kennurum upp störfum. Rætt hafi verið um að nýr vinnuveitandi ráði þá til starfa með öllum réttindum og skyldum. Hann sagði að æviráðning væri úr sögunni hjá ríkinu nema í undantekningartil- vikum og þess vegna ætti það atriði ekki að þurfa að valda vandræðum. Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga heyrðust raddir um að sveitarfélögin yrðu að fá meira um það að segja hvaða kennarar yrðu ráðnir til starfa. í nefndarvinnu á þinginu kom upp umræða um að sveitarfélögin yrðu að hafa frelsi til að segja óhæfum kennurum upp störfum. Kostnaður á eftir að aukast Þó enn sé óljóst hvaða breytingar verða gerðar á grunnskólalögum við- urkenna flestir að útgjöld til grunn- skólans eigi eftir að vaxa. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi, orðaði þetta þannig á lands- þinginu: „Þessi málaflokkur á eftir að bólgna út í höndunum á okkur.“ Líklegt er talið að þetta gerist þrátt fyrir að Alþingi geri takmarkaðar brej'tingar á lögunum. í þessu sam- bandi má minna á að talið er að útgjöld sveitarfélaga af grunnskóla- haldi séu í dag um 200 milljónir umfram beina lagaskyldu. Seltjarn- arnesbær borgar t.d. hluta af launum kennara í dag vegna kostnaðar við einsetningu skólans. Sveitarstjórnarmenn eru sammála um að eftir að þeir hafi tekið við stjórn þessa málaflokks múni kröfur foreldra um betri þjónustu grunn- skólanna aukast. Foreldrar eigi auð- veldara með að komast að sveitar- stjórnarmönnum en alþingismönnum eða embættismönnum menntamála- ráðuneytisins. Verður tilfærslunni frestað? sveitar- inna er jöfn Á landsþinginu höfðu ýmsir á orði að skynsamlegast væri að fresta til- færslunni og gefa sér lengri tíma til undirbúnings, en stefnt hefur verið að því að sveitarfélög taki við grunn- skólanum 1. ágúst 1995. Niðurstaða Iandsþingsins varð sú að setja þijú skilyrði fyrir stuðningi við flutning grunnskólans. í fyrsta lagi að fullt samkomulag náist milli ríkis og ________ sveitarfélaga varðandi flutning verkefna og tekju- stofna til sveitarfélaga til að standa undir öllum þeim aukna kostnaði er breyt- ingunni fylgir þannig að grunnskólanám allra barna í landinu verði tryggt. í öðru lagi að vanda sveitarfélaga sem taka við hlutfalls- lega háum grunnskólakostnaði mið- að við tekjur verði mætt með jöfnun- araðgerðum. í þriðja lagi að fullt samkomulag náist milli ríkis, sveitar- félaga og stéttarfélaga kennara um kjara- og réttindamál kennara, þar með talin lífeyrisréttindamál. Niður- staða um þessi atriði verði að nást fyrir áramót. Ólafur G. sagði enga ástæðu til að ræða um frestun nú. Málið hefði verið í undirbúningi í tvö ár og næg- ur tími væri til stefnu. Hann sagði að ef málinu yrði frestað nú væri hætta á að sú frestun yrði í nokkur ár. Ólafur sagðist þó ekki vilja lofa því að öll mál yrðu komin á hreint um áramót. Morgunblaðið/Þorkell CRYSTAL Harmony við bryggju í Sundahöfn. Það er eitt stærsta og glæsilegasta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið. í „LOBBÍINU“ á fimmta þilfari eru gólf teppa- klædd en veggir úr marmara og fyrir miðjum sal er upplýstur gosbrunnur. YFIRÞJÓNN í svítu húsbónda síns. í CLUB 2100 á sjötta þilfari eru settar upp sýningar dansara úr Bolshoj-ballettinum. Siglt um heimshöfín fyrir 210.000 kr. á sólarhrmg kemmtiferðaskipið Crystal Harmony sem lá við landfest- ar í Sundahöfn í gær er fljót- andi auðkýfingahótel og eitt stærsta og glæsilegasta skip sem hingað hefur komið. Að meðaltali kostar gistingin nálægt 100 þúsund ÍSK á sólarhring fyrir einstaklinginn en þeir sem búa við mestar lysti- semdir greiða fyrir munaðinn 3 þús- und bandaríkjadali, eða um 210 þúsund ÍSK, á sólarhring. Ferð Crystal Harmony hófst í London og eru viðkomustaðirnir orðnir fjórir, í Rússlandi, Finnlandi, írlandi og á íslandi og tekur ferðin um 16 daga, en henni lýkur í New York. Ferðin kostar því um 3,7 milljónir ÍSK fyr- ir þann sem ferðast við mestan munað. Um borð í skipinu er nóg við að vera, t.a.m. skemmta dansar- ar úr Bolshoj-balletinum rússneska á kvöldin og heimsfrægir bandarísk- ir skemmtikraftar koma fram í ein- hverjum af þremur stórum skemmti- stöðum skipsins. Héðan hélt skipið í gærkvöldi til Halifax í Kanada. Crystal Harmony er 49.400 brútt- órúmlestir, 241 metra langt og 29,6 metra breitt. Það var byggt árið 1990 í Nagasaki í Japan og kostaði 250 milljónir dollara, nálægt 17.500 milljónum ÍSK. Hámarkssiglingar- hraðinn er 22 hnútar. Tólf þilför eru á skipinu en þau fimm neðstu eru eingöngu fyrir áhöfn skipsins og þar er einnig sjúkrahús og vélar skips- ins. Áhöfnin er 550 manns af 32 þjóðernum en yfirmenn eru norskir og japanskir. Skipið er í eigu jap- ansks skipafélags en heimahöfn þess er í Los Angeles í Bandaríkjunum. Skipafélagið er að láta byggja fyrir sig eins skip í Turku í Finnlandi sem hleypt verður af stokkunum í maí á næsta ári og verður það nefnt Cryst- al Symphony. Eitt giæsilegasta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið lá við Sundabakka í gær og Guðjón Guðmunds- son kynnti sér hvemig bandarískir milljóna- mæringar eyða tímanum til sjós. Gosbrunnur og spilavíti Farþegar um borð í Crystal Harm- ony eru 960 og þar af yfir 95% Bandaríkjamenn og segir skipstjór- inn, Norðmaðurinn Tom Forberg, að á meðal þeirra séu margir milljóna- mæringar á bandaríska vísu, en allir séu farþegarnir í góðum efnum. Crystal Harmony hefur verið á siglingu um Norðurhöf síðustu vikur og kom hingað frá Irlandi en þetta er í annað sinn sem skipið kemur til íslandSj fyrra skiptið fyrir tveimur árum. I Sundahöfn var skipið á að líta sem fljótandi fjölbýlishús af stærstu gerð en þegar komið er upp landganginn blasir við marmaralagð- ur gangur og nokkur sett af Ijósleit- um leðursófasettum á fimmta þilfari. Fyrir miðjum sal er upplýstur gos- brunnur en á stjórnborða er veitinga- staður með píanói. Á vinstri hönd er móttakan þar sem farþegar skila af sér lyklum og banki þar sem þeir fá skipt peningum í gjaldmiðil þess lands sem dvalist er í. Regina Wern- er, 25 ára þýsk starfsstúlka í móttök- unni, lóðsaði blaðamann og ljósmynd- ara um skipið og lá leiðin fyrst í Morgunblaðið/Þorkell TOM Forberg, skipstjóri Cryst- al Harmony. matsalinn. Þar er framreiddur hádeg- is- og kvöldverður, tvívegis í hvort skipti því veitingastaðurinn rúmar um 500 manns í sæti en farþegar eru 960 talsins. Þar er boðið upp á alls kyns sérfæði með sérstöku tilliti til aldurs farþeganna sem flestir eru yfír sextugt og nær sjötugu. Farið er á milli þilfara með einni af sex lyftum. Á sjötta þilfari eru verslanir með tollfrjálsum varningi og þar rekur ein frægasta spilavítis- keðja í Las Vegas, Ceasars Palace, útibú þar sem farþegar geta lagt undir í rúllettu eða 21. Á sama þil- fari er salur á stærð við tvo Súlna- sali Hótels Sögu þar sem færðar eru upp tvær sýningar á hveiju kvöldi, og að þessu sinni eru það ballett- meistarar úr Bolshoj-ballettinum sem hafa ofan af fyrir gestum. Þar er einnig bíó, Hollywood Theater, þar sem sýndar eru nýjustu kvikmyndir og seinna um kvöldið átti að sýna Lista Schindlers og Steinaldarmenn- ina. Bókasafnið lætur lítið yfir sér en Regina segir að farþegar nýti sér myndbandaútleiguna töluvert enda er hvert herbergi með sjónvarps- og myndbandstækjum. 7 millj. Bandaríkjamanna í stöðugum siglingum , *V — Á sjöunda til tíunda þilfari eru herbergi farþega. Boðið er upp á tvær gerðir svíta og þeim stærri fylg- ir yfirþjónn, svokallaður butler, klæddur í kjól og hvítt. Svíturnar eru allar með svölum og í baðherbergjum eru nuddpottar auk annarra hefð- bundinna þæginda. Á ellefta þilfari eru fjölmargir veit- ingastaðir, t.a.m. japanskur og ít- alskur og þar er einnig sérstakur veitingastaður með sjálfsafgreiðslu og hlaðborði. Þar eru tvær sundlaug- ar, önnur þeirra með bar en hin með tveimur stórum nuddpottum. Annar stór skemmtistaður er á ellefta þil- fari þar sem heimsfrægir skemmti- kraftar troða upp. Stórglæsilegur ££r er í skut á ellefta þilfari sem minnir helst á Perluna i Reykjavík. Hvolfþak er yfir staðnum og er það dregið frá á stjörnubjörtum nóttum. Á tólfta og efsta þilfari eru tennis- völlur í fullri stærð, golfhermir og sundlaug undir þaki sem hægt er að renna frá á góðviðrisdögum. Tom Forberg skipstjóri segir að farþegarnir séu afar auðugt fólk og sumir þeirra séu um borð í'skipinu í nokkra mánuði samfleytt. Að með- altali standi ferð hvers farþega yfir í tólf daga. Hann segir farþeg^ia hafa sýnt íslandi mikinn áhuga og þess vegna hafi verið ákveðið að hafa viðkomu hér. Forberg segir að síðustu 25 ár hafi orðið stöðugur 7-10% vöxtur í rekstri skemmtiferða- skipa á ári hveiju. „í Bandaríkjunum einum eru 6-7 milljónir manna í stöð- ugum siglingum með skemmtiferða- skipum og þeim fjölgar stöðugfT' segir Tom Forberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.